Húsnæði, ekki bara fyrir suma

Oddviti Pírata í Reykjanesbæ skrifar um húsnæðismál.

Auglýsing

Við þurfum öll þak yfir okk­ur. Það er ekki verra þó með fylgi kló­sett, raf­magn, jafn­vel netteng­ing. Um leið og okkur er ekki kalt á vet­urna og það er renn­andi vatn þá er flestum okkar þörfum full­nægt. En af ein­hverjum völdum virð­ast þessi sjálf­sögðu rétt­indi verða að fátækt­ar­gildru. Hvernig stendur á því að æ fleiri hafa ekki efni á öruggu húsa­skjóli?

Við þurfum mann­vænni leigu­mark­að. Með stórum fjöl­skyldu­í­búð­um, litlum smá­hýsum fyrir ein­stæð­inga og alla fjöl­breytn­ina þar á milli. Ef hús­næð­is­mark­að­ur­inn væri stigi, þá væri það stigi þar sem neðstu tröpp­una vant­aði. Af því sumt fólk nær ekki fyrsta stökk­inu inn í öruggt húsa­skjól.

Ímyndum okkur í smá­stund að Ísland væri þannig að það borg­aði sig fyrir verk­taka að byggja litlar íbúðir og smá­hýsi. Af því stjórn­völd sæju til þess að mark­að­ur­inn virk­aði þannig. Ímyndum okkur í smá­stund að þegar talað væri fyrir lausnum að sér­fræð­ingar á vegum Sam­taka atvinnu­lífs­ins myndu ekki stökkva í veg fyrir bolt­ann og passa upp á að hann næði ekki í mark. Fólk á íslenskum leigu­mark­aði er svo­lítið eins og áhuga­manna­fót­boltalið að keppa við besta mark­mann í heimi. Mark­mað­ur­inn ver allar til­raunir til að koma sér í skjól og jafn­vel þegar ein­hver skor­ar, mætir dóm­ar­inn, stjórn­mála­el­ítan og hæsti­rétt­ur, og dæmir markið ógilt.

Auglýsing

Ef Norð­ur­löndin geta þetta þá hljótum við að geta þetta líka. Þar kaupa ein­stak­lingar sér litlar íbúðir eða leigja þegar þeir byrja á vinnu­mark­aðnum og eru því ekki fastir í klóm fátæktar eins og megin þorri Íslend­inga sem að borga allt frá 50-75% af heildar tekjum sínum í leigu. Lausnin er að bjóða þeim sem að vilja byggja smátt afslætti af gatna­gerð­ar­gjöldum og lóða­verði. Einnig væri nauð­syn­legt að ryðja veg­inn fyrir óhagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög. Eygló­ar­lögin áttu að  skapa aðstæður fyrir sterk leigu­fé­lög og stuðla að lægri leigu, en þessi lög hafa haft þver­öfug áhrif því hér eru komin risa­stór leigu­fé­lög sem stjórna leigu­verði og keyra það upp. Það er komin tími á breyt­ingar og allir verða að axla ábyrgð, það er neyð­ar­á­stand á hús­næð­is­mark­aði í dag og við leysum það ekki með því að byggja lúxus­í­búð­ir.

Höf­undur er odd­viti Pírata í Reykja­nes­bæ.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Hlutverk Samfylkingar að leiða saman öfl til að mynda græna félagshyggjustjórn að ári
Formaður Samfylkingarinnar segir að skipta þurfi um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af Íslandi gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virki og hvernig verðmæti verði til.
Kjarninn 1. október 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Við erum ýmsu vön hér á hjara veraldar“
Forsætisráðherra segir að hvetja þurfi til einkafjárfestingar og að stjórnvöld muni tryggja með jákvæðum hvötum að kraftur hennar styðji við græna umbreytingu, kolefnishlutleysi og samdrátt gróðurhúsalofttegunda.
Kjarninn 1. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar