Rússar og Gerasimov-kenningin

Á síðustu misserum hefur um fátt verið meira rætt í alþjóðamálum en Rússa og hegðun þeirra. En af hverju hegða Rússar sér eins og þeir gera?

Auglýsing

Fáar til­raunir hafa verð gerðar hér­lendis til þess að skýra hegðun Rússa á alþjóða­vett­vangi hin síð­ari ár. En það má spyrja; til hvers? Jú, ein­fald­leg vegna þess að það er eðli manns­ins að vilja skilja hluti. Og að skilja hegðun Rússa er mik­il­vægt, til dæmis vegna þess að þeir eru mik­il­vægir ger­endur í alþjóða­kerf­inu og er þessi grein til­raun til þess.

Þó svo Rúss­land telj­ist ekki lengur til stór­velda er staðan þannig að um fátt annað er rætt í banda­rískum stjórn­málum en Rúss­land og hefur verið svo síðan við­skipta­jöf­ur­inn Don­ald Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna, með minni­hluta atkvæða (46.4% á móti 48.5 fyrir Hill­ary). Rússar eru sak­aðir um að hafa blandað sér í kosn­ing­arnar og hefur verið í gangi rann­sókn á því máli hjá sér­stökum sak­sókn­ara alrík­is­lög­reglu Banda­ríkj­anna, FBI. Sýr­land og ástandið þar, sem er stór­hættu­legt og í raun ógn við heims­frið er einnig stór ástæða.

Fjöl­hern­aður

En þetta er angi af mun stærra og umfangs­meira máli sem teygir sig í raun mörg ár aftur í tím­ann og er einnig hluti af nýju „um­hverfi“ styrj­alda og stríðs­rekst­ur, sem kalla mætti „fjöl­hern­að“ eða eitt­hvað álíka. Á enskri tungu er hug­takið „hybrid-warfare“ notað og eru menn alls ekki á eitt sáttir um það hvað hug­takið þýðir er að stendur fyr­ir.

Auglýsing

En það snýst í raun um að nútíma­hern­aður felur í sér ekki bara notkun á hefð­bundnum stríðstól­um; skot­vopn­um, fall­byssum, flug­vélum og skip­um, heldur eru tölv­ur, hug­bún­aður og ekki síst inter­netið orð­inn veiga­mik­ill þáttur í átökum og styrj­öld­um. „Hy­brid-­stríð“ vísar þá til átaka þar sem öllum þessum vopnum er beitt, sem og öðrum „hlut­um“ eins og menn­ing­ar­leg­um, efna­hags­legum og diplómat­ísku  þátt­um.

Það sem Rússar hafa verið að bralla í þessum efnum fellur undir það sem kallað er Ger­asimov-­kenn­ingin í hern­aði. Hún er sögð koma frá hers­höfð­ingj­anum Val­erí Ger­asimov, sem er yfir­maður rúss­neska her­ráðs­ins síðan í árs­lok ári 2012.

Mon­roe og Bré­snev-­kenn­ingin

Í gegnum tíð­ina hafa stór­veldin not­ast við allskyns kenn­ingar til að hegða sér eftir og rétt­læta hegðun sína út frá. Banda­ríkin hafa til dæmis óspart rétt­lætt afskipti sín af stjórn­málum og efna­hags­lífi í Suður og Mið-Am­er­íku með hinni svoköll­uðu Mon­roe-­kenn­ingu, sem skil­greindi þessi svæði í raun sem áhrifa­svæði og „bak­garð“ Banda­ríkj­anna. Hún er skírð í höf­uðið á James Mon­roe, fyrrum for­seta Banda­ríkj­anna, þó talið sé að John Quincy Adams, utan­rík­is­ráð­herra hafi verið höf­undur henn­ar.

Sov­ét­menn (Rúss­ar) not­uð­ust einnig við Bré­snev-­kenn­ing­una valda­tíma Leoníd Bré­snev frá 1964-1982, en hún kvað á um „rétt“ Sov­éts­ins til afskipta á sínu yfir­ráða­svæði og í fylgi­ríkjum (sattelite states) Sov­ét­ríkj­anna. Í skjóli þess­arar kenn­ingar kæfðu Sov­ét­menn árið 1968 það sem kall­að­ist Vorið í Prag og rúmum ára­tug síðar réð­ust þeir inn í Afganistan og þar með hófust átök sem við erum enn að súpa seyðið af og ekki sér fyrir end­ann á. Tæpum 40 árum síð­ar!

Tölvu­árásir á áhrifa­svæði Rúss­lands

En hvað er þá Ger­asimov-­kenn­ingin og hvernig er henni beitt? Eins og fram hefur komið hér að framan þá snýst hún um þá hug­mynd um að beita í raun öllum mögu­legum með­ulum til þess að veikja and­stæð­ing­inn. En þá getur maður spurt; er þetta ekki það sem alltaf ger­ist í hern­aði? Og svarið er ef til vill jú, en það sem hefur breyst er hin gríð­ar­lega geta til upp­lýs­inga­hern­aðar og trufl­unar á „inn­viða­kerf­um“ á borð við orku­kerfi, við­skipta og fjár­mála­kerfi, fjöl­miðla­kerfi og fleira slíkt. Vitað er til dæmis að mjög umfangs­miklar tölvu­árásir hafa verið gerðar á Eist­land, Georgíu og Úkra­ínu. Allt eru þetta ríki sem voru hluti af gömlu Sov­ét­ríkj­un­um, en eru nú frjáls, en samt hluti af „áhrifa­svæði“ Rúss­lands. Þessi ríki hafa líka átt í miklum deilum við Rússa, sér­stak­lega Georgía, þar sem stutt stríð braust út sum­arið 2008 og stóð í um viku. Átök standa yfir í Úkra­ínu og hafa gert síðan 2014, og inn­lim­aði Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti Krím-skaga aftur til Rúss­lands á vor­dögum 2014. Þetta gerði hann í aðgerð sem í raun á fáa sinn líka á und­an­förnum ára­tug­um. Þarf að fara allt aftur til aðgerða Adolfs Hitlers á fjórða ára­tug síð­ustu ald­ar, til að finna hlið­stæð dæmi.

Kulda­leg sam­skipti

Sam­skipti Rússa og Vest­ur­veld­anna eru nú með allra kaldasta móti. Segja má að vendi­punkt­ur­inn hafi ef til vill verið árið 2007, en þá hélt Vla­dimír Pútin fræga ræðu, „München-ræð­una“ svoköll­uðu á ráð­stefnu um örygg­is­mál í Þýska­landi. Þar má segja að hann hafi hraunað yfir Vest­ur­veldin (sér­stak­lega Banda­rík­in, sem voru þá í grimmi­legum hern­aði í Írak eftir inn­rás 2003) og gagn­rýnt þau harð­lega fyrir það sem kalla mætti „yf­ir­ráð“ (enska; hegemony) þeirra í alþjóða­kerf­inu eftir hrun Sov­ét­ríkj­anna árð 1991. Þá gagn­rýndi hann einnig aust­ur-­stækkun NATO og gaf sterk­lega í skyn að í því sam­bandi hefðu lof­orð verið svik­in. Vakti þessi ræða mjög hörð við­brögð margra ráða­manna á Vest­ur­lönd­um. Spyrja má hvort þetta hafi ekki í raun verið upp­hafið á nýju, köldu stríði á milli Rúss­lands og Vest­ur­veld­anna.

Ári síð­ar, sum­arið 2008, braust út stríð á milli Georgíu og Rúss­lands. Sam­skipti ríkj­anna höfðu lengi verið stirð, enda Georgía búin að  færa sig hressi­lega „til vest­urs“ og meðal ann­ars höfðu Banda­ríkja­menn bæki­stöðvar í land­inu vegna stríðs þeirra í Afganistan, sem hófst árið 2001 (í kjöl­far árásanna á Tví­bura­t­urn­ana). Georgía óskaði eftir aðild að NATO árið 2002, en Rússar mót­mæltu því harð­lega og ekk­ert varð úr.

Hver hóf í raun þetta stutta stríð, sem stóð bara í um viku, er enn umdeilt. En eftir það tók hins vegar við mikil „til­tekt“  og end­ur­skipu­lagn­ing á rúss­nesku hern­að­arma­sk­ín­unni, því þetta stutta stríð dró fram í dags­ljósið frekar dap­urt ástand á rúss­neska hernum varð­andi ýmis­legt; tækni, skipu­lag, birgða og flutn­inga­mál, svo eitt­hvað sé nefnt. Síðan þá má segja að Rússar hafi sett sér ný mark­mið í hern­að­ar­mál­um, sem miða að því að nútíma­væða allar deildir rúss­neska hers­ins. Útgjöld Rússa til hern­að­ar­mála voru árið 2015 um 70 millj­arðar doll­ara, en til sam­an­burðar var nýr útgjalda­pakki sam­þykktur í banda­ríska þing­inu fyrir skömmu sem hljóðar upp á tíu sinnum meira fé, eða um 700 millj­arða doll­ara til hern­að­ar­út­gjalda fyrir árið 2018. Um er að ræða mestu útgjöld til hern­að­ar­mála í sögu Banda­ríkj­anna á einu ári. Árið 2015 var um 1,3 millj­örðum doll­ara eytt til hern­að­ar­mála í heiminum, þar af voru Banda­rík­inu með tæp 40% af þeirri upp­hæð og Rúss­land var í fjórða sæti á eftir Kína og Sádí-­Ar­abíu.

Ég geri Rúss­land meiri­háttar aftur

Allt frá því að Vla­dimír Pútin tók við emb­ætti sem for­seti Rúss­lands hefur hann miðað að því að end­ur­reisa Rúss­land og vekja þjóð­arstolt þess til lífs á ný, því Pútín er bull­andi þjóð­ern­is­sinni. Segja má að ára­tug­ur­inn frá 1991-2001 hafi ein­kennst af sam­felldri nið­ur­læg­ingu rúss­nesks sam­fé­lags. Rúss­land var eins og rekald. Þessi ár ein­kennd­ust líka af taum­lausri valda­bar­áttu lyk­il­hópa innan „elítu“ Rúss­lands, manna i kringum Boris Jeltíns (þá­ver­andi for­seta) og aðila innan við­skipta­lífs­ins. Græðgin stjórn­aði og gríð­ar­legum auð­æfum land­ins var hrein­lega stolið, eða komið í einka­eigu með vafasömum aðferð­um. Þegar Pútin kom til valda, þá setti hanns sér það mark­mið að stöðva þessa þróun og koma skikki á hlut­ina. Það átti líka við um her­inn og allt sem að honum kom. Horfa verður á atburði í Rúss­landi á valda­tíma Pútín með þessum „gler­aug­um.“ En rétt eins og Trump hefur það að mark­miði að gera Amer­íku „meiri­hátt­ar“ (great) aft­ur, þá má segja að Pútín hafi álíka mark­mið, það er að hann ætlar að gera Rúss­land meiri­háttar aft­ur. Pútín vill ná rúss­neska ern­inum á flug aft­ur, er hinn tví­höfða örn er einmitt í skjald­ar­merki Rúss­lands.

Sá raf­ræni hern­að­ur, sem ræddur var hér á und­an, er þetta fram­tíð­in? Svarið hlýtur að vera já. Aldrei í sögu mann­kyns­ins hefur getan á sviði upp­lýs­inga og tölvu­hern­aðar verið jafn­mikil og nú. Og það eru allir sem hlut eiga að máli, að fást við þetta, öll stór­veld­in, ekki bara Rúss­ar. Vægi þess­arar teg­undar hern­aðar hefur bara auk­ist og á senni­lega eftir að aukast enn frek­ar. Einn veiga­mik­ill þáttur hern­aðar er að blekkja and­stæð­ing­inn og veikja hann á allan mögu­legan hátt. Sú upp­lýs­inga­tækni sem hern­að­ar­yf­ir­völd ráða nú yfir er stór­brotin og gengur út á þetta. Og hvort það sem gert er gert í skjóli ein­hverra nafna á borð við „Ger­asimov-­kenn­ing­in“ eða eitt­hvað ann­að, skiptir kannski ekki öllu máli. Það sem skiptir máli eru frið­sam­leg sam­skipti. Stríð þýðir eyði­legg­ingu, dauða og ofbeldi. Og því miður er ekki mjög frið­væn­legt á mörgum svæðum í heim­inum einmitt nú og lýð­ræði víða í hættu. Við ættum að huga alvar­lega að því.

Höf­undur er MA í stjórn­málum A-Evr­ópu frá Upp­sala-há­skóla.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar