Hvar býr allt fólkið?

Una Jónsdóttir skrifar um leigumarkaðinn og lausnir á húsnæðisvanda verst settu hópanna.

Auglýsing

Á síð­asta ári fjölg­aði fólki hér á landi um rúm­lega 10.000 og er það mesta mann­fjölda­aukn­ing á einu ári frá upp­hafi mæl­inga. Slík aukn­ing skap­ar, eðli máls­ins sam­kvæmt, þrýst­ing á alla inn­viði sam­fé­lags­ins og þar með tal­inn hús­næð­is­mark­að­inn. Fjölgun lands­manna í fyrra var að mestu leyti til­komin vegna erlendra rík­is­borg­ara sem fluttu hingað til lands, meðal ann­ars til þess að vinna við mann­virkja­gerð og byggja einmitt upp þessa inn­viði og hús­næði sem okkur hefur skort. Það er mik­il­vægt að huga að því við hvaða aðstæður þetta fólk býr, því þessi mikla fólks­fjölgun hefur átt sér stað á sama tíma og hér hefur ríkt hús­næð­is­skort­ur.

Um mitt ár 2017 hafði fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um meira en 20% á einu ári sem er langt umfram lang­tíma­með­al­tal, en frá 1995 hefur fast­eigna­verð hækkað að með­al­tali um 8,3% á hverju ári. Því hefur verið haldið fram að þessar miklu verð­hækk­anir hafi að miklu leyti orðið vegna þess að fram­boð á hús­næði hafi ekki auk­ist í takt við eft­ir­spurn. Síð­ustu mán­uði hefur svo hægt á verð­hækk­unum og er hækk­un­ar­taktur fast­eigna­verðs nú um 13% á árs­grund­velli sam­kvæmt vísi­tölu íbúða­verðs sem Þjóð­skrá birt­ir.

En hvers vegna hægði á verð­hækk­un­un­um? Breytt­ist eitt­hvað í sam­spili fram­boðs og eft­ir­spurn­ar?

Auglýsing

Í fyrra bætt­ust um 1.760 nýjar íbúðir við mark­að­inn á land­inu öllu, sem er ekki nema um rúm­lega 200 fleiri íbúðir en bætt­ust við mark­að­inn á árinu 2016. Aukið fram­boð fast­eigna virð­ist því ekki geta að fullu útskýrt hvers vegna hægt hefur á verð­hækk­un­um, enda er fram­boð nýrra íbúða enn sem komið er ekki mikið í sögu­legu sam­hengi.

Þá vaknar sú spurn­ing hvort eft­ir­spurn eftir hús­næði hafi verið að vaxa hægar en áður. Lands­mönnum er hins vegar enn að fjölga mjög hratt, eða um sam­tals tæp­lega 5.000 manns á seinni helm­ingi árs­ins 2017, en til sam­an­burðar fjölg­aði lands­mönnum um tæp­lega 6.000 allt árið 2016. Ein­hvers staðar þarf allt þetta fólk að búa. Hvers vegna virð­ist þá vera minni þrýst­ingur á verð­lag á íbúða­mark­aði en fyrir ári síð­an?

Til að varpa ljósi á það álita­efni þarf að huga gaum­gæfi­lega að því við hvaða aðstæður allt það fólk sem flytur hingað til lands býr, og enn frem­ur, við hvaða aðstæður það myndi kjósa að búa við. Í síð­ustu upp­sveiflu, á árunum 2005-2008, var aðflutn­ingur fólks til lands­ins umfram brott­flutn­ing, rúm­lega 15.000 manns. Á árunum 2009-2012, í kjöl­far krepp­unn­ar, var svo brott­flutn­ingur umfram aðflutn­ing, tæp­lega 9.000 manns sem var að miklu leyti til­kom­inn vegna íslenskra rík­is­borg­ara sem fluttu frá land­inu. Það er því ljóst, að þó vinnu­afl sé fær­an­legt, og aðflutn­ingur mik­ill í upp­sveiflu, er alls ekki sjálf­gefið að allir flytji aftur frá land­inu þegar harðnar í ári. Jafn­vel þótt banka­kreppa skelli á.

Tölur um mann­fjölda­aukn­ingu sýna að raun­veru­leg eft­ir­spurn eftir hús­næði er til stað­ar. En það er ekki þar með sagt að eft­ir­spurn sé eftir því að kaupa eigið hús­næði. Stór hópur þess fólks sem flytur hingað til lands hefur ekki efni á því að kaupa sér fast­eign miðað við núver­andi aðstæður á mark­aði. Það er því æski­legt að leggja áherslu á upp­bygg­ingu leigu­mark­aðar til að mæta þörfum þessa fólks.

Fjöl­mörg merki eru um mik­inn hús­næð­is­vanda, sér­stak­lega hjá ákveðnum hóp­um. Biðlistar eftir félags­legu hús­næði hjá sveit­ar­fé­lög­unum eru langir, 95% aukn­ing hefur orðið á fjölda utan­garðs­fólks síðan 2012 sam­kvæmt skýrslu Reykja­vík­ur­borgar og fjöldi náms­manna er á bið eftir náms­manna­í­búð. Þessir hópar, staða þeirra og sú stað­reynd að þeir kom­ast ekki inn á eigna­mark­að­inn eru allt þættir sem sýna okkur að mikil þörf er fyrir öfl­ugan, öruggan og fjöl­breyttan leigu­markað á Íslandi.

Höf­undur er hag­fræð­ingur hjá Íbúða­lána­sjóði.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar