Páskasólin skín á gleðivegi

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir að trúað fólk sé hamingjusamara en aðrir, að trú á Guð auki jákvæðni sem og þátttaka í starfi sem byggir á trúarlegum gildum.

Auglýsing

Þegar vorið nálg­ast vaknar nátt­úran til lífs­ins og minnir okkur á að lífið er sterkara en dauð­inn.  Það gera pásk­arnir einnig því þá minn­umst við kristið fólk upp­risu Jesú. Þegar lífið sigr­aði dauð­ann, ósig­ur­inn breytt­ist í sig­ur, bölið í bless­un.

Við sem búum á norð­lægum slóðum við dimman vetur hálft árið þráum birtu og yl vors­ins.  Há­tíð hátíð­anna eins og páskar eru oft nefnd­ir, sjálfan páska­dag­inn ber upp á fyrsta sunnu­dag eftir fyrsta fulla tungl eftir jafn­dægri á vori.  Þess vegna eru páskar ekki alltaf sama dag á hverju ári eins og jól­in.

Páska­leyfið er mörgum kær­komið til að ferð­ast eða breyta út af vana hvers­dags­ins.  Margt er í boði til afþrey­ingar svo það eru margir sem ekki geta farið í frí heldur sinna sínum skyldum til að þjóna sam­ferða­fólki sínu.  Aug­lýs­ingar heyr­ast um ævin­týra­lega páska. Hvíld er nauð­syn­leg til upp­bygg­ingar og til­breyt­ingin sem páska­leyf­inu fylgir er dýr­mæt.

Auglýsing

Boð­skapur páskanna gefur kraft til að halda áfram á lífs­ins vegi því hann fjallar um lífið og allt það góða sem því fylg­ir.  Hann fjallar um von­ina sem aldrei bregst og gleð­ina sem því fylgir að vera til. Dag­arnir eftir páska og fram að hvíta­sunnu eru nefndir gleði­dag­ar.  Við gleðj­umst yfir því að fá að lifa í skyni páska­sól­ar­inn­ar, melta upp­risu­boð­skap páskanna, sem færir gleði og birtu í líf okk­ar.

Kirkjur lands­ins eru opnar fyrir gestum og gang­andi og messur eru í hverju presta­kalli á páskum eins og flesta sunnu­daga árs­ins.   

Ítrek­aðar rann­sóknir gefa sterkar vís­bend­ingar um að  trúað fólk sé ham­ingju­sam­ara en sam­an­burð­ar­hóp­ar. Rann­sókn­irnar stað­festa að trú á Guð eykur jákvæðni sem og þátt­taka í starfi sem byggir á trú­ar­legum gild­um. Þeir sem velta fyrir sér og leita að til­gangi lífs­ins mæl­ast ham­ingju­sam­ari en aðrir og jafn­vel heilsu­hraust­ari.  Kristin gildi byggj­ast á boð­skap Jesú, boð­skap sem leggur áherslu á kær­leika, gleði, frið, góð­vild, trú­mennsku, hóg­værð, auð­mýkt og sjálf­saga. Boð­skapur krist­innar trúar lætur okkur muna eftir skap­ara okk­ar, með­bræðrum okkar og systrum og bera virð­ingu fyrir sjálfum okk­ur.

Með þessi gildi að leið­ar­ljósi óska ég þér gleði­legrar páska­há­tíð­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar