Frjálslyndir gyðingar hafna umskurði

Jacob Sysser segir frjálslynda gyðinga vera á móti umskurði og að þeir horfi nú til Íslands með von um að samstaða um þann málstað aukist.

Auglýsing

Svo virðist sem rödd frjálslyndra gyðinga heyrist ekki jafn hátt og rödd rétttrúnaðar gyðinga í umræðunni um umskurð á drengjum. Það er ekki sanngjarnt þar sem frjálslyndir gyðingar eru í meirihluta í gyðingasamfélögum samtímans. Í Norður Evrópu eru frjálslyndir gyðingar í miklum meirihluta. Þessi staðreynd kemur glögglega í ljós þegar bænahús gyðinga í einhverri borg í Norður Evrópu eru heimsótt,  og fjöldi gyðinga sem stundar tilbeiðslu í bænahúsum borinn saman við fjölda gyðinga í þeirri borg.

Íhaldssamir gyðingar tala ekki fyrir munn allra

Frjálslynd gyðingasamfélög skortir innra skipulag og þar með koma þau ekki sínum sjónarmiðum kerfisbundið á framfæri við fjölmiðla. Innan samfélaga íhaldssamra gyðinga eru frjálslynd viðhorf til gyðingdómsins almennt ekki viðurkennd. Því geta frjálslyndir gyðingar ekki nýtt sér sömu rásir og hin trúarlegu hefðbundnu gyðingasamfélög, til að hafa áhrif á stjórnsýslu og fjölmiðla. Þar af leiðir að þeir sem hafa áhuga á að kanna viðhorf frjálslyndra gyðinga, til dæmis um umskurð drengja, verða að leita sérstaklega eftir þeim á meðan rétttrúnaðar gyðingar koma sínum skoðunum á framfæri um heim allan og birtast eins og talsmenn allra gyðinga, sem þeir eru ekki.

Breytt viðhorf gagnvart umskurði

Í Ísrael hefur viðhorf gagnvart umskurði umturnast á síðustu árum. Þar sem stærstu fjölmiðlar í Ísrael eru eru ekki í eigu eða undir stjórn rétttrúnaðar gyðinga þá ná þessi sjónarmið til almennings. Flestir fjölmiðlar fjalla um frjálslyndar gyðingafjölskyldur sem hafa kosið að umskera ekki syni sína, þrátt fyrir hefðina innan gyðingdómsins. Margir fjölmiðlar vitna til skoðana frjálslyndra gyðinga sem eru áberandi í umræðunni og eru á móti umskurði á drengjum, svo sem Theodor Herzl stofnanda síonista hreyfingarinnar, eða Sigmund Freud, sálkönnuðar Sumir hafa vitnað í einn virtasta leiðtoga gyðingdómsins, Moses Maimonides, sem mótmælti umskurði en sjónarmið hans voru þögguð niður, þar til nú.

Auglýsing

Aðrar viðurkenndar athafnir hjá gyðingum án inngrips

Mörg samtök, bæði formleg og óformleg, hafa verið stofnuð í Ísrael í þeim tilgangi að koma á framfæri nútímalegri viðhorfum gagnvart umskurði. Sérstaklega hefur verið lögð áhersla á að kynna athafnir sem fela ekki í sér inngrip í líkama barns (Brit Shalom), eins og umskurður (Brit Milah) gerir. Árið 1998 lögðu Samtök í Ísrael um bann við umskurði barna (The Israeli Association against Genital Mutilation of Babies), fram mál í hæstarétti í Ísrael um að banna umskurð. Það mál fékk ekki stuðning þar sem ekki lágu fyrir nægilega margar læknisfræðilegar rannsóknir og upplýsingar um áhrif umskurðar. Á þeim forsendum var málinu hafnað.

Umskurðum hefur fækkað

Síðan þá hefur vaxandi fjöldi gyðingafjölskyldna kosið að láta ekki umskera börnin sín. Talið er að á svæðum þar sem frjálslyndir gyðingar eru í meirihluta, er umskurður ekki stundaður en fólk velur að nota aðrar athafnir sem viðurkenndar eru í gyðingdómi eins og Brit Shalom en þá eru fætur barnsins þvegnar með vatni. Í Bandaríkjunum hefur umskurður fækkað gríðarlega hin síðari ár. Frjálslynd gyðingasamtök eins og Gyðingar gegn umskurði (Jews against Circumcision) hafa öðlast töluverðan sýnileika og hljómgrunn á samfélagsmiðlum.

Nú horfa frjálslyndir gyðingar til Íslands og vona að samstaða um málstaðinn aukist. Við viljum sýna meirihluta gyðinga vináttu í verki, og síðast en ekki síst verja gyðinga, múslima og öll börn frá því sem nú er álitið vera mannleg fórn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar