Hvar býr allt fólkið?

Una Jónsdóttir skrifar um leigumarkaðinn og lausnir á húsnæðisvanda verst settu hópanna.

Auglýsing

Á síð­asta ári fjölg­aði fólki hér á landi um rúm­lega 10.000 og er það mesta mann­fjölda­aukn­ing á einu ári frá upp­hafi mæl­inga. Slík aukn­ing skap­ar, eðli máls­ins sam­kvæmt, þrýst­ing á alla inn­viði sam­fé­lags­ins og þar með tal­inn hús­næð­is­mark­að­inn. Fjölgun lands­manna í fyrra var að mestu leyti til­komin vegna erlendra rík­is­borg­ara sem fluttu hingað til lands, meðal ann­ars til þess að vinna við mann­virkja­gerð og byggja einmitt upp þessa inn­viði og hús­næði sem okkur hefur skort. Það er mik­il­vægt að huga að því við hvaða aðstæður þetta fólk býr, því þessi mikla fólks­fjölgun hefur átt sér stað á sama tíma og hér hefur ríkt hús­næð­is­skort­ur.

Um mitt ár 2017 hafði fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um meira en 20% á einu ári sem er langt umfram lang­tíma­með­al­tal, en frá 1995 hefur fast­eigna­verð hækkað að með­al­tali um 8,3% á hverju ári. Því hefur verið haldið fram að þessar miklu verð­hækk­anir hafi að miklu leyti orðið vegna þess að fram­boð á hús­næði hafi ekki auk­ist í takt við eft­ir­spurn. Síð­ustu mán­uði hefur svo hægt á verð­hækk­unum og er hækk­un­ar­taktur fast­eigna­verðs nú um 13% á árs­grund­velli sam­kvæmt vísi­tölu íbúða­verðs sem Þjóð­skrá birt­ir.

En hvers vegna hægði á verð­hækk­un­un­um? Breytt­ist eitt­hvað í sam­spili fram­boðs og eft­ir­spurn­ar?

Auglýsing

Í fyrra bætt­ust um 1.760 nýjar íbúðir við mark­að­inn á land­inu öllu, sem er ekki nema um rúm­lega 200 fleiri íbúðir en bætt­ust við mark­að­inn á árinu 2016. Aukið fram­boð fast­eigna virð­ist því ekki geta að fullu útskýrt hvers vegna hægt hefur á verð­hækk­un­um, enda er fram­boð nýrra íbúða enn sem komið er ekki mikið í sögu­legu sam­hengi.

Þá vaknar sú spurn­ing hvort eft­ir­spurn eftir hús­næði hafi verið að vaxa hægar en áður. Lands­mönnum er hins vegar enn að fjölga mjög hratt, eða um sam­tals tæp­lega 5.000 manns á seinni helm­ingi árs­ins 2017, en til sam­an­burðar fjölg­aði lands­mönnum um tæp­lega 6.000 allt árið 2016. Ein­hvers staðar þarf allt þetta fólk að búa. Hvers vegna virð­ist þá vera minni þrýst­ingur á verð­lag á íbúða­mark­aði en fyrir ári síð­an?

Til að varpa ljósi á það álita­efni þarf að huga gaum­gæfi­lega að því við hvaða aðstæður allt það fólk sem flytur hingað til lands býr, og enn frem­ur, við hvaða aðstæður það myndi kjósa að búa við. Í síð­ustu upp­sveiflu, á árunum 2005-2008, var aðflutn­ingur fólks til lands­ins umfram brott­flutn­ing, rúm­lega 15.000 manns. Á árunum 2009-2012, í kjöl­far krepp­unn­ar, var svo brott­flutn­ingur umfram aðflutn­ing, tæp­lega 9.000 manns sem var að miklu leyti til­kom­inn vegna íslenskra rík­is­borg­ara sem fluttu frá land­inu. Það er því ljóst, að þó vinnu­afl sé fær­an­legt, og aðflutn­ingur mik­ill í upp­sveiflu, er alls ekki sjálf­gefið að allir flytji aftur frá land­inu þegar harðnar í ári. Jafn­vel þótt banka­kreppa skelli á.

Tölur um mann­fjölda­aukn­ingu sýna að raun­veru­leg eft­ir­spurn eftir hús­næði er til stað­ar. En það er ekki þar með sagt að eft­ir­spurn sé eftir því að kaupa eigið hús­næði. Stór hópur þess fólks sem flytur hingað til lands hefur ekki efni á því að kaupa sér fast­eign miðað við núver­andi aðstæður á mark­aði. Það er því æski­legt að leggja áherslu á upp­bygg­ingu leigu­mark­aðar til að mæta þörfum þessa fólks.

Fjöl­mörg merki eru um mik­inn hús­næð­is­vanda, sér­stak­lega hjá ákveðnum hóp­um. Biðlistar eftir félags­legu hús­næði hjá sveit­ar­fé­lög­unum eru langir, 95% aukn­ing hefur orðið á fjölda utan­garðs­fólks síðan 2012 sam­kvæmt skýrslu Reykja­vík­ur­borgar og fjöldi náms­manna er á bið eftir náms­manna­í­búð. Þessir hópar, staða þeirra og sú stað­reynd að þeir kom­ast ekki inn á eigna­mark­að­inn eru allt þættir sem sýna okkur að mikil þörf er fyrir öfl­ugan, öruggan og fjöl­breyttan leigu­markað á Íslandi.

Höf­undur er hag­fræð­ingur hjá Íbúða­lána­sjóði.

Indversk geimflaug á leið til tunglsins
Hið fjögurra tonna geimfar hefur upp á alla nýjustu tækni að bjóða, til að mynda lendingarbúnað, könnunarfar fyrir tunglið, auk rannsóknartækis sem mun fara um sporbraut tunglsins.
Kjarninn 22. júlí 2019
Þingmennirnir sex á Klaustur bar
Siðanefnd Alþingis hefur sent álit sitt um Klausturmálið til forsætisnefndar
Siðanefnd Alþingis hefur klárað álit sitt um Klausturmálið svokallaða og sent forsætisnefnd. Þeir sex þingmenn sem náðust á upptöku hafa fengið álitið til umfjöllunar og hafa frest fram í lok þessarar viku til að skila andsvörum.
Kjarninn 22. júlí 2019
Halldór Auðar Svansson
„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“
Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Kjarninn 22. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
Kjarninn 22. júlí 2019
Aldrei fundist eins margar blautþurrkur við strendur landsins
Samkvæmt talningu Umhverfisstofnunar hefur fjöldi svokallaðra blautklúta aukist frá talningu síðustu ára.
Kjarninn 22. júlí 2019
Sjómannasamband Íslands mótmælir harðlega breytingum á lögum um áhafnir skipa
Sambandið hefur sent inn umsögn um breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Það telur að mönnun fiskiskipa og annarra skipa eigi alltaf að taka mið af öryggi skips og áhafnar.
Kjarninn 22. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar