Auglýsing

Það sem af er ári hefur svifryk í Reykja­vík farið ítrekað yfir sól­ar­hrings­heilsu­m­örk. Við­var­anir hafa verið sendar út af hálfu borg­ar­yf­ir­valda til barna og fólks með önd­un­ar­færa­sjúk­dóma að halda sig inni við, eða í það minnsta fjarri umferð­ar­æð­um. Í fyrra voru það sautján dagar sem meng­unin fór yfir mörk­in.

Þessi litla borg, sem nýtir end­ur­nýj­an­lega orku til að hita upp hús sín en ekki jarð­efna­elds­neyti, á hreint ekki að vera í þess­ari stöðu. Veð­ur­fræð­ingar hafa slegið því föstu að svifryks­meng­unin sé alfarið okkar verk, sem við búum til með umferð­inni.

Þó að flestar borgir standi frammi fyrir vand­ræðum þegar kemur að auknu álagi á vega­kerfin þá er það til­tölu­lega nýtt fyr­ir­brigði hér á landi, í þessu magni í það minnsta. Og það er farið að valda tölu­verðum deil­um, ekki aðeins í póli­tík­inni, heldur líka í ferm­ing­ar­veislum og heitu pott­un­um.

Auglýsing

Þeir eru fyr­ir­ferða­miklir í umræð­unni jeppa­kall­arnir sem vilja breikka Miklu­braut­ina, Gull­in­brúna og Ártúns­brekk­una og koma fyrir mis­lægum gatna­mótum eins víða og kostur gefst. En það eru ekki bara þeir sem hafa áhyggj­ur. Þeir eru fjöl­margir sem telja að nú sé nóg komið af rauðum ljósum og tutt­ugu mín­útna töf­um. Eitt­hvað verði að gera og það strax. En það eina sem kemur ekki til greina er að leggja eigin bíl­um.

Að ræða bíla og bíl­notkun við Íslend­inga er, af ein­hverjum ástæð­um, til­finn­inga­mál mikið frekar en rök­ræð­ur. Okkur þykir vænt um bíl­ana okkar og njótum þess hag­ræðis sem okkur finnst vera fólgið í því að fara allar okkar ferðir á okkar eigin bíl, öllum stund­um, hvert sem okkur langar að fara. Það seg­ist sig sjálft að það auð­veldar lífið að geta farið beint frá a til b, að sækja börnin eða til vinnu, án við­komu á öðrum stöðum eða eftir tíma­töflu sem ein­hver annar ákveð­ur. En á ein­hverjum tíma­punkti, þegar bif­reiða­fjöld­inn er orð­inn slíkur á göt­un­um, hættir þetta hag­ræði. Tím­inn sem spar­ast við það að haga ferða­mát­anum eftir eigin höfði hættir að vera til staðar af því allir hinir sem gera slíkt hið sama eru fyr­ir.

Svörin við þessu eru víða ein­feldn­ings­leg. Búum til meira pláss fyrir bíl­ana. Þrátt fyrir að allir sér­fræð­ingar sem þekkja til allra þeirra rann­sókna sem gerðar hafa verið á umferð og borg­ar­þróun alls staðar í heim­in­um, segi að slíkt muni ekki leysa neitt í ljósi mann­fjölda­þró­un­ar, svo ekki sé minnst á auk­inn fjölda ferða­manna sem bæt­ist við á göt­urn­ar, er þráskall­ast við nákvæm­lega þetta. Meira pláss undir bíla og umferð. Og meng­un­ina, sem liggur fyrir að stafi af umferð­ar­þung­anum leysum við með þrifum og dýr­ara mal­biki. Vel kann að vera að götu­þvottur og ryk­bind­ing geti hjálpað til. Og breikk­anir eða mis­læg gatna­mót kunna að greiða tíma­bundið fyrir umferð. En vand­inn mun halda áfram að aukast og fyrr en varir verðum við á nákvæm­lega sama stað - eða verri.

Rök­semda­færslan er svo ein­feldn­ings­leg að hún jaðrar við trú­ar­brögð. Rök, vís­inda­legar rann­sóknir og óhrekj­an­legar stað­reyndir eiga ekki lengur upp á pall­borðið og eru afskrif­aðar sem póli­tískur áróður hjá fjölda fólks. Stað­reyndir eru orðnar val­kvæðar eins og hjá for­seta Banda­ríkj­anna. „Alt­ernative fact­s“. Skoð­anir jafn rétt­háar stað­reynd­um. Til­finn­ing­arnar ráða för og öll rök­ræn umræða um mis­mun­andi leiðir að raun­hæfum lausnum verða eftir í ryk­inu.

Umferð­ar­menn­ingin okkar er bæði heilsu­spill­andi og óhag­kvæm. Þeir sem hafa kynnt sér málin til hlít­ar, svo ekki sé talað um alla þá sem hafa menntað sig sér­stak­lega í þessum fræð­um, eru allir á einu máli. Það er kom­inn tími til að ráð­ast að rótum vand­ans, sem fyr­ir­séð er að muni aðeins aukast að óbreyttu, sem er fjöldi bif­reiða í umferð­inni. Málið er svo ein­falt.

Það er kom­inn tími til að hlusta á sér­fræð­ing­ana en láta ekki órök­réttar til­finn­ingar ráða. Skoð­anir eru ekki stað­reynd­ir. Stað­reyndir eru stað­reynd­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari