Svo virðist sem rödd frjálslyndra gyðinga heyrist ekki jafn hátt og rödd rétttrúnaðar gyðinga í umræðunni um umskurð á drengjum. Það er ekki sanngjarnt þar sem frjálslyndir gyðingar eru í meirihluta í gyðingasamfélögum samtímans. Í Norður Evrópu eru frjálslyndir gyðingar í miklum meirihluta. Þessi staðreynd kemur glögglega í ljós þegar bænahús gyðinga í einhverri borg í Norður Evrópu eru heimsótt, og fjöldi gyðinga sem stundar tilbeiðslu í bænahúsum borinn saman við fjölda gyðinga í þeirri borg.
Íhaldssamir gyðingar tala ekki fyrir munn allra
Frjálslynd gyðingasamfélög skortir innra skipulag og þar með koma þau ekki sínum sjónarmiðum kerfisbundið á framfæri við fjölmiðla. Innan samfélaga íhaldssamra gyðinga eru frjálslynd viðhorf til gyðingdómsins almennt ekki viðurkennd. Því geta frjálslyndir gyðingar ekki nýtt sér sömu rásir og hin trúarlegu hefðbundnu gyðingasamfélög, til að hafa áhrif á stjórnsýslu og fjölmiðla. Þar af leiðir að þeir sem hafa áhuga á að kanna viðhorf frjálslyndra gyðinga, til dæmis um umskurð drengja, verða að leita sérstaklega eftir þeim á meðan rétttrúnaðar gyðingar koma sínum skoðunum á framfæri um heim allan og birtast eins og talsmenn allra gyðinga, sem þeir eru ekki.
Breytt viðhorf gagnvart umskurði
Í Ísrael hefur viðhorf gagnvart umskurði umturnast á síðustu árum. Þar sem stærstu fjölmiðlar í Ísrael eru eru ekki í eigu eða undir stjórn rétttrúnaðar gyðinga þá ná þessi sjónarmið til almennings. Flestir fjölmiðlar fjalla um frjálslyndar gyðingafjölskyldur sem hafa kosið að umskera ekki syni sína, þrátt fyrir hefðina innan gyðingdómsins. Margir fjölmiðlar vitna til skoðana frjálslyndra gyðinga sem eru áberandi í umræðunni og eru á móti umskurði á drengjum, svo sem Theodor Herzl stofnanda síonista hreyfingarinnar, eða Sigmund Freud, sálkönnuðar Sumir hafa vitnað í einn virtasta leiðtoga gyðingdómsins, Moses Maimonides, sem mótmælti umskurði en sjónarmið hans voru þögguð niður, þar til nú.
Aðrar viðurkenndar athafnir hjá gyðingum án inngrips
Mörg samtök, bæði formleg og óformleg, hafa verið stofnuð í Ísrael í þeim tilgangi að koma á framfæri nútímalegri viðhorfum gagnvart umskurði. Sérstaklega hefur verið lögð áhersla á að kynna athafnir sem fela ekki í sér inngrip í líkama barns (Brit Shalom), eins og umskurður (Brit Milah) gerir. Árið 1998 lögðu Samtök í Ísrael um bann við umskurði barna (The Israeli Association against Genital Mutilation of Babies), fram mál í hæstarétti í Ísrael um að banna umskurð. Það mál fékk ekki stuðning þar sem ekki lágu fyrir nægilega margar læknisfræðilegar rannsóknir og upplýsingar um áhrif umskurðar. Á þeim forsendum var málinu hafnað.
Umskurðum hefur fækkað
Síðan þá hefur vaxandi fjöldi gyðingafjölskyldna kosið að láta ekki umskera börnin sín. Talið er að á svæðum þar sem frjálslyndir gyðingar eru í meirihluta, er umskurður ekki stundaður en fólk velur að nota aðrar athafnir sem viðurkenndar eru í gyðingdómi eins og Brit Shalom en þá eru fætur barnsins þvegnar með vatni. Í Bandaríkjunum hefur umskurður fækkað gríðarlega hin síðari ár. Frjálslynd gyðingasamtök eins og Gyðingar gegn umskurði (Jews against Circumcision) hafa öðlast töluverðan sýnileika og hljómgrunn á samfélagsmiðlum.
Nú horfa frjálslyndir gyðingar til Íslands og vona að samstaða um málstaðinn aukist. Við viljum sýna meirihluta gyðinga vináttu í verki, og síðast en ekki síst verja gyðinga, múslima og öll börn frá því sem nú er álitið vera mannleg fórn.