Dagur lofar harkalegum niðurskurði fjárfestinga í næstu kreppu

Pawel Bartoszek frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík segir borgarstjóra lofa því að framtíðarstjórnmálamenn greiði niður skuldir. Sjálfur auki hann á skuldirnar í bullandi góðæri.

Auglýsing

Árið er 2021. Hægst hefur um í efna­hags­líf­inu. Dagur B. Egg­erts­son stígur til hliðar úr stól borg­ar­stjóra þegar hann nær kjöri inn á þing. Sam­fylk­ingin heldur próf­kjör, nýr odd­viti birt­ist og vinnur glæstan sig­ur.

Á fjöl­mennum blaða­manna­fundi heldur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hinn nýi, kynn­ingu á stefnu sinni fyrir Reykja­vík fyrir kom­andi ár og næsta kjör­tíma­bil.  Áhersl­urnar eru:

  • Mik­ill sam­dráttur í fjár­fest­ingum borg­ar­inn­ar.

  • Stór­aukið aðhald á rekstri borg­ar­sjóðs.

  • Metn­að­ar­full nið­ur­greiðsla skulda.

Blaða­menn­irnir spyrja: „Á ekki að hækka laun kenn­ara? Á ekki að byggja félags­legt hús­næði nú þegar hægst hefur á fast­eigna­mark­aði? Er rétt að skera niður í bæj­ar­vinn­unni nú þegar atvinnu­leysi er að aukast?“

Auglýsing
Oddvitinn er óbil­gjarn: „Skulda­nið­ur­greiðsla gengur fyr­ir! Kúr­s­inn er klár og hefur verið lengi; fjár­fest­ing­arnar eiga að vera þriðj­ungur þess sem þær voru 2018!“

Trúum við þessu? Trúum við því að ein­hver stjórn­mála­maður fari í þarnæstu kosn­ingar með lof­orð um harka­legt aðhald í rekstri og fjár­fest­ingum á vegum borg­ar­innar og lof­orð um nið­ur­greiðslu skulda? Sér­stak­lega þegar lík­legt er að eftir fjögur ár verðum við í tals­vert verri aðstöðu til að greiða niður skuldir en við erum nú? Varla trúum við því.

En samt er það nákvæm­lega það sem Sam­fylk­ingin er að segja okkur að hún ætli sér að gera:

Mynd: Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018-2022.

Myndin er úr fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar 2018-2022 og sýnir sam­stæð­una. Á kosn­inga­ár­inu 2022 verða fjár­fest­ingar sem sagt í lág­marki og aðhald mik­ið. Einmitt. Við eigum líka að trúa því að þrátt fyrir að nú sé Reykja­vík að auka skuldir sínar í bull­andi góð­æri þá munu stjórn­mála­menn á kosn­inga­ár­inu 2022 kepp­ast við að slá met og upp­greiðslu skulda:

Mynd: Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018-2022.

Þessi mynd er úr sömu fjár­hags­á­ætl­un. Allt þetta er sama marki brennt og dansar á mörkum ofur­bjart­sýni og ótrú­verð­ug­leika. Hér er treyst á að stjórn­mála­menn í fram­tíð­inni, sem verða að öllum lík­indum í mun verri aðstöðu til að greiða niður skuld­ir, muni af ein­hverjum ástæðum kepp­ast við að gera það.

Kosn­inga­lof­orð Dags liggja þá fyr­ir. Í stað þess að skapa svig­rúm til fjár­fest­inga í fram­tíð­inni ætlar borg­ar­stjór­inn að fjár­festa eins og aldrei fyrr á toppi hag­sveifl­unnar og skera svo harka­lega niður eftir því sem um hægist og þörf fyrir slíkar fjár­fest­ingar eykst.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Við­reisnar í Reykja­vík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar