Hvar býr allt fólkið?

Una Jónsdóttir skrifar um leigumarkaðinn og lausnir á húsnæðisvanda verst settu hópanna.

Auglýsing

Á síð­asta ári fjölg­aði fólki hér á landi um rúm­lega 10.000 og er það mesta mann­fjölda­aukn­ing á einu ári frá upp­hafi mæl­inga. Slík aukn­ing skap­ar, eðli máls­ins sam­kvæmt, þrýst­ing á alla inn­viði sam­fé­lags­ins og þar með tal­inn hús­næð­is­mark­að­inn. Fjölgun lands­manna í fyrra var að mestu leyti til­komin vegna erlendra rík­is­borg­ara sem fluttu hingað til lands, meðal ann­ars til þess að vinna við mann­virkja­gerð og byggja einmitt upp þessa inn­viði og hús­næði sem okkur hefur skort. Það er mik­il­vægt að huga að því við hvaða aðstæður þetta fólk býr, því þessi mikla fólks­fjölgun hefur átt sér stað á sama tíma og hér hefur ríkt hús­næð­is­skort­ur.

Um mitt ár 2017 hafði fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um meira en 20% á einu ári sem er langt umfram lang­tíma­með­al­tal, en frá 1995 hefur fast­eigna­verð hækkað að með­al­tali um 8,3% á hverju ári. Því hefur verið haldið fram að þessar miklu verð­hækk­anir hafi að miklu leyti orðið vegna þess að fram­boð á hús­næði hafi ekki auk­ist í takt við eft­ir­spurn. Síð­ustu mán­uði hefur svo hægt á verð­hækk­unum og er hækk­un­ar­taktur fast­eigna­verðs nú um 13% á árs­grund­velli sam­kvæmt vísi­tölu íbúða­verðs sem Þjóð­skrá birt­ir.

En hvers vegna hægði á verð­hækk­un­un­um? Breytt­ist eitt­hvað í sam­spili fram­boðs og eft­ir­spurn­ar?

Auglýsing

Í fyrra bætt­ust um 1.760 nýjar íbúðir við mark­að­inn á land­inu öllu, sem er ekki nema um rúm­lega 200 fleiri íbúðir en bætt­ust við mark­að­inn á árinu 2016. Aukið fram­boð fast­eigna virð­ist því ekki geta að fullu útskýrt hvers vegna hægt hefur á verð­hækk­un­um, enda er fram­boð nýrra íbúða enn sem komið er ekki mikið í sögu­legu sam­hengi.

Þá vaknar sú spurn­ing hvort eft­ir­spurn eftir hús­næði hafi verið að vaxa hægar en áður. Lands­mönnum er hins vegar enn að fjölga mjög hratt, eða um sam­tals tæp­lega 5.000 manns á seinni helm­ingi árs­ins 2017, en til sam­an­burðar fjölg­aði lands­mönnum um tæp­lega 6.000 allt árið 2016. Ein­hvers staðar þarf allt þetta fólk að búa. Hvers vegna virð­ist þá vera minni þrýst­ingur á verð­lag á íbúða­mark­aði en fyrir ári síð­an?

Til að varpa ljósi á það álita­efni þarf að huga gaum­gæfi­lega að því við hvaða aðstæður allt það fólk sem flytur hingað til lands býr, og enn frem­ur, við hvaða aðstæður það myndi kjósa að búa við. Í síð­ustu upp­sveiflu, á árunum 2005-2008, var aðflutn­ingur fólks til lands­ins umfram brott­flutn­ing, rúm­lega 15.000 manns. Á árunum 2009-2012, í kjöl­far krepp­unn­ar, var svo brott­flutn­ingur umfram aðflutn­ing, tæp­lega 9.000 manns sem var að miklu leyti til­kom­inn vegna íslenskra rík­is­borg­ara sem fluttu frá land­inu. Það er því ljóst, að þó vinnu­afl sé fær­an­legt, og aðflutn­ingur mik­ill í upp­sveiflu, er alls ekki sjálf­gefið að allir flytji aftur frá land­inu þegar harðnar í ári. Jafn­vel þótt banka­kreppa skelli á.

Tölur um mann­fjölda­aukn­ingu sýna að raun­veru­leg eft­ir­spurn eftir hús­næði er til stað­ar. En það er ekki þar með sagt að eft­ir­spurn sé eftir því að kaupa eigið hús­næði. Stór hópur þess fólks sem flytur hingað til lands hefur ekki efni á því að kaupa sér fast­eign miðað við núver­andi aðstæður á mark­aði. Það er því æski­legt að leggja áherslu á upp­bygg­ingu leigu­mark­aðar til að mæta þörfum þessa fólks.

Fjöl­mörg merki eru um mik­inn hús­næð­is­vanda, sér­stak­lega hjá ákveðnum hóp­um. Biðlistar eftir félags­legu hús­næði hjá sveit­ar­fé­lög­unum eru langir, 95% aukn­ing hefur orðið á fjölda utan­garðs­fólks síðan 2012 sam­kvæmt skýrslu Reykja­vík­ur­borgar og fjöldi náms­manna er á bið eftir náms­manna­í­búð. Þessir hópar, staða þeirra og sú stað­reynd að þeir kom­ast ekki inn á eigna­mark­að­inn eru allt þættir sem sýna okkur að mikil þörf er fyrir öfl­ugan, öruggan og fjöl­breyttan leigu­markað á Íslandi.

Höf­undur er hag­fræð­ingur hjá Íbúða­lána­sjóði.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra setur lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar
Samstaða er í ríkisstjórninni um að leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Úr 11 í 20 – smitum fjölgar á ný
Tuttugu manns greindust með COVID-19 innanlands í gær og er það mikil fjölgun frá því í fyrradag þegar smitin voru ellefu. 176 eru nú í einangrun með sjúkdóminn.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Borgarstjóri: Getum ekki beðið – breyta verður lögum og tryggja öryggi leigjenda
„Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg hafði mjög mikil áhrif á mig persónulega og ég fann fyrir mikilli frústrasjón og sorg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Hvernig getur svona gerst?“
Kjarninn 27. nóvember 2020
Halldór Gunnarsson í Holti.
Segir eiginkonur Miðflokksmanna ekki kjósa flokkinn vegna Gunnars Braga Sveinssonar
Flokksráðsfulltrúi í Miðflokknum segir bæði konur og bændur ólíklegri til að kjósa Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig áfram fram fyrir flokkinn. Hann gagnrýnir tilgang aukalandsþings sem haldið var um liðna helgi.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi mun ekki bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar