Vangaveltur um trú og vísindi

Gunnar Jóhannesson guðfræðingur segir að það leiki enginn vafi á því að þegar kemur að því að útskýra hvernig hinn efnislegi og náttúrulegi veruleiki hegðar sér séu vísindi ómissandi.

Auglýsing

Mér er af og til bent á það af mínum guð­lausu vinum og kunn­ingjum - sjálf­sagt bæði í gríni og alvöru - að dusta rykið af þekk­ingu minni á vís­indum (eða verða mér út um ein­hverja!) í þeirri von að það venji mig af þessum eilífu vanga­veltum og skrifum um Guð og Jesú og kristna trú. 

Nóg sé nóg!

Mér þykir vænt um slíkar hvatn­ingar og tek þeim með jákvæðni og skiln­ingi, enda veit ég að lífs­skoðun vina minna er þeim mik­il­væg ekk­ert síður en mín er mér.

Auglýsing

En á bak við hvatn­ingu sem þessa liggur þó til­tekið við­horf, sem margir hafa gleypt við (gjarnan gagn­rýn­is­laust og án þess að leiða hug­ann sér­stak­lega að því) og telja ein­fald­lega sjálf­gef­ið, nefni­lega að vís­indi hafi með ein­hverjum hætti gert guðs­trú úrelda eða sýnt fram á að Guð sé ekki og geti ekki verið til.

Og þegar hlustað er á mál­flutn­ing hinna svoköll­uðu nýguð­leys­ingja og/eða sumra guð­lausra vís­inda­manna þá er ekki nema von að margir telji svo vera.

Hinn þekkti vís­inda­maður Stephen Hawk­ing, sem féll frá á dög­un­um, er dæmi um vís­inda­mann sem ýtt hefur undir þetta við­horf.

Hawk­ing er einn merkasti vís­inda­maður sög­unnar og það leikur eng­inn vafi á snilli­gáfu hans. Og þegar annar eins maður hefur upp raust sína líta margir svo á að það sem frá honum kemur hljóti óhjá­kvæmi­lega að vera satt og rétt og byggj­ast á óvé­fengj­an­legri vís­inda­legri nið­ur­stöðu - og kannski ekki síst það sem hefur með Guð og trú að gera.

Eins og sumir hafa rifjað upp í til­efni af frá­falli hans „tel[ur Hawk­ing] að ein­faldasta skýr­ingin [á til­vist Guðs] sé sú að það sé ekki til neinn Guð. Eng­inn skap­aði heim­inn og eng­inn stýrir örlögum okkar … Við höfum þetta eina líf til að skynja mik­il­leik alheims­ins og fyrir það er [hann] einkar þakk­lát­ur.“

Jafn­framt lítur Hawk­ing „á heil­ann sem tölvu sem mun hætta að starfa þegar hlut­irnir í henni fara að bila. Það er ekki til neitt himna­ríki eða fram­halds­líf fyrir bil­aðar tölv­ur; það eru ævin­týri fyrir myrk­fælna.“

Hér er vissu­lega um að ræða stað­hæf­ingar stór­kost­legs vís­inda­manns sem hefur stórum aukið þekk­ingu okkar á eðli og innviðum alheims­ins.

En hér er ekki um vís­inda­legar stað­hæf­ingar að ræða.

Hawk­ing hefði aldrei getað gert til­kall til nóbels­verð­launa í eðl­is­fræði fyrir að hafa sannað að Guð sé ekki til eða að líf eftir dauð­ann sé óhugs­andi.

Enda eru spurn­ingar sem lúta að Guði eða lífi eftir dauð­ann ekki spurn­ingar sem vís­indi veita svar við.

Það minnir á að stað­hæf­ingar vís­inda­manna og vís­inda­legar stað­hæf­ingar fara ekki alltaf sam­an. Og það á sann­ar­lega við um ofan­greindar stað­hæf­ingar Hawk­ings um Guð og himna­ríki, sem eru heim­speki­legar í eðli sínu og liggja utan þess sem vís­indi ná til.

Hvað varðar hina meintu sam­leið vís­inda og guð­leysis þá er líka vert að minn­ast þess að upp­hafs­menn nútíma­vís­inda hefðu þótt áður­nefnd ummæli einkar und­ar­leg og illa til fund­in, enda voru þeir kristnir menn og litu alls ekki svo á að vís­indi gerðu kröfu um annað eða væru nokk­urs­konar fyr­ir­staða í því sam­hengi.

Kópern­ikus, sem lagði grunn að hinni nýju heims­mynd með sól­miðju­kenn­ingu sinni, var dóm­kirkjukanón í Pól­landi, svo dæmi sé tek­ið.

Kepler leit svo á að lög­mál sín um gang reiki­stjarn­anna end­ur­spegl­aði hug­vits­semi skap­ar­ans.

Boyle, faðir efna­fræð­inn­ar, var afar trú­ræk­inn maður sem leit svo á að fram­gangur vís­ind­anna mundi styrkja grund­völl krist­innar trú­ar.

Hið sama gilti um Newton, sem skrif­aði um ævina mun meira um guð­fræði en vís­indi.

Og þannig mætti lengi telja.

Vís­inda­leg hugsun þess­ara frum­herja var grund­völluð á þeirri trú­ar­sann­fær­ingu að hinn nátt­úru­legi heimur væri lög­máls­bund­inn og stærð­fræði­lega skilj­an­leg­ur.

Guðstrú, sem grund­vall­ast á til­vist skap­ara sem hann­aði alheim­inn og setti honum þau lög­mál sem hann lýt­ur, var með öðrum orðum órjúf­an­legur þáttur í vís­inda­legri nálgun þeirra og fól í sér þann frum­speki­lega grund­völl sem nútíma­vís­indi voru reist á og spruttu uppúr.

Eins og C.S. Lewis orð­aði það tóku menn að hugsa vís­inda­lega vegna þess að þeir gerðu ráð fyrir nátt­úru­lög­mál­um; og þeir gerðu ráð fyrir nátt­úru­lög­málum vegna þess að þeir trúðu á þann sem hafði sett nátt­úr­unni lög­mál sín.

Kepler, Boyle, Newton og hinir vissu vel að sú stað­reynd að nátt­úran er skilj­an­leg og aðgengi­leg í stærð­fræði­legum skiln­ingi, og að til séu nátt­uru­lög­mál sem vís­indi geta upp­götv­að, er ekki eitt­hvað sem vís­indi geta útskýrt heldur það sem gera vís­indi mögu­leg og þau byggja á.

Sjálfur Ein­stein sagði að það eina sem væri óskilj­an­legt við alheim­inn væri sú stað­reynd að hann væri skilj­an­leg­ur.

Það má taka undir það út frá guð­lausum for­send­um. En frá sjón­ar­hóli guðs­trúar er það alls ekki óskilj­an­legt enda ber alheim­ur­inn skap­ara sínum vitni og end­ur­speglar það vit, þá hugsun og þá skyn­semi sem hann á rót sína að rekja til.

Sálma­skáldið sem miðlar upp­lifun sinni, reynslu og trú í 19. Dav­íðs­sálmi (öðru versi) hafði einmitt það í huga er hann skrif­aði:

„Himn­arnir segja frá Guðs dýrð,

fest­ingin kunn­gjörir verkin hans handa.“

En margir benda á fram­vindu vís­inda og hinar og þessar upp­götv­anir og kenn­ingar sem að þeirra mati hafa gert guðstrú, eða til­vísun til Guðs, óþarfa í dag og í raun frá­leita.

En þá verður að benda á að það er mik­ill mis­skiln­ingur ef gengið er út frá því að trú og vís­indi keppi hvert við annað sem útskýr­ingar á innviðum og gang­verki alheims­ins. Svo er alls ekki enda um að ræða útskýr­ingar af ólíkum toga sem ekki ber að rugla sam­an.

Það er aug­ljóst þegar við veltum því fyrir okk­ur.

Þegar kemur að því að útskýra til­vist eða orsök ljósa­per­unnar keppir Thomas Edi­son ekki við þau lög­mál sem stýra hegðun ljóss, raf­magns og gass.

Nei, um er að ræða tvær ólíkar gerðir útskýr­inga.

Önnur er vís­inda­leg og vísar til nátt­úru­lög­mála, hin er per­sónu­leg og vísar til orsaka­valds. Báðar eru við­eig­andi og nauð­syn­legar þegar kemur að því að útskýra ljósa­peru. Og saman gefa þær heild­ar­út­skýr­ingu á ljósa­per­unni.

Þetta minnir á að það að kunna vís­inda­leg skil á því hvernig til­tekið kerfi á borð við ljósa­peru (eða alheim­inn!) virkar hvorki úti­lokar né felur í sér rök gegn til­vist orsaka­valds [skap­ara] að baki þess.

Í þessu sam­hengi getur þú spurt sjálfan þig, svo dæmi sé tek­ið, hvers vegna þú ert að lesa þessi orð.

Það er fylli­lega mögu­legt að útskýra þá stað­reynd að þú sért að lesa þennan pistil með því að vísa til ástands og aðstæðna í heila þínum hér og nú og til raf­boða og efna­hvarfa og þess hátt­ar, og á end­anum til hlut­að­eig­andi atóma og sam­einda.

En er ekki líka að finna aðra útskýr­ing­u?!

Er ekki að finna útskýr­ingu sem hefur með áhuga þinn á efn­inu að gera, og fyr­ir­ætlun þína, ásetn­ing og vilja? Og einnig, þegar dýpra er að gáð, við­leitni þína til að kom­ast að hinu sanna hvað varðar mik­il­væga spurn­ingu?

Fyrri útskýr­ing­in, hin vís­inda­lega, er sann­ar­lega hluti af heild­ar­mynd­inni. En ef hún úti­lokar þá síð­ari, hina per­sónu­legu, þá er varla ástæða eða til­gangur í að lesa mikið lengra.

Hvers vegna ætti maður að eyða tíma í það ef ástæðan fyrir lestr­inum er ekki fólgin í öðru en efna- og eðl­is­fræði þegar allt kemur til alls?

Þegar segir í Bibl­í­unni „Í upp­hafi skap­aði Guð him­inn og jörð [al­heim­inn]“ þá er þar að sjálf­sögðu ekki um að ræða vís­inda­lega útskýr­ingu á eðli alheims­ins, heldur per­sónu­lega útskýr­ingu á til­vist hans með til­vísun til orsaka­valds.

Og þegar Newton og Kepler og hinir upp­götv­uðu lög­málin sem við þá eru kennd þá litu þeir ekki svo á að þar með hefðu þeir afsannað til­vist Guðs. Nei, þvert á móti dásöm­uðu þeir hug­vits­semi Guðs fyrir að hafa komið hlut­unum í kring með þeim hætti sem raun ber vitni.

Það er leikur eng­inn vafi á því að þegar kemur að því að útskýra hvernig hinn efn­is­legi og nátt­úru­legi veru­leiki hegðar sér eru vís­indi ómissandi.

En það væri ansi fátæk­leg og rýr upp­lifun og sýn á lífið og til­ver­una ef látið er að því liggja að einu spurn­ing­arnar sem vert er að spyrja og leita svara við séu þær sem vís­indi spyrja og svara.

Því eins og eðl­is­fræð­ing­ur­inn og nóbels­verð­launa­haf­inn Peter Medewar benti á eru vís­indi aug­ljós­lega tak­mörkuð og geta ekki svarað barns­legum grund­vall­ar­spurn­ingum varð­andi upp­runa til­ver­unn­ar, til­gang lífs­ins og örlög eða hvað er gott, rétt og fal­legt - spurn­ingar sem varða sjálfan kjarna mennsk­unnar og það sem gerir okkur að mann­eskj­um.

Eðli sínu sam­kvæmt spyrja vís­indi tak­mark­aðra spurn­inga og geta því ekki náð utan um eða útskýrt allt sem leitar á huga manns­ins eða er fólgið í reynslu hans.

Og þeir eru margir heim­spek­ing­arnir og hugs­uð­irnir í sög­unni - raunar flestir þegar hugsað er til hinnar vest­rænu heim­speki­hefðar - og að sjálf­sögðu vís­inda­menn líka, sem hafa litið svo á að því sem varðar mann­inn mestu verði ekki svarað til hlítar án þess að vísa til yfir­nátt­úru­legs veru­leika af einum eða öðrum toga.

Í því sam­hengi má taka undir orð hins mikla heim­spek­ings 20. ald­ar­inn­ar, Lud­wig Witt­g­en­stein, sem sagði:

„Við finnum að jafn­vel þótt öllum mögu­legum vís­inda­legum spurn­ingum hafi verið svar­að, þá höfum við ekki enn tæpt á vanda lífs­ins á nokkurn hátt.“

Nei, til þess þarf annað og meira!

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar