Ríflegur samgöngustyrkur til háskólanema

Snædís Karlsdóttir vill að gerð verði eins árs tilraun með að hafa frítt í Strætó. Um nokkurs konar markaðsáták yrði að ræða til að breyta ferðavenjum fólks.

Auglýsing

Fleiri far­þega í Strætó og aukin hlut­deild vist­vænna ferða­máta er aug­sýni­lega hag­kvæm­asta úrræðið til að létta á vax­andi þrýst­ingi á gatna­kerfi borg­ar­inn­ar. Vand­inn er bara að koma einmitt því í kring, á þann hátt að hafi hámarks áhrif með sem minnstum til­kostn­að­i.  

Frítt í Strætó

Fram­boð Fram­sóknar í Reykja­vík hefur talað fyrir því að gerð verði árs til­raun með að hafa frítt í Strætó sem nokk­urs konar mark­aðsá­tak. Við viljum breyta ferða­venjum fólks og kynna þar sér­stak­lega til sög­unnar Strætó. Stór hópur fólks á einka­bíl og hefur ekki í hyggju að losa sig við hann. Ef hins vegar væri hægt að fá þennan stóra hóp til þess að nýta annan far­skjóta en einka­bíl­inn í hluta af þeim ferðum sem farnar eru, myndi það skipta okkur öll máli. Að bjóða fríar „til­rauna­ferð­ir“ gæti verið raun­hæft fyrsta skref í átt að breyttri ferða­hegð­un.

Sam­göngu­styrkur

Við í Fram­sókn höfum jafn­framt áhuga á öðru verk­efni sem minna hefur verið kynnt. Þeir sem hafa átt leið um mið­borg­ina síð­ustu miss­eri hafa vænt­an­lega séð bíla­breið­urnar sem umlykja háskól­ana við Vatns­mýr­ina. Þarna er hópur fólks á ferð­inni á hverjum degi, flestir einir í bíl á leið um verstu punkta borg­ar­innar umferð­ar­lega séð.

Auglýsing

Með það að leið­ar­ljósi að fækka bif­reiðum á göt­unum viljum við bjóða reyk­vískum háskóla­nemum ríf­legan sam­göngu­styrk.

Að borga háskóla­nemum fyrir það að nota vist­vænan ferða­máta gæti verið hag­kvæm leið til að létta á gatna­kerf­inu. Að greiða t.d. 5000 háskóla­nemum 20 þús­und kr. á mán­uði í 9 mán­uði á ári myndi kosta 900 millj­ónir á ári. Þessi upp­hæð kæmi að hluta til til baka inn í Strætó og myndi styrkja rekstur hans. Útfæra mætti þetta t.d. á þann hátt að sett væru upp aðgangs­stýrð hlið við bíla­stæði skól­anna, þeir sem þiggja sam­göngu­styrk fái ekki sam­tímis aðgang að bíla­stæðum við skól­ann. Ganga mætti enn lengra þannig að þeir sem fái aðgang þyrftu að greiða fyrir hann, sem kæmi að hluta til móts við kostnað vegna sam­göngu­styrks hinna.

Mesti hagn­aður þess­arar hug­myndar felst í því að hver og einn styrk­þegi semur sig frá því að nýta einka­bíl­inn á leið til og frá skóla. Það munar um minna, allt að 10 þús­und ferðir á dag um helstu álags­punkta gatna­kerf­is­ins.

Bíla­stæða­lóðir

Hægt er að fara með þess­ari hug­mynd lengra og spá í hvað hægt væri að gera við allt það land­flæmi við háskól­ana sem fer undir bíla­stæði sem þjóna eiga 5000 nem­end­um. Segjum 2500 bíla­stæði, 12,5 m2 hvert. Það gerir rúma 30.000 m2 að grunn­fleti. Við gætum hugsað okkur að reist yrðu í þeirra stað þriggja hæða hús, en það væri þá 90.000m2 bygg­ing­ar­magn. Nota mætti slíkt bygg­ing­ar­magn til að reisa allt að 2000 stúd­enta­í­búðir á besta stað fyrir háskóla­nema, sem þá í fram­hald­inu þyrftu ekki að aka um götur borg­ar­innar til að kom­ast í skól­ann.

Höf­undur skipar 2. sæti á lista Fram­sóknar fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar