Páskasólin skín á gleðivegi

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir að trúað fólk sé hamingjusamara en aðrir, að trú á Guð auki jákvæðni sem og þátttaka í starfi sem byggir á trúarlegum gildum.

Auglýsing

Þegar vorið nálgast vaknar náttúran til lífsins og minnir okkur á að lífið er sterkara en dauðinn.  Það gera páskarnir einnig því þá minnumst við kristið fólk upprisu Jesú. Þegar lífið sigraði dauðann, ósigurinn breyttist í sigur, bölið í blessun.

Við sem búum á norðlægum slóðum við dimman vetur hálft árið þráum birtu og yl vorsins.  Hátíð hátíðanna eins og páskar eru oft nefndir, sjálfan páskadaginn ber upp á fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir jafndægri á vori.  Þess vegna eru páskar ekki alltaf sama dag á hverju ári eins og jólin.

Páskaleyfið er mörgum kærkomið til að ferðast eða breyta út af vana hversdagsins.  Margt er í boði til afþreyingar svo það eru margir sem ekki geta farið í frí heldur sinna sínum skyldum til að þjóna samferðafólki sínu.  Auglýsingar heyrast um ævintýralega páska. Hvíld er nauðsynleg til uppbyggingar og tilbreytingin sem páskaleyfinu fylgir er dýrmæt.

Auglýsing

Boðskapur páskanna gefur kraft til að halda áfram á lífsins vegi því hann fjallar um lífið og allt það góða sem því fylgir.  Hann fjallar um vonina sem aldrei bregst og gleðina sem því fylgir að vera til. Dagarnir eftir páska og fram að hvítasunnu eru nefndir gleðidagar.  Við gleðjumst yfir því að fá að lifa í skyni páskasólarinnar, melta upprisuboðskap páskanna, sem færir gleði og birtu í líf okkar.

Kirkjur landsins eru opnar fyrir gestum og gangandi og messur eru í hverju prestakalli á páskum eins og flesta sunnudaga ársins.   

Ítrekaðar rannsóknir gefa sterkar vísbendingar um að  trúað fólk sé hamingjusamara en samanburðarhópar. Rannsóknirnar staðfesta að trú á Guð eykur jákvæðni sem og þátttaka í starfi sem byggir á trúarlegum gildum. Þeir sem velta fyrir sér og leita að tilgangi lífsins mælast hamingjusamari en aðrir og jafnvel heilsuhraustari.  Kristin gildi byggjast á boðskap Jesú, boðskap sem leggur áherslu á kærleika, gleði, frið, góðvild, trúmennsku, hógværð, auðmýkt og sjálfsaga. Boðskapur kristinnar trúar lætur okkur muna eftir skapara okkar, meðbræðrum okkar og systrum og bera virðingu fyrir sjálfum okkur.

Með þessi gildi að leiðarljósi óska ég þér gleðilegrar páskahátíðar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar