Skilaboð til Katrínar!

Framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinasambands gerir grein fyrir því af hverju honum fannst rétt að hafna því að ASÍ tæki sæti í Þjóðhagsráði.

Auglýsing
Síð­ustu ár hefur þess ekki orðið vart að mikil eft­ir­spurn hafi verið eftir sjón­ar­miðum Alþýðu­sam­bands Íslands varð­andi stjórn efna­hags­mála eða vel­ferð­ar­mála. En nú ber svo við að þegar Alþýðu­sam­band­inu er boðið að setj­ast við fund­ar­borð „Þjóð­hags­ráðs“ þá afþakk­aði mið­stjórn ASÍ þann heið­ur. For­sæt­is­ráð­herra lýsti von­brigðum sínum og meira að segja BHM hefur skoð­anir á fund­ar­setu ASÍ.

Nú tala ég ekki fyrir mið­stjórn – það gerir Gylfi Arin­björns­son, en á hinn bóg­inn sit ég í mið­stjórn Alþýðu­sam­bands­ins og er því einn þeirra sem afþakk­aði fund­ar­boð­ið. Mér finnst rétt að gera grein fyrir afstöðu minni – þó Gylfi hafi reyndar farið prýði­lega yfir sjón­ar­miðin í við­töl­um.

Til­gangur þjóð­hags­ráðs átti að vera að eiga „sam­tal“ um stjórn efna­hags­mála og nú með breyt­ingu – vel­ferð­ar­mála. Þjóð­hags­ráðið átti ekki að stjórna neinu – heldur eiga sam­tal um félags­legan stöð­ug­leika. Verka­lýðs­hreyf­ingin hefur ára­tuga reynslu af „sam­töl­um“ við stjórn­völd. Síð­ustu ár hafa þessi sam­töl ekki skilað miklum árangri og t.d. ákvörðun rík­is­stjórnar um hækkun atvinnu­leys­is­bóta var ekki árangur neinna sam­tala – heldur aðgerð stjórn­valda til að koma í veg fyrir upp­sögn kjara­samn­inga.

Atvinnu­leys­is­bæt­ur, réttur til orlofs og veik­inda­laun komu ekki til í kjöl­far ein­hverra kurt­eislegra sam­tala, heldur feng­ust með verk­föllum og hörðum vinnu­deil­um. Kaffi­sam­sæti með stjórn­völdum hafa reynst launa­fólki ákaf­lega létt í pyngju.

Nú er Katrín Jak­obs­dóttir for­maður Vinstri Grænna orð­inn for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki – þeim sama flokk og hrós­aði sér sem ákaf­ast á nýaf­stöðnum lands­fundi, af skatta­lækk­unum og til­færslu skatta frá þeim tekju­hæstu til þeirra tekju­lægstu. Að vísu nefndu þeir til­færsl­urnar ekki – en þannig er það í raun.

Auglýsing

Sam­starfs­flokkur Katrínar hefur setið við stjórn­völ­inn meira og minna síð­ustu ára­tugi og tek­ist sorg­lega vel að leggja heil­brigð­is­kerfi okkar í rúst og hirða allar barna- og vaxta­bætur af ungu fólki. Á sama tíma eykst mis­skipt­ing og þeir ríku verða æ rík­ari og sífellt fleirum er steypt í fátækt­ar­gildru. Firr­ing þeirra ríku virð­ist ótak­mörkuð – menn taka sér millj­ónir í kaupauka og reyna svo að rétt­læta það. Kjara­ráð hagar sér eins og ríki í rík­inu og þing­menn tvö­falda ráð­stöf­un­arfé sitt með skatt­fr­íum greiðslum sem hvergi þekkj­ast á vinnu­mark­aði.

Á síð­asta ári slepptu um 30% félags­manna AFLs Starfs­greina­fé­lags því ein­hvern tíma að leita til læknis eða kaupa lyf bara af því engir pen­ingar voru í budd­unni. Viljið þið ekki bara ræða félags­legan stöð­ug­leika við það fólk? Ég efast um að ykkur verði tekið með lófataki!

Stöð­ug­leika tryggja menn með því að koma í veg fyrir breyt­ing­ar. Stöð­ug­leiki er að við­halda ástandi. Það eru ekki margir í dag í hópi venju­legs launa­fólks sem hafa áhuga á að við­halda núver­andi ástandi.

Því miður er það þannig að fylgi félags­hyggju­flokka hefur verið eins og jójó síð­ustu ár á meðan Sjálf­stæð­is­flokki tekst að halda stöðu sinni nokkurn veg­inn óbrjál­aðri og því eru allar líkur á því að VG verði ekki í næstu rík­is­stjórn heldur sitji eftir með Svarta Pétur allra þeirra sem reiðir eru, þreyttir og mædd­ir, á meðan Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn end­ur­nýjar umboð sitt í nafni „ábyrgrar efna­hags­stjórn­ar“.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun kasta VG eins og skítugri gólf­tu­sku eftir næstu kosn­ingar og halda áfram aðför að almennu launa­fólki í skjóli næsta nyt­sama sak­leys­ingja. Fram að þeim kosn­ingum verður VG skjól auð­valds­ins til að halda áfram ger­eyð­ing­ar­her­ferð sinni gegn vel­ferð­ar­kerfum sem fyrri kyn­slóðir komu upp. Aðkoma Alþýðu­sam­bands­ins að ein­hverjum spjall­klúbb er ekki til neins ann­ars en að búa til ein­hver Kodak móment fyrir rík­is­stjórn­ina og freista þess að koma Svarta Pétri yfir á verka­lýðs­hreyf­ing­una.

Ef það eru sam­töl við Alþýðu­sam­bandið sem rík­is­stjórnin vill, er það sjálf­sagt mál. Þar hefur ekki skort vilj­ann hjá ASÍ. Þau sam­töl verða hvort eð er tekin um næstu ára­mót þegar landið mun allt loga í vinnu­deil­um. En að öllum lík­indum verður lítið sam­flot innan Alþýðu­sam­bands­ins í kjara­samn­inga­gerð og þannig er tími hinna form­legu sam­tala til að greiða fyrir gerð kjara­samn­inga lið­inn, í bili að minnsta kosti.

En for­maður flokks sem kennir sig við félags­hyggju á ekki að þurfa ein­hvern kaffi­klúbb til að leiða end­ur­upp­bygg­inu vel­ferð­ar­kerf­is­ins. Til þess er fólk í póli­tík. Nú væri rétt að for­sæt­is­ráð­herra tæki glímuna við sam­starfs­flokk sinn – breytti áherslum í skatta­málum og kæmi skatt­byrð­inni yfir á þá sem hafa háu tekj­urn­ar. Hækk­aði vaxta­bætur og slak­aði út tekju­við­miðum þannig að þær nái til venju­legs fólks og kæmi svo raun­veru­legum barna­bótum á að nýju. 

Ef Katrín hefði svo tíma eftir kaffi – má minna á að heil­brigð­is­kerfið er nán­ast rjúk­andi rúst og á meðan verk­takar og einka­reknar lækna­stofur fleyta allan rjómann af, liggja sjúk­lingar á göngum og ræstikompum á bráða­deild og bíða úrlausnar sem ekki er í boði. Það mætti nefna símennt­un­ar­mið­stöðvar en svo virð­ist sem ein­beittur vilji sé til að leggja þeirra starf í rúst. List­inn er langur Katrín – brettu upp ermarnar og láttu verkin tala. Það mun ekki standa á Alþýðu­sam­band­inu að aðstoða þig og vinna með þér – en við látum ekki nota okkur sem skálka­skjól á til­gangs­lausum fundum með fólki sem engu ætlar að breyta.

Klukkan tikkar – og ekki er víst að þinn tími komi aft­ur!

Höf­undur á sæti í mið­stjórn Alþýðu­sam­bands Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar