Mæður beita börn sín oftar ofbeldi en feður

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar um tálmun og ofbeldi gagnvart börnum.

23-april-2014_13983717045_o.jpg
Auglýsing

Greinin er byggð á skrifum úr Jót­land­s­póst­inum (októ­ber  2017) en þau fjalla um rann­sóknir sem teknar hafa verið saman um ofbeldi mæðra í dönsku sam­fé­lagi. Mér dettur ekki í hug að málum sé öðru vísi háttað hér á landi en almenn­ingur snýr sér undan þegar þessi mál­efni eru rædd rétt eins og í Dana­veldi. Menn virð­ast ekki trúa að mæður beiti börn sín ofbeldi. Víðs vegar má finna rann­sóknir þess efn­is.

­Grein Jót­land­s­pósts­ins hljómar á þessa leið.

Mamma sló mig.

Slíkt segir barn oft. Þegar lík­am­legt ofbeldi  á sér stað, það sem er kallað hvers­dagsof­beldi, rífa í, tukta til, klípa og hrista þá lyfta mæður oftar en feður upp ofbeld­is­hönd­inni.

Þetta sýna rann­sóknir sem sam­tökin Red barnet- í Dan­mörku hafa tekið saman og Jót­land­s­póst­ur­inn skrifar um.

Þegar barn segir frá að það hafi verið beitt ofbeldi af hendi móður er hætta á að ekki sé hlustað á barn­ið, því fæstir tengja mæður við ofbeldi segja sam­tökin Red Barnet.

Því miður er hættan fyrir hendi að eng­inn hlusti á börn­in, því öllu jöfnu finnst fólki erfitt að tengja mæður við ofbeldi segir sál­fræð­ing­ur­inn Kuno Søren­sen hjá Red Barnet.

En þetta er stað­reynd, þetta á sér stað, og aðeins í gróf­ustu til­fell­unum þar sem konur og börn þurfa að fara í athvarf eru það oftar karl­menn­irnir sem eru ger­end­ur.

Hefðin þrífst

Til að varpa ljósi á ofbeldi kvenna í garð barna hefur Red Barnet tekið saman nokkrar rann­sóknir frá t.d.  Barna­ráði og til­rauna­setri SFI í Dan­mörku og tekið við­töl við fag­fólk af stofn­unum og sam­tökum sem vinna með ofbeldi gegn börnum og ung­menn­um.

Kuno Søren­sen segir að börn séu í meiri hættu að skadd­ast enn frekar og upp­lifa sig tabú séu þau ekki tekin alvar­lega þegar þau segja frá um að mamma hafi slegið sig.

Þegar rætt er um hvers­dagsof­beldi sýna tölur frá Barna­ráði að 21% nem­enda í 7. bekk upp­lifðu ofbeldi af hálfu móð­ur. Um 4000 börn tóku þátt í rann­sókn­inni. 18% barna upp­lifðu ofbeldi af hálfu föð­ur. Þegar um gróft ofbeldi var að ræða eins og að sparka og slá höfðu mæður bet­ur, og um það er ekki deilt.

Hót­unin um að ,,þú getur bara beðið þar til pabbi kemur heim“ dugar ekki leng­ur. Svona var það á upp­vaxt­ar­árum mínum en því miður hafa konur náð jafn­rétti þegar ofbeldi er ann­ars vegar á börn­um. Mjög slæmt segir Per Larsen for­maður Barna­ráðs­ins, því hættan er að við fóðrum nei­kvæðan ofbeld­is­spíral þar sem þolendur ofbeldis við­halda mynstr­inu.

Félags­mála­ráð­herra Dana við­ur­kennir að hefðin um að það sé karl­mað­ur­inn ekki konan sem beiti ofbeldi þrí­fist enn í sam­fé­lag­inu og því er börnum ekki trúað þegar þau segja móður sína hafa beitt sig ofbeldi.

Auglýsing
Það er fer­legt og ekki ásætt­an­legt, hvort sem móðir eða faðir beitir ofbeld­inu. Við þurfum að hjálpa börnum að segja frá og auka þekk­ingu fag­fólks svo þau geti fangað og komið auga á ein­kenni ofbeldis hjá barni sem verður fyrir því, segir ráð­herr­ann sem vinnur að lög­gjöf um rétt­indi barna.

Hér lýkur skrifum  Jót­land­s­pósts­ins.

Það bregður ábyggi­lega mörgum í brún þegar rann­sóknir um ofbeldi á hendur barna eru skoð­að­ar. Það má lesa svip­aðar nið­ur­stöður frá öðrum Norð­ur­löndum þar sem mæður eru oftar ger­endur en feð­ur. Vissu­lega er það áhyggju­efni að börn skuli yfir­höfuð þurfa að sitja undir ofbeldi en sam­fé­lagið gerir það ekki betra að hlusta ekki á börn­in, því hefðin segir að mamma meiði ekki. Hér er vandi á ferð sem allir þurfa að taka á og hugsa fyrst og fremst um barn sem lendir í svona aðstæð­um. Og það þarf að ger­ast án allra for­dóma. Rann­sóknir tala sínu máli í þessum fræðum eins og öðr­um. Þar er mark­tækn­in.

Væri tálmun skil­greind sem ofbeldi, sem það í reynd er, væri hlut­fallið án efa miklu hærra mæðrum í vil. Það er von mín að frum­varp Brynjars  Ní­els­sonar og fleiri þing­manna verði tekið fyrir á yfir­stand­andi þingi og ekki síður sam­þykkt. Þá fyrst verður hægt að taka á þess konar ofbeld­is­verki gagn­vart börnum af fullum þunga sem meiðir þau and­lega. Þing­menn bera mikla ábyrgð þegar bjarga á börnum undan ofbeldi, and­legu sem og lík­am­legu.

Greinin er byggð á grein sem birt­ist í Jót­land­s­póst­in­um. Hana er hægt að lesa hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar