Sæl Katrín,
Haukur Hilmarsson hefur nú verið týndur í 48 daga. Enn sem komið er liggur engin ótvíræð staðfesting fyrir um að hann hafi látið lífið í árásum Tyrklandshers á Afrin í Sýrlandi í febrúar síðastliðnum, líkt og fyrstu fréttir af hvarfi hans gerðu ráð fyrir. Það þýðir að engar upplýsingar hafa fengist um örlög hans síðustu 48 daga og þar af leiðandi óljóst hvort jafnvel þurfi að grípa til lífsnauðsynlegra aðgerða honum til aðstoðar.
Haukur hefur alla tíð, á Íslandi jafnt sem annarsstaðar, barist fyrir pólitískum hugsjónum sínum: frelsi, jöfnuði og náttúruvernd, ferðafrelsi og réttindum flóttafólks og innflytjenda, heimi án arðráns og pólitískra landamæra, samfélagi án kapítalisma, kynjamisréttis, kynþáttahyggju og annarrar mismununar. Fyrir þessum hugsjónum barðist Haukur einnig í Raqqa og Rojava í Sýrlandi.
Þessar hugsjónir eru náskyldar þeim málefnum sem flokkur þinn, Vinstrihreyfingin grænt framboð, hefur ætíð haft að sínum hugmyndafræðilegu grunnstoðum.
Síðasta rúma mánuðinn hefur Utanríkisráðuneytið, undir stjórn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, unnið að málinu fyrir hönd íslenska ríkisins. Eftir langa og óútskýrða bið var fjölskyldu Hauks nýlega afhentur einungis lítill hluti gagnanna sem til eru í ráðuneytinu um þá vinnu. Í stuttu máli eru þau gögn bæði samhengislaus og innihaldsrýr og skila hvorki upplýsandi niðurstöðum né nokkrum vísbendingum um afdrif Hauks.
Af gögnunum að dæma, sem og samskiptum ráðuneytisins við aðstandendur, virðist sem athugun ráðuneytisins hafi verið gerð með sem minnstri fyrirhöfn og með það fyrir augum að styggja ekki tyrknesk yfirvöld – þau sömu og talin eru hafa sært, handsamað eða jafnvel myrt Hauk. Líklegt er að í baklandi Guðlaugs Þórs sé ekki pólitískur vilji til þess að málinu sé sinnt af heilindum. Fjölskylda og vinir Hauks hafa því réttmætar ástæður til að óttast að nú, eftir afhendingu gagnanna, sé athugun Utanríkiráðuneytisins á afdrifum hans komin í blindgötu. Þess vegna íhugar nú hópur úr röðum aðstandenda Hauks að fara til Afrin og leita hans þar.
Fjölskylda Hauks og vinir hafa rannsakað málið eins kyrfilega og þeim er unnt. Þó hefur enn ekkert komið fram sem staðfestir hvað varð um Hauk. Hvorki hafa fundist ummerki um hann, lífs eða liðinn, né hefur tekist að hafa uppi á sjónarvottum sem geta staðfest fréttir af afdrifum hans. Aftur á móti bendir margt til þess að í kringum fyrstu viku febrúar hafi verið tilkynnt um hvarf hans eftir árás Tyrklandshers á svæðið og í kjölfarið hafi hans verið leitað í nærliggjandi þorpum og spítölum án árangurs. Svo virðist sem einungis þess vegna hafi hann verið álitinn látinn.
Sé Haukur hins vegar á lífi er ekki ólíklegt að hann sé í haldi tyrkneskra stjórnvalda eða bandamanna þeirra, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svo sé ekki. Augljóst er að á meðan ekki hafa borist neinar óyggjandi staðfestingar á láti Hauks er engin ástæða til að útiloka að hann sé á lífi. Hver klukkustund getur því skipt miklu máli – einnig í dag, 48 dögum eftir að fyrstu fréttir bárust af hvarfi hans.
Við, undirrituð, getum ekki staðið þögul hjá og horft aðgerðalaus upp á frekari vanrækslu stjórnvalda í þessu máli. Þess vegna skorum við á þig að beita þér tafarlaust í máli Hauks með eftirfarandi hætti:
- Reynt verði eftir öllum tiltækum leiðum að komast að því hvaðan tyrkneskir fjölmiðlar fengu þær upplýsingar að lík Hauks yrði sent til Íslands, eins og kom fram í flestum þeirra frétta sem birtust fyrst af málinu. Hið sama gildi um upplýsingar, sem Mbl.is hafði eftir kúrdískum blaðamanni í Sýrlandi, þess efnis að lík Hauks væri í höndum Tyrklandshers. Ekki verði staðar numið við yfirlýsingar tyrkneskra yfirvalda hvað þessar spurningar varðar, heldur verði óháðir aðilar fengnir til að komast að því hvort upplýsingarnar eigi við rök að styðjast.
- Sé Haukur í haldi tyrkneskra yfirvalda eða bandamanna þeirra, lífs eða liðinn, beiti íslenska ríkið sér af fullum þunga til að fá hann til Íslands.
- Aðstandendum Hauks verði tryggður fullnægjandi aðgangur að þeim gögnum sem varða framgang og niðurstöður athugunar íslenskra stjórnvalda á hvarfi hans.
- Íslensk yfirvöld sæki formlega um leyfi frá tyrkneskum stjórnvöldum (eða öðrum viðeigandi stofnunum eða stjórnvöldum) fyrir því að hópur úr röðum aðstandenda Hauks fái að ferðast óáreittur til Afrin þar sem hópurinn getur leitað hans, en tyrknesk stjórnvöld fara nú að eigin sögn með stjórn svæðisins.
Alexandra Baldursdóttir, tónlistarkona
Alexandra Hrönn Ólafsdóttir, póststarfsmaður
Almar Erlingsson
Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, myndlistarkona
Andri Snær Magnason, rithöfundur
Andri Þorsteinsson, nemi
Angela Rawlings, skáld
Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri
Anna Björk Einarsdóttir
Anna Eyjólfsdóttir, myndlistarmaður
Anna Kristín B. Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur
Anna Margrét Óskarsdóttir, förðunarfræðingur
Anna María Ingibergsdóttir, háskólanemi
Anna Sigríður Ólafsdóttir, háskólanemi
Anna Þórsdóttir, flugfreyja
Anna Rún Tryggvadóttir, myndlistarmaður
Anton Helgi Jónsson, rithöfundur
Antonios Alexandridis, mannfræðingur
Ari Björn Ólafsson, forritari
Ari Alexander Ergis Magnússon, kvikmyndagerðarmaður
Arnaldur Finnsson, ritstjóri
Arnar Pétursson, tónlistarmaður
Arndís Einarsdóttir, nuddari
Atli Haukur Örvar, námsmaður
Auður Vala Eggertsdóttir, kaffibarþjónn
Auður Viðarsdóttir, tónlistarkona og verkefnastýra
Ágústa Hera Harðardóttir, verkefnastjóri
Árdís Kristín Ingvarsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands
Árni Brynjar Dagsson, nemandi og slökkviliðsmaður
Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur
Árni Pétur Guðjónsson, leikari
Árni Magnússon, kvikmyndagerðarmaður
Árni Sveinsson, kvikmyndagerðarmaður
Árni Vilhjálmsson, tónlistarmaður
Ása Dýradóttir, tónlistarmaður
Ásgeir Bjarni Ásgeirsson, húsasmiður
Ásgeir H. Ingólfsson, blaðamaður og skáld
Ásgeir Þór Tómasson
Áslaug Einarsdóttir, kvikmyndagerðakona og framkvæmdastýra Stelpur rokka!
Áslaug Leifsdóttir, framhaldsskólakennari
Ásmundur Ásmundsson, myndlistarmaður
Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari
Benedikt Reynisson, markaðs- og kynningarstjóri
Benjamín Julian, stuðningsfulltrúi
Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, leikkona og kennari
Berglind Ágústsdóttir, myndlistar- og tónlistarkona
Bergljót Hjartardóttir, nemi
Bergljót Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Bergþóra Einarsdóttir, ljóðskáld og jógakennari
Bergþóra Snæbjörnsdóttir, skáld
Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri
Birgitta Jónsdóttir, skáld og aktívisti
Birna Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri
Birna Þórðardóttir
Bjarki Þór Sólmundsson, matreiðslumaður
Bjarni Jón Sveinbjörnsson, nemi
Bjarni Jónsson, sölustjóri
Bjarni Guðbjörnsson, sagnfræðingur
Björg Sveinbjörnsdóttir, kennari
Björgvin Júlíus Ásgeirsson, nemi
Björk Hólm Þorsteinsdóttir, þjóðfræðingur
Björn Árnason, ljósmyndari
Björn Þorsteinsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands
Borghildur Hauksdóttir, markaðsstjóri
Bragi Páll Sigurðarson, skáld
Bryndís Björnsdóttir, listamaður
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, myndlistarkona
Brynhildur Karlsdóttir, listakona
Dana María Chammuch, námsmaður
Daníel Friðrik Böðvarsson, tónlistarmaður
Daníel Pálsson, starfsmaður á veitingahúsi
Daníel Þórðarson, þjálfari
Darri Hilmarsson, starfsmaður á veitingahúsi
Dean Ferrell, tónlistarmaður
Díana Ósk Óskarsdóttir, sjúkrahúsprestur á LSH
Dóra Jóhannsdóttir, leikkona
Egill Arnarson, ritstjóri
Egill Samson Finnbogason
Egill Sæbjörnsson, listamaður
Egill Viðarsson, þjóðfræðingur og tónlistamaður
Eiríkur Dan Jensen, sjálfvirkniverkfræðingur
Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur
Elínborg Harpa Önundardóttir, nemi við Landbúnaðarháskóla Íslands
Elísabet Birta Sveinsdóttir, listamaður
Elísabet Kristín Jökulsdóttir, skáldkona
Ellen Kristjánsdóttir, söngkona
Ellen Óladóttir, stuðningsfulltrúi
Elvar Geir Sævarsson, tónlistarmaður
Erla E. Völudóttir, þýðandi
Erla Grímsdóttir, nemi
Erling T.V. Klingenberg, myndlistarmaður og stjórnarmeðlimur Kling & Bang
Erna Elínbjörg Skúladóttir, myndlistamaður
Erpur Eyvindarson, fjöllistamaður
Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, hljóðmaður, tónlistarmaður og starfsmaður Kvikmyndasafns Íslands
Eva Berger, sviðs- og búningahönnuður
Eva Dagbjört Óladóttir, þýðandi
Eva Guðbrandsdóttir, verslunarstjóri
Eva Rún Snorradóttir, sviðslistakona
Eva Vala Guðjónsdóttir, búningahönnuður
Eydís Líf Ágústsdóttir, nemi
Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, háskólanemi
Eyþór Gunnarsson, tónlistarmaður
Fatou N’dure Baboudóttir, mannfræðingur og fjármálastjóri
Finnur G. Olguson
Fritz Már Berndsen Jörgensson, prestur hjá Íslensku Þjóðkirkjunni
Frosti Jón Runólfsson, verkamaður
Garðar Örn Garðarsson, sérfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu
Gaukur Úlfarsson, kvikmyndagerðamaður
Geirharður Þorsteinsson, háskólanemi
Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams, framkvæmdarstjóri
Gígja Sara Björnsson, sviðshöfundur
Gréta Morthens, nemi
Gréta Ósk Sigurðardóttir, bóndi og listamaður
Gréta Rún Ólafsdóttir
Grímur Bjarnason, ljósmyndari
Grímur Lárusson, nemi
Grímur Örn Grímsson, þjónn
Guðbjörg Lena Ólafsdóttir, húsmóðir
Guðbjörg Thoroddsen, leikari, kennari og ráðgjafi
Guðbjörn Dan Gunnarsson, forstjóri
Guðbrandur Loki Rúnarsson, kvikmyndagerðarmaður og sölustjóri
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, myndlistarmaður
Guðmundur Ármannsson, kúabóndi
Guðmundur Ingi Þorvaldsson, listamaður og lektor í sviðslistum
Guðmundur Már H. Beck, byggingaverkamaður, Eyjafjarðarsveit
Guðmundur S. Brynjólfsson, rithöfundur og djákni
Guðni Elísson, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands
Guðrún Ásta Tryggvadóttir, grunnskólakennari, Seyðisfirði
Guðrún Elsa Bragadóttir, bókmenntafræðingur
Guðrún Heiður Ísaksdóttir, myndlistamaður
Guðrún Helga Sigurðardóttir, kennaranemi
Guðrún Schmidt, náttúrufræðingur
Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Gunnar Jónsson, listamaður
Gunnar Jónsson, tónlistarmaður
Gunnar Ragnar Sveinbjörnsson, sjómaður
Gunnhildur Hauksdóttir, myndlistarkona
Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir, ljósmyndari
Halldór Dagur Benediktsson, hársnyrtimeistari
Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona
Halldóra Guðrún Ísleifsdóttir, hönnuður
Hanna Bryndís Heimisdóttir, nemandi
Hanna Kristín Birgisdóttir, myndlistarmaður
Haraldur Jónsson, myndlistarmaður
Harpa Einarsdóttir, hönnuður og listamaður
Haukur Már Helgason, rithöfundur
Haukur Valdimar Pálsson, kvikmyndagerðarmaður
Hákon Jens Behrens, rithöfundur
Heiða B. Heiðars, markaðs og auglýsingastjóri
Heiða Hafdísardóttir, ritari
Heiða Karen Sæbergsdóttir, stuðningsfulltrúi
Heiðrún Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri
Helena Magneu- og Stefánsdóttir, kvikmyndagerðarkona
Helga Baldvins Bjargardóttir, lögfræðingur
Helga Bjarnadóttir, pædagog, Kaupmannahöfn
Helga G. Óskarsdóttir, listamaður, kennari og ritstjóri
Helga Katrín Tryggvadóttir, doktorsnemi
Helga María Hafsteinsdóttir, húsmóðir
Helga Rún Heimisdóttir, nemandi og aðstoðarmaður á dýraspítala
Helga Völundardóttir, húsfreyja og athafnakona
Helga Þórsdóttir, verkefnastjóri hjá Byggðasafni Vestfjarða
Helgi Grímur Hermannsson, listnemi
Helgi Jóhann Hauksson, kennari og ljósmyndari
Helgi Þórsson, myndlistarmaður
Hekla Magnúsdóttir, tónlistarmaður
Herdís Magnea Hübner, grunnskólakennari
Hermann Stefánsson, rithöfundur
Hertha Richardt Úlfarsdóttir, listamaður og rithöfundur
Hildur Harðardóttir, nemi og bóksali
Hildur Þóra Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur
Hjalti Hrafn Hafþórsson, heimspekingur
Hjálmar Guðmundsson, málari
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi
Hjördís Heiða Björnsdóttir, verslunarmaður
Hlín Ólafsdóttir, myndlistarmaður
Hlynur Snær Andrason, nemi
Hrafn Fritzson, kokkur og nemi
Hrafn M. Norðdahl, ellilífeyrisþegi
Hugleikur Dagsson, höfundur
Hugljúf Dan Jensen Hauksdóttir, sjúkraliði
Hulda Rós Guðnadóttir, myndlistarmaður
Ilmur Stefánsdóttir, myndlistarkona
Indriði Arnar Ingólfsson, tónlistarmyndlistarmaður
Inga Magnes Weisshappel, tónskáld
Ingibjörg Magnadóttir, myndlistarmaður, leikritaskáld og leikstjóri
Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanóleikari
Ingvar Á. Þórisson, kvikmyndagerðarmaður
Ísak Hinriksson, nemi
Ísak Ívarsson, rafeindavirki
Jakob Veigar Sigurðsson, myndlistarmaður og byggingatæknifræðingur
Jamie McQuilkin, tækniþróunarstjóri
Jason Thomas Slade, Universal Zulu Nation
José Diogo
Jóhann Dan Jensen, námsmaður
Jóhann Helgi Heiðdal, heimspekingur
Jóhann Ludwig Torfason, myndlistarmaður og forstöðumaður verkstæða Listaháskóla Íslands
Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, myndlistarmaður
Jón Alfreð Hassing Olgeirsson, tæknimaður
Jón Atli Jónasson, rithöfundur
Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður og nemi
Jón Levy Guðmundsson, forritari
Jón Örn Loðmfjörð, ljóðskáld
Jón Snorrason, hjúkrunarfræðingur
Jón Thoroddsen, forritari
Jón Þórisson, arkitekt
Jórunn Edda Helgadóttir, alþjóðalögfræðingur
Júlía Margrét Einarsdóttir, rithöfundur
Júlía Mogensen, tónlistarmaður
Júlíana Garðarsdóttir, einkaþjálfari
Júlíus Dan Jensen, námsmaður
Kari Ósk Grétudóttir Ege, myndlistarmaður
Kári Páll Óskarsson, íslenskukennari
Karlotta J. Blöndal, starfar við myndlist
Katla Ísaksdóttir, lífeyrisþegi
Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, myndlistarmaður
Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur
Katrín Ólafsdóttir, kvikmyndagerðarmaður
Katrína Mogensen, tónlistarmaður
Kári Sturluson, verkefnastjóri
Kleópatra Mjöll, námsmaður og öryrki
Kolbeinn Hugi Höskuldsson, myndlistarmaður
Kolbrún Pálína Hafþórsdóttir, öryrki
Kolbrún Kristínardóttir Anderson
Kolbrún Ýr Einarsdóttir, myndlistarmaður
Kolfinna Kristófersdóttir, húðflúrari
Kolfinna Nikulásdóttir, leikstjóri
Kristín Anna Hermannsdóttir, þjóðfræðingur
Kristín Einarsdóttir, doktorsnemi
Kristín Eiríksdóttir, rithöfundur
Kristín Emelie Benediktsdóttir, kennari
Kristín Erna Jónsdóttir, móðir
Kristín Jónsdóttir, leiðsögumaður og þýðandi
Kristín Karólína Helgadóttir, myndlistarmaður
Kristín Linda Ólafsdóttir Rae, forstöðukona
Kristín María Björnsdóttir, í skrifstofustarfi
Kristín Ómarsdóttir, rithöfundur
Kristín Svava Tómasdóttir, rithöfundur
Kristján Guðjónsson, blaðamaður.
Kristján Loðmfjörð, kvikmyndagerðarmaður
Laura M. Wauters, formaður LABOvzw – movement for critical citizenship
Lára Daníelsdóttir, kaffiþjónn
Lára Kristín Margrétardóttir, leiklistarnemi
Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði
Leifur Ýmir Eyjólfsson, myndlistarmaður
Leonóra Dan Gústafsdóttir, starfsmaður á veitingastað
Linda Guðmundsdóttir, mannfræðingur
Linus Orri Gunnarsson Cederborg, húsasmíðanemi og tónlistarmaður
Lísbet Harðardóttir, húsamálari
Logi Bjarnason, myndlistarmaður
Logi Pedro Stefánsson, tónlistarmaður
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, teiknari
Lukasz Stencel, kaffibrennslumeistari
Magga Stína, tónlistarkona
Magnea Björk Valdimarsdóttir, leikkona og leikstjóri
Magnús Árnason, myndlistarmaður
Magnús Þór Snæbjörnsson
Margrét H. Blöndal, myndlistarmaður
María Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri
María Pétursdóttir, myndlistamaður og kennari
Markús Hjaltason, tæknimaður
Megas, tónlistarmaður
Melkorka Ólafsdóttir, tónlistarkona
Mikael Torfason, rithöfundur
Milad Salehpour, tjónaviðgerðir
Mist Rúnarsdóttir, kennari
Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktorsnemi í heimspeki
Navid Nouri, starfsmaður í vélasal
Níels Unnsteinn Sigurðsson
Nína Óskarsdóttir, myndlistarmaður
Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur
Oddný Eva Thorsteinsson, háskólanemi
Oddur S. Báruson, tónlistarmaður
Ófeigur Sigurðsson, rithöfundur
Ólafur Orri Guðmundsson, framkvæmdastjóri Býli andans
Ólafur Ólafsson, myndlistarmaður
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, listamaður
Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í sagnfræði
Ósk Vilhjálmsdóttir, myndlistarmaður
Palli Banine, listamaður
Páll Haukur Björnsson, myndlistarmaður
Páll Heiðar Aadnegard, vélvirki
Páll Óskar Hjálmtýsson, söngvari
Páll Zophanias Pálsson, leiðsögumaður
Pétur Örn Björnsson, arkitekt
Plume, ræstitæknir og sjálfstætt módel
Pontus Järvstad, félagsliði
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður
Ragnar Ingi Magnússon, kvikmyndagerðarmaður
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, fyrrverandi þulur
Ragnheiður Eiríksdóttir, tónlistarmaður
Ragnheiður Esther Briem, listakona og mamma
Ragnheiður Freyja Kristínardóttir, aðstoðarkona hjá NPA
Ragnhildur Jóhanns, myndlistarmaður
Ragnhildur Jónsdóttir, stuðningsfulltrúi
Ragnhildur Lára Weisshappel, myndlistamaður og húsmóðir
Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson, listamaður
Ragnhildur Stefánsdóttir, myndhöggvari
Rakel McMahon, myndlistarkona
Richard Scobie, handritshöfundur
Ríkharður Valtingojer, myndlistarmaður
Rósa Valtingojer, verkefnastjóri Sköpunarmiðstöðvarinnar
Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri
Rúnar Jóhannesson, gullsmiður
Saga Ásgeirsdóttir, grænmetisræktandi
Saga Sig, ljósmyndari
Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, sviðslistanemi
Samantha Sjöfn Green, starfsmaður á frístundaheimili
Sara Riel, myndlistarmaður
Seia Heleen van den Munckhof
Sigríður María Sigurjónsdóttir, fatahönnuður
Sigríður Þóra Óðinsdóttir, verkefnisstjóri og listamaður
Sigríður Eyþórsdóttir, tónlistarkona
Sigríður Láretta Jónsdóttir, leikkona og frístundaleiðbeinandi
Sigrún Hallsdóttir, sölustjóri
Sigurður Gunnarsson, ljósmyndari
Sigurður Harðarson, hjúkrunarfræðingur
Sigurður Hólm Lárusson, gítarleikari
Sigurður Hólmar Guðmundson, rafvirki
Sigurður Ingólfsson, hagfræðingur
Sigurður Pétur Hilmarsson, bifvélavirki
Sigurður Trausti Traustason, safnafræðingur
Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor við Háskóla Íslands
Sigurlaug Didda Jónsdóttir, mamma og skáldkona
Sigurlaug Gísladóttir, tónlistarkona
Sigurþór Hallbjörnsson, ljósmyndari
Sindri Freyr Steinsson, tónlistarmaður
Sirra Sigrún Sigurðardóttir, myndlistamaður og verkefnisstjóri
Snjólaug Sigurjónsdóttir, félagsráðgjafi
Snorri Páll Jónsson, lausamaður
Snæbjörn Brynjarsson, rithöfundur
Sóley Stefánsdóttir, tónlistarkona
Sólkatla Ólafsdóttir, nemi
Sólrún Friðriksdóttir, myndlistarmaður og grunnskólakennari
Sólveig Alda Halldórsdóttir, listamaður
Sólveig Anna Jónsdóttir, verðandi formaður Eflingar
Sólveig Pálsdóttir, myndlistarmaður og kennari
Stefán Snær Grétarsson, grafískur hönnuður
Steinar Bragi, rithöfundur
Steingrímur Dúi Másson, kvikmyndagerðarmaður
Steingrímur Eyfjörð, myndlistarmaður
Steinunn Harðardóttir, listamaður
Steinunn Gunnlaugsdóttir, listamaður
Steinunn Lukka Sigurðardóttir, myndlistarkona
Steinunn Marta Önnudóttir, listamaður
Styrmir Sigurðsson, kvikmyndagerðarmaður
Sumarrós María S. Óskarsdóttir, sölufulltrúi heilsuvara
Sunneva Ása Weisshappel, listamaður
Svala Grímsdóttir, nemi
Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra
Sveinbjörg Bjarnadóttir, garðyrkjukona
Sylvía Lind Ingólfsdóttir Briem, þjónn og barþjónn
Sölvi Björn Sigurðsson, rithöfundur
Tanya Pollock, seiðkona og tónlistarkona
Thomas Brorsen Smidt, kynjafræðingur
Tinna Grétarsdóttir, mannfræðingur
Tómas Gabríel Benjamin, blaðamaður
Tómas R. Einarsson, tónlistarmaður
Ugla Egilsdóttir, nemi og stuðningsfulltrúi
Una Margrét Árnadóttir, myndlistarmaður
Una Sigurðardóttir, listamaður og verkefnastjóri Sköpunarmiðstöðvarinnar
Unnar Örn, myndlistarmaður
Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður
Unnur Andrea Einarsdóttir, listamaður
Úlfar Þormóðsson, rithöfundur
Úlfhildur Ólafsdóttir, mannfræðingur
Vala Höskuldsdóttir, sviðslistakona
Valur Brynjar Antonsson, heimspekikennari
Valur Snær Gunnarsson, blaðamaður og rithöfundur
Védís Vaka Vignisdóttir, framleiðslusérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli
Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi
Viðar Hreinsson, sjálfstætt starfandi bókmenntafræðingur
Viðar Þorsteinsson, stundakennari
Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur og kennari
Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra
Walter Geir Grímsson, verkamaður
Ýmir Grönvold, myndlistarmaður
Zakarías Herman Gunnarsson, tónlistarmaður
Þorbjörn Þorgeirsson, sviðsmaður
Þorgerður Ólafsdóttir, myndlistarmaður og formaður stjórnar Nýlistasafnsins
Þorgerður Sigurðardóttir, leir- og myndlistakona
Þorlákur Hilmar Morthens, myndlistarmaður
Þorleifur Örn Arnason, leikstjóri
Þorvaldur Ó. Guðlaugsson, grafíkhönnuður
Þór Sigurðsson, leiðsögumaður
Þóra Hjörleifsdóttir, kennari
Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson, rafeindavirki
Þórarinn Leifsson, rithöfundur
Þórdís A. Sigurðardóttir, myndlistarmaður
Þórdís Aðalsteinsdóttir, myndlistarmaður
Þórdís Gerður Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og tónlistarmaður
Þórður Ingi Jónsson, tónlistar- og blaðamaður
Þórhildur Halla Jónsdóttir, iðn- og meistaranemi
Þórir Bogason, tónlistarmaður
Þórir Gunnar Jónsson, jöklaleiðsögumaður
Þröstur Heiðar Jónsson, múrari
Þröstur Þorbjörnsson, tónlistarmaður og kennari
Þuríður Blær Jóhannsdóttir, leikkona og rappari
Þuríður Rúrí Fannberg, myndlistarmaður
Örn Alexander Ámundason, myndlistarmaður
Örn Árnason, kvikmyndagerðarmaður
Örvar Smárason, tónlistarmaður