Rússar og Gerasimov-kenningin

Á síðustu misserum hefur um fátt verið meira rætt í alþjóðamálum en Rússa og hegðun þeirra. En af hverju hegða Rússar sér eins og þeir gera?

Auglýsing

Fáar til­raunir hafa verð gerðar hér­lendis til þess að skýra hegðun Rússa á alþjóða­vett­vangi hin síð­ari ár. En það má spyrja; til hvers? Jú, ein­fald­leg vegna þess að það er eðli manns­ins að vilja skilja hluti. Og að skilja hegðun Rússa er mik­il­vægt, til dæmis vegna þess að þeir eru mik­il­vægir ger­endur í alþjóða­kerf­inu og er þessi grein til­raun til þess.

Þó svo Rúss­land telj­ist ekki lengur til stór­velda er staðan þannig að um fátt annað er rætt í banda­rískum stjórn­málum en Rúss­land og hefur verið svo síðan við­skipta­jöf­ur­inn Don­ald Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna, með minni­hluta atkvæða (46.4% á móti 48.5 fyrir Hill­ary). Rússar eru sak­aðir um að hafa blandað sér í kosn­ing­arnar og hefur verið í gangi rann­sókn á því máli hjá sér­stökum sak­sókn­ara alrík­is­lög­reglu Banda­ríkj­anna, FBI. Sýr­land og ástandið þar, sem er stór­hættu­legt og í raun ógn við heims­frið er einnig stór ástæða.

Fjöl­hern­aður

En þetta er angi af mun stærra og umfangs­meira máli sem teygir sig í raun mörg ár aftur í tím­ann og er einnig hluti af nýju „um­hverfi“ styrj­alda og stríðs­rekst­ur, sem kalla mætti „fjöl­hern­að“ eða eitt­hvað álíka. Á enskri tungu er hug­takið „hybrid-warfare“ notað og eru menn alls ekki á eitt sáttir um það hvað hug­takið þýðir er að stendur fyr­ir.

Auglýsing

En það snýst í raun um að nútíma­hern­aður felur í sér ekki bara notkun á hefð­bundnum stríðstól­um; skot­vopn­um, fall­byssum, flug­vélum og skip­um, heldur eru tölv­ur, hug­bún­aður og ekki síst inter­netið orð­inn veiga­mik­ill þáttur í átökum og styrj­öld­um. „Hy­brid-­stríð“ vísar þá til átaka þar sem öllum þessum vopnum er beitt, sem og öðrum „hlut­um“ eins og menn­ing­ar­leg­um, efna­hags­legum og diplómat­ísku  þátt­um.

Það sem Rússar hafa verið að bralla í þessum efnum fellur undir það sem kallað er Ger­asimov-­kenn­ingin í hern­aði. Hún er sögð koma frá hers­höfð­ingj­anum Val­erí Ger­asimov, sem er yfir­maður rúss­neska her­ráðs­ins síðan í árs­lok ári 2012.

Mon­roe og Bré­snev-­kenn­ingin

Í gegnum tíð­ina hafa stór­veldin not­ast við allskyns kenn­ingar til að hegða sér eftir og rétt­læta hegðun sína út frá. Banda­ríkin hafa til dæmis óspart rétt­lætt afskipti sín af stjórn­málum og efna­hags­lífi í Suður og Mið-Am­er­íku með hinni svoköll­uðu Mon­roe-­kenn­ingu, sem skil­greindi þessi svæði í raun sem áhrifa­svæði og „bak­garð“ Banda­ríkj­anna. Hún er skírð í höf­uðið á James Mon­roe, fyrrum for­seta Banda­ríkj­anna, þó talið sé að John Quincy Adams, utan­rík­is­ráð­herra hafi verið höf­undur henn­ar.

Sov­ét­menn (Rúss­ar) not­uð­ust einnig við Bré­snev-­kenn­ing­una valda­tíma Leoníd Bré­snev frá 1964-1982, en hún kvað á um „rétt“ Sov­éts­ins til afskipta á sínu yfir­ráða­svæði og í fylgi­ríkjum (sattelite states) Sov­ét­ríkj­anna. Í skjóli þess­arar kenn­ingar kæfðu Sov­ét­menn árið 1968 það sem kall­að­ist Vorið í Prag og rúmum ára­tug síðar réð­ust þeir inn í Afganistan og þar með hófust átök sem við erum enn að súpa seyðið af og ekki sér fyrir end­ann á. Tæpum 40 árum síð­ar!

Tölvu­árásir á áhrifa­svæði Rúss­lands

En hvað er þá Ger­asimov-­kenn­ingin og hvernig er henni beitt? Eins og fram hefur komið hér að framan þá snýst hún um þá hug­mynd um að beita í raun öllum mögu­legum með­ulum til þess að veikja and­stæð­ing­inn. En þá getur maður spurt; er þetta ekki það sem alltaf ger­ist í hern­aði? Og svarið er ef til vill jú, en það sem hefur breyst er hin gríð­ar­lega geta til upp­lýs­inga­hern­aðar og trufl­unar á „inn­viða­kerf­um“ á borð við orku­kerfi, við­skipta og fjár­mála­kerfi, fjöl­miðla­kerfi og fleira slíkt. Vitað er til dæmis að mjög umfangs­miklar tölvu­árásir hafa verið gerðar á Eist­land, Georgíu og Úkra­ínu. Allt eru þetta ríki sem voru hluti af gömlu Sov­ét­ríkj­un­um, en eru nú frjáls, en samt hluti af „áhrifa­svæði“ Rúss­lands. Þessi ríki hafa líka átt í miklum deilum við Rússa, sér­stak­lega Georgía, þar sem stutt stríð braust út sum­arið 2008 og stóð í um viku. Átök standa yfir í Úkra­ínu og hafa gert síðan 2014, og inn­lim­aði Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti Krím-skaga aftur til Rúss­lands á vor­dögum 2014. Þetta gerði hann í aðgerð sem í raun á fáa sinn líka á und­an­förnum ára­tug­um. Þarf að fara allt aftur til aðgerða Adolfs Hitlers á fjórða ára­tug síð­ustu ald­ar, til að finna hlið­stæð dæmi.

Kulda­leg sam­skipti

Sam­skipti Rússa og Vest­ur­veld­anna eru nú með allra kaldasta móti. Segja má að vendi­punkt­ur­inn hafi ef til vill verið árið 2007, en þá hélt Vla­dimír Pútin fræga ræðu, „München-ræð­una“ svoköll­uðu á ráð­stefnu um örygg­is­mál í Þýska­landi. Þar má segja að hann hafi hraunað yfir Vest­ur­veldin (sér­stak­lega Banda­rík­in, sem voru þá í grimmi­legum hern­aði í Írak eftir inn­rás 2003) og gagn­rýnt þau harð­lega fyrir það sem kalla mætti „yf­ir­ráð“ (enska; hegemony) þeirra í alþjóða­kerf­inu eftir hrun Sov­ét­ríkj­anna árð 1991. Þá gagn­rýndi hann einnig aust­ur-­stækkun NATO og gaf sterk­lega í skyn að í því sam­bandi hefðu lof­orð verið svik­in. Vakti þessi ræða mjög hörð við­brögð margra ráða­manna á Vest­ur­lönd­um. Spyrja má hvort þetta hafi ekki í raun verið upp­hafið á nýju, köldu stríði á milli Rúss­lands og Vest­ur­veld­anna.

Ári síð­ar, sum­arið 2008, braust út stríð á milli Georgíu og Rúss­lands. Sam­skipti ríkj­anna höfðu lengi verið stirð, enda Georgía búin að  færa sig hressi­lega „til vest­urs“ og meðal ann­ars höfðu Banda­ríkja­menn bæki­stöðvar í land­inu vegna stríðs þeirra í Afganistan, sem hófst árið 2001 (í kjöl­far árásanna á Tví­bura­t­urn­ana). Georgía óskaði eftir aðild að NATO árið 2002, en Rússar mót­mæltu því harð­lega og ekk­ert varð úr.

Hver hóf í raun þetta stutta stríð, sem stóð bara í um viku, er enn umdeilt. En eftir það tók hins vegar við mikil „til­tekt“  og end­ur­skipu­lagn­ing á rúss­nesku hern­að­arma­sk­ín­unni, því þetta stutta stríð dró fram í dags­ljósið frekar dap­urt ástand á rúss­neska hernum varð­andi ýmis­legt; tækni, skipu­lag, birgða og flutn­inga­mál, svo eitt­hvað sé nefnt. Síðan þá má segja að Rússar hafi sett sér ný mark­mið í hern­að­ar­mál­um, sem miða að því að nútíma­væða allar deildir rúss­neska hers­ins. Útgjöld Rússa til hern­að­ar­mála voru árið 2015 um 70 millj­arðar doll­ara, en til sam­an­burðar var nýr útgjalda­pakki sam­þykktur í banda­ríska þing­inu fyrir skömmu sem hljóðar upp á tíu sinnum meira fé, eða um 700 millj­arða doll­ara til hern­að­ar­út­gjalda fyrir árið 2018. Um er að ræða mestu útgjöld til hern­að­ar­mála í sögu Banda­ríkj­anna á einu ári. Árið 2015 var um 1,3 millj­örðum doll­ara eytt til hern­að­ar­mála í heiminum, þar af voru Banda­rík­inu með tæp 40% af þeirri upp­hæð og Rúss­land var í fjórða sæti á eftir Kína og Sádí-­Ar­abíu.

Ég geri Rúss­land meiri­háttar aftur

Allt frá því að Vla­dimír Pútin tók við emb­ætti sem for­seti Rúss­lands hefur hann miðað að því að end­ur­reisa Rúss­land og vekja þjóð­arstolt þess til lífs á ný, því Pútín er bull­andi þjóð­ern­is­sinni. Segja má að ára­tug­ur­inn frá 1991-2001 hafi ein­kennst af sam­felldri nið­ur­læg­ingu rúss­nesks sam­fé­lags. Rúss­land var eins og rekald. Þessi ár ein­kennd­ust líka af taum­lausri valda­bar­áttu lyk­il­hópa innan „elítu“ Rúss­lands, manna i kringum Boris Jeltíns (þá­ver­andi for­seta) og aðila innan við­skipta­lífs­ins. Græðgin stjórn­aði og gríð­ar­legum auð­æfum land­ins var hrein­lega stolið, eða komið í einka­eigu með vafasömum aðferð­um. Þegar Pútin kom til valda, þá setti hanns sér það mark­mið að stöðva þessa þróun og koma skikki á hlut­ina. Það átti líka við um her­inn og allt sem að honum kom. Horfa verður á atburði í Rúss­landi á valda­tíma Pútín með þessum „gler­aug­um.“ En rétt eins og Trump hefur það að mark­miði að gera Amer­íku „meiri­hátt­ar“ (great) aft­ur, þá má segja að Pútín hafi álíka mark­mið, það er að hann ætlar að gera Rúss­land meiri­háttar aft­ur. Pútín vill ná rúss­neska ern­inum á flug aft­ur, er hinn tví­höfða örn er einmitt í skjald­ar­merki Rúss­lands.

Sá raf­ræni hern­að­ur, sem ræddur var hér á und­an, er þetta fram­tíð­in? Svarið hlýtur að vera já. Aldrei í sögu mann­kyns­ins hefur getan á sviði upp­lýs­inga og tölvu­hern­aðar verið jafn­mikil og nú. Og það eru allir sem hlut eiga að máli, að fást við þetta, öll stór­veld­in, ekki bara Rúss­ar. Vægi þess­arar teg­undar hern­aðar hefur bara auk­ist og á senni­lega eftir að aukast enn frek­ar. Einn veiga­mik­ill þáttur hern­aðar er að blekkja and­stæð­ing­inn og veikja hann á allan mögu­legan hátt. Sú upp­lýs­inga­tækni sem hern­að­ar­yf­ir­völd ráða nú yfir er stór­brotin og gengur út á þetta. Og hvort það sem gert er gert í skjóli ein­hverra nafna á borð við „Ger­asimov-­kenn­ing­in“ eða eitt­hvað ann­að, skiptir kannski ekki öllu máli. Það sem skiptir máli eru frið­sam­leg sam­skipti. Stríð þýðir eyði­legg­ingu, dauða og ofbeldi. Og því miður er ekki mjög frið­væn­legt á mörgum svæðum í heim­inum einmitt nú og lýð­ræði víða í hættu. Við ættum að huga alvar­lega að því.

Höf­undur er MA í stjórn­málum A-Evr­ópu frá Upp­sala-há­skóla.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar