Jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar óháð íþrótt og efnahag

Sverrir Kári Karlsson frambjóðandi Framsóknar í Kópavogi vekur athygli á kostnaðarlið foreldra með börn í íþróttastarfi í Kópavogi.

Auglýsing

Íbúar Kópavogs fara ekki varhluta af því fjölbreytta íþróttalífi sem einkennir íþróttabæjarfélagið Kópavog.  Nánast er hægt að fullyrða að hver einasta fjölskylda í bænum tengist eða eigi barn í einhverskonar íþróttastarfi.

Hreyfing og fræðsla er nauðsynlegur hluti af uppeldi barna og það starf sem á sér stað innan íþróttahreyfingarinnar er að mörgu leyti mjög gott, aðstaðan til fyrirmyndar og starf félaganna öflugt.

Allt þetta starf kostar hins vegar umtalsverða fjármuni sem að stórum hluta leggst á foreldra iðkenda. Kostnaðarhlutdeild iðkenda er því miður orðin slík að ekki aðeins launalægri fjölskyldur veigra sér við kostnaðinum, heldur eiga millitekjufjölskyldur einnig í vandræðum með að standa skil á honum. Möguleikar barna til að stunda fleiri en eina íþrótt eða tómstund eru nánast útilokaðir.

Auglýsing

Þá má velta því upp hvort æfingaálag barna sé of mikið, enda hefur verið sýnt fram á að fylgni fjölda æfingastunda í skipulögðu starfi barna undir 12 ára aldri og langtíma árangurs er hverfandi. Samspil æfinga og leiks er talið vega mun þyngra á mótunarárum einstaklings.

Hérlendis byrjum við fyrr á skipulögðu starfi, æfum oftar og við borgum margfalt meira fyrir starfið miðaða við nágrannalöndin. Að auki er sjaldnast neitt innifalið í grunnæfingagjöldum, og því er raunkostnaður við iðkun oftast töluvert hærri en þau segja til um.

Af þessu leiðir að kostnaður barnafjölskyldna við íþróttastarf hefur aldrei verið hærri þrátt fyrir að bæjarfélagið leggi til frístundarstyrk sem hefur hækkað með hverju árinu. Það hefur hins vegar sýnt sig að þær hækkanir frístundarstyrksins duga skammt á móti þeim hækkunum sem lagst hafa beint á fjölskyldur iðkenda.

Þessi þróun getur ekki haldið áfram og nýrra leiða þarf að leita til að koma til móts við fjölskyldur með börn í íþróttastarfi, bæði hvað varðar hófsemd í kostnaðarþátttöku og hófsemd í æfingaálagi. Brýn þörf er á sterkari stefnumörkun um hvernig opinberum fjármunum skuli varið þegar kemur að íþrótta og tómstundastarfi. Hver séu markmið bæjarfélagsins með stuðningi við íþróttastarf og aðrar tómstundir barna? Á grunni slíkrar stefnumörkunar yrði öll eftirfylgni með því hvort fjárútlát bæjarfélagsins skili árangri markvissari í framhaldinu.

Með framboði mínu til bæjarstjórnar í Kópavogi mun ég leggja áherslu á að berjast fyrir lækkun kostnaðar við íþrótta og tómstundarstarf í sveitafélaginu og að Kópavogur verði leiðandi í stefnumótun starfs sem býður upp á meiri sveigjanleika sem mun henta öllum, ekki aðeins þeim efnameiri. Þá fyrst verður loforð Kópavogs um jöfnuð til íþróttaiðkunar óháð íþrótt og efnahag ekki aðeins orðin tóm.

Höfundur er verkfræðingur og þriggja barna faðir sem skipar 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar