Hvammsvirkjun rís varla í bráð

Er Hvammsvirkjun nú kominn á ís? Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA og sérfræðingur á sviði orkumála, fjallar um áformin um Hvammsvirkjun.

Auglýsing

Nýlega birti Skipu­lags­stofnun álit sitt vegna fyr­ir­hug­aðrar Hvamms­virkj­unar í Þjórsá. Af því til­efni er vert að líta til þess­arar nokkuð svo umdeildu virkj­unar og velta því fyrir sér hvort eða hvenær þörf verði á Hvamms­virkjun á næstu árum. Nið­ur­staðan er að þrátt fyrir aukna eft­ir­spurn eftir raf­orku, er þessi tals­vert stóra virkjun senni­lega ekki að fara að rísa í bráð. Nema ef til kemur ný stór­iðja eða sæstrengur til Bret­lands. Slíkt er ekki í aug­sýn eins og er. Til að mæta auk­inni eft­ir­spurn á almenna mark­aðn­um, er lík­legt að Lands­virkjun og önnur raf­orku­fyr­ir­tæki muni fremur leggja áherslu á hóf­legri virkj­ana­kosti.

Stór og umdeild virkjun

Í dag eru engar virkj­anir í neðri hluta Þjórs­ár. Það kann að breyt­ast. Áætlun Lands­virkj­unar er að Hvamms­virkjun verði 93 MW og fram­leiði um 720 GWst árlega. Þetta yrði sem sagt tals­vert stór virkj­un. Til sam­an­burðar má nefna að Hvamms­virkjun myndi fram­leiða um 25% meiri raf­orku en Búð­ar­háls­virkjun ger­ir, en sú virkjun var reist vegna þá fyr­ir­hug­aðrar fram­leiðslu­aukn­ingar álvers­ins í Straums­vík.

Vafa­lítið er unnt að standa að bygg­ingu Hvamms­virkj­unar með snyrti­legum hætti. Það breytir því þó ekki að virkj­unin kallar á miklar fram­kvæmdir og rösk­un, með stíflugörð­um, miðl­un­ar­lóni, nýjum vegum á bakka Þjórsár o.s.frv. Mörg þau sem komið hafa á þessar fögru slóðir við Þjórsá, þar sem virkj­unin á að rísa, eru sjálf­sagt lítt hrifin af því hvernig ásýnd svæð­is­ins og upp­lifunin af því mun gjör­beyt­ast ef/ þegar virkj­unin rís. Svo sem vegna hinna óaft­ur­kræfu breyt­inga þegar „ár­niður í straum­þungu fljóti víkur fyrir lóni og vatns­litlum far­vegi“ svo vitnað sé til álits Skipu­lags­stofn­unar um umhverf­is­á­hrif­in.

Auglýsing

Var­an­leg og óaft­ur­kræf nei­kvæð áhrif Hvamms­virkj­unar

Í umræddu áliti Skipu­lags­stofn­unar um Hvamms­virkjun segir orð­rétt að virkj­unin myndi hafa „veru­lega nei­kvæð“ áhrif á lands­lag í ljósi þess að umfangs­miklu svæði verður raskað og mjög margir verða fyrir nei­kvæðum áhrifum vegna ásýnd­ar- og yfir­bragðs­breyt­inga. Í áliti Skipu­lags­stofn­unar segir einnig að nei­kvæð áhrif af Hvamms­virkjun verði „óaft­ur­kræf“ og að fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir séu lík­legar til að hafa „tals­verð nei­kvæð“ áhrif á úti­vist og ferða­þjón­ustu.

Til skýr­ingar á þessu má nefna að þegar Skipu­lags­stofnun lýsir áhrifum fram­kvæmda, er lýs­ing­ar­orðið „veru­lega nei­kvæð“ nei­kvæðasta stigið í ein­kunna­gjöf stofn­un­ar­inn­ar. Hin stigin eru „tals­vert nei­kvæð“ áhrif, síðan hlut­lausa lýs­ingin „óveru­leg“ áhrif og svo loks tvær ein­kunnir sem lýsa jákvæðum áhrif­um, sem eru „tals­vert jákvæð“ áhrif og „veru­lega jákvæð“ áhrif.

Um leið má minn­ast þess að það er óhjá­kvæmi­legt að svo miklar fram­kvæmdir hafi veru­lega nei­kvæð áhrif á lands­lag og umhverfi. Stórum vatns­afls­virkj­unum fylgja jú stífl­ur, miðl­un­ar­lón og marg­vís­legt annað var­an­legt rask. Þess vegna hljótum við kannski fyrst og fremst að spyrja okk­ur: Hvenær er skyn­sam­legt að ráð­ast í svona fram­kvæmd og hvenær ekki? Er þörf á þess­ari stóru virkj­un? Eru kannski aðrir mun betri kostir í boði? Svari hver fyrir sig.

Hvamms­virkjun var ætluð fyrir stór­iðju

Það hefur lengi staðið styr um virkj­anir í neðri hluta Þjórs­ár. Auk Hvamms­virkj­unar eru uppi áætl­anir um tvær aðrar stórar virkj­anir í neðri hluta Þjórs­ár, Holta­virkjun og Urriða­foss­virkj­un. Þær tvær virkj­anir eru þó ennþá í bið­flokki Ramma­á­ætl­unar.

Lengi vel voru allir þessir þrír virkj­ana­kostir í bið­flokki Ramma­á­ætl­un­ar. En um sama leyti og stefndi í að hér kæmi meiri­háttar við­bót inn í stór­iðju­geir­ann í formi þriggja kís­l­verk­smiðja (PCC, Thorsil og United Sil­icon) og eins sól­ar­kís­il­vers (Sil­icor Mater­i­als), var Lands­virkjun nán­ast lofað því að Hvamms­virkjun yrði brátt færð yfir í nýt­ing­ar­flokk Ramma­á­ætl­un­ar. Enda var það talið „al­gjört grund­vall­ar­at­riði“ til að fá „er­lenda fjár­festa hér til að byggja upp fjöl­breytt fram­leiðslu­fyr­ir­tæki í land­in­u“. Sbr. frétt Rík­is­út­varps­ins frá því í lok maí 2014.

Áætl­anir um fjögur kís­il­ver köll­uðu á Hvamms­virkjun

Gert var ráð fyrir að þessar fjórar nýju verk­smiðjur full­byggðar þyrftu aðgang að hátt í 500 MW. Fyrstu áfangar þeirra þurftu aðgang að u.þ.b. 260 MW og þar af köll­uðu fyrstu áfangar áætl­aðra þriggja kís­il­vera á Suð­vest­ur­landi á um 200 MW (og um 390 MW full­byggð). Það er því ekki að undra að í áður nefndri frétt Rík­is­út­varps­ins frá vor­inu 2014 var haft eftir for­stjóra Lands­virkj­unar að til að þessar kís­il­verk­smiðjur gætu risið telji Lands­virkjun sig þurfa að fá aðgang að nýjum virkj­ana­kostum í neðri hluta Þjórs­ár. Jafn­framt var haft eftir for­stjór­anum að fá þurfi „ákveðnar línur úr ramma­á­ætlun hvaða virkj­ana­kostir verði mögu­leg­ir“.

Vandi Lands­virkj­unar var jú sá að þessar fyr­ir­hug­uðu Þjórs­ár­virkj­anir voru (og eru) svo til einu virkj­ana­kostir fyr­ir­tæk­is­ins sem gátu (og geta) upp­fyllt tvö mik­il­væg skil­yrði nýrrar stór­iðju á Suð­vest­ur­landi: Annað skil­yrðið er að hafa aðgang að virkj­ana­kostum sem eru nægi­lega stórir og ódýrir fyrir stór­iðju og hitt skil­yrðið er að raun­hæfur mögu­leiki sé á að koma svo mik­illi orku tím­an­lega til stór­iðj­unn­ar. Og til að unnt væri að upp­fylla fyrra skil­yrðið taldi Lands­virkjun að Hvamms­virkjun væri aðkallandi.

Um sama leyti og boðað var á Alþingi að Hvamms­virkjun yrði fljót­lega færð yfir í nýt­ing­ar­flokk Ramma­á­ætl­un­ar, var fyr­ir­vörum aflétt í raf­orku­samn­ingi Lands­virkj­unar og United Sil­icon. Það var svo um ári síð­ar, þ.e. um mitt ár 2015, að Hvamms­virkjun var ein og sér og færð yfir í nýt­ing­ar­flokk Ramma­á­ætl­unar. Meðan allar aðrar til­lögur verk­efna­stjórnar og umhverf­is­ráð­herra voru látnar bíða (og bíða enn).

Áætl­anir um umfangs­mikla kís­il­vinnslu gengu ekki eftir

Ekki fer á milli mála að hlut­verk Hvamms­virkj­unar var að mæta orku­eft­ir­spurn nýrra stór­iðju­verk­efna á Suð­vest­ur­landi í formi kís­il­vinnslu. Að vísu þurfti Lands­virkjun ekki á Hvamms­virkjun að halda til að útvega fyrsta áfanga kís­il­vers United Sil­icon orku (35 MW). En fleiri kís­il­verk­efni voru í far­vatn­inu og álitið var, af þeim sem best áttu að þekkja til, að mjög fljót­lega yrði þörf fyrir ork­una frá Hvamms­virkj­un.

En reyndin varð önn­ur. Orku­eft­ir­spurn kís­il­vera varð nefni­lega ekki jafn mikil eða hröð líkt og áætlað hafði ver. Og því er enn ekki þörf fyrir Hvamms­virkj­un. Vert er að taka fram að bæði verk­efna­stjórn Ramma­á­ætl­un­ar, umhverf­is­ráð­herra og meiri­hluti Alþingis töldu þennan virkj­un­ar­kost upp­fylla öll skil­yrði til að fær­ast úr bið­flokki í nýt­ing­ar­flokk. Jafn­vel þó svo það væri sér­stakt eða óvenju­legt að ein virkjun væri sér­stak­lega tekin ein og sér og skipað í nýt­ing­ar­flokk, er eng­inn vafi um að nið­ur­staðan þar um var í sam­ræmi við lög. Aftur á móti hefur ekki reynst vera sú mikla þörf fyrir virkj­un­ina sem margir héldu á þeim tíma.

Lands­virkjun lítur nú á Hvamms­virkjun sem fram­tíð­ar­kost

Í dag er Hvamms­virkjun ekki aðkallandi. A.m.k. ekki í bili. Hún er það stór að hún er varla ákjós­an­leg til að mæta hinni fremur rólega vax­andi almennu raf­orku­eft­ir­spurn hér inn­an­lands. Að mati Lands­virkj­unar hefur nei­kvætt álit Skipu­lags­stofn­unar um Hvamms­virkjun samt ekki áhrif á áform fyr­ir­tæk­is­ins um virkj­un­ina og álítur for­stjóri  Lands­virkj­unar að allar líkur séu á að af fram­kvæmd­inni verði. En þó ekki fyrr en kannski eftir 3-4 ár.

Aug­ljós­lega er gott fyrir Lands­virkjun að eiga Hvamms­virkjun sem virkj­un­ar­kost. Ekki síst ef upp koma þær aðstæður að hér þurfi að auka raf­orku­fram­boð mikið á fremur stuttum tíma. Það verður þó varla ráð­ist í þessa virkjun nema annað hvort komi til nýrrar stór­iðju (eða veru­legrar fram­leiðslu­aukn­ingar núver­andi stór­iðju) eða að áform um sæstreng milli Íslands og Bret­lands gangi eft­ir.

Lokun kís­il­verk­smiðju United Sil­icon liðk­aði til um raf­orku­fram­boð

Næstu miss­erin verður tölu­vert fram­boð af nýrri raf­orku. Nú er bæði verið að ljúka við nýja 100 MW Búr­fells­virkjun og stækkun Þeista­reykja­virkj­unar í 90 mw. Þarna er mikið af nýrri raf­orku að koma inn á mark­að­inn. Þar að auki losn­aði um tals­verða orku við gjald­þrot United Sil­icon. Umtals­verður hluti þess­arar raf­orku er að vísu seldur nú þegar til kís­il­vers PCC á Bakka og til gagna­vera og þ.m.t. raf­mynta­vinnslu. En það er ekki þörf fyrir nýjar stórar virkj­anir í bili.

Fer orkan frá Hvamms­virkjun til inn­lendrar starf­semi eða í sæstreng?

Hvamms­virkjun mun sem sagt ekki rísa í bili. Nema kannski ef skriður kæm­ist á kís­il­verk­efni Thorsil og/ eða Sil­icor Mater­i­als. Í reynd er ólík­legt að svo verði í bráð. Og kís­il­verk­smiðja United Sil­icon er gjald­þrota og litlar líkur virð­ast á að verk­smiðjan sú hefji starf­semi á ný. Þörfin fyrir Hvamms­virkjun núna er því ekki sú sem búist var fyrir um fáeinum árum.

Það er engu að síður svo að þegar litið er til spár um aukna inn­lenda eft­ir­spurn eftir raf­orku sést að þörf gæti verið fyrir Hvamms­virkjun um miðjan næsta ára­tug. En vegna þess hversu stór virkjun þetta yrði, er samt ólík­legt að hún verði reist nema Lands­virkjun myndi fyrst gera mjög stóran eða nokkra nokkuð stóra orku­sölu­samn­inga við trygga og örugga kaup­end­ur.

Smærri virkj­anir eru væn­legur kostur

Í dag virð­ist eng­inn svo stór raf­orku­sölu­samn­ingur í aug­sýn að það kalli á bygg­ingu svo stórrar virkj­unar sem Hvamms­virkjun yrði. Þess vegna má búast við að raf­orku­fram­boð hér næstu árin verði aukið í smærri skref­um. Nema eitt­hvað óvænt ger­ist, þ.a. fyr­ir­séð verði að raf­orku­notkun hér auk­ist mjög veru­lega á stuttum tíma. Í því sam­bandi er athygl­is­vert að breskt fyr­ir­tæki boðar hér sæstreng strax árið 2025. Það verk­efni virð­ist þó í reynd í bið­stöðu, m.a. vegna Brex­it, og fjarska ólík­legt að slíkur sæstrengur verði lagður fyrr en kannski um 2030. Þess vegna er eðli­legt að litlar eða a.m.k. fremur hóg­værar virkj­anir verði í for­gangi næstu árin. Til að mæta almenna vext­inum í inn­lendri raf­orku­eft­ir­spurn.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar