Hvammsvirkjun rís varla í bráð

Er Hvammsvirkjun nú kominn á ís? Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og MBA og sérfræðingur á sviði orkumála, fjallar um áformin um Hvammsvirkjun.

Auglýsing

Nýlega birti Skipu­lags­stofnun álit sitt vegna fyr­ir­hug­aðrar Hvamms­virkj­unar í Þjórsá. Af því til­efni er vert að líta til þess­arar nokkuð svo umdeildu virkj­unar og velta því fyrir sér hvort eða hvenær þörf verði á Hvamms­virkjun á næstu árum. Nið­ur­staðan er að þrátt fyrir aukna eft­ir­spurn eftir raf­orku, er þessi tals­vert stóra virkjun senni­lega ekki að fara að rísa í bráð. Nema ef til kemur ný stór­iðja eða sæstrengur til Bret­lands. Slíkt er ekki í aug­sýn eins og er. Til að mæta auk­inni eft­ir­spurn á almenna mark­aðn­um, er lík­legt að Lands­virkjun og önnur raf­orku­fyr­ir­tæki muni fremur leggja áherslu á hóf­legri virkj­ana­kosti.

Stór og umdeild virkjun

Í dag eru engar virkj­anir í neðri hluta Þjórs­ár. Það kann að breyt­ast. Áætlun Lands­virkj­unar er að Hvamms­virkjun verði 93 MW og fram­leiði um 720 GWst árlega. Þetta yrði sem sagt tals­vert stór virkj­un. Til sam­an­burðar má nefna að Hvamms­virkjun myndi fram­leiða um 25% meiri raf­orku en Búð­ar­háls­virkjun ger­ir, en sú virkjun var reist vegna þá fyr­ir­hug­aðrar fram­leiðslu­aukn­ingar álvers­ins í Straums­vík.

Vafa­lítið er unnt að standa að bygg­ingu Hvamms­virkj­unar með snyrti­legum hætti. Það breytir því þó ekki að virkj­unin kallar á miklar fram­kvæmdir og rösk­un, með stíflugörð­um, miðl­un­ar­lóni, nýjum vegum á bakka Þjórsár o.s.frv. Mörg þau sem komið hafa á þessar fögru slóðir við Þjórsá, þar sem virkj­unin á að rísa, eru sjálf­sagt lítt hrifin af því hvernig ásýnd svæð­is­ins og upp­lifunin af því mun gjör­beyt­ast ef/ þegar virkj­unin rís. Svo sem vegna hinna óaft­ur­kræfu breyt­inga þegar „ár­niður í straum­þungu fljóti víkur fyrir lóni og vatns­litlum far­vegi“ svo vitnað sé til álits Skipu­lags­stofn­unar um umhverf­is­á­hrif­in.

Auglýsing

Var­an­leg og óaft­ur­kræf nei­kvæð áhrif Hvamms­virkj­unar

Í umræddu áliti Skipu­lags­stofn­unar um Hvamms­virkjun segir orð­rétt að virkj­unin myndi hafa „veru­lega nei­kvæð“ áhrif á lands­lag í ljósi þess að umfangs­miklu svæði verður raskað og mjög margir verða fyrir nei­kvæðum áhrifum vegna ásýnd­ar- og yfir­bragðs­breyt­inga. Í áliti Skipu­lags­stofn­unar segir einnig að nei­kvæð áhrif af Hvamms­virkjun verði „óaft­ur­kræf“ og að fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir séu lík­legar til að hafa „tals­verð nei­kvæð“ áhrif á úti­vist og ferða­þjón­ustu.

Til skýr­ingar á þessu má nefna að þegar Skipu­lags­stofnun lýsir áhrifum fram­kvæmda, er lýs­ing­ar­orðið „veru­lega nei­kvæð“ nei­kvæðasta stigið í ein­kunna­gjöf stofn­un­ar­inn­ar. Hin stigin eru „tals­vert nei­kvæð“ áhrif, síðan hlut­lausa lýs­ingin „óveru­leg“ áhrif og svo loks tvær ein­kunnir sem lýsa jákvæðum áhrif­um, sem eru „tals­vert jákvæð“ áhrif og „veru­lega jákvæð“ áhrif.

Um leið má minn­ast þess að það er óhjá­kvæmi­legt að svo miklar fram­kvæmdir hafi veru­lega nei­kvæð áhrif á lands­lag og umhverfi. Stórum vatns­afls­virkj­unum fylgja jú stífl­ur, miðl­un­ar­lón og marg­vís­legt annað var­an­legt rask. Þess vegna hljótum við kannski fyrst og fremst að spyrja okk­ur: Hvenær er skyn­sam­legt að ráð­ast í svona fram­kvæmd og hvenær ekki? Er þörf á þess­ari stóru virkj­un? Eru kannski aðrir mun betri kostir í boði? Svari hver fyrir sig.

Hvamms­virkjun var ætluð fyrir stór­iðju

Það hefur lengi staðið styr um virkj­anir í neðri hluta Þjórs­ár. Auk Hvamms­virkj­unar eru uppi áætl­anir um tvær aðrar stórar virkj­anir í neðri hluta Þjórs­ár, Holta­virkjun og Urriða­foss­virkj­un. Þær tvær virkj­anir eru þó ennþá í bið­flokki Ramma­á­ætl­unar.

Lengi vel voru allir þessir þrír virkj­ana­kostir í bið­flokki Ramma­á­ætl­un­ar. En um sama leyti og stefndi í að hér kæmi meiri­háttar við­bót inn í stór­iðju­geir­ann í formi þriggja kís­l­verk­smiðja (PCC, Thorsil og United Sil­icon) og eins sól­ar­kís­il­vers (Sil­icor Mater­i­als), var Lands­virkjun nán­ast lofað því að Hvamms­virkjun yrði brátt færð yfir í nýt­ing­ar­flokk Ramma­á­ætl­un­ar. Enda var það talið „al­gjört grund­vall­ar­at­riði“ til að fá „er­lenda fjár­festa hér til að byggja upp fjöl­breytt fram­leiðslu­fyr­ir­tæki í land­in­u“. Sbr. frétt Rík­is­út­varps­ins frá því í lok maí 2014.

Áætl­anir um fjögur kís­il­ver köll­uðu á Hvamms­virkjun

Gert var ráð fyrir að þessar fjórar nýju verk­smiðjur full­byggðar þyrftu aðgang að hátt í 500 MW. Fyrstu áfangar þeirra þurftu aðgang að u.þ.b. 260 MW og þar af köll­uðu fyrstu áfangar áætl­aðra þriggja kís­il­vera á Suð­vest­ur­landi á um 200 MW (og um 390 MW full­byggð). Það er því ekki að undra að í áður nefndri frétt Rík­is­út­varps­ins frá vor­inu 2014 var haft eftir for­stjóra Lands­virkj­unar að til að þessar kís­il­verk­smiðjur gætu risið telji Lands­virkjun sig þurfa að fá aðgang að nýjum virkj­ana­kostum í neðri hluta Þjórs­ár. Jafn­framt var haft eftir for­stjór­anum að fá þurfi „ákveðnar línur úr ramma­á­ætlun hvaða virkj­ana­kostir verði mögu­leg­ir“.

Vandi Lands­virkj­unar var jú sá að þessar fyr­ir­hug­uðu Þjórs­ár­virkj­anir voru (og eru) svo til einu virkj­ana­kostir fyr­ir­tæk­is­ins sem gátu (og geta) upp­fyllt tvö mik­il­væg skil­yrði nýrrar stór­iðju á Suð­vest­ur­landi: Annað skil­yrðið er að hafa aðgang að virkj­ana­kostum sem eru nægi­lega stórir og ódýrir fyrir stór­iðju og hitt skil­yrðið er að raun­hæfur mögu­leiki sé á að koma svo mik­illi orku tím­an­lega til stór­iðj­unn­ar. Og til að unnt væri að upp­fylla fyrra skil­yrðið taldi Lands­virkjun að Hvamms­virkjun væri aðkallandi.

Um sama leyti og boðað var á Alþingi að Hvamms­virkjun yrði fljót­lega færð yfir í nýt­ing­ar­flokk Ramma­á­ætl­un­ar, var fyr­ir­vörum aflétt í raf­orku­samn­ingi Lands­virkj­unar og United Sil­icon. Það var svo um ári síð­ar, þ.e. um mitt ár 2015, að Hvamms­virkjun var ein og sér og færð yfir í nýt­ing­ar­flokk Ramma­á­ætl­unar. Meðan allar aðrar til­lögur verk­efna­stjórnar og umhverf­is­ráð­herra voru látnar bíða (og bíða enn).

Áætl­anir um umfangs­mikla kís­il­vinnslu gengu ekki eftir

Ekki fer á milli mála að hlut­verk Hvamms­virkj­unar var að mæta orku­eft­ir­spurn nýrra stór­iðju­verk­efna á Suð­vest­ur­landi í formi kís­il­vinnslu. Að vísu þurfti Lands­virkjun ekki á Hvamms­virkjun að halda til að útvega fyrsta áfanga kís­il­vers United Sil­icon orku (35 MW). En fleiri kís­il­verk­efni voru í far­vatn­inu og álitið var, af þeim sem best áttu að þekkja til, að mjög fljót­lega yrði þörf fyrir ork­una frá Hvamms­virkj­un.

En reyndin varð önn­ur. Orku­eft­ir­spurn kís­il­vera varð nefni­lega ekki jafn mikil eða hröð líkt og áætlað hafði ver. Og því er enn ekki þörf fyrir Hvamms­virkj­un. Vert er að taka fram að bæði verk­efna­stjórn Ramma­á­ætl­un­ar, umhverf­is­ráð­herra og meiri­hluti Alþingis töldu þennan virkj­un­ar­kost upp­fylla öll skil­yrði til að fær­ast úr bið­flokki í nýt­ing­ar­flokk. Jafn­vel þó svo það væri sér­stakt eða óvenju­legt að ein virkjun væri sér­stak­lega tekin ein og sér og skipað í nýt­ing­ar­flokk, er eng­inn vafi um að nið­ur­staðan þar um var í sam­ræmi við lög. Aftur á móti hefur ekki reynst vera sú mikla þörf fyrir virkj­un­ina sem margir héldu á þeim tíma.

Lands­virkjun lítur nú á Hvamms­virkjun sem fram­tíð­ar­kost

Í dag er Hvamms­virkjun ekki aðkallandi. A.m.k. ekki í bili. Hún er það stór að hún er varla ákjós­an­leg til að mæta hinni fremur rólega vax­andi almennu raf­orku­eft­ir­spurn hér inn­an­lands. Að mati Lands­virkj­unar hefur nei­kvætt álit Skipu­lags­stofn­unar um Hvamms­virkjun samt ekki áhrif á áform fyr­ir­tæk­is­ins um virkj­un­ina og álítur for­stjóri  Lands­virkj­unar að allar líkur séu á að af fram­kvæmd­inni verði. En þó ekki fyrr en kannski eftir 3-4 ár.

Aug­ljós­lega er gott fyrir Lands­virkjun að eiga Hvamms­virkjun sem virkj­un­ar­kost. Ekki síst ef upp koma þær aðstæður að hér þurfi að auka raf­orku­fram­boð mikið á fremur stuttum tíma. Það verður þó varla ráð­ist í þessa virkjun nema annað hvort komi til nýrrar stór­iðju (eða veru­legrar fram­leiðslu­aukn­ingar núver­andi stór­iðju) eða að áform um sæstreng milli Íslands og Bret­lands gangi eft­ir.

Lokun kís­il­verk­smiðju United Sil­icon liðk­aði til um raf­orku­fram­boð

Næstu miss­erin verður tölu­vert fram­boð af nýrri raf­orku. Nú er bæði verið að ljúka við nýja 100 MW Búr­fells­virkjun og stækkun Þeista­reykja­virkj­unar í 90 mw. Þarna er mikið af nýrri raf­orku að koma inn á mark­að­inn. Þar að auki losn­aði um tals­verða orku við gjald­þrot United Sil­icon. Umtals­verður hluti þess­arar raf­orku er að vísu seldur nú þegar til kís­il­vers PCC á Bakka og til gagna­vera og þ.m.t. raf­mynta­vinnslu. En það er ekki þörf fyrir nýjar stórar virkj­anir í bili.

Fer orkan frá Hvamms­virkjun til inn­lendrar starf­semi eða í sæstreng?

Hvamms­virkjun mun sem sagt ekki rísa í bili. Nema kannski ef skriður kæm­ist á kís­il­verk­efni Thorsil og/ eða Sil­icor Mater­i­als. Í reynd er ólík­legt að svo verði í bráð. Og kís­il­verk­smiðja United Sil­icon er gjald­þrota og litlar líkur virð­ast á að verk­smiðjan sú hefji starf­semi á ný. Þörfin fyrir Hvamms­virkjun núna er því ekki sú sem búist var fyrir um fáeinum árum.

Það er engu að síður svo að þegar litið er til spár um aukna inn­lenda eft­ir­spurn eftir raf­orku sést að þörf gæti verið fyrir Hvamms­virkjun um miðjan næsta ára­tug. En vegna þess hversu stór virkjun þetta yrði, er samt ólík­legt að hún verði reist nema Lands­virkjun myndi fyrst gera mjög stóran eða nokkra nokkuð stóra orku­sölu­samn­inga við trygga og örugga kaup­end­ur.

Smærri virkj­anir eru væn­legur kostur

Í dag virð­ist eng­inn svo stór raf­orku­sölu­samn­ingur í aug­sýn að það kalli á bygg­ingu svo stórrar virkj­unar sem Hvamms­virkjun yrði. Þess vegna má búast við að raf­orku­fram­boð hér næstu árin verði aukið í smærri skref­um. Nema eitt­hvað óvænt ger­ist, þ.a. fyr­ir­séð verði að raf­orku­notkun hér auk­ist mjög veru­lega á stuttum tíma. Í því sam­bandi er athygl­is­vert að breskt fyr­ir­tæki boðar hér sæstreng strax árið 2025. Það verk­efni virð­ist þó í reynd í bið­stöðu, m.a. vegna Brex­it, og fjarska ólík­legt að slíkur sæstrengur verði lagður fyrr en kannski um 2030. Þess vegna er eðli­legt að litlar eða a.m.k. fremur hóg­værar virkj­anir verði í for­gangi næstu árin. Til að mæta almenna vext­inum í inn­lendri raf­orku­eft­ir­spurn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar