Hugarafl - opið samtal

Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, skrifar opið bréf til forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, Alþingis og Verferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Auglýsing
Und­an­farin fimmtán ár hefur fag­fólk innan Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins: sál­fræð­ing­ur, iðju­þjálfi, félags­ráð­gjafi og jóga­kenn­ari starfað í teymi í sam­vinnu við Hug­arafl, sem eru frjáls sam­tök þeirra sem þurfa á hjálp að halda vegna geð­heilsu.  Starf teym­is­ins er nefnt „geð­heilsa-eft­ir­fylgd” og er horn­steinn þjón­ustu­starfs sem byggir á nýrri leið innan íslenska geð­heil­brigð­is­kerf­is­ins í sam­ræmi við áherslur í aðgerð­ar­á­ætlun Alþingis í geð­heil­brigð­is­mál­um, ályktun Sam­ein­uðu þjóð­anna og Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar WHO, þar sem meg­in­á­hersla er lögð á opin úrræði og sam­starf við þá sem á hjálp þurfa að halda – og fjöl­skyldur þeirra – sem geta leitað eftir þjón­ustu á eigin for­sendum og án til­vís­unar frá lækni.  Orðið vald­efl­ing felur í sér að hafa vald til þess að taka ákvarð­anir sjálf­ur, hafa aðgang að upp­lýs­ingum og úrræðum og læra að hugsa á gagn­rýn­inn hátt og hafa áhrif á eigin líf og efla jákvæða sjálfs­mynd sína og vinna bug á for­dóm­um. 

Auglýsing
Nú hefur yfir­stjórn Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins ákveðið að leggja niður fjögur stöðu­gildi, sem tengst hafa þessu hjálp­ar­starfi – án rök­stuðn­ings – og heil­brigð­is­ráð­herra hefur enn ekki lagt til lausn á mál­inu sem henni ber skylda til.  Fella á þetta hjálp­ar­starf undir til­vís­ana­kerfi og þeir, sem á hjálp þurfa að halda, geta ekki lengur leitað beint til þjón­ustu á eigin for­sendum og án til­vís­unar frá lækni.

Fimmtán ára starfi kastað fyrir róða

Árið 2016 fengu á sjötta hund­rað ein­stak­lingar reglu­bundna þjón­ustu „geð­heilsu-eft­ir­fylgd­ar”. Það ár leit­uðu nær 900 ein­stak­lingar beint til Hug­arafls.  Voru komur þessa fólks yfir 12 þús­und. Veitt voru yfir 2000 við­töl (síma­við­töl ekki með­tal­in), auk vitj­ana, þjálf­unar á vett­vangi og útkalla vegna bráða­til­fella.  

Nú á að kasta fyrir róða fimmtán ára starfi þar sem brotið var blað í hjálp við þá sem þurfa á hjálp að halda vegna geð­heilsu sinn­ar.  Guðný Björk Eydal, pró­fessor við Fálags­ráð­gjafa­deild Háskóla Íslands, og Stein­unn Hrafns­dótt­ir, dós­ent við Fálags­ráð­gjafa­deild Háskóla Íslands, telja starfið sé ein­stök þjón­usta sem ekk­ert annað úrræði veitir með sama hætti. „Að­ferðir sem byggja á hug­mynda­fræði vald­efl­ingar og aðferðum bata­lík­ans hafa á und­an­förnum árum verið grunn­stef í alþjóð­legri stefnu­mótun í geð­heil­brigð­is­mál­u­m,” eins og segir í grein­ar­gerð Guð­nýjar Bjarkar og Stein­unnar Hrafns­dótt­ur.

Áskorun til Alþingis og rík­is­stjórnar

Sem kenn­ari hálfa öld, þar sem ég horfði upp á van­mátt nem­enda sem máttu sín minna og áttu fáa úrkosti, og sem aðstand­andi ein­stak­linga sem hafa þurft á hjálp að halda vegna geð­heilsu, skora ég á for­sæt­is­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, Alþingi og Ver­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur­borgar að reka af sér slyðru­orðið og gefa Hug­ar­afli kost á að vinna áfram að „geð­heilsu­eft­ir­fylgd”, sem er horn­steinn þjón­ustu­starfs við þá sem glíma við geð­heilsu og byggir á nýrri leið, bæði innan hins  ís­lenska og hins alþjóð­lega geð­heil­brigð­is­kerf­is.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar