Einkabíllinn er ekkert einkamál

Framkvæmdastjóri Orkuseturs segir að Íslendingar verði hreinlega að hætta að kaupa nýja bíla sem eingöngu ganga á jarðefnaeldsneyti.

Auglýsing

Ég gæti haft fræði­legan inn­gang að þess­ari grein en í þessu til­felli þarf að koma sér beint að efn­inu. Ísland hefur skrifað undir alþjóð­lega skuld­bind­ingar og þarf að draga veru­lega úr útblæstri fyrir 2030. Okkar verk­efni er því að draga úr losun á  um milljón tonnum af CO2   ár­lega. Hér er EKKI verið að tala um útblástur frá stór­iðju enda er þegar búið að afgreiða hann með kröfu um yfir 40% los­un­ar­sam­drátt í sam­vinnu við Evr­ópu­sam­band­ið. Alþjóða­flug er líka utan beinna skuld­bind­inga Íslands og þó að þar sé sann­ar­lega aðgerða þörf, þá mun flugið ekki skrif­ast á skuld­bind­ingar Íslands.

Loft­lags­mál eru ein­fald­lega orku­mál. Heim­ur­inn þarf að hætta að brenna jarð­efna­elds­neyti til að ná tökum á vand­an­um. Staðan er í raun óvíða eins ein­föld og á Íslandi því að jarð­efna­elds­neyti er nær horfið úr íslensku orku­kerfi nema í far­ar­tækj­um. Með öðrum orðum þá er ein­fald­lega ekki hægt að ná skuld­bind­ingum Íslands nema með orku­skiptum í sam­göng­um.  Það er reyndar líka útblástur vegna urð­unar og land­bún­aðar en töl­fræði­legir mögu­leikar þar eru ekki meira en svo, að þó að við legðum niður land­búnað og hættum urð­un, þá myndum við samt sem áður vera óra­langt frá tak­mark­inu. Ekki er heldur hægt að benda á fiski­skipin því þar hefur elds­neyt­is­notkun snar­minnkað síð­ustu tvo ára­tugi og engir raf­tog­arar til sölu ennþá. Öðru máli gildir um bif­reiðar en þar eru ýmsar nýorku­lausnir til sölu.  Til að ein­falda málið er þægi­legt að tala um nýorku­bíla en það geta verið raf­-­met­an- eða vetn­is­bíl­ar.

Á Íslandi kveikjum við í um 600 milljón lítrum af olíu á ári, sem sagt 70 þús­und lítrum á klukku­stund eða 20 lítrum á sek­úndu! Við verðum ein­fald­lega að helm­inga þá brennslu bil fyrir árið 2030.  Þetta þýðir að allt í einu er olíu­brennsla orðið sam­eig­in­leg tak­mörkuð „auð­lind“ alveg eins og fisk­ur­inn í sjón­um. Allir vita að ef ekki á að fara illa í vist­kerfi hafs­ins þá má bara veiða tak­markað magn af fiski. Sama gildir um olíu þ.e. ef ekki á að fara illa í skuld­bind­ingum Íslands megum við bara brenna ákveðnu magni af olíu. Það getur vel verið að sumir neyt­endur vilji per­sónu­lega hundsa loft­lags­samn­ing þjóð­ríkja heims en það er bara ekki  þeirra einka­mál leng­ur. Ef flestir kaupa nýjan bíl sem ein­göngu keyrir á jarð­efna­elds­neyti frá og með deg­inum í dag og næstu tólf árin þá sprengjum við ein­fald­lega kvót­ann. Það þýðir tvennt; A) fok­dýr útgjöld í erlendum kolefn­isk­vóta­kaupum og B) ömur­legir álits­hnekkir í alþjóða­sam­fé­lag­inu. Ef við klúðrum þessu lendir reikn­ing­ur­inn á öllum lands­mönnum líka nýorku­bíla­eig­end­um, göngu­fólki, hjól­reiða­mönnum og not­endum almenn­ings­sam­gangna. Er það sann­gjarnt?  Værir þú t.d. til­bú­inn að greiða auka­reikn­ing frá fjar­skipta­fyr­ir­tæki vegna þess að nágrann­inn þinn sprengdi gagna­magnskvót­ann?

Auglýsing

Það eru enn tólf ár í 2030 sem þýðir að flestir eldri bílar sem þegar eru komnir í sam­göngu­kerfið verða horfnir fyrir þann tíma. Vanda­málið snýst því um rangar ákvarð­anir sem teknar verða í bíla­kaupum héðan í frá. Að mínu mati þarf eng­inn að taka ranga ákvörð­un. Nóg verður til af raf­bíl­um, met­an­bílum og tengilt­vinn­bílum á næstu árum af öllum gerð­um. Ef ein­hverjir neyt­endur geta alls ekki sætt sig við úrvalið af nýorku­bílum sem þegar er í boði, þá er ein­fald­lega hægt að kaupa not­aðan bíl eða bíða eftir rétta bílnum sem pott­þétt verður í boði innan 5 ára. Bílar end­ast að jafn­aði í 10-15 ár en það þýðir að hver ein­asti nýi bíll sem kemur inn í íslenska sam­göngu­kerfið í dag og keyrir 100% á olíu, er tapað tæki­færi til að minnka útblástur fyrir Par­ísar­upp­gjör­ið. Best er auð­vitað að keyra sem minnst og fækka bílum en ef bif­reiða­kaup eru nauð­syn­leg þá eru tækni­lausn­irnar sem sagt til. Eðli­legar íviln­anir tryggja svo við­ráð­an­legt verð, þannig að ábyrgðin er öll okkar neyt­enda.

Við getum ekki kallað okkur tækni­vædda og vel mennt­aða þjóð ef við klúðrum því svo að kenna fólki að inn­leiða tækni­lausnir sem leysa vand­ann. Við verðum hrein­lega að hætta að kaupa nýja bíla sem ein­göngu ganga á jarð­efna­elds­neyti.  Nýir bílar sem koma inn í íslenska sam­göngu­kerfið verða með öðrum orðum að vera mót­tæki­legir fyrir raf­magni eða lofti hvort sem það er metan eða vetni. Fjöl­margir hafa talað um að þetta sé alls ekki tíma­bært og alls­konar vesen standi í veg­in­um. Þeir hinir sömu verða þá að svara þeirri ein­földu spurn­ingu: Hvar eigum við þá að finna kolefn­istonnin sem skera þarf niður fyrir 2030?

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Orku­set­urs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar