Auglýsing

Það sem af er ári hefur svifryk í Reykjavík farið ítrekað yfir sólarhringsheilsumörk. Viðvaranir hafa verið sendar út af hálfu borgaryfirvalda til barna og fólks með öndunarfærasjúkdóma að halda sig inni við, eða í það minnsta fjarri umferðaræðum. Í fyrra voru það sautján dagar sem mengunin fór yfir mörkin.

Þessi litla borg, sem nýtir endurnýjanlega orku til að hita upp hús sín en ekki jarðefnaeldsneyti, á hreint ekki að vera í þessari stöðu. Veðurfræðingar hafa slegið því föstu að svifryksmengunin sé alfarið okkar verk, sem við búum til með umferðinni.

Þó að flestar borgir standi frammi fyrir vandræðum þegar kemur að auknu álagi á vegakerfin þá er það tiltölulega nýtt fyrirbrigði hér á landi, í þessu magni í það minnsta. Og það er farið að valda töluverðum deilum, ekki aðeins í pólitíkinni, heldur líka í fermingarveislum og heitu pottunum.

Auglýsing

Þeir eru fyrirferðamiklir í umræðunni jeppakallarnir sem vilja breikka Miklubrautina, Gullinbrúna og Ártúnsbrekkuna og koma fyrir mislægum gatnamótum eins víða og kostur gefst. En það eru ekki bara þeir sem hafa áhyggjur. Þeir eru fjölmargir sem telja að nú sé nóg komið af rauðum ljósum og tuttugu mínútna töfum. Eitthvað verði að gera og það strax. En það eina sem kemur ekki til greina er að leggja eigin bílum.

Að ræða bíla og bílnotkun við Íslendinga er, af einhverjum ástæðum, tilfinningamál mikið frekar en rökræður. Okkur þykir vænt um bílana okkar og njótum þess hagræðis sem okkur finnst vera fólgið í því að fara allar okkar ferðir á okkar eigin bíl, öllum stundum, hvert sem okkur langar að fara. Það segist sig sjálft að það auðveldar lífið að geta farið beint frá a til b, að sækja börnin eða til vinnu, án viðkomu á öðrum stöðum eða eftir tímatöflu sem einhver annar ákveður. En á einhverjum tímapunkti, þegar bifreiðafjöldinn er orðinn slíkur á götunum, hættir þetta hagræði. Tíminn sem sparast við það að haga ferðamátanum eftir eigin höfði hættir að vera til staðar af því allir hinir sem gera slíkt hið sama eru fyrir.

Svörin við þessu eru víða einfeldningsleg. Búum til meira pláss fyrir bílana. Þrátt fyrir að allir sérfræðingar sem þekkja til allra þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið á umferð og borgarþróun alls staðar í heiminum, segi að slíkt muni ekki leysa neitt í ljósi mannfjöldaþróunar, svo ekki sé minnst á aukinn fjölda ferðamanna sem bætist við á göturnar, er þráskallast við nákvæmlega þetta. Meira pláss undir bíla og umferð. Og mengunina, sem liggur fyrir að stafi af umferðarþunganum leysum við með þrifum og dýrara malbiki. Vel kann að vera að götuþvottur og rykbinding geti hjálpað til. Og breikkanir eða mislæg gatnamót kunna að greiða tímabundið fyrir umferð. En vandinn mun halda áfram að aukast og fyrr en varir verðum við á nákvæmlega sama stað - eða verri.

Röksemdafærslan er svo einfeldningsleg að hún jaðrar við trúarbrögð. Rök, vísindalegar rannsóknir og óhrekjanlegar staðreyndir eiga ekki lengur upp á pallborðið og eru afskrifaðar sem pólitískur áróður hjá fjölda fólks. Staðreyndir eru orðnar valkvæðar eins og hjá forseta Bandaríkjanna. „Alternative facts“. Skoðanir jafn réttháar staðreyndum. Tilfinningarnar ráða för og öll rökræn umræða um mismunandi leiðir að raunhæfum lausnum verða eftir í rykinu.

Umferðarmenningin okkar er bæði heilsuspillandi og óhagkvæm. Þeir sem hafa kynnt sér málin til hlítar, svo ekki sé talað um alla þá sem hafa menntað sig sérstaklega í þessum fræðum, eru allir á einu máli. Það er kominn tími til að ráðast að rótum vandans, sem fyrirséð er að muni aðeins aukast að óbreyttu, sem er fjöldi bifreiða í umferðinni. Málið er svo einfalt.

Það er kominn tími til að hlusta á sérfræðingana en láta ekki órökréttar tilfinningar ráða. Skoðanir eru ekki staðreyndir. Staðreyndir eru staðreyndir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari