Vakinn er gæðakerfi ferðaþjónustunnar á Íslandi

Karl Jónsson skrifar um málefni ferðaþjónustunnar. Og segir að gæði séu æði.

Auglýsing

Vak­inn er gæða­kerfi ferða­þjón­ust­unnar á Íslandi. Um það var sam­ein­ast fyrir fáum árum, fyr­ir­myndir sóttar erlendis og skoðað hvað önnur fram­sækin ferða­þjón­ustu­lönd voru að gera í sínum gæða­mál­um.

Gæði og við­hald þeirra eru eitt það allra mik­il­væg­asta sem við fáumst við dag­lega í ferða­þjón­ust­unni. Út frá gæðum okkar eigum við að verð­leggja þjón­ust­una og stað­setja okkur í sam­keppn­inni. Þess vegna er Vak­inn frá­bært tæki til að varpa ljósi á gæðin í atvinnu­grein­inni og auka þau í fram­hald­inu. Árlegar úttektir tryggja svo að þátt­tak­endur við­haldi þeim gæðum sem þeir hafa geng­ist inn á.

Vak­inn tekur á mjög mörgum þáttum starf­semi ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja. Í inn­leið­ing­ar­ferl­inu er farið djúpt í starf­semi fyr­ir­tækj­anna og öllum steinum velt við. Það skiptir gríð­ar­legum máli að þátt­tak­endur séu heið­ar­legir í sinni inn­leið­ing­ar­vinnu og taki raun­veru­lega á þeim gæða­málum sem þörf er á.

Auglýsing

Hey Iceland – áður Ferða­þjón­usta bænda, ákvað að ganga til liðs við Vak­ann eftir að hafa haldið úti eigin gæða­kerfi um ára­bil. Það að rót­gróið og stórt ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki eins og Hey Iceland stígi þetta skref, segir ýmis­legt um vænt­ingar þeirra til Vakans.

Ég hef sjálfur komið tvenns­konar gist­ingu og ferða­skrif­stofu í gegn um Vakann, auk þess að vera með Brons­við­ur­kenn­ingu í umhverf­is­mál­um, nokkuð sem metn­aður stendur til að hækka í náinni fram­tíð upp í silfur og síðar gull.

Ég tel ávinn­ing af okkar inn­leið­ingu ekki bara snúa að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins út á við gagn­vart gest­um, heldur inn á við. Það kom í ljós að við rýn­ingu á starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins að Vak­inn hjálp­aði til við að koma ýmsum ferlum og verk­þáttum í lag. Helstu kost­irnir við inn­leið­ing­una eru þessir að mínu mati:

  • Þú kynn­ist rekstri fyr­ir­tæk­is­ins með utan­að­kom­andi aug­um.

  • Þú sérð ýmsa van­kanta í verk­ferlum og verk­þáttum sem auð­velt er að slípa til og gera mark­viss­ari.

  • Gestir okkar eru upp­lýstir um stöðu okkar innan gæða­kerf­is­ins, bæði á vef­síðu okk­ar, í upp­lýs­ingum á her­bergjum og á öllu kynn­ing­ar­efni. Það heldur okkur á tán­um.

  • Vak­inn auð­veldar fræðslu­ferli nýrra starfs­manna. Þau verk­efni sem skipta mestu máli er að finna í gæða­hand­bók sem allir fá og allir hafa aðgang að. Það fer því minni tími og minni kostn­aður í að skóla til nýja starfs­menn, nokkuð sem fyr­ir­tæki með mikla starfs­manna­veltu ættu að skoða alvar­lega.

  • Það verða færri eldar að slökkva. Við þekkum það á fámennum vinnu­stöðum að þar sem lítið skipu­lag er, þarf stöðugt að vera að slökkva elda. Vak­inn kemur þarna sterkur inn með sína gát­lista og verk­ferla.   

Það er mín bjarg­fasta trú að innan fárra ára verði Vak­inn orð­inn það algengur að ferða­menn fari að kíkja eftir því að þau fyr­ir­tæki sem skipt er við hafi gæða­við­ur­kenn­ingu. En til þess þarf að skilja mik­il­vægi gæða­starfs, það þarf að eyða þeirri hugsun að þetta skili engu og sé allt of tíma­frekt og kostn­að­ar­samt, því þannig er það sann­ar­lega ekki sam­kvæmt minni reynslu.

Starfs­fólk Vakans upp­færir og betrumbætir ýmsa þætti á milli ára og er vak­andi yfir athuga­semdum frá okkur þátt­tak­end­um. Öðru­vísi gengur þetta nátt­úr­lega ekki. Ég vil ganga svo langt að koma Vak­anum þannig fyrir í okkar kerfi og stjórn­sýslu að fyr­ir­tæki fái ekki starfs­leyfi nema að vera þátt­tak­endur í Vak­an­um. Það lýsir í raun best minni reynslu af kerf­inu, mér finnst að allir eigi að taka þátt, allir eigi að efla gæði sinnar þjón­ustu og með því verðum við sterk­ari í sam­keppni við aðrar þjóð­ir. Það er eng­inn afsláttur gef­inn af úttektum Vakans, þar þarf að standa sína vakt sem er gott. Gott aðhald er nauð­syn­legt og það fá þátt­tak­endur í Vak­an­um.

Þar með getum við líka verð­lagt okkur í réttum takti við gæðin og upp­fyllt betur vænt­ingar gesta okkar sem hlýtur að vera okkar aðal mark­mið. Við skulum ekki hræð­ast sporin og alls ekki mikla fyrir okkur inn­leið­ing­una, við stöndum flest nær tak­mark­inu en við gerum okkur grein fyrir í byrj­un.

Gæði eru æði – allir með!!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar