Auglýsing

Það sem af er ári hefur svifryk í Reykja­vík farið ítrekað yfir sól­ar­hrings­heilsu­m­örk. Við­var­anir hafa verið sendar út af hálfu borg­ar­yf­ir­valda til barna og fólks með önd­un­ar­færa­sjúk­dóma að halda sig inni við, eða í það minnsta fjarri umferð­ar­æð­um. Í fyrra voru það sautján dagar sem meng­unin fór yfir mörk­in.

Þessi litla borg, sem nýtir end­ur­nýj­an­lega orku til að hita upp hús sín en ekki jarð­efna­elds­neyti, á hreint ekki að vera í þess­ari stöðu. Veð­ur­fræð­ingar hafa slegið því föstu að svifryks­meng­unin sé alfarið okkar verk, sem við búum til með umferð­inni.

Þó að flestar borgir standi frammi fyrir vand­ræðum þegar kemur að auknu álagi á vega­kerfin þá er það til­tölu­lega nýtt fyr­ir­brigði hér á landi, í þessu magni í það minnsta. Og það er farið að valda tölu­verðum deil­um, ekki aðeins í póli­tík­inni, heldur líka í ferm­ing­ar­veislum og heitu pott­un­um.

Auglýsing

Þeir eru fyr­ir­ferða­miklir í umræð­unni jeppa­kall­arnir sem vilja breikka Miklu­braut­ina, Gull­in­brúna og Ártúns­brekk­una og koma fyrir mis­lægum gatna­mótum eins víða og kostur gefst. En það eru ekki bara þeir sem hafa áhyggj­ur. Þeir eru fjöl­margir sem telja að nú sé nóg komið af rauðum ljósum og tutt­ugu mín­útna töf­um. Eitt­hvað verði að gera og það strax. En það eina sem kemur ekki til greina er að leggja eigin bíl­um.

Að ræða bíla og bíl­notkun við Íslend­inga er, af ein­hverjum ástæð­um, til­finn­inga­mál mikið frekar en rök­ræð­ur. Okkur þykir vænt um bíl­ana okkar og njótum þess hag­ræðis sem okkur finnst vera fólgið í því að fara allar okkar ferðir á okkar eigin bíl, öllum stund­um, hvert sem okkur langar að fara. Það seg­ist sig sjálft að það auð­veldar lífið að geta farið beint frá a til b, að sækja börnin eða til vinnu, án við­komu á öðrum stöðum eða eftir tíma­töflu sem ein­hver annar ákveð­ur. En á ein­hverjum tíma­punkti, þegar bif­reiða­fjöld­inn er orð­inn slíkur á göt­un­um, hættir þetta hag­ræði. Tím­inn sem spar­ast við það að haga ferða­mát­anum eftir eigin höfði hættir að vera til staðar af því allir hinir sem gera slíkt hið sama eru fyr­ir.

Svörin við þessu eru víða ein­feldn­ings­leg. Búum til meira pláss fyrir bíl­ana. Þrátt fyrir að allir sér­fræð­ingar sem þekkja til allra þeirra rann­sókna sem gerðar hafa verið á umferð og borg­ar­þróun alls staðar í heim­in­um, segi að slíkt muni ekki leysa neitt í ljósi mann­fjölda­þró­un­ar, svo ekki sé minnst á auk­inn fjölda ferða­manna sem bæt­ist við á göt­urn­ar, er þráskall­ast við nákvæm­lega þetta. Meira pláss undir bíla og umferð. Og meng­un­ina, sem liggur fyrir að stafi af umferð­ar­þung­anum leysum við með þrifum og dýr­ara mal­biki. Vel kann að vera að götu­þvottur og ryk­bind­ing geti hjálpað til. Og breikk­anir eða mis­læg gatna­mót kunna að greiða tíma­bundið fyrir umferð. En vand­inn mun halda áfram að aukast og fyrr en varir verðum við á nákvæm­lega sama stað - eða verri.

Rök­semda­færslan er svo ein­feldn­ings­leg að hún jaðrar við trú­ar­brögð. Rök, vís­inda­legar rann­sóknir og óhrekj­an­legar stað­reyndir eiga ekki lengur upp á pall­borðið og eru afskrif­aðar sem póli­tískur áróður hjá fjölda fólks. Stað­reyndir eru orðnar val­kvæðar eins og hjá for­seta Banda­ríkj­anna. „Alt­ernative fact­s“. Skoð­anir jafn rétt­háar stað­reynd­um. Til­finn­ing­arnar ráða för og öll rök­ræn umræða um mis­mun­andi leiðir að raun­hæfum lausnum verða eftir í ryk­inu.

Umferð­ar­menn­ingin okkar er bæði heilsu­spill­andi og óhag­kvæm. Þeir sem hafa kynnt sér málin til hlít­ar, svo ekki sé talað um alla þá sem hafa menntað sig sér­stak­lega í þessum fræð­um, eru allir á einu máli. Það er kom­inn tími til að ráð­ast að rótum vand­ans, sem fyr­ir­séð er að muni aðeins aukast að óbreyttu, sem er fjöldi bif­reiða í umferð­inni. Málið er svo ein­falt.

Það er kom­inn tími til að hlusta á sér­fræð­ing­ana en láta ekki órök­réttar til­finn­ingar ráða. Skoð­anir eru ekki stað­reynd­ir. Stað­reyndir eru stað­reynd­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari