Er víglínan að breytast?

Auglýsing

Víg­línur breyt­ast oft í póli­tík. Stundum vegna eðli­legrar þró­unar en oftar en ekki vegna þess að til­teknir hags­mun­ar­hópar sjá hag sinn í að færa þær til svo ekki fáist í gegn raun­veru­leg umræða um kjarn­ann sjálf­an. Á síð­ustu vikum hafa raddir innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Flokks fólks­ins og Mið­flokks­ins heyrst sem vilja Ísland út úr EES sam­starf­inu. Svipuð sjón­ar­mið hafa verið sett fram innan Fram­sókn­ar­flokks­ins á umliðnum miss­er­um. Þessi öfl vilja nú færa víg­lín­una frá því að klára aðild­ar­við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið yfir í umræðu um efa­semdir um með EES samn­ing­inn. Við því vil ég vara.

Nú þegar tæp 25 ár eru liðin frá gild­is­töku EES samn­ings­ins er ljóst að áhrifa hans gætir víða og umbætur fyrir íslenskt sam­fé­lag verið ótví­ræð­ar. Er erfitt að ímynda sér þjóð­lífið án samn­ings­ins en oft er það svo að það sem við teljum til eðli­legra hlunn­inda er jákvæð afleið­ing samn­ings­ins. Má hér nefna nokkuð hindr­un­ar­lausan flutn­ing fólks, vöru og betri aðgang þjón­ustu fyrir utan aukna neyt­enda­vernd á gild­is­tíma samn­ings­ins. Þetta gerð­ist ekki sjálf­krafa hér á landi heldur var hluti af þeim skuld­bind­ingum sem við und­ir­geng­umst með samn­ingn­um.

Skýrslu­gerð, vinnu­brögð og full­veldið

Alþingi hefur nú sam­þykkt að fela utan­rík­is­ráð­herra að gera skýrslu um að kosti og galla EES samn­ings­ins. Það er fagn­að­ar­efni og er mik­il­vægt að vandað verði til verka og svip­aður metn­aður sýndur og þegar Norð­menn fóru í slíka úttekt fyrir nokkrum árum síðan en þá voru helstu sér­fræð­ingar þeirra kall­aðir til. Ég ætla að ganga út frá því að þótt utan­rík­is­ráð­herra sé tor­trygg­inn gagn­vart Evr­ópu­sam­vinn­unni og unn­andi Brexit að þessi vinna verði unnin af okkar besta fólki svo skýrslan sjálf geti orðið grund­völlur yfir­veg­aðrar umræðu. Verður fróð­legt að fylgj­ast með því.

Auglýsing

Hitt er síðan að á þessu ári eru liðin eitt­hund­rað ár frá því að Ísland var sjálf­stætt og full­valda ríki. Það eru sögu­leg tíma­mót sem vert er að minn­ast því full­veldið er verð­mætasta sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Varð­staða um full­veldið þýðir ekki að allt eigi að vera óbreytt eins og það var árið 1918. Þvert á móti. Full­veldið er lif­andi fyr­ir­brigði en í því felst að hver kyn­slóð þarf að gæta hags­muna Íslands í sam­fé­lagi þjóð­anna í sam­ræmi við fram­rás tím­ans og allt eftir því hvernig lönd og þjóðir haga og breyta sam­starfi og sam­vinnu sín á milli.

Krafan um sjálf­stæði snérist ekki um það eitt að taka stjórn lands­mála í eigin hendur heldur var hún einnig ákall um að færa þekk­ingu og vís­indi inn í búskap þjóð­ar­inn­ar. Og hún var krafa um frjáls við­skipti milli þjóða. Hug­sjónir Jóns Sig­urðs­sonar snertu ekki ein­vörð­ungu aukna sjálfs­stjórn Íslend­inga. Öðru nær. Hug­sjón­irnar vörð­uðu frjáls við­skipti og efna­hags­legt sam­starf við aðrar þjóðir en þar sá hann tæki­færi til fram­fara.

Full­veldið styrk­ist

Ákvarð­anir okkar Íslend­inga um að ger­ast stofn­að­ili að Nató, aðili að EFTA og síðan innri mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins með EES samn­ingnum hafa reynst far­sælar og við sem þjóð staðið undir þeirri ríku ábyrgð sem fólst í full­veld­inu. Í þeirri varð­stöðu höfum við staðið okkur vel. Eng­inn getur með rökum haldið því fram að við höfum svikið hug­sjónir Jóns Sig­urðs­sonar og ann­arra Íslend­inga sem börð­ust fyrir sjálf­stæði okk­ar. En við skulum ekki gleyma að um þetta hafa einmitt staðið deilur og átök verið hatrömm. Og öll þessi skref í átt að auknu alþjóða­sam­starfi og skuld­bind­ingum voru tekin í skugga ásak­ana um svik við full­veld­ið. Reynslan hefur hins vegar sýnt að sér­hvert þess­ara skrefa bætti efna­hag lands­ins og efldi vel­ferð fólks­ins. Það sem meira er – hvert þess­ara skrefa hefur styrkt full­veldi lands­ins þótt í þeim hafi falist að við deildum ákvörð­unum um mik­il­væg efni með öðru þjóð­um. Ísland er fyrir þær sakir stærra í sam­fé­lagi þjóð­anna en áður var.

Afstaða Íslands til sam­vinnu og sam­starfs við önnur ríki ræður nú meiru um þjóð­ar­hag en nokkru sinni fyrr í sög­unni. Einu gildir hvort litið er til varna lands­ins, við­skipta, efna­hags­mála, umhverf­is­mála, menn­ingar eða vís­inda þá ráða utan­rík­is­málin miklu um fram­þróun hér á landi. Því sam­fé­lagi þjóð­anna erum við ekki eyland heldur hluti af heild.

Við erum vissu­lega í góðri stöðu með aðild að innri mark­aði ESB og Schengen. Við erum jafn­vel aðilar að ESB að þremur fjórðu. Spurn­ingin snýst því ekki um aðild að þess­ari sam­vinnu heldur hvort við getu styrkt íslenskan efna­hag og styrkt vel­ferð­ar­kerfið með því að stíga feti fram­ar. Álita­efnin eru mörg. Nægir að nefna krón­una, neyt­enda­vernd, áhrifa­vald fjöl­þjóða­fyr­ir­tækja, hvernig við erum best varin í alþjóð­legu við­skipta­stríði og með hverjum við eigum mesta sam­leið við að tryggja lýð­ræði, frið og frjálsa hugs­un.

Leggjum saman mat á breyttar aðstæður í alþjóða­málum og nýjar áskor­anir fyrir Ísland

Gagn­rýnin á Evr­ópu­sam­bandið er víð­ast sterk­ust á jöðr­unum til hægri og vinstri. Það er skilj­an­legt enda er sam­bandið í raun mála­miðlun milli mark­aðs­sjón­ar­miða og vel­ferð­ar. Það er því ekki til­viljun að Norð­ur­löndin hafa talið hags­munum sínum best borgið í slíkri sam­vinnu. Ég geri mér hins vegar grein fyrir að um þetta er ágrein­ingur eins og um öll fyrri skref til auk­innar alþjóða­sam­vinnu.

Í því ljósi og vegna víð­tækra álita­efna sem snerta nær öll svið póli­tískra við­fangs­efna okkar vil ég ítreka til­lögu mína um að for­sæt­is­ráð­herra skipi þverpóli­tíska nefnd til þess að leggja mat á nýjar og breyttar aðstæður í alþjóða­mál­um, nýjar áskor­anir fyrir Ísland og nýja mögu­leika til þess að bæta hag fólks­ins í land­inu með því að taka nýtt skref í Evr­ópu­sam­vinn­unni.  Sumir kunna að segja að það sé borin von að ná sam­stöðu um þessi efni en það rétt­lætir heldur ekki að pott­lok sé sett á umræð­una. Til þess er ábyrgð allra stjórn­mála­flokka of rík.

Hér skiptir mestu að við stöndum frammi fyrir nýjum áskor­unum sem við þurfum að kort­leggja og draga fram rök­semdir með og á móti. Það er nauð­syn­legur grund­völlur heil­brigðrar umræðu og ákvarð­ana.  Það eru for­dæmi, góð for­dæmi fyrir slíkri vinnu. Í aðdrag­anda aðildar Íslands að EFTA skip­aði Við­reisn­ar­stjórnin slíka nefnd með full­trúum allra þing­flokka undir for­ystu Gylfa Þ. Gísla­son­ar. Fyrir meira en ára­tug var skipuð svipuð nefnd undir for­ystu Björns Bjarna­sonar þótt þörfin þá hafi ekki verið eins brýn og nú.  Nið­ur­staða þeirrar nefndar var ljóm­andi umræðu­grund­völl­ur.

Nú er nauð­syn­legt að meta stöðu Íslands í nýju ljósi enda blasa við nýjar áskor­an­ir. Við eigum að nýta tím­ann og tæki­færið til að setja þetta mál á dag­skrá og búa slíkri nefnd þannig umhverfi að umræðan um nefnd­ina verði und­ir­búin með vönd­uðum hætti og með aðild allra þing­flokka, líkt og gert var á árum áður. Síðan sjáum við hvert rök­ræðan sjálf leiðir okk­ur.  Við þetta á eng­inn að vera hrædd­ur. Þvert á móti þá getur slík nefnd sýnt fram á trú­verðug og vönduð vinnu­brögð þings og fram­kvæmda­valds. Vinnu­bragða sem geta styrkt lýð­ræðið og verið upp­lýsandi fyrir sam­fé­lagið allt. Slíkt er nauð­syn­legt því á end­anum er það alltaf þjóðin sem mun eiga loka­orð­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar