Hugarafl - opið samtal

Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, skrifar opið bréf til forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, Alþingis og Verferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Auglýsing
Und­an­farin fimmtán ár hefur fag­fólk innan Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins: sál­fræð­ing­ur, iðju­þjálfi, félags­ráð­gjafi og jóga­kenn­ari starfað í teymi í sam­vinnu við Hug­arafl, sem eru frjáls sam­tök þeirra sem þurfa á hjálp að halda vegna geð­heilsu.  Starf teym­is­ins er nefnt „geð­heilsa-eft­ir­fylgd” og er horn­steinn þjón­ustu­starfs sem byggir á nýrri leið innan íslenska geð­heil­brigð­is­kerf­is­ins í sam­ræmi við áherslur í aðgerð­ar­á­ætlun Alþingis í geð­heil­brigð­is­mál­um, ályktun Sam­ein­uðu þjóð­anna og Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar WHO, þar sem meg­in­á­hersla er lögð á opin úrræði og sam­starf við þá sem á hjálp þurfa að halda – og fjöl­skyldur þeirra – sem geta leitað eftir þjón­ustu á eigin for­sendum og án til­vís­unar frá lækni.  Orðið vald­efl­ing felur í sér að hafa vald til þess að taka ákvarð­anir sjálf­ur, hafa aðgang að upp­lýs­ingum og úrræðum og læra að hugsa á gagn­rýn­inn hátt og hafa áhrif á eigin líf og efla jákvæða sjálfs­mynd sína og vinna bug á for­dóm­um. 

Auglýsing
Nú hefur yfir­stjórn Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins ákveðið að leggja niður fjögur stöðu­gildi, sem tengst hafa þessu hjálp­ar­starfi – án rök­stuðn­ings – og heil­brigð­is­ráð­herra hefur enn ekki lagt til lausn á mál­inu sem henni ber skylda til.  Fella á þetta hjálp­ar­starf undir til­vís­ana­kerfi og þeir, sem á hjálp þurfa að halda, geta ekki lengur leitað beint til þjón­ustu á eigin for­sendum og án til­vís­unar frá lækni.

Fimmtán ára starfi kastað fyrir róða

Árið 2016 fengu á sjötta hund­rað ein­stak­lingar reglu­bundna þjón­ustu „geð­heilsu-eft­ir­fylgd­ar”. Það ár leit­uðu nær 900 ein­stak­lingar beint til Hug­arafls.  Voru komur þessa fólks yfir 12 þús­und. Veitt voru yfir 2000 við­töl (síma­við­töl ekki með­tal­in), auk vitj­ana, þjálf­unar á vett­vangi og útkalla vegna bráða­til­fella.  

Nú á að kasta fyrir róða fimmtán ára starfi þar sem brotið var blað í hjálp við þá sem þurfa á hjálp að halda vegna geð­heilsu sinn­ar.  Guðný Björk Eydal, pró­fessor við Fálags­ráð­gjafa­deild Háskóla Íslands, og Stein­unn Hrafns­dótt­ir, dós­ent við Fálags­ráð­gjafa­deild Háskóla Íslands, telja starfið sé ein­stök þjón­usta sem ekk­ert annað úrræði veitir með sama hætti. „Að­ferðir sem byggja á hug­mynda­fræði vald­efl­ingar og aðferðum bata­lík­ans hafa á und­an­förnum árum verið grunn­stef í alþjóð­legri stefnu­mótun í geð­heil­brigð­is­mál­u­m,” eins og segir í grein­ar­gerð Guð­nýjar Bjarkar og Stein­unnar Hrafns­dótt­ur.

Áskorun til Alþingis og rík­is­stjórnar

Sem kenn­ari hálfa öld, þar sem ég horfði upp á van­mátt nem­enda sem máttu sín minna og áttu fáa úrkosti, og sem aðstand­andi ein­stak­linga sem hafa þurft á hjálp að halda vegna geð­heilsu, skora ég á for­sæt­is­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, Alþingi og Ver­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur­borgar að reka af sér slyðru­orðið og gefa Hug­ar­afli kost á að vinna áfram að „geð­heilsu­eft­ir­fylgd”, sem er horn­steinn þjón­ustu­starfs við þá sem glíma við geð­heilsu og byggir á nýrri leið, bæði innan hins  ís­lenska og hins alþjóð­lega geð­heil­brigð­is­kerf­is.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar