Stærsta pólitíska verkefnið

Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir sveitarfélögin almennt séð greiða lægstu launin. Leiðrétta verði laun leikskólastarfsfólks.

Auglýsing

Leik­skólar Reykja­víkur eru einn mik­il­væg­asti burða­rás vel­ferð­ar­þjón­ustu borg­ar­inn­ar. Leik­skól­arnir eru fyrsta mennta­stigið en þar læra börn líka að leika sér við önnur börn og ótal marg ann­að. Í leik­skólum eru lagðar fyrstu og einna mik­il­væg­ustu stoð­irnar undir þroska­feril þeirra. Þeir eru ekki síður mik­il­vægur hluti félags­legra inn­viða íslensks sam­fé­lags eins og heil­brigð­is­kerfið okkar og háskól­arn­ir.

Það hefur lík­lega ekki farið fram hjá neinum að leik­skólar borg­ar­innar standa frammi fyrir alvar­legum vanda. Þeir hafa, eins og svo margar aðrar stofn­anir sam­fé­lags­ins, þurft að þola mik­inn nið­ur­skurð eftir hrun.

Auglýsing

Vinda þarf ofan af nið­ur­skurði fyrri ára

Í tíð núver­andi meiri­hluta sem við í Vinstri grænum mynd­uðum með Sam­fylk­ingu, Bjartri fram­tíð og Pírötum árið 2014 höfum við á seinni hluta kjör­tíma­bils­ins horfið af braut nið­ur­skurð­ar. Við höfum aukið fram­lög til leik­skóla­starfs um 2 millj­arða króna og sam­hliða því lækkað leik­skóla­gjöld um sem sam­svarar nærri 85.000,- krónum á ári á fjöl­skyldu með eitt barn í átta tíma vist­un. Það munar um minna í heim­il­is­bók­haldi barna­fjöl­skyldna.

Þótt við Vinstri græn séum stolt af lægri álögum á barna­fjöl­skyldur og því að byrjað sé að vinda ofan af nið­ur­skurði í starf­semi leik­skól­anna þá er deg­inum ljós­ara að frek­ari aðgerða er þörf í leik­skól­unum til að mæta þeim brýna vanda sem þeir standa frammi fyr­ir. Ástandið í manna­ráðn­ingum er slæmt, svo það sé sagt hreint út, og hlut­fall fag­lærðs starfs­fólks, leik­skóla­kenn­ara, lækk­ar. Hinu dag­lega starfi er á flestum stöðum haldið uppi af vinnu­sömu og harð­dug­legu fólki sem er ein­beitt í því að láta allt ganga upp eins og best verður á kos­ið. Bæði fag­lærðu og ófag­lærðu. Treg­lega gengur hins vegar að fá nýtt fólk til starfa sem vill gera leik­skól­ann að starfs­vett­vangi sínum til fram­tíð­ar.

Bregð­ast verður við bráða­vanda leik­skól­anna

Nýlega var birt aðgerða­á­ætlun í leik­skóla­málum í Reykja­vík sem var unnin í þverpóli­tísku starfi með fag­fólk inn­an­borðs. Í henni eru umfangs­miklar aðgerðir til að rétta kúr­s­inn – og þó fyrr hefði ver­ið.

Ég ætla ekki að tíunda þær allar enda mýmargar og yfir­grips­miklar en þó langar mig að dvelja við eina aðgerð, sem ekki er fjallað nægi­lega mikið um í áætl­un­inni, og ræða það sem skiptir höf­uð­máli fyrir fram­gang allra starfa í menntaum­hverfi ungra barna. Það eru laun­in.

Leið­rétta verður laun leik­skóla­starfs­fólks

Það liggur í augum uppi að laun leik­skóla­kenn­ara, deild­ar­stjóra í leik­skólum og leik­skóla­stjóra þurfa að vera hærri ef auka á nýliðun í stétt­inni. Um þetta er ekki deilt og í síð­ustu kjara­samn­ingum fengu leik­skóla­kenn­arar all­nokkrar kjara­bætur þó enn megi gera bet­ur.

Á hinn bóg­inn starfa líka margir svo­kall­aðir ófag­lærðir starfs­menn í leik­skólum (og grunn­skól­um) og flestallir á Efl­ing­ar­töxt­um. Þessi hópur myndar um tvo þriðju hluta alls starfs­fólks á leik­skólum borg­ar­innnar og því morg­un­ljóst að hér er verið að tala um stóran og gíf­ur­lega mik­il­vægan þátt í starfi þess­ara grunn­stofn­ana sam­fé­lags­ins. Það hversu lítið þeirra hlutur og þeirra raddir hafa heyrst í umræð­unni um stöðu leik­skól­anna er baga­legt.  

Rétt­læt­iskrafa stórra kvenna­stétta

Það eru konur sem halda uppi menntun barna í leik- og grunn­skól­um. Það eru líka stórar kvenna­stéttir sem sjá um umönnun eldra fólks eða starfa við að hlúa að fólki í heil­brigð­is­kerf­inu eins og t.d. hjúkr­un­ar­fræð­ingar og ljós­mæð­ur. Við­gangur hvers sam­fé­lags byggir á þessu tvennu – menntun og vel­ferð.

Þessar stóru kvenna­stéttir bera uppi félags­lega inn­viði sam­fé­lags­ins. Það mætti segja að þær séu félags­legir inn­viðir sam­fé­lags­ins. Það eru því hags­munir sam­fé­lags­ins alls að gætt sé að hags­munum þess­ara stóru kvenna­stétta. Það eru líka hags­munir sam­fé­lags­ins að reka hvorki né sam­þykkja lág­launa­stefnu.

Raun­veru­leiki leik­skóla­starfs­manna

Á skóla- og frí­stunda­sviði borg­ar­innar eru konur innan Efl­ingar í tæp­lega 729 stöðu­gild­um. Störf þeirra eru marg­vís­leg. Þær starfa t.d. í skóla­mötu­neytum og við ganga­vörslu í grunn­skól­um, en fjöl­menn­asti hóp­ur­inn eru leið­bein­endur eða leik­skóla­liðar í leik­skól­um.

Í mars voru meðal dag­vinnu­laun þess­ara kvenna 320.861,- krónur og með­al­heild­ar­laun 364.445,- krón­ur. Mán­að­ar­laun ófag­lærðs starfs­manns  á grunn­þrepi, eins og hann er skil­greindur í samn­ing­um, eru 291.596,- krónur án neyslu­hlés en það eru tíu tímar sem Reykja­vík­ur­borg borgar auka­lega fyrir að mat­ast með börn­un­um. Til sam­an­burðar er leik­skóla­liði með 316.048,- krónur en það er starfs­maður sem hefur sótt sér nám í leik­skóla­liða­brú eða nám af leik­skóla­liða­braut.

Það sér það hver maður að þessi laun eru langt því frá að vera boð­leg. Hvað þá að þau end­ur­spegli þá gríð­ar­legu ábyrgð sem starfs­menn leik­skól­anna bera og það mikla lík­am­lega og and­lega álag sem fylgir starf­inu.

Sveit­ar­fé­lögin eru lág­launa­vinnu­staðir

Almennt séð greiða sveit­ar­fé­lögin í land­inu lægstu laun­in. Bæði ríkið og hinn almenni vinnu­mark­aður greiðir hærri laun. Þegar við skoðum launa­þróun síð­ustu ára sjáum við svo að starfs­menn á leik­skólum hafa varla haldið í við almenna launa­þró­un.

Lág­launa­stefna á hvergi að við­gang­ast og þá síst hjá Reykja­vík­ur­borg. Hana eigum við ekki að umbera og eigum að taka for­ystu um að útrýma henni. Þetta á sér­stak­lega við um kjör fjöl­mennra kvenna­stétta.

Efl­ing og end­ur­reisn leik­skól­anna er stærsta pólítíska verk­efni næsta kjör­tíma­bils

Í end­ur­reisn leik­skóla­stigs­ins skulum við byggja það upp sem fyrsta mennta­stig­ið. Til þess að það sé mögu­legt verður bæði að halda í allt það harð­dug­lega fólk sem nú starfar á leik­skól­unum og laða að nýja starfs­menn. Þetta verður ekki gert nema við leið­réttum starfs- og launa­kjör ófag­lærðs starfs­fólks og leik­skóla­kenn­ara. Það er ekki bara rétt­læt­is­mál heldur er það hags­muna­mál sam­fé­lags­ins alls sem ber ábyrgð á þroska, vel­ferð og upp­vexti barna. Þetta kemst ekki til fram­kvæmda nema í borg­ar­stjórn velj­ist fólk sem ætlar að ráð­ast í þær leið­rétt­ingar sem þarf til að búa til rétt­láta borg –mann­vænt sam­fé­lag. Það ætlum við Vinstri græn svo sann­ar­lega að gera.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar