Húsnæði, ekki bara fyrir suma

Oddviti Pírata í Reykjanesbæ skrifar um húsnæðismál.

Auglýsing

Við þurfum öll þak yfir okkur. Það er ekki verra þó með fylgi klósett, rafmagn, jafnvel nettenging. Um leið og okkur er ekki kalt á veturna og það er rennandi vatn þá er flestum okkar þörfum fullnægt. En af einhverjum völdum virðast þessi sjálfsögðu réttindi verða að fátæktargildru. Hvernig stendur á því að æ fleiri hafa ekki efni á öruggu húsaskjóli?

Við þurfum mannvænni leigumarkað. Með stórum fjölskylduíbúðum, litlum smáhýsum fyrir einstæðinga og alla fjölbreytnina þar á milli. Ef húsnæðismarkaðurinn væri stigi, þá væri það stigi þar sem neðstu tröppuna vantaði. Af því sumt fólk nær ekki fyrsta stökkinu inn í öruggt húsaskjól.

Ímyndum okkur í smástund að Ísland væri þannig að það borgaði sig fyrir verktaka að byggja litlar íbúðir og smáhýsi. Af því stjórnvöld sæju til þess að markaðurinn virkaði þannig. Ímyndum okkur í smástund að þegar talað væri fyrir lausnum að sérfræðingar á vegum Samtaka atvinnulífsins myndu ekki stökkva í veg fyrir boltann og passa upp á að hann næði ekki í mark. Fólk á íslenskum leigumarkaði er svolítið eins og áhugamannafótboltalið að keppa við besta markmann í heimi. Markmaðurinn ver allar tilraunir til að koma sér í skjól og jafnvel þegar einhver skorar, mætir dómarinn, stjórnmálaelítan og hæstiréttur, og dæmir markið ógilt.

Auglýsing

Ef Norðurlöndin geta þetta þá hljótum við að geta þetta líka. Þar kaupa einstaklingar sér litlar íbúðir eða leigja þegar þeir byrja á vinnumarkaðnum og eru því ekki fastir í klóm fátæktar eins og megin þorri Íslendinga sem að borga allt frá 50-75% af heildar tekjum sínum í leigu. Lausnin er að bjóða þeim sem að vilja byggja smátt afslætti af gatnagerðargjöldum og lóðaverði. Einnig væri nauðsynlegt að ryðja veginn fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Eyglóarlögin áttu að  skapa aðstæður fyrir sterk leigufélög og stuðla að lægri leigu, en þessi lög hafa haft þveröfug áhrif því hér eru komin risastór leigufélög sem stjórna leiguverði og keyra það upp. Það er komin tími á breytingar og allir verða að axla ábyrgð, það er neyðarástand á húsnæðismarkaði í dag og við leysum það ekki með því að byggja lúxusíbúðir.

Höfundur er oddviti Pírata í Reykjanesbæ.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar