Hugarafl - opið samtal

Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, skrifar opið bréf til forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, Alþingis og Verferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Auglýsing
Und­an­farin fimmtán ár hefur fag­fólk innan Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins: sál­fræð­ing­ur, iðju­þjálfi, félags­ráð­gjafi og jóga­kenn­ari starfað í teymi í sam­vinnu við Hug­arafl, sem eru frjáls sam­tök þeirra sem þurfa á hjálp að halda vegna geð­heilsu.  Starf teym­is­ins er nefnt „geð­heilsa-eft­ir­fylgd” og er horn­steinn þjón­ustu­starfs sem byggir á nýrri leið innan íslenska geð­heil­brigð­is­kerf­is­ins í sam­ræmi við áherslur í aðgerð­ar­á­ætlun Alþingis í geð­heil­brigð­is­mál­um, ályktun Sam­ein­uðu þjóð­anna og Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar WHO, þar sem meg­in­á­hersla er lögð á opin úrræði og sam­starf við þá sem á hjálp þurfa að halda – og fjöl­skyldur þeirra – sem geta leitað eftir þjón­ustu á eigin for­sendum og án til­vís­unar frá lækni.  Orðið vald­efl­ing felur í sér að hafa vald til þess að taka ákvarð­anir sjálf­ur, hafa aðgang að upp­lýs­ingum og úrræðum og læra að hugsa á gagn­rýn­inn hátt og hafa áhrif á eigin líf og efla jákvæða sjálfs­mynd sína og vinna bug á for­dóm­um. 

Auglýsing
Nú hefur yfir­stjórn Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins ákveðið að leggja niður fjögur stöðu­gildi, sem tengst hafa þessu hjálp­ar­starfi – án rök­stuðn­ings – og heil­brigð­is­ráð­herra hefur enn ekki lagt til lausn á mál­inu sem henni ber skylda til.  Fella á þetta hjálp­ar­starf undir til­vís­ana­kerfi og þeir, sem á hjálp þurfa að halda, geta ekki lengur leitað beint til þjón­ustu á eigin for­sendum og án til­vís­unar frá lækni.

Fimmtán ára starfi kastað fyrir róða

Árið 2016 fengu á sjötta hund­rað ein­stak­lingar reglu­bundna þjón­ustu „geð­heilsu-eft­ir­fylgd­ar”. Það ár leit­uðu nær 900 ein­stak­lingar beint til Hug­arafls.  Voru komur þessa fólks yfir 12 þús­und. Veitt voru yfir 2000 við­töl (síma­við­töl ekki með­tal­in), auk vitj­ana, þjálf­unar á vett­vangi og útkalla vegna bráða­til­fella.  

Nú á að kasta fyrir róða fimmtán ára starfi þar sem brotið var blað í hjálp við þá sem þurfa á hjálp að halda vegna geð­heilsu sinn­ar.  Guðný Björk Eydal, pró­fessor við Fálags­ráð­gjafa­deild Háskóla Íslands, og Stein­unn Hrafns­dótt­ir, dós­ent við Fálags­ráð­gjafa­deild Háskóla Íslands, telja starfið sé ein­stök þjón­usta sem ekk­ert annað úrræði veitir með sama hætti. „Að­ferðir sem byggja á hug­mynda­fræði vald­efl­ingar og aðferðum bata­lík­ans hafa á und­an­förnum árum verið grunn­stef í alþjóð­legri stefnu­mótun í geð­heil­brigð­is­mál­u­m,” eins og segir í grein­ar­gerð Guð­nýjar Bjarkar og Stein­unnar Hrafns­dótt­ur.

Áskorun til Alþingis og rík­is­stjórnar

Sem kenn­ari hálfa öld, þar sem ég horfði upp á van­mátt nem­enda sem máttu sín minna og áttu fáa úrkosti, og sem aðstand­andi ein­stak­linga sem hafa þurft á hjálp að halda vegna geð­heilsu, skora ég á for­sæt­is­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, Alþingi og Ver­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur­borgar að reka af sér slyðru­orðið og gefa Hug­ar­afli kost á að vinna áfram að „geð­heilsu­eft­ir­fylgd”, sem er horn­steinn þjón­ustu­starfs við þá sem glíma við geð­heilsu og byggir á nýrri leið, bæði innan hins  ís­lenska og hins alþjóð­lega geð­heil­brigð­is­kerf­is.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar