Það þarf að manna sóknina

Þingflokksformaður Viðreisnar vill þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta.

Auglýsing

Kjara­bar­átta ljós­mæðra er dap­ur­leg birt­ing­ar­mynd þeirrar stefnu sem hér hefur verið rekin um ára­bil; að menntun og störf kvenna skuli vega minna en menntun og störf karla. Það er að minnsta kosti ill­mögu­legt að lesa annað úr þeirri stað­reynd að þær stéttir sem bera minnst úr býtum í kjara­samn­ingum við hið opin­bera eru stéttir þar sem konur eru í yfir­gnæf­andi meiri­hluta.  

Góðu frétt­irnar eru hins vegar að þetta þarf ekki að vera svona. Það er ekki nátt­úru­lög­mál að menntun og störf kvenna sé ekki metin til jafns við menntun og störf karla, það er afleið­ing af póli­tískri stefnu­mót­un, aðgerðum og aðgerða­leysi.  Og þessu má breyta.

Þor­steinn Víglunds­son, fyrr­ver­andi ráð­herra jafn­rétt­is­mála, er fyrsti flutn­ings­maður þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um þjóð­ar­sátt um bætt kjör kvenna­stétta. Að til­lög­unni stóðu auk þing­flokks Við­reisn­ar, þing­flokkur Sam­fylk­ingar og Helgi Hrafn Gunn­ars­son þing­maður Pírata. Til­lagan kveður á um að Alþingi álykti að fela fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að leiða við­ræður við aðila vinnu­mark­að­ar­ins og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga um sér­stakt átak, þjóð­ar­sátt, um bætt launa­kjör kvenna­stétta til við­bótar við almennar hækk­anir kjara­samn­inga.

Auglýsing

Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan felur í sér að fram fari ítar­leg grein­ing á launa­kjörum fjöl­mennra kvenna­stétta, svo sem kenn­ara og heil­brigð­is­starfs­fólks, í sam­an­burði við aðrar stéttir með sam­bæri­lega menntun og ábyrgð sem starfa hjá hinu opin­bera. Slík grein­ing þarf ekki að taka langan tíma. Ef marka má þær upp­lýs­ingar sem þegar liggja fyr­ir, mun hún stað­festa að launa­kjör þess­ara stétta stand­ist illa sam­an­burð við sam­bæri­legar karla­stéttir hvað varðar ábyrgð og mennt­un.

Þetta mun kosta

Þessar kvenna­stéttir eiga það sam­eig­in­legt að störfin eru fyrst og fremst hjá ríki og sveit­ar­fé­lögum og það er því á ábyrgð hins opin­bera að tryggja að launa­kjörin séu í sam­ræmi við það sem gengur og ger­ist á vinnu­mark­aði, hjá öðrum starfs­stéttum með sam­bæri­lega menntun og ábyrgð.  Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að ein ástæða þess að hið opin­bera hefur hér lengi dregið fæt­urna í að lag­færa launa­kjör þess­ara stétta, er sú að þetta eru almennt fjöl­mennar starfs­stétt­ir. Það mun hafa kostnað í för með sér að leið­rétta kjör­in. Þann kostnað þarf að bera saman við það sem það mun kosta sam­fé­lagið að tefja málið enn frek­ar. Hvað það mun kosta okkur að halda áfram á sömu óheilla­braut með til­heyr­andi brott­hvarfi mennt­aðs fólks úr heil­brigð­is- og mennta­kerfum okk­ar.  

Á hinum almenna vinnu­mark­aði er inn­byggð sjálf­virk leið­rétt­ing við svona aðstæður þar sem fram­boð og eft­ir­spurn ræðst m.a. af starfs­kjör­um. Þannig virka hlut­irnir ekki á hinum opin­bera mark­aði og því þarf annað að koma til. Það er lyk­il­at­riði að ná hér sam­stöðu allra helstu sam­taka innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um átak af þessu tagi og sam­þykki fyrir því að sér­stakar hækk­anir á grund­velli þess yrðu ekki grunnur að launa­kröfum ann­arra starfs­stétta. Þetta er ekki ein­falt við­fangs­efni, enda væri vand­inn lík­lega löngu leystur ef svo væri. En ein­falda leið­in, að halda áfram að gera ekk­ert, skilar okkur verstu nið­ur­stöð­unni fyrir íslenska þjóð.  

Nú er lag

Nýút­komin fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar til  næstu ára upp­fyllir sann­ar­lega ekki for­dæma­litlar yfir­lýs­ingar stjórn­ar­flokk­anna um stór­sókn á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. Hér er hins vegar tæki­færi til að standa við stóru orðin varð­andi jafn­rétt­is­mál og reyndar yrði svona þjóð­ar­sátt líka merkur vitn­is­burður um sókn á sviði vel­ferð­ar­mála og mennta­mála.  Það þarf nefni­lega að manna sókn­ina.

Við sem að mál­inu stöndum viljum eðli­lega fá stjórn­ar­flokk­ana með okk­ur. Þjóð­ar­sáttin þarf að byrja með sam­stöðu á sviði stjórn­mál­anna. Og það ætti ekki að þurfa sér­staka brýn­ingu til. Þegar flett er í gegnum stjórn­ar­sátt­mála síð­ustu rík­is­stjórna er ljóst að þeir stjórn­mála­flokkar sem þar hafa komið að málum hafa haft hug á að því að leið­rétta þennan ójöfn­uð.

Af því að ljós­mæður og bar­átta þeirra fyrir leið­rétt­ingu á kjörum sínum er í brennid­epli núna, er við­eig­andi að hverfa 10 ár aftur í tím­ann. Þá stóðu ljós­mæður í alveg sömu bar­áttu um að fá menntun sína og störf metin að verð­leikum í sam­ræmi við aðrar stéttir með svip­aða mennt­un. Í stjórn­ar­sátt­mála þáver­andi rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks og Sam­fylk­ingar stóð að end­ur­meta bæri sér­stak­lega kjör kvenna hjá hinu opin­bera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri­hluta.

Aðrir stjórn­ar­sátt­málar hafa kveðið á um svip­aða hluti, lýst yfir vilja til að útrýma kyn­bundnum launa­mun, lagt áherslu á jöfn kjör kynja á vinnu­mark­aði og svona mætti áfram telja. Rík­is­stjórn VG, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar lætur sér reyndar nægja í þessu sam­hengi að vísa í verk fyrri rík­is­stjórnar sem lög­festi jafn­launa­staðal undir for­ystu Við­reisn­ar, en það er erfitt að trúa því að óreyndu að meðal stjórn­ar­flokk­anna sé ekki stuðn­ingur við þjóð­ar­sátt um bætt kjör kvenna­stétta. Í slíkri þjóð­ar­sátt felst nefni­lega hin sanna stór­sókn í átt til auk­innar far­sæld­ar.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar