Einkabíllinn er ekkert einkamál

Framkvæmdastjóri Orkuseturs segir að Íslendingar verði hreinlega að hætta að kaupa nýja bíla sem eingöngu ganga á jarðefnaeldsneyti.

Auglýsing

Ég gæti haft fræði­legan inn­gang að þess­ari grein en í þessu til­felli þarf að koma sér beint að efn­inu. Ísland hefur skrifað undir alþjóð­lega skuld­bind­ingar og þarf að draga veru­lega úr útblæstri fyrir 2030. Okkar verk­efni er því að draga úr losun á  um milljón tonnum af CO2   ár­lega. Hér er EKKI verið að tala um útblástur frá stór­iðju enda er þegar búið að afgreiða hann með kröfu um yfir 40% los­un­ar­sam­drátt í sam­vinnu við Evr­ópu­sam­band­ið. Alþjóða­flug er líka utan beinna skuld­bind­inga Íslands og þó að þar sé sann­ar­lega aðgerða þörf, þá mun flugið ekki skrif­ast á skuld­bind­ingar Íslands.

Loft­lags­mál eru ein­fald­lega orku­mál. Heim­ur­inn þarf að hætta að brenna jarð­efna­elds­neyti til að ná tökum á vand­an­um. Staðan er í raun óvíða eins ein­föld og á Íslandi því að jarð­efna­elds­neyti er nær horfið úr íslensku orku­kerfi nema í far­ar­tækj­um. Með öðrum orðum þá er ein­fald­lega ekki hægt að ná skuld­bind­ingum Íslands nema með orku­skiptum í sam­göng­um.  Það er reyndar líka útblástur vegna urð­unar og land­bún­aðar en töl­fræði­legir mögu­leikar þar eru ekki meira en svo, að þó að við legðum niður land­búnað og hættum urð­un, þá myndum við samt sem áður vera óra­langt frá tak­mark­inu. Ekki er heldur hægt að benda á fiski­skipin því þar hefur elds­neyt­is­notkun snar­minnkað síð­ustu tvo ára­tugi og engir raf­tog­arar til sölu ennþá. Öðru máli gildir um bif­reiðar en þar eru ýmsar nýorku­lausnir til sölu.  Til að ein­falda málið er þægi­legt að tala um nýorku­bíla en það geta verið raf­-­met­an- eða vetn­is­bíl­ar.

Á Íslandi kveikjum við í um 600 milljón lítrum af olíu á ári, sem sagt 70 þús­und lítrum á klukku­stund eða 20 lítrum á sek­úndu! Við verðum ein­fald­lega að helm­inga þá brennslu bil fyrir árið 2030.  Þetta þýðir að allt í einu er olíu­brennsla orðið sam­eig­in­leg tak­mörkuð „auð­lind“ alveg eins og fisk­ur­inn í sjón­um. Allir vita að ef ekki á að fara illa í vist­kerfi hafs­ins þá má bara veiða tak­markað magn af fiski. Sama gildir um olíu þ.e. ef ekki á að fara illa í skuld­bind­ingum Íslands megum við bara brenna ákveðnu magni af olíu. Það getur vel verið að sumir neyt­endur vilji per­sónu­lega hundsa loft­lags­samn­ing þjóð­ríkja heims en það er bara ekki  þeirra einka­mál leng­ur. Ef flestir kaupa nýjan bíl sem ein­göngu keyrir á jarð­efna­elds­neyti frá og með deg­inum í dag og næstu tólf árin þá sprengjum við ein­fald­lega kvót­ann. Það þýðir tvennt; A) fok­dýr útgjöld í erlendum kolefn­isk­vóta­kaupum og B) ömur­legir álits­hnekkir í alþjóða­sam­fé­lag­inu. Ef við klúðrum þessu lendir reikn­ing­ur­inn á öllum lands­mönnum líka nýorku­bíla­eig­end­um, göngu­fólki, hjól­reiða­mönnum og not­endum almenn­ings­sam­gangna. Er það sann­gjarnt?  Værir þú t.d. til­bú­inn að greiða auka­reikn­ing frá fjar­skipta­fyr­ir­tæki vegna þess að nágrann­inn þinn sprengdi gagna­magnskvót­ann?

Auglýsing

Það eru enn tólf ár í 2030 sem þýðir að flestir eldri bílar sem þegar eru komnir í sam­göngu­kerfið verða horfnir fyrir þann tíma. Vanda­málið snýst því um rangar ákvarð­anir sem teknar verða í bíla­kaupum héðan í frá. Að mínu mati þarf eng­inn að taka ranga ákvörð­un. Nóg verður til af raf­bíl­um, met­an­bílum og tengilt­vinn­bílum á næstu árum af öllum gerð­um. Ef ein­hverjir neyt­endur geta alls ekki sætt sig við úrvalið af nýorku­bílum sem þegar er í boði, þá er ein­fald­lega hægt að kaupa not­aðan bíl eða bíða eftir rétta bílnum sem pott­þétt verður í boði innan 5 ára. Bílar end­ast að jafn­aði í 10-15 ár en það þýðir að hver ein­asti nýi bíll sem kemur inn í íslenska sam­göngu­kerfið í dag og keyrir 100% á olíu, er tapað tæki­færi til að minnka útblástur fyrir Par­ísar­upp­gjör­ið. Best er auð­vitað að keyra sem minnst og fækka bílum en ef bif­reiða­kaup eru nauð­syn­leg þá eru tækni­lausn­irnar sem sagt til. Eðli­legar íviln­anir tryggja svo við­ráð­an­legt verð, þannig að ábyrgðin er öll okkar neyt­enda.

Við getum ekki kallað okkur tækni­vædda og vel mennt­aða þjóð ef við klúðrum því svo að kenna fólki að inn­leiða tækni­lausnir sem leysa vand­ann. Við verðum hrein­lega að hætta að kaupa nýja bíla sem ein­göngu ganga á jarð­efna­elds­neyti.  Nýir bílar sem koma inn í íslenska sam­göngu­kerfið verða með öðrum orðum að vera mót­tæki­legir fyrir raf­magni eða lofti hvort sem það er metan eða vetni. Fjöl­margir hafa talað um að þetta sé alls ekki tíma­bært og alls­konar vesen standi í veg­in­um. Þeir hinir sömu verða þá að svara þeirri ein­földu spurn­ingu: Hvar eigum við þá að finna kolefn­istonnin sem skera þarf niður fyrir 2030?

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Orku­set­urs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra
Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar.
Kjarninn 18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
Kjarninn 18. janúar 2022
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar