Viðreisn gefur kynjamisrétti í íþróttum rauða spjaldið

Jafnrétti á að vera leiðarstef í allri íþróttastarfsemi í Reykjavík segir Diljá Ámundadóttir, frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík. Hún vill skilyrða fjárstuðning við íþróttafélögin í Reykjavík við skýrar stefnur og aðgerðaráætlanir.

Auglýsing

Í kvöld­fréttum RÚV þann 17.apríl sl. var  áhuga­vert við­tal við Mar­gréti Björgu Ást­valds­dótt­ur, félags­fræði­nema, sem skrif­aði BA rit­gerð sína um umgjörð og aðbúnað fót­boltaliða í efstu deild karla og kvenna. Hún taldi nið­ur­stöð­urnar slá­andi, enda kynja­mis­réttið algert og birt­ist í öllum þáttum sem skoð­aðir voru. Hér er átt við aðgengi að þjálf­ur­um, æfinga­tím­um, bún­inga­klef­um, æfinga­svæð­um, útgjöldum í mark­aðs­setn­ingu svo nokkur dæmi séu tek­in. Þó að hér hafi aðeins verið að kanna efstu deild­irnar þá á þetta við í öllum flokkum og allt niður í yngstu deildir barna.  

Því miður koma þessar nið­ur­stöður und­ir­rit­aðri ekk­ert á óvart. Fyrir tæp­lega átta árum þegar ég var for­maður Íþrótta- og tóm­stund­ar­ráðs Reykja­víkur var mis­réttið á milli drengja og stúlkna sem stund­uðu bolta­í­þróttir í Reykja­vík það fyrsta sem ég rak mig á þegar ég tók við mála­flokkn­um. Í fram­haldi óskaði ég eftir því að Mann­rétt­inda­skrif­stofa borg­ar­innar myndi gera ítar­lega úttekt á jafn­rétt­is­málum hjá íþrótta­fé­lögum í Reykja­vík. Vonir mínar um breyt­ingar á þess­ari skekkju innan íþrótta­fé­lag­anna urðu fljót­lega að von­brigð­um. Það stóð sann­ar­lega á svörum frá for­ystu félag­anna og á sam­eig­in­legum fundi ÍTR ráðs­ins, ÍBR og for­manna um það bil ári eftir að úttektin hóf­st, kom fram að flestum fannst þetta eig­in­lega bara óþarf­i,enda væru allar stefnur með klausu um jafn­rétti.

Vissu­lega hefur bylt­ing­ar­kennt vatn runnið til sjávar síðan þessi úttekt var gerð. En það er þetta með mun­inn á milli orða á blaði og orða á borði. Það á ekki að vera ásætt­an­legt að á árinu 2018, eftir #metoo-­bylt­ingu, eftir #þögg­un-­bylt­ingu og #6dags­leik­inn-­bylt­ingu, að hægt sé að skýla sér bak við orð á blaði leng­ur. Það þarf með ein­hverjum hætti að tryggja að þessum klausum og orðum sé fylgt eftir með raun­veru­legu verk­lagi og við­brögðum þegar þörf er á.

Auglýsing

Í stefnu Við­reisnar í Reykja­vík kemur eft­ir­far­andi fram:

Jafn­rétti á að vera leið­ar­stef í allri íþrótta­starf­semi í Reykja­vík. Íþrótta­fé­lög í Reykja­vík eiga að setja sér við­bragðs­á­ætlun í kyn­ferð­is­brota­málum og jafn­rétt­is- og jafn­launa­stefnu.

Förum nú aðeins í gegnum það í hug­an­um: hvað myndi til dæmis ger­ast ef launa­út­gjöld í efstu deildum þyrftu að vera þau sömu hjá körlum og kon­um. Íþrótta­fé­lög þyrftu þá ein­fald­lega að greiða afreks­konum meira en þau gera í dag. Þetta myndi mjög fljót­lega gera íslenskar kvenna­deildir sam­keppn­is­hæfar um laun, sam­an­borið við erlendar deild­ir. Fleiri fræg­ari leik­mönnum myndu fylgja fleiri áhorf­endur og íslenskir leik­menn fengju betri þjálf­un. Afleið­ingin til skammst tíma yrði þá fyrst og fremst öfl­ugri kvenna­deild­ir, sem eftir yrði tekið á alþjóða­vett­vangi.

Varla yrði það eitt­hvað slæmt? Jafn­rétti er nefni­lega ekki kvöð heldur tæki­færi.

Að því gefnu að full­trúar Við­reisnar í Reykja­vík nái kjöri í kom­andi kosn­ingum munu þeir fylgja  þessu eftir með því að bera upp til­lögu þess efnis að skil­yrða fjár­stuðn­ing við íþrótta­fé­lög í Reykja­vík við að í stefnum og aðgerð­ar­á­ætl­unum þeirra séu til­tækar regl­ur, áætl­anir og verk­lag sem vinnur gegn öllu kynja­mis­rétti og vinnur hnit­miðað að jafn­rétti í allri sinni mynd. Enda hefur íslenska ríkið skuld­bundið sig á alþjóða­vett­vangi til að tryggja kynja­jafn­rétti á sviði íþrótta­mála skv. samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um afnám allrar mis­munar gagn­vart konum sem ísland er aðili að. Það er mér því óskilj­an­legt afhverju þetta er ekki löngu orðin efsta klausa á blaði í þjón­ustu­samn­ingum borg­ar­innar við íþrótta­fé­lög­in.

Erum við ekki örugg­lega öll sam­mála um að jafna rétt allra, alls stað­ar? Það er ekk­ert fót­boltalið að fara að tapa leik á því alla­vega.

Höf­undur er í 3.sæti hjá Við­reisn í Rekja­vík - og hefur enga þol­in­mæði fyrir hvers­konar  kynja­mis­rétti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar