Mæður beita börn sín oftar ofbeldi en feður

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar um tálmun og ofbeldi gagnvart börnum.

23-april-2014_13983717045_o.jpg
Auglýsing

Greinin er byggð á skrifum úr Jót­land­s­póst­inum (októ­ber  2017) en þau fjalla um rann­sóknir sem teknar hafa verið saman um ofbeldi mæðra í dönsku sam­fé­lagi. Mér dettur ekki í hug að málum sé öðru vísi háttað hér á landi en almenn­ingur snýr sér undan þegar þessi mál­efni eru rædd rétt eins og í Dana­veldi. Menn virð­ast ekki trúa að mæður beiti börn sín ofbeldi. Víðs vegar má finna rann­sóknir þess efn­is.

­Grein Jót­land­s­pósts­ins hljómar á þessa leið.

Mamma sló mig.

Slíkt segir barn oft. Þegar lík­am­legt ofbeldi  á sér stað, það sem er kallað hvers­dagsof­beldi, rífa í, tukta til, klípa og hrista þá lyfta mæður oftar en feður upp ofbeld­is­hönd­inni.

Þetta sýna rann­sóknir sem sam­tökin Red barnet- í Dan­mörku hafa tekið saman og Jót­land­s­póst­ur­inn skrifar um.

Þegar barn segir frá að það hafi verið beitt ofbeldi af hendi móður er hætta á að ekki sé hlustað á barn­ið, því fæstir tengja mæður við ofbeldi segja sam­tökin Red Barnet.

Því miður er hættan fyrir hendi að eng­inn hlusti á börn­in, því öllu jöfnu finnst fólki erfitt að tengja mæður við ofbeldi segir sál­fræð­ing­ur­inn Kuno Søren­sen hjá Red Barnet.

En þetta er stað­reynd, þetta á sér stað, og aðeins í gróf­ustu til­fell­unum þar sem konur og börn þurfa að fara í athvarf eru það oftar karl­menn­irnir sem eru ger­end­ur.

Hefðin þrífst

Til að varpa ljósi á ofbeldi kvenna í garð barna hefur Red Barnet tekið saman nokkrar rann­sóknir frá t.d.  Barna­ráði og til­rauna­setri SFI í Dan­mörku og tekið við­töl við fag­fólk af stofn­unum og sam­tökum sem vinna með ofbeldi gegn börnum og ung­menn­um.

Kuno Søren­sen segir að börn séu í meiri hættu að skadd­ast enn frekar og upp­lifa sig tabú séu þau ekki tekin alvar­lega þegar þau segja frá um að mamma hafi slegið sig.

Þegar rætt er um hvers­dagsof­beldi sýna tölur frá Barna­ráði að 21% nem­enda í 7. bekk upp­lifðu ofbeldi af hálfu móð­ur. Um 4000 börn tóku þátt í rann­sókn­inni. 18% barna upp­lifðu ofbeldi af hálfu föð­ur. Þegar um gróft ofbeldi var að ræða eins og að sparka og slá höfðu mæður bet­ur, og um það er ekki deilt.

Hót­unin um að ,,þú getur bara beðið þar til pabbi kemur heim“ dugar ekki leng­ur. Svona var það á upp­vaxt­ar­árum mínum en því miður hafa konur náð jafn­rétti þegar ofbeldi er ann­ars vegar á börn­um. Mjög slæmt segir Per Larsen for­maður Barna­ráðs­ins, því hættan er að við fóðrum nei­kvæðan ofbeld­is­spíral þar sem þolendur ofbeldis við­halda mynstr­inu.

Félags­mála­ráð­herra Dana við­ur­kennir að hefðin um að það sé karl­mað­ur­inn ekki konan sem beiti ofbeldi þrí­fist enn í sam­fé­lag­inu og því er börnum ekki trúað þegar þau segja móður sína hafa beitt sig ofbeldi.

Auglýsing
Það er fer­legt og ekki ásætt­an­legt, hvort sem móðir eða faðir beitir ofbeld­inu. Við þurfum að hjálpa börnum að segja frá og auka þekk­ingu fag­fólks svo þau geti fangað og komið auga á ein­kenni ofbeldis hjá barni sem verður fyrir því, segir ráð­herr­ann sem vinnur að lög­gjöf um rétt­indi barna.

Hér lýkur skrifum  Jót­land­s­pósts­ins.

Það bregður ábyggi­lega mörgum í brún þegar rann­sóknir um ofbeldi á hendur barna eru skoð­að­ar. Það má lesa svip­aðar nið­ur­stöður frá öðrum Norð­ur­löndum þar sem mæður eru oftar ger­endur en feð­ur. Vissu­lega er það áhyggju­efni að börn skuli yfir­höfuð þurfa að sitja undir ofbeldi en sam­fé­lagið gerir það ekki betra að hlusta ekki á börn­in, því hefðin segir að mamma meiði ekki. Hér er vandi á ferð sem allir þurfa að taka á og hugsa fyrst og fremst um barn sem lendir í svona aðstæð­um. Og það þarf að ger­ast án allra for­dóma. Rann­sóknir tala sínu máli í þessum fræðum eins og öðr­um. Þar er mark­tækn­in.

Væri tálmun skil­greind sem ofbeldi, sem það í reynd er, væri hlut­fallið án efa miklu hærra mæðrum í vil. Það er von mín að frum­varp Brynjars  Ní­els­sonar og fleiri þing­manna verði tekið fyrir á yfir­stand­andi þingi og ekki síður sam­þykkt. Þá fyrst verður hægt að taka á þess konar ofbeld­is­verki gagn­vart börnum af fullum þunga sem meiðir þau and­lega. Þing­menn bera mikla ábyrgð þegar bjarga á börnum undan ofbeldi, and­legu sem og lík­am­legu.

Greinin er byggð á grein sem birt­ist í Jót­land­s­póst­in­um. Hana er hægt að lesa hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar