Dagur í Reykjavík

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir er ekki ánægð með stöðuna í Reykjavík.

Auglýsing

Ég vakna, vek syfj­aða 7 ára son­inn sem hafði læðst upp í rúm undir morg­un. Smá knús og Villi þarf að drífa sig á fætur og klæða sig. Villi spyr hvort ég geti fylgt honum í skól­ann, en mamma þarf að sitja í morg­un­um­ferð­inni þannig hann þarf að labba sjálf­ur. Ég lofa honum þó að ég fari aftur í nám eftir sum­arið og þá getum við labbað sam­an. Villamúsin mín kvartar smá­vægi­lega, eðli­lega, við mæðgin erum B-týp­ur, okkur finnst gott að lúra til 7:40 frekar en að vakna rétt fyrir sjö.

Í vinn­unni fæ ég Face­book skila­boð. Vin­kona mín, líka ein­stæð­ingur eins og ég, er að missa íbúð­ina sína. Hún hefur ekki lengur efni á að borga leigu og að vera í námi á sama tíma. Hún og litla stelpan hennar verða komin á göt­una um mán­aða­mót. „Veistu um eitt­hvað? Jafn­vel bara her­berg­i?“

Ég bendi henni á að tala við FS í háskól­an­um, hún þurfi bara grát­biðja þau um að setja sig í for­gang í stúd­enta­í­búð. Ég reyni að hug­hreysta hana. Von­leysið fær­ist yfir. 2018 og góð­æri og ein­stæðar mæður sem dirfast að mennta sig lenda á göt­unni í Reykja­vík út af fokk­ing hús­næð­is­verði. Hvernig er þetta borg­ar­stjórn jafn­að­ar­stefnu­flokka?

Auglýsing

Ég blóta borg­ar­stjórn­inni, og gleymi reið­inni um stund yfir verk­efnum vinn­unn­ar. Heyrðu já, systir mín bað mig um að sækja stelpuna sína í leik­skól­ann í gær, hún er föst á fundi til fimm. Vegna mann­eklu á leik­skól­anum gat hún ekki skráð frænku mína lengur en fjög­ur, ekki að fimm-­skrán­ing myndi skipta máli, umferðin sjáðu til. Fæ að hlaupa 20 mín­útur í fjög­ur. Fjand­ans umferðin byrjuð snemma í dag. Næ rétt á slag­inu. Núna er komið að mínu barni. Ég mjakast til baka á krónískt 10-30 km hraða. Lít á bíl­anna í kringum mig, fólk er ýmist í sím­anum eða að troða sér í pirr­ingi. Nokkrir sall­ar­ó­legir senni­lega að hlusta á hlað­varps­þátt­inn Í ljósi sög­unn­ar. Bara einn lít­ill árekstur á Miklu­braut í dag.

Fokk! Villi klárar í KR 16:20, tekur 10 mín. að klæða sig og getur kannski beðið í svona 10 mín. Ég hlýt að ná þessu á 40 mín­út­um. Úr fyrsta gír í annan og aftur í fyrsta gír. Rautt ljós. Ég lít í kringum mig. Ætli fólk viti að bíll í umferð­ar­teppu losi um 300% meiri koltví­sýr­ing en hann gerir með því að keyra jafnt og þétt? Ég blóta borg­ar­stjórn­inni fyrir að láta mig sitja í þess­ari umferð­ar­teppu. Velti fyrir mér hvað þetta Sam­fylk­inga-P­írata-VG-­Bjartrar fram­tíðar pakk sem seg­ist vera að hugsa um mengun var eig­in­lega að pæla þegar þau höfn­uðu 20 vega- og umferð­ar­bótum árið 2012 af því að „ekki er gert ráð fyrir umferð­ar­fjölgun á næstu árum“.

Ávíta mig fyrir að kalla fólk í öðrum flokkum pakk. Það er asna­legt og ómál­efna­legt. Ég vil aldrei leggj­ast á sama plan Bragi Páll á Stund­inni sem finnst í lagi að kalla mig barn­a­níð­ing fyrir það að vera í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Ég hugsa til Villa og þeirrar orð­ræðu sem hann þarf að venj­ast þegar hann vex úr grasi. Ógeðs­legt. Þarf að útskýra fyrir honum að sumir tala svona til að æsa upp til­finn­ingar og kúga þannig út smelli á frétta­síð­um. Samfó og félagar vildu bara að fólk tæki strætó, gengi eða hjólaði. Veistu hver hjólar ekki né tekur strætó!? For­eldrar í dag­vinnu sem þurfa að drífa sig heim til að elda, taka til og svo von­andi ná að eyða svona klukku­stund með börn­unum sínum milli 7-8! Ég ávíta mig aft­ur. Þau meintu vel.

Ég veit að mark­miðið var að draga úr notkun einka­bíls­ins með því að byggja bara mið­svæð­is, eða þétta byggð. Göf­ugt mark­mið. Bara alltof sein­legt og dýrt í fram­kvæmd og fyrir vikið allt of fáar íbúðir byggð­ar, 350 af þeim 9000 sem vant­aði á kjör­tíma­bil­inu. Of mik­ill skort­ur, of dýrar íbúðir og of há leiga. Mos­fellsbæ tókst að byggja meira, vand­ræða­legt. Eitt stæði laust á bíla­stæði KR. Hleyp af stað eftir Villa. Litla frænka flýgur með í hend­inni. Villi er liggj­andi á gólf­inu. Honum finnst fyndið að liggja full­klæddur út á miðju gólfi. Ég skamm­ast smá en glotti líka. Krakkar kunna að leita að nýjum sjón­ar­horn­um.

Rekst á kunn­ingja minn úr Vest­ur­bænum á leið­inni út. Hann er líka með strák í KR og líka ein­stæð­ing­ur. Spyr hann hvað hann sé að bralla þessa dag­anna. Hann kláraði BS en hefur ekki getað tekið master­inn. „Nú?“, „æjj það er bara allt of dýrt, ég hef ekki efni á að leigja, vera í námi og borga skól­ann, fót­bolt­ann og allt hitt bara“. Ég skil hann, hugsa til vin­konu minnar sem lendir á göt­unni um mán­aða­mót­in. Ég reyni að hug­hreysta hann með fjar­námi á Bif­röst. Blóta borg­ar­stjórn­inni sem hafði 8 ár til að gera eitt­hvað. Kveð.

Systir mín hringir og er á leið­inni. Ég spái í mann­eklunni í skól­unum og hvernig Kristín Soff­ía, borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, útskýrði í Harma­geddon að skulda­hækkun borg­ar­sjóðs um 1 millj­arð á mán­uði síð­ustu 4 ár hefði verið vegna lán­töku borg­ar­stjórn­ar­inn­ar. Lánin voru víst til þess að laga skóla og sinna mann­eklunni. Reykja­vík er með hæstu skatt­tekjur allra sveit­ar­fé­laga. Samt 2007 fíl­ingur hjá Samfó og félögum í borg­ar­stjórn. Núna voru þau að kynna nýja aðgerð­ar­á­ætlun í skóla­mál­un­um. Meiri lán? Ávíta mig í þriðja sinn. Þarf að hætta að velta mér upp úr þessu.

Kemst loks­ins heim um fimm. Elda, geng frá, geri heima­vinn­una með Villa, hann vann fyrir iPa­d­inum í kort­er. Fæ frið til að setja í vél­ina og brjóta saman þvott. Villi þarf að fara hátta því klukkan er að verða átta. Koss og knús, Gul­rót­ar­bangs­inn og Dep­ill Möri - skjald­böku­bangsinn, eru komnir í fangið á Villa­mús Rús­ínu­húsi. Slekk ljósin og halla hurð­inni. Sest niður og hugsa um hversu nið­ur­drep­andi það er að hafa bara þrjá tíma á dag með syni mín­um. Hefði haft 5 ef ekki væri fyrir morg­un­um­ferð og 4-6 umferð. Hugsa um það að í 8 ár hefur Dagur verið borg­ar­stjóri í Reykja­vík, og vin­kona mín er að lenda á göt­unni, kunn­ingi minn kemst ekki í nám, systir mín fær ekki pláss til 5 og ég hef bara 3 klukku­stundir til að eyða með syni mínum út af fokk­ing umferð. Sorg­legt.

Höf­undur er í 11. sæti á fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar 2018.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar