Ríflegur samgöngustyrkur til háskólanema

Snædís Karlsdóttir vill að gerð verði eins árs tilraun með að hafa frítt í Strætó. Um nokkurs konar markaðsáták yrði að ræða til að breyta ferðavenjum fólks.

Auglýsing

Fleiri farþega í Strætó og aukin hlutdeild vistvænna ferðamáta er augsýnilega hagkvæmasta úrræðið til að létta á vaxandi þrýstingi á gatnakerfi borgarinnar. Vandinn er bara að koma einmitt því í kring, á þann hátt að hafi hámarks áhrif með sem minnstum tilkostnaði.  

Frítt í Strætó

Framboð Framsóknar í Reykjavík hefur talað fyrir því að gerð verði árs tilraun með að hafa frítt í Strætó sem nokkurs konar markaðsátak. Við viljum breyta ferðavenjum fólks og kynna þar sérstaklega til sögunnar Strætó. Stór hópur fólks á einkabíl og hefur ekki í hyggju að losa sig við hann. Ef hins vegar væri hægt að fá þennan stóra hóp til þess að nýta annan farskjóta en einkabílinn í hluta af þeim ferðum sem farnar eru, myndi það skipta okkur öll máli. Að bjóða fríar „tilraunaferðir“ gæti verið raunhæft fyrsta skref í átt að breyttri ferðahegðun.

Samgöngustyrkur

Við í Framsókn höfum jafnframt áhuga á öðru verkefni sem minna hefur verið kynnt. Þeir sem hafa átt leið um miðborgina síðustu misseri hafa væntanlega séð bílabreiðurnar sem umlykja háskólana við Vatnsmýrina. Þarna er hópur fólks á ferðinni á hverjum degi, flestir einir í bíl á leið um verstu punkta borgarinnar umferðarlega séð.

Auglýsing

Með það að leiðarljósi að fækka bifreiðum á götunum viljum við bjóða reykvískum háskólanemum ríflegan samgöngustyrk.

Að borga háskólanemum fyrir það að nota vistvænan ferðamáta gæti verið hagkvæm leið til að létta á gatnakerfinu. Að greiða t.d. 5000 háskólanemum 20 þúsund kr. á mánuði í 9 mánuði á ári myndi kosta 900 milljónir á ári. Þessi upphæð kæmi að hluta til til baka inn í Strætó og myndi styrkja rekstur hans. Útfæra mætti þetta t.d. á þann hátt að sett væru upp aðgangsstýrð hlið við bílastæði skólanna, þeir sem þiggja samgöngustyrk fái ekki samtímis aðgang að bílastæðum við skólann. Ganga mætti enn lengra þannig að þeir sem fái aðgang þyrftu að greiða fyrir hann, sem kæmi að hluta til móts við kostnað vegna samgöngustyrks hinna.

Mesti hagnaður þessarar hugmyndar felst í því að hver og einn styrkþegi semur sig frá því að nýta einkabílinn á leið til og frá skóla. Það munar um minna, allt að 10 þúsund ferðir á dag um helstu álagspunkta gatnakerfisins.

Bílastæðalóðir

Hægt er að fara með þessari hugmynd lengra og spá í hvað hægt væri að gera við allt það landflæmi við háskólana sem fer undir bílastæði sem þjóna eiga 5000 nemendum. Segjum 2500 bílastæði, 12,5 m2 hvert. Það gerir rúma 30.000 m2 að grunnfleti. Við gætum hugsað okkur að reist yrðu í þeirra stað þriggja hæða hús, en það væri þá 90.000m2 byggingarmagn. Nota mætti slíkt byggingarmagn til að reisa allt að 2000 stúdentaíbúðir á besta stað fyrir háskólanema, sem þá í framhaldinu þyrftu ekki að aka um götur borgarinnar til að komast í skólann.

Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar