Auglýsing

Þótt Ísland hreyki sig af því að vera heims­meist­ari í jafn­rétti, og að hér hafi margt áunn­ist í þeim málum á skömmum tíma, þá skulum við ekki blekkja okkur gagn­vart því að stóru vígin eru eft­ir.

Það að kona hafi verið for­sæt­is­ráð­herra und­an­farna rúma þrjá mán­uði breiðir ekki yfir þá stöðu að hún er ein­ungis önnur konan til að gegna þeirri stöðu í Íslands­sög­unni. Á sama tíma hafa 25 karlar setið á þeim stóli. Konur hafa verið for­sæt­is­ráð­herrar þjóð­ar­innar sam­tals minna en fimm ár. Tvær konur hafa verið fjár­mála­ráð­herrar og haldið um buddu rík­is­sjóðs. Þær gegndu því emb­ætti sam­tals í tæpt eitt og hálft ár. Þá fækk­aði konum á þingi á milli kosn­inga og þær eru nú 38 pró­sent þing­manna. Í rík­is­stjórn sitja fleiri karlar en kon­ur.

­Seðla­bank­anum hefur alltaf verið stýrt af körlum ein­vörð­ungu. Og svo fram­veg­is.

Fjár­mála- og við­skipta­lífið er líka að nán­ast öllu leyti undir stjórn karla. Fimm ár í röð hefur Kjarn­inn fram­kvæmt könnun á því hvernig kynja­skipt­ingin í efsta lagi þeirra sem stýra pen­ingum hér­lend­is. Fimm ár í röð hefur nið­ur­staðan verið nán­ast sú sama: fyrir hverja eina konu sem stýrir pen­ingum á Íslandi eru níu karlar á fleti.

Pen­ingar eru hreyfi­afl sem tryggir völd

Pen­ingar eru hreyfi­afl í mark­aðs­drifnu hag­kerfi. Þeir sem stýra þeim búa yfir valdi til að láta hug­myndir verða að veru­leika og móta allar áherslur í fjár­fest­ing­um.

Ef pen­ing­unum er fyrst og síð­ast stýrt af körlum, og til karla, þá verður aldrei jafn­ræði í sam­fé­lag­inu. Karllægar hug­myndir fá frekar braut­ar­gengi, karlar taka áfram ákvarð­an­ir, karlar halda á völd­un­um.

Stærstu fjár­fest­arnir á Íslandi eru líf­eyr­is­sjóð­ir. Þeir eru allt um lykj­andi í við­skipta­líf­inu. Um síð­ustu ára­mót var hrein eign þeirra 3.892 millj­arðar króna. Það eru um þriðj­ungur af heild­ar­fjár­munum sem til eru á Íslandi og sá eign­ar­hlutur mun vaxa á næstu árum. Árið 2060 munu þeir eiga tæp­lega 40 pró­sent allra fjár­muna hér. Árið 2016 áttu líf­eyr­is­sjóð­irnir 70 pró­sent allra mark­aðs­skulda­bréfa á Íslandi og 41 allra skráðra hluta­bréfa í íslensku kaup­höll­inni.

Með öðrum orðum þá er vald líf­eyr­is­sjóð­anna gríð­ar­legt. Og þar af leið­andi hafa þeir mikið vald til breyt­inga.

Nær allir stjórn­endur líf­eyr­is­sjóða eru karl­ar. Líf­eyr­is­­sjóða­­kerfið er lífæð íslenskra verð­bréfa­­fyr­ir­tækja og rekstr­­ar­­fé­laga verð­bréfa­­sjóða. Flestir á þeim mark­aði hafa þorra tekna sinna upp úr því að rukka líf­eyr­is­­sjóði um þókn­ana­­tekjur fyrir milli­­­göngu í verð­bréfa­­kaup­­um. 18 slík fyr­ir­tæki eru eft­ir­lits­skyld hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Þeim er öllum stýrt af körl­um. Þegar litið er yfir starfs­manna­list­ann er ljóst að kynja­hlut­fallið lag­ast ekki mikið þegar neðar í skipu­ritið er kom­ið.

Auglýsing
Það kemur því ekki á óvart að allir for­stjórar skráðra félaga á Íslandi, sem ofan­greindir kaupa hluti í, eru líka karl­ar. All­ir.

Nið­ur­staðan er skýr. Karlar í líf­eyr­is­sjóðum fjár­festa, oft með milli­göngu ann­arra karla, í körl­um.

Breytum líf­eyr­is­sjóð­unum og þá breyt­ist sam­fé­lagið

Konur eru 49 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Það veldur sam­fé­lags­legum skaða þegar þær njóta ekki jafn­réttis hvað varðar völd, áhrif eða laun.

Í ljósi þeirrar sam­þjöpp­unar sem fylgir umfangi líf­eyr­is­sjóða hér­lendis þá er aug­ljós og fljót­leg leið til að breyta þessu jafn­vægi. Hún felst í því að breyta lögum um líf­eyr­is­­sjóði á þann hátt að þeir verði að jafna kynja­hlut­­föll á meðal þeirra sem stýra þeim, á meðal þeirra sem starfa við fjár­­­fest­ingar innan þeirra og á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem byggja til­­veru sína á þókn­ana­­tekjum frá líf­eyr­is­­sjóð­­um. Það er hægt að breyta lög­­unum þannig að líf­eyr­is­­sjóðir fjár­­­festi ekki í skráðum fyr­ir­tækjum sem eru ekki með jafn­­ræði á milli kynja í stjórn­­enda og stjórn­­­ar­­stöð­­um. Og svo fram­­veg­­is.

Þetta er mjög ger­legt. Það eina sem þarf til er tvennt. Í fyrsta lagi þurfum við að við­ur­kenna að karlar halda enn á völd­um, áhrifum og pen­ingum hér­lend­is. Við þurfum að segja það upp­hátt. Og í öðru lagi þurfum við að búa yfir vilja til að breyta því.

Karlar eru nefni­lega ekki hæfi­leik­a­rík­ari en kon­ur. Þeir njóta hins vegar sögu­legra for­rétt­inda sem hafa fleytt þeim í áhrifa- og valda­stöður og þaðan vilja þeir ekki fara.

Þess vegna þarf að ýta þeim til hlið­ar.

Leið­ar­inn birt­ist fyrst í Mann­lífi 16. mars.

Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst
Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.
Kjarninn 18. janúar 2019
Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum
Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.
Kjarninn 18. janúar 2019
Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni
Drög að frumvarpi um hvernig íslenska ríkið ætlar að styðja við einkarekna fjölmiðla liggja fyrir og verða kynnt í ríkisstjórn von bráðar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Gleymið tollastríðinu - Kína er nú þegar í vandræðum
Pistlahöfundur Bloomberg, Michael Schuman, segir Kína á kafi í skuldavanda sem ekki sé hægt að leysa svo auðveldlega.
Kjarninn 17. janúar 2019
Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.
Kjarninn 17. janúar 2019
Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifar um fyrirhugaða sölu á bönkunum og bankarekstur almennt, í ítarlegri grein í Vísbendingu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Vinnuálag í framhaldsskólum
Kjarninn 17. janúar 2019
Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.
Kjarninn 17. janúar 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari