Ríflegur samgöngustyrkur til háskólanema

Snædís Karlsdóttir vill að gerð verði eins árs tilraun með að hafa frítt í Strætó. Um nokkurs konar markaðsáták yrði að ræða til að breyta ferðavenjum fólks.

Auglýsing

Fleiri far­þega í Strætó og aukin hlut­deild vist­vænna ferða­máta er aug­sýni­lega hag­kvæm­asta úrræðið til að létta á vax­andi þrýst­ingi á gatna­kerfi borg­ar­inn­ar. Vand­inn er bara að koma einmitt því í kring, á þann hátt að hafi hámarks áhrif með sem minnstum til­kostn­að­i.  

Frítt í Strætó

Fram­boð Fram­sóknar í Reykja­vík hefur talað fyrir því að gerð verði árs til­raun með að hafa frítt í Strætó sem nokk­urs konar mark­aðsá­tak. Við viljum breyta ferða­venjum fólks og kynna þar sér­stak­lega til sög­unnar Strætó. Stór hópur fólks á einka­bíl og hefur ekki í hyggju að losa sig við hann. Ef hins vegar væri hægt að fá þennan stóra hóp til þess að nýta annan far­skjóta en einka­bíl­inn í hluta af þeim ferðum sem farnar eru, myndi það skipta okkur öll máli. Að bjóða fríar „til­rauna­ferð­ir“ gæti verið raun­hæft fyrsta skref í átt að breyttri ferða­hegð­un.

Sam­göngu­styrkur

Við í Fram­sókn höfum jafn­framt áhuga á öðru verk­efni sem minna hefur verið kynnt. Þeir sem hafa átt leið um mið­borg­ina síð­ustu miss­eri hafa vænt­an­lega séð bíla­breið­urnar sem umlykja háskól­ana við Vatns­mýr­ina. Þarna er hópur fólks á ferð­inni á hverjum degi, flestir einir í bíl á leið um verstu punkta borg­ar­innar umferð­ar­lega séð.

Auglýsing

Með það að leið­ar­ljósi að fækka bif­reiðum á göt­unum viljum við bjóða reyk­vískum háskóla­nemum ríf­legan sam­göngu­styrk.

Að borga háskóla­nemum fyrir það að nota vist­vænan ferða­máta gæti verið hag­kvæm leið til að létta á gatna­kerf­inu. Að greiða t.d. 5000 háskóla­nemum 20 þús­und kr. á mán­uði í 9 mán­uði á ári myndi kosta 900 millj­ónir á ári. Þessi upp­hæð kæmi að hluta til til baka inn í Strætó og myndi styrkja rekstur hans. Útfæra mætti þetta t.d. á þann hátt að sett væru upp aðgangs­stýrð hlið við bíla­stæði skól­anna, þeir sem þiggja sam­göngu­styrk fái ekki sam­tímis aðgang að bíla­stæðum við skól­ann. Ganga mætti enn lengra þannig að þeir sem fái aðgang þyrftu að greiða fyrir hann, sem kæmi að hluta til móts við kostnað vegna sam­göngu­styrks hinna.

Mesti hagn­aður þess­arar hug­myndar felst í því að hver og einn styrk­þegi semur sig frá því að nýta einka­bíl­inn á leið til og frá skóla. Það munar um minna, allt að 10 þús­und ferðir á dag um helstu álags­punkta gatna­kerf­is­ins.

Bíla­stæða­lóðir

Hægt er að fara með þess­ari hug­mynd lengra og spá í hvað hægt væri að gera við allt það land­flæmi við háskól­ana sem fer undir bíla­stæði sem þjóna eiga 5000 nem­end­um. Segjum 2500 bíla­stæði, 12,5 m2 hvert. Það gerir rúma 30.000 m2 að grunn­fleti. Við gætum hugsað okkur að reist yrðu í þeirra stað þriggja hæða hús, en það væri þá 90.000m2 bygg­ing­ar­magn. Nota mætti slíkt bygg­ing­ar­magn til að reisa allt að 2000 stúd­enta­í­búðir á besta stað fyrir háskóla­nema, sem þá í fram­hald­inu þyrftu ekki að aka um götur borg­ar­innar til að kom­ast í skól­ann.

Höf­undur skipar 2. sæti á lista Fram­sóknar fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar