Að slá svifryki í augu kjósenda

Viðar Freyr Guðmundsson frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavík segir helstu ástæðu svifryks í Reykjavík vera malbik og götur sem illa er við haldið.

Auglýsing

Helsta upp­spretta svifryks í Reykja­vík er mal­bik­ið. Það er engin til­viljun heldur að svifrykið mælist í mestu hæðum á sama tíma og götur eru allar í hol­um. Rann­sókn á vegum sænskra ferða­mála­yf­ir­valda komst að þeirri nið­ur­stöðu að því meira sem slit á vegum er, þeim mun meiri svifryks­mengun hlýst af því. Það er því nokkuð takt­laust af meiri­hlut­anum í borg­inni að ætla að leysa vand­ann með Borg­ar­línu sem mun ganga með nokk­urra mín­útna milli­bili. Risa­vöxnum stræt­is­vögnum sem spæna upp götur á við þús­undir bif­reiða.

Heimild: UPPRUNI SVIFRYKS Í REYKJAVÍK Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar 2015 28.06.2017

5% allrar eyð­ingar á götum verður að svifryki

Sænskir skoð­un­ar­menn hafa líka kom­ist að því að götum sem er illa við­haldið menga enn meira. Því þar getur rykið safn­ast fyrir í meira magni og slit á hjól­börðum verður mun meira. Finnsk rann­sókn á mengun í umferð leiddi í ljós skýra teng­ingu milli þess hve götur voru slitnar og hversu mikil mengun var í kringum þær.

Mismunandi gróf möl í malbiki. Slit er minna með grófari möl. En hávaði frá umferð verður meiri.

Vit­laust efni not­að?

Það er ekki hægt að skella allri skuld­inni á borg­ar­stjórn, þótt ábyrgð þeirra sé mikil varð­andi að þrífa hvorki götur né halda þeim við.  Því það skiptir miklu máli úr hverju götur eru gerð­ar. Til að nefna dæmi er vitað að gróf­ari möl í gatna­gerð minnkar svifryk og slit til muna. Verk­takar sem leggja göt­urnar hafa um nokk­urt skeið bennt á að yfir­völd hafi verið að pissa í skó­inn sinn þegar kemur að lagn­ingu vega og tekið skamm­tíma­sparnað út í skiptum fyrir lang­tíma tap. Yfir­völdum ber að hlusta á varn­að­ar­orð þeirra sem best þekkja í þessum efn­um.

Auglýsing
Hér sést búnaður notaður til að mæla áhrif öxulþunga á slit í malbiki.

Þyngri öku­tæki skemma mal­bik veld­is­vax­andi meira

Toyota Yaris bif­reið er um 1122Kg að þyngd með einum far­þega, eins og einka­bílar eru gjarnan á álags­tím­um. Þriggja öxla lið­vagn­ar, líkt og kynnt hefur verið að Borg­ar­línan muni verða, eru í kringum 29.700Kg með full­fermi af far­þegum (hvort sem það er raf­magns eða hybrid). Mun­ur­inn á þyngd er nærri 26,5x. Skýrsla á vegum End­ur­skoð­un­aremb­ættis alrík­is­ins í Banda­ríkj­unum (e. General Account­ing Office) segir að það megi taka hlut­falls­legan mun á þyngd í fjórða veldi til að finna út sam­svar­andi fjölda ferða á létt­ara öku­tæk­inu varð­andi eyð­ingu á vegi. Þessi reikniregla var fundin út með próf­unum og hefur verið notuð að fjöl­mörgum rann­sókn­ar­að­ilum síð­an, tam. er þessi reikniregla notuð af Nor­ræna Vega­sam­band­inu (Nor­diska Väg­tekniska För­bundet) sem Ísland er aðili að. Þetta lög­mál um áhrif þyngdar á slit vega er kallað “fjórða-veldis reglan”.

Þetta súlu­rit hér að neðan sýnir þá áhrifin á slit mal­biks talin í fjölda ferða á Yaris bif­reið. Sem sagt: ein ferð á Range Rover slítur mal­biki á við 13 ferðir á Yar­is. Full­mann­aður stræt­is­vagn slítur mal­biki á við 66.240 ferðir á Yaris og full­mann­aður Borg­ar­línu­vagn slítur mal­biki á við 490.969 Yaris ferðir um sama mal­bik.

Útreikningar með fjórða-veldis reglunni með  Toyota yaris bifreið sem viðmiðið.

Enda kom­ast yfir­völd í Amer­íku að þeirri nið­ur­stöðu í sinni skýrslu að: „Þung og ofhlaðin öku­tæki eru meg­in­or­sök slits á þjóð­veg­um.“ Þeir segja einnig að aðeins lítið hlut­fall slíkra bif­reiða minnki líf­tíma vega umtals­vert.

Þetta hljómar eins og hreint ótrú­legur mun­ur. En það er auð­velt að skilja hvers vegna þetta er. Ef við myndum t.a.m. pota lauf­létt á ennið okkar tæki tölu­verðan fjölda end­ur­tekn­inga til að áhrifin yrðu þau sömu eins og að fá múr­stein í höf­uð­ið. Einn Yaris er hrein­lega ekki nógu þungur til að hafa nein telj­andi áhrif á mal­bik­ið. Ef það væru aðeins Yaris bif­reiðar að keyra um borg­ina, myndi að lík­indum líða mjög langur tími þar til göt­urnar okkar slitn­uðu af ein­hverju ráði.

Áfram veg­inn!

Ljóst er að Borg­ar­línu­draumar eru ekki aðeins útópísk lausn á umferð­ar­vanda, heldur hreint engin lausn á umhverf­is­vanda, líkt og hún hefur verið kynnt. Mið­flokk­ur­inn hefur talað fyrir því að bæta vega­kerfið með því að laga veg­ina og koma þeim í það besta ástand sem hægt er. Það er fjár­fest­ing sem sparar gríð­ar­lega fjár­muni í við­haldi öku­tækja, ferða­tíma, elds­neytis­kostn­aði og ekki síst í færri slys­um. Umhverf­is­á­hrifin eru ótví­ræð af því að hafa göt­urnar í lagi og leggja nýja vegi þannig að sómi sé af. Þarna gæti Sunda­braut líka komið sterk­lega inn til að mæta þörf fyrir slitsterk­ann veg fyrir þunga­flutn­inga til og frá borg­inni. Sunda­braut­in, ef vel væri í hana lagt, gæti orðið til að minnka mengun í borg­inni meira en nokkuð af glæru­lof­orðum borg­ar­stjór­ans.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Mið­flokks­ins í Reykja­vík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar