Forystusauðir innan Kennarasambands Íslands ætluðu sér að kúga lýðræðið

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar um átök sem áttu sér stað á þingi Kennarasambands Íslands.

Auglýsing

Und­ir­rituð sat þing KÍ á dög­unum sem full­trúi grunn­skóla­kenn­ara. Margt áhuga­vert kom fram á þing­inu en þetta er fyrsta þingið sem ég sit fyrir stétt­ina. Dag­skrá þings­ins var send út á réttum tíma. Þannig vissu allir hvað taka áttu fyrir og gátu und­ir­búið sig eins og vani er þegar verka­lýð­ur­inn heldur þing.

Ég varð vitni af ótrú­legri atburða­rás sem átti að enda með lýð­ræð­is­svipt­ingu kenn­ara innan KÍ.

Einn dag­skrár­liður á fimmtu­deg­inum var kynn­ing á ,,Einnig ég“ hreyf­ing­unni sem gengur undir myllu­merk­inu metoo. Kenn­arar hlust­uðu og veittu fram­sögu­mönnum athygli. Þegar þeim er þakkað óskar vara­for­maður FF að hópur kvenna í sam­tök­unum stígi á stokk til þakka þeim góða vinnu. Á sviðið stíga vara­for­menn og stjórn­ar­menn félaga innan KÍ.  

Auglýsing

Allt í einu og án þess að biðja um orð­ið, eins og venja er á svona þingum sam­kvæmt þing­skap­a­lög­um, tekur stjórn­ar­maður Skóla­stjóra­fé­lags Íslands orðið og hefur lesn­ingu á áskor­un. Gjör­sam­leg gegn þing­sköp­um. Þetta var stoppað og kraf­ist svara um hvort þetta væri lög­legt m.t.t. þing­skap­a­laga. Hlé var  gert á fund­in­um. Síðar voru þing­full­trúar kall­aðir saman og þeim tjáð að ljúka mætti lestri áskor­un­ar­inn­ar. Það var gert. Í lokin var farið fram á atkvæða­greiðslu án umræðna vegna tíma­skorts á þing­inu. Þessu mót­mæltu fund­ar­menn og til að segja langa sögu stutta var ákveðið að færa málið um áskor­un­ina undir lið­inn önnur mál þar sem hann upp­haf­lega átti heima. Önnur ákvörðun var ekki tekin á þessum tíma­punkti um áskor­un­ina.

Á föstu­deg­inum óskar for­maður Skóla­stjóra­fé­lags Íslands eftir dag­skrá­breyt­ingu um að önnur mál fær­ist fram fyrir lið­inn for­manns­skipti í KÍ. Þingið sam­þykkti það enda til­lagan lög­lega borin upp og atkvæða­greiðsla fór fram um hana.

Áskor­un,  sem átti að vera sam­þykkt frá þing­inu, til verð­andi for­manns um að blása aftur til kosn­inga um for­mann KÍ var lesin upp. Eins og fyrr var óskað eftir leyni­legra atkvæða­greiðslu án umræðna. Sam­kvæmt þing­skap­a­lögum er það bann­að, sé efn­is­leg til­laga borin upp ber að opna mæl­enda­skrá sem var og gert. Sem betur fer var félags­vant fólk á milli þing­full­trúa sem gáfu ekki eftir að menn hundsuðu þing­sköp eða færu á svig við þau á nokkurn hátt.

Eftir nokkrar umræður kom frá­vís­un­ar­til­laga sem var sam­þykkt. Frá­vís­un­ar­til­lögu þarf að bera undir atkvæði um leið og hún er lögð fram. Menn höfðu tvo kosti, segja já- vísa til­lög­unni frá, eða nei- og halda  um­ræð­unni áfram. Heyrst hefur að mjótt hafi verið á mun­um, en menn verða að athuga, það var ekki kosið um til­lög­una heldur frá­vís­un­ina. Tölu­verður fjöldi þing­manna vildi að áfram yrði fjallað um áskor­un­ina sem hugs­an­lega tekin til atkvæða­greiðslu, kæmi ekki frá­vís­un­ar­til­laga. Hér er um tvo óskilda hluti að ræða.

Mér þykir það alvar­legt mál að for­menn, vara­for­menn og stjórn­ar­menn í stétt­ar­fé­lögum legg­ist á eitt að gera aðför að lýð­ræð­inu. Áskorun um að brjóta lög Kenn­ara­sam­bands Íslands var lögð fram af fólki sem stendur í fremstu víg­línu, þeirra sem á að gæta réttar okk­ar, kjara­samn­ings og að lög félag­anna séu virt. Að þeir leggi nafn sitt og gjörðir við slíkt er for­kast­an­legt að mínu mati. Krafan á þing­inu var að verð­andi for­maður færi á svig við lög KÍ og boð­aði til kosn­inga að nýju, sem lög KÍ heim­ila ekki. Rús­ínan í pylsu­end­anum var að þeir full­trúar sem stóðu þarna uppi ásamt for­manni FF myndu ekki gefa kost á sér, rétt eins og af kosn­ingu yrði.

Þingið sam­þykkti aldrei að atkvæða­greiðsla færi fram um  áskor­un­ina, eins og fram hefur komið hjá for­manni FF, enda hefði það verið ger­ræð­is­legt að taka lýð­ræðið úr höndum hins almenna félaga sem kaus sér for­mann KÍ.

Að mínu mati gerir fram­koma þess­ara ein­stak­linga þá væng­brotna eða nær van­hæfa í störfum fyrir félags­menn sína, en sitt sýn­ist hverjum um það. Þing­sköp, lög KÍ og lýð­ræði félags­ins var að engu höfð af for­ystu­sauð­un­um. Þetta upp­hlaup  sem varð á þingi KÍ hefur von­andi kennt félags­mönnum að lýð­ræðið er mik­il­vægt, við skulum minn­ast þess þegar kemur að kosn­ing­um.

Ég er auk þess veru­lega hugsi yfir að for­menn félaga innan KÍ skyldu ekki stoppa vald­níðsl­una sem felst í þessum gjörn­ingi. Af þing­inu fór ég reynsl­unni rík­ari, óhætt að segja það.

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari og þing­full­trúi FG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar