Dagur lofar harkalegum niðurskurði fjárfestinga í næstu kreppu

Pawel Bartoszek frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík segir borgarstjóra lofa því að framtíðarstjórnmálamenn greiði niður skuldir. Sjálfur auki hann á skuldirnar í bullandi góðæri.

Auglýsing

Árið er 2021. Hægst hefur um í efna­hags­líf­inu. Dagur B. Egg­erts­son stígur til hliðar úr stól borg­ar­stjóra þegar hann nær kjöri inn á þing. Sam­fylk­ingin heldur próf­kjör, nýr odd­viti birt­ist og vinnur glæstan sig­ur.

Á fjöl­mennum blaða­manna­fundi heldur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hinn nýi, kynn­ingu á stefnu sinni fyrir Reykja­vík fyrir kom­andi ár og næsta kjör­tíma­bil.  Áhersl­urnar eru:

  • Mik­ill sam­dráttur í fjár­fest­ingum borg­ar­inn­ar.

  • Stór­aukið aðhald á rekstri borg­ar­sjóðs.

  • Metn­að­ar­full nið­ur­greiðsla skulda.

Blaða­menn­irnir spyrja: „Á ekki að hækka laun kenn­ara? Á ekki að byggja félags­legt hús­næði nú þegar hægst hefur á fast­eigna­mark­aði? Er rétt að skera niður í bæj­ar­vinn­unni nú þegar atvinnu­leysi er að aukast?“

Auglýsing
Oddvitinn er óbil­gjarn: „Skulda­nið­ur­greiðsla gengur fyr­ir! Kúr­s­inn er klár og hefur verið lengi; fjár­fest­ing­arnar eiga að vera þriðj­ungur þess sem þær voru 2018!“

Trúum við þessu? Trúum við því að ein­hver stjórn­mála­maður fari í þarnæstu kosn­ingar með lof­orð um harka­legt aðhald í rekstri og fjár­fest­ingum á vegum borg­ar­innar og lof­orð um nið­ur­greiðslu skulda? Sér­stak­lega þegar lík­legt er að eftir fjögur ár verðum við í tals­vert verri aðstöðu til að greiða niður skuldir en við erum nú? Varla trúum við því.

En samt er það nákvæm­lega það sem Sam­fylk­ingin er að segja okkur að hún ætli sér að gera:

Mynd: Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018-2022.

Myndin er úr fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar 2018-2022 og sýnir sam­stæð­una. Á kosn­inga­ár­inu 2022 verða fjár­fest­ingar sem sagt í lág­marki og aðhald mik­ið. Einmitt. Við eigum líka að trúa því að þrátt fyrir að nú sé Reykja­vík að auka skuldir sínar í bull­andi góð­æri þá munu stjórn­mála­menn á kosn­inga­ár­inu 2022 kepp­ast við að slá met og upp­greiðslu skulda:

Mynd: Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018-2022.

Þessi mynd er úr sömu fjár­hags­á­ætl­un. Allt þetta er sama marki brennt og dansar á mörkum ofur­bjart­sýni og ótrú­verð­ug­leika. Hér er treyst á að stjórn­mála­menn í fram­tíð­inni, sem verða að öllum lík­indum í mun verri aðstöðu til að greiða niður skuld­ir, muni af ein­hverjum ástæðum kepp­ast við að gera það.

Kosn­inga­lof­orð Dags liggja þá fyr­ir. Í stað þess að skapa svig­rúm til fjár­fest­inga í fram­tíð­inni ætlar borg­ar­stjór­inn að fjár­festa eins og aldrei fyrr á toppi hag­sveifl­unnar og skera svo harka­lega niður eftir því sem um hægist og þörf fyrir slíkar fjár­fest­ingar eykst.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Við­reisnar í Reykja­vík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar