Hvar býr allt fólkið?

Una Jónsdóttir skrifar um leigumarkaðinn og lausnir á húsnæðisvanda verst settu hópanna.

Auglýsing

Á síð­asta ári fjölg­aði fólki hér á landi um rúm­lega 10.000 og er það mesta mann­fjölda­aukn­ing á einu ári frá upp­hafi mæl­inga. Slík aukn­ing skap­ar, eðli máls­ins sam­kvæmt, þrýst­ing á alla inn­viði sam­fé­lags­ins og þar með tal­inn hús­næð­is­mark­að­inn. Fjölgun lands­manna í fyrra var að mestu leyti til­komin vegna erlendra rík­is­borg­ara sem fluttu hingað til lands, meðal ann­ars til þess að vinna við mann­virkja­gerð og byggja einmitt upp þessa inn­viði og hús­næði sem okkur hefur skort. Það er mik­il­vægt að huga að því við hvaða aðstæður þetta fólk býr, því þessi mikla fólks­fjölgun hefur átt sér stað á sama tíma og hér hefur ríkt hús­næð­is­skort­ur.

Um mitt ár 2017 hafði fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um meira en 20% á einu ári sem er langt umfram lang­tíma­með­al­tal, en frá 1995 hefur fast­eigna­verð hækkað að með­al­tali um 8,3% á hverju ári. Því hefur verið haldið fram að þessar miklu verð­hækk­anir hafi að miklu leyti orðið vegna þess að fram­boð á hús­næði hafi ekki auk­ist í takt við eft­ir­spurn. Síð­ustu mán­uði hefur svo hægt á verð­hækk­unum og er hækk­un­ar­taktur fast­eigna­verðs nú um 13% á árs­grund­velli sam­kvæmt vísi­tölu íbúða­verðs sem Þjóð­skrá birt­ir.

En hvers vegna hægði á verð­hækk­un­un­um? Breytt­ist eitt­hvað í sam­spili fram­boðs og eft­ir­spurn­ar?

Auglýsing

Í fyrra bætt­ust um 1.760 nýjar íbúðir við mark­að­inn á land­inu öllu, sem er ekki nema um rúm­lega 200 fleiri íbúðir en bætt­ust við mark­að­inn á árinu 2016. Aukið fram­boð fast­eigna virð­ist því ekki geta að fullu útskýrt hvers vegna hægt hefur á verð­hækk­un­um, enda er fram­boð nýrra íbúða enn sem komið er ekki mikið í sögu­legu sam­hengi.

Þá vaknar sú spurn­ing hvort eft­ir­spurn eftir hús­næði hafi verið að vaxa hægar en áður. Lands­mönnum er hins vegar enn að fjölga mjög hratt, eða um sam­tals tæp­lega 5.000 manns á seinni helm­ingi árs­ins 2017, en til sam­an­burðar fjölg­aði lands­mönnum um tæp­lega 6.000 allt árið 2016. Ein­hvers staðar þarf allt þetta fólk að búa. Hvers vegna virð­ist þá vera minni þrýst­ingur á verð­lag á íbúða­mark­aði en fyrir ári síð­an?

Til að varpa ljósi á það álita­efni þarf að huga gaum­gæfi­lega að því við hvaða aðstæður allt það fólk sem flytur hingað til lands býr, og enn frem­ur, við hvaða aðstæður það myndi kjósa að búa við. Í síð­ustu upp­sveiflu, á árunum 2005-2008, var aðflutn­ingur fólks til lands­ins umfram brott­flutn­ing, rúm­lega 15.000 manns. Á árunum 2009-2012, í kjöl­far krepp­unn­ar, var svo brott­flutn­ingur umfram aðflutn­ing, tæp­lega 9.000 manns sem var að miklu leyti til­kom­inn vegna íslenskra rík­is­borg­ara sem fluttu frá land­inu. Það er því ljóst, að þó vinnu­afl sé fær­an­legt, og aðflutn­ingur mik­ill í upp­sveiflu, er alls ekki sjálf­gefið að allir flytji aftur frá land­inu þegar harðnar í ári. Jafn­vel þótt banka­kreppa skelli á.

Tölur um mann­fjölda­aukn­ingu sýna að raun­veru­leg eft­ir­spurn eftir hús­næði er til stað­ar. En það er ekki þar með sagt að eft­ir­spurn sé eftir því að kaupa eigið hús­næði. Stór hópur þess fólks sem flytur hingað til lands hefur ekki efni á því að kaupa sér fast­eign miðað við núver­andi aðstæður á mark­aði. Það er því æski­legt að leggja áherslu á upp­bygg­ingu leigu­mark­aðar til að mæta þörfum þessa fólks.

Fjöl­mörg merki eru um mik­inn hús­næð­is­vanda, sér­stak­lega hjá ákveðnum hóp­um. Biðlistar eftir félags­legu hús­næði hjá sveit­ar­fé­lög­unum eru langir, 95% aukn­ing hefur orðið á fjölda utan­garðs­fólks síðan 2012 sam­kvæmt skýrslu Reykja­vík­ur­borgar og fjöldi náms­manna er á bið eftir náms­manna­í­búð. Þessir hópar, staða þeirra og sú stað­reynd að þeir kom­ast ekki inn á eigna­mark­að­inn eru allt þættir sem sýna okkur að mikil þörf er fyrir öfl­ugan, öruggan og fjöl­breyttan leigu­markað á Íslandi.

Höf­undur er hag­fræð­ingur hjá Íbúða­lána­sjóði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar