Auglýsing

Þótt Ísland hreyki sig af því að vera heims­meist­ari í jafn­rétti, og að hér hafi margt áunn­ist í þeim málum á skömmum tíma, þá skulum við ekki blekkja okkur gagn­vart því að stóru vígin eru eft­ir.

Það að kona hafi verið for­sæt­is­ráð­herra und­an­farna rúma þrjá mán­uði breiðir ekki yfir þá stöðu að hún er ein­ungis önnur konan til að gegna þeirri stöðu í Íslands­sög­unni. Á sama tíma hafa 25 karlar setið á þeim stóli. Konur hafa verið for­sæt­is­ráð­herrar þjóð­ar­innar sam­tals minna en fimm ár. Tvær konur hafa verið fjár­mála­ráð­herrar og haldið um buddu rík­is­sjóðs. Þær gegndu því emb­ætti sam­tals í tæpt eitt og hálft ár. Þá fækk­aði konum á þingi á milli kosn­inga og þær eru nú 38 pró­sent þing­manna. Í rík­is­stjórn sitja fleiri karlar en kon­ur.

­Seðla­bank­anum hefur alltaf verið stýrt af körlum ein­vörð­ungu. Og svo fram­veg­is.

Fjár­mála- og við­skipta­lífið er líka að nán­ast öllu leyti undir stjórn karla. Fimm ár í röð hefur Kjarn­inn fram­kvæmt könnun á því hvernig kynja­skipt­ingin í efsta lagi þeirra sem stýra pen­ingum hér­lend­is. Fimm ár í röð hefur nið­ur­staðan verið nán­ast sú sama: fyrir hverja eina konu sem stýrir pen­ingum á Íslandi eru níu karlar á fleti.

Pen­ingar eru hreyfi­afl sem tryggir völd

Pen­ingar eru hreyfi­afl í mark­aðs­drifnu hag­kerfi. Þeir sem stýra þeim búa yfir valdi til að láta hug­myndir verða að veru­leika og móta allar áherslur í fjár­fest­ing­um.

Ef pen­ing­unum er fyrst og síð­ast stýrt af körlum, og til karla, þá verður aldrei jafn­ræði í sam­fé­lag­inu. Karllægar hug­myndir fá frekar braut­ar­gengi, karlar taka áfram ákvarð­an­ir, karlar halda á völd­un­um.

Stærstu fjár­fest­arnir á Íslandi eru líf­eyr­is­sjóð­ir. Þeir eru allt um lykj­andi í við­skipta­líf­inu. Um síð­ustu ára­mót var hrein eign þeirra 3.892 millj­arðar króna. Það eru um þriðj­ungur af heild­ar­fjár­munum sem til eru á Íslandi og sá eign­ar­hlutur mun vaxa á næstu árum. Árið 2060 munu þeir eiga tæp­lega 40 pró­sent allra fjár­muna hér. Árið 2016 áttu líf­eyr­is­sjóð­irnir 70 pró­sent allra mark­aðs­skulda­bréfa á Íslandi og 41 allra skráðra hluta­bréfa í íslensku kaup­höll­inni.

Með öðrum orðum þá er vald líf­eyr­is­sjóð­anna gríð­ar­legt. Og þar af leið­andi hafa þeir mikið vald til breyt­inga.

Nær allir stjórn­endur líf­eyr­is­sjóða eru karl­ar. Líf­eyr­is­­sjóða­­kerfið er lífæð íslenskra verð­bréfa­­fyr­ir­tækja og rekstr­­ar­­fé­laga verð­bréfa­­sjóða. Flestir á þeim mark­aði hafa þorra tekna sinna upp úr því að rukka líf­eyr­is­­sjóði um þókn­ana­­tekjur fyrir milli­­­göngu í verð­bréfa­­kaup­­um. 18 slík fyr­ir­tæki eru eft­ir­lits­skyld hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Þeim er öllum stýrt af körl­um. Þegar litið er yfir starfs­manna­list­ann er ljóst að kynja­hlut­fallið lag­ast ekki mikið þegar neðar í skipu­ritið er kom­ið.

Auglýsing
Það kemur því ekki á óvart að allir for­stjórar skráðra félaga á Íslandi, sem ofan­greindir kaupa hluti í, eru líka karl­ar. All­ir.

Nið­ur­staðan er skýr. Karlar í líf­eyr­is­sjóðum fjár­festa, oft með milli­göngu ann­arra karla, í körl­um.

Breytum líf­eyr­is­sjóð­unum og þá breyt­ist sam­fé­lagið

Konur eru 49 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Það veldur sam­fé­lags­legum skaða þegar þær njóta ekki jafn­réttis hvað varðar völd, áhrif eða laun.

Í ljósi þeirrar sam­þjöpp­unar sem fylgir umfangi líf­eyr­is­sjóða hér­lendis þá er aug­ljós og fljót­leg leið til að breyta þessu jafn­vægi. Hún felst í því að breyta lögum um líf­eyr­is­­sjóði á þann hátt að þeir verði að jafna kynja­hlut­­föll á meðal þeirra sem stýra þeim, á meðal þeirra sem starfa við fjár­­­fest­ingar innan þeirra og á meðal þeirra fyr­ir­tækja sem byggja til­­veru sína á þókn­ana­­tekjum frá líf­eyr­is­­sjóð­­um. Það er hægt að breyta lög­­unum þannig að líf­eyr­is­­sjóðir fjár­­­festi ekki í skráðum fyr­ir­tækjum sem eru ekki með jafn­­ræði á milli kynja í stjórn­­enda og stjórn­­­ar­­stöð­­um. Og svo fram­­veg­­is.

Þetta er mjög ger­legt. Það eina sem þarf til er tvennt. Í fyrsta lagi þurfum við að við­ur­kenna að karlar halda enn á völd­um, áhrifum og pen­ingum hér­lend­is. Við þurfum að segja það upp­hátt. Og í öðru lagi þurfum við að búa yfir vilja til að breyta því.

Karlar eru nefni­lega ekki hæfi­leik­a­rík­ari en kon­ur. Þeir njóta hins vegar sögu­legra for­rétt­inda sem hafa fleytt þeim í áhrifa- og valda­stöður og þaðan vilja þeir ekki fara.

Þess vegna þarf að ýta þeim til hlið­ar.

Leið­ar­inn birt­ist fyrst í Mann­lífi 16. mars.

Flestir þeirra kvótaflóttamanna sem koma til Íslands eru Sýrlendingar sem dvelja í Líbanon. Á meðan að kvótaflóttamönnum fjölgar fækkar þeim sem koma hingað á eigin vegum til að sækja um hæli.
Mun færri flóttamenn hafa sótt um hæli í ár en árin á undan
Miðað við þann fjölda flóttamanna sem sótt hefur um hæli hérlendis það sem af er ári mun þeim sem sækja hér um hæli fækka um rúmlega 40 prósent milli ára. Til stendur að borga flóttamönnum fyrir að draga umsóknir til baka.
Kjarninn 19. október 2018
Veraldarvarpið
Veraldarvarpið
Veraldarvarpið – Morðið á Khashoggi og ímynd krónprinsins
Kjarninn 19. október 2018
Auðun Freyr Ingvarsson
Telur túlkun Innri endurskoðunar villandi
Fráfarandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða telur túlkun Innri endurskoðunar ekki vera í samræmi við þær áætlanir sem kynntar voru fyrir stjórn árin 2015 og 2016, þar sem gerð hafi verið grein fyrir stöðu verkefnisins við endurbætur á íbúðum við Írabakka.
Kjarninn 19. október 2018
Þórður Snær Júlíusson
Réttur ríkra til að vera látnir í friði
Kjarninn 19. október 2018
Upp og niður
Fasteignaverð er eitthvað sem fólk hefur jafnan augun á enda er sparnaður fólks oft bundinn í húsnæði. Mikill uppgangur hefur verið á fasteignamarkaði á undanförnum árum, en nú er verulega farið að hægja á hækkun fasteignaverðs.
Kjarninn 19. október 2018
Stórfelld svikamylla afhjúpuð
Átján evrópskir fjölmiðlar hafa undir hafa undir verkstjórn þýsku rannsóknarfréttastofunnar Correctiv afhjúpað einhver mestu skattsvik sögunnar. Nokkrir af stærstu bönkum heims eru flæktir í svikamylluna.
Kjarninn 19. október 2018
Tveir frambjóðendur til formennsku hjá BSRB
Tveir bítast um embætti formanns BSRB. Lögfræðingur og stuðningsfulltrúi á Kleppi.
Kjarninn 18. október 2018
Samkeppniseftirlitið ógildir lyfjasamruna í Mosfellsbæ
Samkeppniseftirlitið segir reynsluna af virkri samkeppni á lyfjamarkaði í Mosfellsbæ hafa verið góða.
Kjarninn 18. október 2018
Meira úr sama flokkiLeiðari