Umskurður drengja: skoðanir og staðreyndir

Ian Watson skrifar um umskurð drengja. Hann efast um að hann sé nokkurt vandamál á Íslandi og finnst að Alþingi ætti að sinna málum sem raunverulega herja á íslensk börn og foreldra og grafa undan réttindum þeirra á hverjum degi.

Auglýsing
Nokkrir þing­menn vilja banna umskurð drengja í for­varn­ar­skyni. Þeir meina eflaust vel en byggja til­lögur sínar á mis­skiln­ingi. Við þurfum ekki að styðja umskurð á Íslandi, enda biður eng­inn um slíkt. En við verðum öll að hafna þessu banni sem mun engu barni hjálp­a. 

Mál sem snertir mig

Ég þekki þessi mál vel af eigin reynslu. Sonur okkar átti við for­húð­ar­sýk­ingar að stríða ítrekað frá 7 ára aldri. Með­ferð með stera­kremi og sýkla­lyfjakremi, fyrst á Íslandi og síðar í Þýska­landi, bar ekki árang­ur. Lækn­arnir í Þýska­landi sann­færðu okkur um að for­húðin þyrfti að fara, ann­ars gætu sýk­ing­arnar valdið veru­legum vand­ræð­um.

Lækn­ir­inn á barna­skurð­stofu spít­al­ans sagði okkur að þeir gerðu þrjá umskurði á hverjum virkum degi. Sam­tals eru það meira en 600 umskurðir á ári. Flestir eru af heilsu­fars­á­stæðum eins og hjá okk­ur, en mjög löng eða þröng for­húð getur verið arf­geng. Aðrir umskurðir eru vegna trú­ar- eða menn­ing­ar­hefða og þá þurfa for­eldrar að bera kostn­að­inn.

Auglýsing

Stað­reyndir um umskurð

Eins og nær allir drengir af minni kyn­slóð sem eru fæddir í Banda­ríkj­unum – hvað sem trú eða trú­leysi líður – er ég sjálfur umskor­inn. Það hræddi mig því ekki að þurfa að láta umskera son minn.

Umskurður er stundum for­varn­ar­að­gerð og stundum umskipta­at­höfn (e. rite of passage). Í gegnum ald­irnar hafa margir og marg­vís­legir menn­inga­hópar umskorið drengi. Umskurður er mjög algengur í dag í Banda­ríkj­un­um, Afr­íku, Kóreu, og Fil­ipps­eyjum og þekk­ist líka í öðrum eng­il­sax­neskum lönd­um. Þar líta margir máls­met­andi læknar á hann sem for­varn­ar­ráð­stöfun sem kemur í veg fyrir þján­ingu og sjúk­dóma seinna á ævinni hjá ákveðnu hlut­falli stráka. Þá er umskurður hluti af íslamskri menn­ingu, gyð­ing­dómi sem og menn­ingu krist­inna í norð­aust­ur­hluta Afr­íku. For­varn­ar­gildi umskurðar er sam­ofið menn­ing­ar­legu gildi hans. Mann grunar að umskurður hafi fest sig í sessi sem hefð hjá ákveðnum trú­ar­hópum vegna þess að hann minnkar tíðni sjúk­dóma.

Hefur umskurður drengja heilsu­fars­lega kosti nú sem fyrr? Já. Það við­ur­kenna jafn­vel læknar sem eru á móti umskurði. Helsti kost­ur­inn er að hann kemur í veg fyrir sýk­ingar í typp­inu og for­húð­inni (e. balanitis og post­hitis). Í stuttu máli: Hefði sonur minn fæðst í Banda­ríkj­unum og verið umskor­inn fljót­lega eftir fæð­ingu, hefðum við ekki þurft að ganga í gegnum þetta sárs­auka­fulla ferli þegar hann var orð­inn eldri. Er hægt að með­höndla svona sýk­ingar án þess að grípa til umskurð­ar? Oft, en alls ekki alltaf.

Og umskurður hefur fleiri kosti. Krabba­mein í typp­inu er sjald­gæft krabba­mein, en það er algeng­ara meðal óum­skor­inna karl­manna. Þá eru áreið­an­legar rann­sóknir sem sýna að umskurður lækkar tíðni alnæmis (sér­stak­lega vegna smits við kyn­mök), sem og tíðni fáeinna ann­arra kyn­sjúk­dóma. Vegna þessa hefur umskurður drengja orðið algeng­ari í Afr­íku und­an­farin ár.

Er umskurður nýfæddra drengja hættu­legur eða skað­leg­ur? Aðgerð­inni fylgir ein­hver hætta á sýk­ingum – en það á við um allar aðgerð­ir. Þessi hætta er þó minni háttar í vest­rænum sam­fé­lög­um. Aug­ljós­lega er aðgerðin sárs­auka­full án deyf­ing­ar. Nú til dags fer aðgerðin vana­lega fram með deyf­ingu á spít­öl­um. Aðgerðin sjálf, á nýfæddum drengjum og í höndum fag­manna, er frekar lítið mál. Svo hefur umskurður ekki áhrif á kyn­líf (ólíkt „um­skurði“ kvenna), og engin nei­kvæð áhrif á lífið yfir­leitt. Millj­ónir umskor­inna Banda­ríkja­manna lifa góðu lífi og sakna for­húðar sinnar ekki neitt.

Vega kostir eða gallar þyngra?

Stór spurn­ing í umræð­unni um umskurð er hvort heilsu­fars­legir kostir umskurðar seinna í líf­inu (sem eru, töl­fræði­lega, minni­hátt­ar) vega þyngra en ókostir aðgerð­ar­innar (sem eru líka minni­hátt­ar).

Hlut­lægt svar við þess­ari spurn­ingu er erfitt að finna. Það er hægt að færa rök með og á móti og skoð­anir lækna virð­ast oft fara eftir upp­runa og til­finn­ing­um, hér­lendis sem ann­ars stað­ar. Margir læknar segja að jákvæðar afleið­ingar umskurðar rétt­læti það að umskera alla drengi eftir fæð­ingu. Aðrir segja að ávinn­ingur þess að umskera sé ekki nógu mik­ill. Þegar til­gang­ur­inn er að hræða fólk segja þeir stundum hryll­ings­sögur um staka umskurði sem mistók­u­st, en þessar sögur líkj­ast þeim sem við heyrum frá and­stæð­ingum bólu­setn­ing­ar. Allir geta líka gúglað hryll­ings­ljós­myndir um for­húð­ar­sýk­ing­ar.

Kanadíska heil­brigð­is­kerfið gerði fyrir nokkrum árum ítar­lega og vand­aða skýrslu um umskurð drengja. Í loka­orðum þeirrar skýrslu er kom­ist að þeirri hóf­stilltu nið­ur­stöðu að kostir og gallar þess að umskera jafn­ast meira eða minna út. Kanadískir for­eldrar eigi því að ákveða hvað þeim finn­ist best fyrir börnin sín, en kerfið ætti ekki að þrýsta á þá til að gera annað eða hitt. Þessi stefna er reist á vís­inda­legum rann­sóknum og hefur þann auka­kost að hún skapar ekki andúð þeirra menn­ing­ar­hópa sem eru með langa hefð fyrir umskurði.

Þessi umræða bendir til mót­sagnar í frum­varp­inu. Flutn­ings­menn þess vilja banna umskurð nema „af heilsu­fars­legum ástæð­u­m.” En sumir læknar telja að heilsu­fars­á­stæður mæli alltaf með því að umskera nýfædda drengi.

And­staða við umskurð á Norð­ur­löndum

Síð­ustu ár hefur átt sér stað her­ferð gegn umskurði drengja á Norð­ur­lönd­um. Mig grunar að van­þekk­ing, mis­skiln­ingur og sleggju­dómar leiki hér stórt hlut­verk. Fáir karl­menn á Norð­ur­lönd­unum eru umskornir og fáar konur hafa þekkt umskorna karl­menn. Fólk virð­ist upp­lifa umskurð sem eitt­hvað mjög fram­andi og ógn­andi, og virð­ist ekki skilja mun­inn á „um­skurði“ drengja og stúlkna.

Öfl sem höll eru undir útlend­inga­andúð og/eða þjóð­ern­is­hyggju láta oftar en ekki rödd sína heyr­ast hæst í þessum efn­um. Umræðan nú ber því miður þjóð­ern­is­sinn­aðan keim, sem ég tel hættu­leg­an. Í frum­varp­inu sem nú liggur fyrir Alþingi er til dæmis vísað til „gyð­inga og múslima“ en þess er ekki getið að að flestir drengir í Afr­íku eða Banda­ríkj­unum eru umskorn­ir, af ástæðum sem tengj­ast ekki trú. Fjöl­margir drengir sem til­heyra hvorki trú­fé­lögum múslima né gyð­inga eru umskornir á hverju ári. Samt setur RÚV aftur og aftur ljós­myndir af rétt­trú­uðum rabbínum við fréttir um umskurð.

Við­horfið til umskurðar innan heil­brigð­is­stétt­ar­innar á Íslandi virð­ist frekar þröngt. Það hefur til dæmis lengi verið grein á Vís­inda­vefnum eftir hjúkr­un­ar­fræð­ing sem leggst ein­dregið gegn umskurði. Í grein­inni er tekið mjög djúpt í árinni en myndin sem þar er dregin upp sam­rým­ist engan veg­inn minni upp­lifun (ekki frekar en millj­óna umskor­inna karl­manna um allan heim). Hún verður að flokk­ast sem áróður frekar en miðlun vís­inda. Höf­undur hennar virðir fjölda vís­inda­legra greina og rann­sókna bein­línis að vettugi.

Hátt­virtu Alþing­is­menn, ég hvet ykkur til að sækj­ast eftir dýpri, víð­sýnni og hlut­læg­ari þekk­ingu á umskurði drengja. Þetta kann að virð­ast ykkur ein­falt og lítið mál, en svo er ekki – langt í frá.

Hvað eigum við að gera?

Fyrir tveimur árum lagði þing­maður fram fyr­ir­spurn um umskurð til heil­brigð­is­ráð­herra (sjá 145. lög­gjaf­ar­þing, 539. mál). Ráð­herr­ann var þeirrar skoð­unar að það ætti alltaf að nota deyf­ingu við umskurð á nýfæddum drengj­um, og einnig að umskurður ætti ávallt að fara fram á spít­öl­um, ekki í heima­hús­um. Þetta er hóf­stillt skoðun sem nán­ast allir geta tekið und­ir. Svona eru regl­urnar víða, til dæmis í Þýska­landi.

Regla af þessu tagi er í eðli­legu sam­ræmi við vís­inda­legar fram­far­ir. Á tutt­ug­ustu öld töldu heið­ar­legir lækn­ar, í góðri trú, að umskurður væri best fram­kvæmdur án deyf­ing­ar. Þeim fannst skamm­vinnur sárs­auki ásætt­an­legt verð fyrir heilsu­fars­kosti umskurð­ar. Í dag eru vís­inda­menn með­vit­aðri um sárs­auk­ann sem nýfæddir drengir upp­lifa við aðgerð­ina. Ef við höldum að sárs­auk­inn sé of mik­ill, þá eru rétt­mæt við­brögð ekki að banna umskurð. Við eigum frekar að krefj­ast þess að sárs­auk­anum sé haldið í lág­marki þegar aðgerðin fer fram. Í raun­inni er þetta þegar gert hér­lend­is.

Að öðru leyti eiga íslenskir for­eldrar sem ákveða að umskera drengi sína að vera lausir við áhyggjur um að lenda á Litla-Hrauni. Þeir sem hafa illan bifur á umskurði þurfa hvorki að umskera börnin sín né styðja umskurð að öðru leyti.

Ég er ekki að segja að Íslend­ingar ættu að byrja að umskera drengi sína, jafn­vel þótt það feli í sér kosti. Ég var (og er) alveg sáttur við að það er engin hefð fyrir umskurði á Norð­ur­lönd­un­um. Sem faðir fylgdi ég íslenskum venjum og lét ekki umskera nýfæddan son minn. En ég myndi ekki heldur lýsa umskurði sem hræði­leg­um, óskilj­an­leg­um, eða órétt­læt­an­leg­um.

Umskurður nýfæddra drengja er hvort eð er svo sjald­gæfur á Íslandi að bann við honum væri tákn­rænt. Þeir örfáu for­eldrar sem kjósa að umskera drengi sína eftir fæð­ingu fara til útlanda til þess, og myndu halda því áfram væri bann í gildi.

Óskyn­sam­leg rök á móti

Ég las frétt þar sem sagði að umskornir drengir „geti upp­lifað kvíða og ein­angr­un“ á Íslandi vegna þess að þeir eru ólíkir öðr­um. En þetta eru ónot­hæf rök á móti umskurði. Jafn­vel þótt við bönnum umskurð án heilsu­fars­á­stæðna verða sumir strákar á Íslandi alltaf umskorn­ir, ann­að­hvort vegna sýk­inga eða vegna þess að þeir fædd­ust erlend­is. Það kallar ekki á að banna umskurð og þar með stig­mat­ísera þessa stráka enn meir, heldur á smá fræðslu um að lík­amar eru marg­vís­legir – og að það er í lagi að ekki séu allir eins!

Sú hug­mynd að umskurður brjóti „gegn rétt­indum ungra drengja“ og að við eigum að „virða sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt barna og banna umskurð á drengjum nema í þeim til­vikum sem dreng­ur, sem náð hefur nægi­legum aldri og þroska til að skilja hvað felst í aðgerð­inni, veitir sam­þykki sitt“ er sjálf­sagt vel meint en ekki minni rök­leysa fyrir það.

Einn vand­inn við þessa hug­mynd er að ákvörðun full­orð­ins karl­manns um að láta umskera sig er allt ann­ars eðlis en ákvörðun for­eldra um nýfæddan son sinn. Hjá nýburum er aðgerðin minna mál og drengirnir muna ekki eftir henni. Aðgerðin á eldri börnum eða full­orðnum fer fram í fullri svæf­ingu og krefst þess að tekið sé frí frá skóla eða vinnu í allt að viku. Ef við bönnum umskurð nýfæddra drengja, þá erum við, í nafni sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt­ar, í raun­inni að reyna að útrýma umskurði og banna þá heið­ar­legu skoðun að hann bæti lýð­heilsu.

Að umskera eða umskera ekki er auk þess ekki eina ákvörð­unin sem for­eldrar taka, óhjá­kvæmi­lega, um lík­ama barna sinna. Með því að umskera nýfæddan dreng eru for­eldrar að „brjóta gegn rétt­indum hans“ á svip­aðan hátt og þeir gera með því að bólu­setja hann, láta fjar­lægja háls­kirtla, setja rör í eyru, gefa lyf sem hafa mögu­legar auka­verk­an­ir, gefa börnum vatn eða tann­krem með flú­or, eða kaupa lýsi. Allar þessar ákvarð­anir eru umdeil­an­legar og hafa kosti og galla. Í öllum slíkum til­fellum eru for­eldr­arnir þó að reyna að veita barn­inu rétt­indi til að lifa með minni áhættu á alvar­legum sjúk­dómum eða fötl­un­um. Þess vegna tökum við for­eldrar áhættu af þessu tagi. Og af þeim sökum gengur frum­varpið alltof langt með því að segja að umskurður sé ein­fald­lega „brot á mann­rétt­indum drengja.“

Auk þess bendir ekk­ert til að þeir þing­menn, sem vilja banna umskurð á grund­velli sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt­ar, telji rétt að banna líka aðrar lík­ams­breyt­ingar á ósjálf­ráða börn­um. Að gata eyrun hefur ekk­ert heilsu­fars­legt gildi en felur í sér tals­verða hættu á fylgi­kvill­um. Að lengja háls ungra stúlkna með málm­hringjum (eins og í norð­vest­ur­hluta Taílands) bætir ekki heilsu þeirra og er ekki óal­geng­ara á Íslandi en umskurður nýfæddra drengja. Að ein­blína á umskurð drengja og jafn­vel refsa með sex ára fang­els­is­vist (meira en brennu­vargar eða banka­stjórar fá!) bendir til þess að for­dómar og útlend­inga­andúð séu frekar á ferð hér en gagn­rýnin hugs­un.

Loka­orð

Umskurður drengja er lög­legur í öllum löndum heims. Svo virð­ist sem sumir hér­lendis taki því með sér­stöku stolti að Ísland verði hugs­an­lega fyrst ríkja til að sam­þykkja bann. Slíkt væri þó mun meiri hneisa fyrir Ísland heldur en margur hér virð­ist gera sér grein fyr­ir. Hin Norð­ur­löndin og Þýska­land hafa hafnað til­raunum til að banna umskurð. Í Nor­egi var það aðal­lega Fram­fara­flokk­ur­inn (flokkur hægriöfga­manna sem er á móti inn­flytj­end­um) sem beitti sér fyrir banni. Ef Ísland verður eina landið til að banna umskurð, mun það ekki sýna okkur Íslend­inga í góðu ljósi.

Frekar hóf­samur læknir að nafni Andrew Freed­man birti pistil í tíma­rit­inu Pedi­at­rics árið 2016 um umskurð. Hann ráð­lagði þeim sem eru á móti umskurði að nálg­ast málið ekki með reiði, dóms­mál­um, átök­um, laga­frum­vörp­um, for­dóm­um, bönn­um, eða ýkj­um. Þeir sem vilja vinna gegn umskurði drengja ættu frekar að nota orku sína á jákvæðan hátt. Þeir mættu reyna að hafa áhrif á þá sem vilja halda í umskurð með upp­byggi­legum hætti og gagn­kvæmri virð­ingu, ekki sleggju­dómum og glæpa­væð­ingu. Ef það er vin­sælt að hafa for­húð, þá mun fólk halda í hana. Á Íslandi hefur for­húðin alltaf verið vin­sæl og sigur hennar örugg­lega í höfn.

Í raun­inni efast ég um að umskurður drengja sé nokk­urt vanda­mál á Íslandi. Til hvers er frum­varpið þá? Alþingi ætti að sinna málum sem raun­veru­lega herja á íslensk börn og for­eldra og grafa undan rétt­indum þeirra á hverjum degi. Það væri ósk­andi að jafn öflug og dýnamísk umræða færi fram um raun­veru­leg brot gegn börnum og sú sem nú hefur logað á Íslandi um umskurð drengja.

Höf­undur er dós­ent við NTNU, norska tækni- og vís­inda­há­skól­ann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar