Auglýsing

Það sem af er ári hefur svifryk í Reykja­vík farið ítrekað yfir sól­ar­hrings­heilsu­m­örk. Við­var­anir hafa verið sendar út af hálfu borg­ar­yf­ir­valda til barna og fólks með önd­un­ar­færa­sjúk­dóma að halda sig inni við, eða í það minnsta fjarri umferð­ar­æð­um. Í fyrra voru það sautján dagar sem meng­unin fór yfir mörk­in.

Þessi litla borg, sem nýtir end­ur­nýj­an­lega orku til að hita upp hús sín en ekki jarð­efna­elds­neyti, á hreint ekki að vera í þess­ari stöðu. Veð­ur­fræð­ingar hafa slegið því föstu að svifryks­meng­unin sé alfarið okkar verk, sem við búum til með umferð­inni.

Þó að flestar borgir standi frammi fyrir vand­ræðum þegar kemur að auknu álagi á vega­kerfin þá er það til­tölu­lega nýtt fyr­ir­brigði hér á landi, í þessu magni í það minnsta. Og það er farið að valda tölu­verðum deil­um, ekki aðeins í póli­tík­inni, heldur líka í ferm­ing­ar­veislum og heitu pott­un­um.

Auglýsing

Þeir eru fyr­ir­ferða­miklir í umræð­unni jeppa­kall­arnir sem vilja breikka Miklu­braut­ina, Gull­in­brúna og Ártúns­brekk­una og koma fyrir mis­lægum gatna­mótum eins víða og kostur gefst. En það eru ekki bara þeir sem hafa áhyggj­ur. Þeir eru fjöl­margir sem telja að nú sé nóg komið af rauðum ljósum og tutt­ugu mín­útna töf­um. Eitt­hvað verði að gera og það strax. En það eina sem kemur ekki til greina er að leggja eigin bíl­um.

Að ræða bíla og bíl­notkun við Íslend­inga er, af ein­hverjum ástæð­um, til­finn­inga­mál mikið frekar en rök­ræð­ur. Okkur þykir vænt um bíl­ana okkar og njótum þess hag­ræðis sem okkur finnst vera fólgið í því að fara allar okkar ferðir á okkar eigin bíl, öllum stund­um, hvert sem okkur langar að fara. Það seg­ist sig sjálft að það auð­veldar lífið að geta farið beint frá a til b, að sækja börnin eða til vinnu, án við­komu á öðrum stöðum eða eftir tíma­töflu sem ein­hver annar ákveð­ur. En á ein­hverjum tíma­punkti, þegar bif­reiða­fjöld­inn er orð­inn slíkur á göt­un­um, hættir þetta hag­ræði. Tím­inn sem spar­ast við það að haga ferða­mát­anum eftir eigin höfði hættir að vera til staðar af því allir hinir sem gera slíkt hið sama eru fyr­ir.

Svörin við þessu eru víða ein­feldn­ings­leg. Búum til meira pláss fyrir bíl­ana. Þrátt fyrir að allir sér­fræð­ingar sem þekkja til allra þeirra rann­sókna sem gerðar hafa verið á umferð og borg­ar­þróun alls staðar í heim­in­um, segi að slíkt muni ekki leysa neitt í ljósi mann­fjölda­þró­un­ar, svo ekki sé minnst á auk­inn fjölda ferða­manna sem bæt­ist við á göt­urn­ar, er þráskall­ast við nákvæm­lega þetta. Meira pláss undir bíla og umferð. Og meng­un­ina, sem liggur fyrir að stafi af umferð­ar­þung­anum leysum við með þrifum og dýr­ara mal­biki. Vel kann að vera að götu­þvottur og ryk­bind­ing geti hjálpað til. Og breikk­anir eða mis­læg gatna­mót kunna að greiða tíma­bundið fyrir umferð. En vand­inn mun halda áfram að aukast og fyrr en varir verðum við á nákvæm­lega sama stað - eða verri.

Rök­semda­færslan er svo ein­feldn­ings­leg að hún jaðrar við trú­ar­brögð. Rök, vís­inda­legar rann­sóknir og óhrekj­an­legar stað­reyndir eiga ekki lengur upp á pall­borðið og eru afskrif­aðar sem póli­tískur áróður hjá fjölda fólks. Stað­reyndir eru orðnar val­kvæðar eins og hjá for­seta Banda­ríkj­anna. „Alt­ernative fact­s“. Skoð­anir jafn rétt­háar stað­reynd­um. Til­finn­ing­arnar ráða för og öll rök­ræn umræða um mis­mun­andi leiðir að raun­hæfum lausnum verða eftir í ryk­inu.

Umferð­ar­menn­ingin okkar er bæði heilsu­spill­andi og óhag­kvæm. Þeir sem hafa kynnt sér málin til hlít­ar, svo ekki sé talað um alla þá sem hafa menntað sig sér­stak­lega í þessum fræð­um, eru allir á einu máli. Það er kom­inn tími til að ráð­ast að rótum vand­ans, sem fyr­ir­séð er að muni aðeins aukast að óbreyttu, sem er fjöldi bif­reiða í umferð­inni. Málið er svo ein­falt.

Það er kom­inn tími til að hlusta á sér­fræð­ing­ana en láta ekki órök­réttar til­finn­ingar ráða. Skoð­anir eru ekki stað­reynd­ir. Stað­reyndir eru stað­reynd­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari