Dagur lofar harkalegum niðurskurði fjárfestinga í næstu kreppu

Pawel Bartoszek frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík segir borgarstjóra lofa því að framtíðarstjórnmálamenn greiði niður skuldir. Sjálfur auki hann á skuldirnar í bullandi góðæri.

Auglýsing

Árið er 2021. Hægst hefur um í efna­hags­líf­inu. Dagur B. Egg­erts­son stígur til hliðar úr stól borg­ar­stjóra þegar hann nær kjöri inn á þing. Sam­fylk­ingin heldur próf­kjör, nýr odd­viti birt­ist og vinnur glæstan sig­ur.

Á fjöl­mennum blaða­manna­fundi heldur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hinn nýi, kynn­ingu á stefnu sinni fyrir Reykja­vík fyrir kom­andi ár og næsta kjör­tíma­bil.  Áhersl­urnar eru:

  • Mik­ill sam­dráttur í fjár­fest­ingum borg­ar­inn­ar.

  • Stór­aukið aðhald á rekstri borg­ar­sjóðs.

  • Metn­að­ar­full nið­ur­greiðsla skulda.

Blaða­menn­irnir spyrja: „Á ekki að hækka laun kenn­ara? Á ekki að byggja félags­legt hús­næði nú þegar hægst hefur á fast­eigna­mark­aði? Er rétt að skera niður í bæj­ar­vinn­unni nú þegar atvinnu­leysi er að aukast?“

Auglýsing
Oddvitinn er óbil­gjarn: „Skulda­nið­ur­greiðsla gengur fyr­ir! Kúr­s­inn er klár og hefur verið lengi; fjár­fest­ing­arnar eiga að vera þriðj­ungur þess sem þær voru 2018!“

Trúum við þessu? Trúum við því að ein­hver stjórn­mála­maður fari í þarnæstu kosn­ingar með lof­orð um harka­legt aðhald í rekstri og fjár­fest­ingum á vegum borg­ar­innar og lof­orð um nið­ur­greiðslu skulda? Sér­stak­lega þegar lík­legt er að eftir fjögur ár verðum við í tals­vert verri aðstöðu til að greiða niður skuldir en við erum nú? Varla trúum við því.

En samt er það nákvæm­lega það sem Sam­fylk­ingin er að segja okkur að hún ætli sér að gera:

Mynd: Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018-2022.

Myndin er úr fjár­hags­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar 2018-2022 og sýnir sam­stæð­una. Á kosn­inga­ár­inu 2022 verða fjár­fest­ingar sem sagt í lág­marki og aðhald mik­ið. Einmitt. Við eigum líka að trúa því að þrátt fyrir að nú sé Reykja­vík að auka skuldir sínar í bull­andi góð­æri þá munu stjórn­mála­menn á kosn­inga­ár­inu 2022 kepp­ast við að slá met og upp­greiðslu skulda:

Mynd: Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2018-2022.

Þessi mynd er úr sömu fjár­hags­á­ætl­un. Allt þetta er sama marki brennt og dansar á mörkum ofur­bjart­sýni og ótrú­verð­ug­leika. Hér er treyst á að stjórn­mála­menn í fram­tíð­inni, sem verða að öllum lík­indum í mun verri aðstöðu til að greiða niður skuld­ir, muni af ein­hverjum ástæðum kepp­ast við að gera það.

Kosn­inga­lof­orð Dags liggja þá fyr­ir. Í stað þess að skapa svig­rúm til fjár­fest­inga í fram­tíð­inni ætlar borg­ar­stjór­inn að fjár­festa eins og aldrei fyrr á toppi hag­sveifl­unnar og skera svo harka­lega niður eftir því sem um hægist og þörf fyrir slíkar fjár­fest­ingar eykst.

Höf­undur er fram­bjóð­andi Við­reisnar í Reykja­vík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar