Leikjatölvur og fjárfestingar

Baldur Thorlacius, viðskiptastjóra hjá Nasdaq Iceland, segir að vonir standi til þess að fjölga muni hratt á íslenska First North markaðnum á komandi árum.

Auglýsing

Segjum að fyr­ir­tæki hygg­ist selja leikja­tölvur. Mikil eft­ir­spurn er meðal almenn­ings eftir leikja­tölvum en fyr­ir­tækið hefur ekki áhuga á því að selja beint til ein­stak­linga. Hvers vegna sóa dýr­mætum tíma í að ræða við þús­undir kaup­enda, þegar hægt er að gera nokkra risa­samn­inga við stór­fyr­ir­tæki og ná sömu tekjum – en með tals­vert lægri kostn­aði. Það þyrftu ein­ungis örfá fyr­ir­tæki að ákveða að kaupa leikja­tölvur fyrir starfs­menn sína til þess að salan stæði undir sér. Skot­helt.

Þegar á hólm­inn er komið kemur aftur á móti í ljós að fæst stór­fyr­ir­tæki hafa áhuga á því að kaupa leikja­tölvur. Fyr­ir­tækið gefst ekki strax upp, heldur áfram að reyna og nær að selja einu og einu starfs­manna­fé­lagi nokkrar tölv­ur. Að lokum kemst fyr­ir­tækið að þeirri nið­ur­stöðu að mark­að­ur­inn sé ómögu­leg­ur, hættir eða flytur starf­semi sína til ann­ars lands.

Fjar­stæðu­kennt? Í reynd ekki. Vel­komin í fjár­mögn­un­ar­um­hverfi smárra og milli­stórra fyr­ir­tækja á Íslandi. Í stað leikja­tölvu erum við með fjár­fest­ingar og í stað stór­fyr­ir­tækja erum við með stóra fjár­festa, hvort sem það eru bankar, líf­eyr­is­sjóð­ir, sjóðir eða aðrir fag­fjár­fest­ar. Flestir stórir fjár­festar virð­ast einmitt ekki hafa mik­inn áhuga á litlum fjár­fest­ing­um, rétt eins og stór­fyr­ir­tæki hafa tak­mark­aðan áhuga á leikja­tölvum. Sömu sögu er að segja á alþjóða­vísu.

Auglýsing

Lausnin á vanda leikja­tölvu­selj­and­ans blasir vænt­an­lega við flestum les­end­um. 1) Að selja til ein­stak­linga, frekar en fyr­ir­tækja. 2) Styðj­ast við almenna mark­aðs­setn­ingu, frekar en að reyna að semja við hvern og einn við­skipta­vin, og ná þannig til ótal kaup­enda í einu. Sömu nálgun má vissu­lega heim­færa á fjár­mögnun margra smárra og milli­stórra fyr­ir­tækja.

Af ein­hverri ástæðu hefur lausnin á vanda smáu og milli­stóru fyr­ir­tækj­anna ekki talist jafn aug­ljós og við sölu á leikja­tölvum. Á Íslandi ríkir engu að síður góð­æri, tals­vert af fjár­magni er í umferð og margir ein­stak­lingar hafa sýnt því áhuga að taka þátt í spenn­andi sprota­fyr­ir­tækj­um. Gagn­sæi, traust og fag­leg umgjörð eru aftur á móti lyk­il­for­sendur fyrir aðkomu almenn­ings að fjár­fest­ing­um. First North mark­aður Nas­daq á Íslandi hefur alla þessa eig­in­leika og getur auk þess veitt fyr­ir­tækjum dýr­mætan sýni­leika, inn­an­lands sem og á alþjóða­vísu og skapað þeim þannig sess meðal fram­sækn­ustu fyr­ir­tækja heims hjá Nas­daq.

Þrátt fyrir þetta hefur First North mark­að­ur­inn á Íslandi enn sem komið er ekki náð miklu flugi. Sömu sögu er ekki að segja af syst­ur­mark­aðnum í Sví­þjóð, sem telst nú einn virkasti hluta­bréfa­mark­að­ur­inn í Evr­ópu fyrir smá og milli­stór fyr­ir­tæki. Þekkt er að smá og milli­stór fyr­ir­tæki séu einn helsti drif­kraftur hag­vaxtar og atvinnu­sköp­unar og því kemur ekki á óvart að Sví­þjóð tróni einnig á toppnum yfir mesta fjölda vaxta­fyr­ir­tækja í Evr­ópu miðað við höfða­tölu.

Með nýlegum skrán­ingum Klappa Grænna Lausna og Kviku banka hafa augu margra opn­ast fyrir þessum mögu­leika hér á landi. Standa því vonir til þess að fjölga muni hratt á íslenska First North mark­aðnum á kom­andi árum. Fyrsta skrefið er hrein­lega að smá og milli­stór fyr­ir­tæki taki af skarið og not­færi sér þessa leið. Fjár­magnið er til stað­ar, en eins og við sölu á leikja­tölvum þarf að finna rétta mark­hóp­inn og réttu nálg­un­ina.

Höf­undur er við­skipta­stjóri hjá Nas­daq Iceland.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar