Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur

400 einstaklingar hafa sent forsætisráðherra opið bréf vegna „vanrækslu“ stjórnvalda í máli Hauks Hilmarssonar.

Haukur
Auglýsing

Sæl Katrín,




Haukur Hilm­ars­son hefur nú verið týndur í 48 daga. Enn sem komið er liggur engin ótví­ræð stað­fest­ing fyrir um að hann hafi látið lífið í árásum Tyrk­lands­hers á Afrin í Sýr­landi í febr­úar síð­ast­liðn­um, líkt og fyrstu fréttir af hvarfi hans gerðu ráð fyr­ir. Það þýðir að engar upp­lýs­ingar hafa feng­ist um örlög hans síð­ustu 48 daga og þar af leið­andi óljóst hvort jafn­vel þurfi að grípa til lífs­nauð­syn­legra aðgerða honum til aðstoð­ar­.



Haukur hefur alla tíð, á Íslandi jafnt sem ann­ars­stað­ar, barist fyrir póli­tískum hug­sjónum sín­um: frelsi, jöfn­uði og nátt­úru­vernd, ferða­frelsi og rétt­indum flótta­fólks og inn­flytj­enda, heimi án arð­ráns og póli­tískra landamæra, sam­fé­lagi án kap­ít­al­isma, kynja­mis­rétt­is, kyn­þátta­hyggju og ann­arrar mis­mun­un­ar. Fyrir þessum hug­sjónum barð­ist Haukur einnig í Raqqa og Rojava í Sýr­land­i.



Auglýsing

Þessar hug­sjónir eru náskyldar þeim mál­efnum sem flokkur þinn, Vinstri­hreyf­ingin grænt fram­boð, hefur ætíð haft að sínum hug­mynda­fræði­legu grunn­stoð­u­m.



Síð­asta rúma mán­uð­inn hefur Utan­rík­is­ráðu­neyt­ið, undir stjórn Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, utan­rík­is­ráð­herra, unnið að mál­inu fyrir hönd íslenska rík­is­ins. Eftir langa og óút­skýrða bið var fjöl­skyldu Hauks nýlega afhentur ein­ungis lít­ill hluti gagn­anna sem til eru í ráðu­neyt­inu um þá vinnu. Í stuttu máli eru þau gögn bæði sam­heng­is­laus og inni­halds­rýr og skila hvorki upp­lýsandi nið­ur­stöðum né nokkrum vís­bend­ingum um afdrif Hauks.



Af gögn­unum að dæma, sem og sam­skiptum ráðu­neyt­is­ins við aðstand­end­ur, virð­ist sem athugun ráðu­neyt­is­ins hafi verið gerð með sem minnstri fyr­ir­höfn og með það fyrir augum að styggja ekki tyrk­nesk yfir­völd – þau sömu og talin eru hafa sært, hand­samað eða jafn­vel myrt Hauk. Lík­legt er að í bak­landi Guð­laugs Þórs sé ekki póli­tískur vilji til þess að mál­inu sé sinnt af heil­ind­um. Fjöl­skylda og vinir Hauks hafa því rétt­mætar ástæður til að ótt­ast að nú, eftir afhend­ingu gagn­anna, sé athugun Utan­ríki­ráðu­neyt­is­ins á afdrifum hans komin í blind­götu. Þess vegna íhugar nú hópur úr röðum aðstand­enda Hauks að fara til Afrin og leita hans þar.



Fjöl­skylda Hauks og vinir hafa rann­sakað málið eins kyrfi­lega og þeim er unnt. Þó hefur enn ekk­ert komið fram sem stað­festir hvað varð um Hauk. Hvorki hafa fund­ist ummerki um hann, lífs eða lið­inn, né hefur tek­ist að hafa uppi á sjón­ar­vottum sem geta stað­fest fréttir af afdrifum hans. Aftur á móti bendir margt til þess að í kringum fyrstu viku febr­úar hafi verið til­kynnt um hvarf hans eftir árás Tyrk­lands­hers á svæðið og í kjöl­farið hafi hans verið leitað í nær­liggj­andi þorpum og spít­ölum án árang­urs. Svo virð­ist sem ein­ungis þess vegna hafi hann verið álit­inn lát­inn.



Sé Haukur hins vegar á lífi er ekki ólík­legt að hann sé í haldi tyrk­neskra stjórn­valda eða banda­manna þeirra, þrátt fyrir yfir­lýs­ingar þeirra um að svo sé ekki. Aug­ljóst er að á meðan ekki hafa borist neinar óyggj­andi stað­fest­ingar á láti Hauks er engin ástæða til að úti­loka að hann sé á lífi. Hver klukku­stund getur því skipt miklu máli – einnig í dag, 48 dögum eftir að fyrstu fréttir bár­ust af hvarfi hans.



Við, und­ir­rit­uð, getum ekki staðið þögul hjá og horft aðgerða­laus upp á frek­ari van­rækslu stjórn­valda í þessu máli. Þess vegna skorum við á þig að beita þér taf­ar­laust í máli Hauks með eft­ir­far­andi hætt­i:



  1. Reynt verði eftir öllum til­tækum leiðum að kom­ast að því hvaðan tyrk­neskir fjöl­miðlar fengu þær upp­lýs­ingar að lík Hauks yrði sent til Íslands, eins og kom fram í flestum þeirra frétta sem birt­ust fyrst af mál­inu. Hið sama gildi um upp­lýs­ing­ar, sem Mbl.is hafði eftir kúrdískum blaða­manni í Sýr­landi, þess efnis að lík Hauks væri í höndum Tyrk­lands­hers. Ekki verði staðar numið við yfir­lýs­ingar tyrk­neskra yfir­valda hvað þessar spurn­ingar varð­ar, heldur verði óháðir aðilar fengnir til að kom­ast að því hvort upp­lýs­ing­arnar eigi við rök að styðj­ast.




  2. Sé Haukur í haldi tyrk­neskra yfir­valda eða banda­manna þeirra, lífs eða lið­inn, beiti íslenska ríkið sér af fullum þunga til að fá hann til Íslands­.




  3. Aðstand­endum Hauks verði tryggður full­nægj­andi aðgangur að þeim gögnum sem varða fram­gang og nið­ur­stöður athug­unar íslenskra stjórn­valda á hvarfi hans.



  4. Íslensk yfir­völd sæki form­lega um leyfi frá tyrk­neskum stjórn­völdum (eða öðrum við­eig­andi stofn­unum eða stjórn­völd­um) fyrir því að hópur úr röðum aðstand­enda Hauks fái að ferð­ast óáreittur til Afrin þar sem hóp­ur­inn getur leitað hans, en tyrk­nesk stjórn­völd fara nú að eigin sögn með stjórn svæð­is­ins.






Alex­andra Bald­urs­dótt­ir, tón­list­ar­kona

Alex­andra Hrönn Ólafs­dótt­ir, póst­starfs­maður

Almar Erlings­son

Andrea Ágústa Aðal­steins­dótt­ir, mynd­list­ar­kona

Andri Snær Magna­son, rit­höf­undur

Andri Þor­steins­son, nemi

Ang­ela Rawl­ings, skáld

Anna Ást­hildur Thor­steins­son, verk­efna­stjóri

Anna Björk Ein­ars­dóttir

Anna Eyj­ólfs­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

Anna Kristín B. Jóhann­es­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ingur

Anna Mar­grét Ósk­ars­dótt­ir, förð­un­ar­fræð­ingur

Anna María Ingi­bergs­dótt­ir, háskóla­nemi

Anna Sig­ríður Ólafs­dótt­ir, háskóla­nemi

Anna Þórs­dótt­ir, flug­freyja

Anna Rún Tryggva­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

Anton Helgi Jóns­son, rit­höf­undur

Ant­on­ios Alex­andri­dis, mann­fræð­ingur

Ari Björn Ólafs­son, for­rit­ari

Ari Alex­ander Ergis Magn­ús­son, kvik­mynda­gerð­ar­maður

Arn­aldur Finns­son, rit­stjóri

Arnar Pét­urs­son, tón­list­ar­maður

Arn­dís Ein­ars­dótt­ir, nudd­ari

Atli Haukur Örv­ar, náms­maður

Auður Vala Egg­erts­dótt­ir, kaffi­bar­þjónn

Auður Við­ars­dótt­ir, tón­list­ar­kona og verk­efna­stýra

Ágústa Hera Harð­ar­dótt­ir, verk­efna­stjóri

Árdís Kristín Ingv­ars­dótt­ir, dokt­or­snemi við Háskóla Íslands

Árni Brynjar Dags­son, nem­andi og slökkvi­liðs­maður

Árni Dan­íel Júl­í­us­son, sagn­fræð­ingur

Árni Pétur Guð­jóns­son, leik­ari

Árni Magn­ús­son, kvik­mynda­gerð­ar­maður

Árni Sveins­son, kvik­mynda­gerð­ar­maður

Árni Vil­hjálms­son, tón­list­ar­maður

Ása Dýra­dótt­ir, tón­list­ar­maður

Ásgeir Bjarni Ásgeirs­son, húsa­smiður

Ásgeir H. Ing­ólfs­son, blaða­maður og skáld

Ásgeir Þór Tóm­as­son

Áslaug Ein­ars­dótt­ir, kvik­mynda­gerða­kona og fram­kvæmda­stýra Stelpur rokka!

Áslaug Leifs­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari

Ásmundur Ásmunds­son, mynd­list­ar­maður

Áshildur Har­alds­dótt­ir, flautuleik­ari

Bene­dikt Reyn­is­son, mark­aðs- og kynn­ing­ar­stjóri

Benja­mín Juli­an, stuðn­ings­full­trúi

Berg­dís Júlía Jóhanns­dótt­ir, leik­kona og kenn­ari

Berg­lind Ágústs­dótt­ir, mynd­list­ar- og tón­list­ar­kona

Berg­ljót Hjart­ar­dótt­ir, nemi

Berg­ljót Þor­steins­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ingur

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir, ljóð­skáld og jóga­kenn­ari

Berg­þóra Snæ­björns­dótt­ir, skáld

Bergur Þór Ing­ólfs­son, leik­ari og leik­stjóri

Birgitta Jóns­dótt­ir, skáld og aktí­visti

Birna Gunn­ars­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri

Birna Þórð­ar­dóttir

Bjarki Þór Sól­munds­son, mat­reiðslu­maður

Bjarni Jón Svein­björns­son, nemi

Bjarni Jóns­son, sölu­stjóri

Bjarni Guð­björns­son, sagn­fræð­ingur

Björg Svein­björns­dótt­ir, kenn­ari

Björg­vin Júl­íus Ásgeirs­son, nemi

Björk Hólm Þor­steins­dótt­ir, þjóð­fræð­ingur

Björn Árna­son, ljós­mynd­ari

Björn Þor­steins­son, pró­fessor í heim­speki við Háskóla Íslands

Borg­hildur Hauks­dótt­ir, mark­aðs­stjóri

Bragi Páll Sig­urð­ar­son, skáld

Bryn­dís Björns­dótt­ir, lista­maður

Bryn­dís Hrönn Ragn­ars­dótt­ir, mynd­list­ar­kona

Bryn­hildur Karls­dótt­ir, lista­kona

Dana María Chammuch, náms­maður

Dan­íel Frið­rik Böðv­ars­son, tón­list­ar­maður

Dan­íel Páls­son, starfs­maður á veit­inga­húsi

Dan­íel Þórð­ar­son, þjálf­ari

Darri Hilm­ars­son, starfs­maður á veit­inga­húsi

Dean Ferrell, tón­list­ar­maður

Díana Ósk Ósk­ars­dótt­ir, sjúkra­hús­prestur á LSH

Dóra Jóhanns­dótt­ir, leik­kona

Egill Arn­ar­son, rit­stjóri

Egill Sam­son Finn­boga­son

Egill Sæbjörns­son, lista­maður

Egill Við­ars­son, þjóð­fræð­ingur og tón­lista­maður

Eiríkur Dan Jen­sen, sjálf­virkni­verk­fræð­ingur

Eiríkur Örn Norð­da­hl, rit­höf­undur

Elín­borg Harpa Önund­ar­dótt­ir, nemi við Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands

Elísa­bet Birta Sveins­dótt­ir, lista­maður

Elísa­bet Kristín Jök­uls­dótt­ir, skáld­kona

Ellen Krist­jáns­dótt­ir, söng­kona

Ellen Óla­dótt­ir, stuðn­ings­full­trúi

Elvar Geir Sæv­ars­son, tón­list­ar­maður

Erla E. Völu­dótt­ir, þýð­andi

Erla Gríms­dótt­ir, nemi

Erling T.V. Klin­gen­berg, mynd­list­ar­maður og stjórn­ar­með­limur Kling & Bang

Erna Elín­björg Skúla­dótt­ir, mynd­lista­maður

Erpur Eyvind­ar­son, fjöl­lista­maður

Ester Bíbí Ásgeirs­dótt­ir, hljóð­mað­ur, tón­list­ar­maður og starfs­maður Kvik­mynda­safns Íslands

Eva Berger, sviðs- og bún­inga­hönn­uður

Eva Dag­björt Óla­dótt­ir, þýð­andi

Eva Guð­brands­dótt­ir, versl­un­ar­stjóri

Eva Rún Snorra­dótt­ir, sviðs­lista­kona

Eva Vala Guð­jóns­dótt­ir, bún­inga­hönn­uður

Eydís Líf Ágústs­dótt­ir, nemi

Eyrún Ólöf Sig­urð­ar­dótt­ir, háskóla­nemi

Eyþór Gunn­ars­son, tón­list­ar­maður

Fatou N’dure Babou­dótt­ir, mann­fræð­ingur og fjár­mála­stjóri

Finnur G. Olgu­son

Fritz Már Bernd­sen Jörg­ens­son, prestur hjá Íslensku Þjóð­kirkj­unni

Frosti Jón Run­ólfs­son, verka­maður

Garðar Örn Garð­ars­son, sér­fræð­ingur hjá EFLU verk­fræði­stofu

Gaukur Úlf­ars­son, kvik­mynda­gerða­maður

Geir­harður Þor­steins­son, háskóla­nemi

Geof­frey Þ. Hunt­ingdon-Willi­ams, fram­kvæmd­ar­stjóri

Gígja Sara Björns­son, sviðs­höf­undur

Gréta Morthens, nemi

Gréta Ósk Sig­urð­ar­dótt­ir, bóndi og lista­maður

Gréta Rún Ólafs­dóttir

Grímur Bjarna­son, ljós­mynd­ari

Grímur Lár­us­son, nemi

Grímur Örn Gríms­son, þjónn

Guð­björg Lena Ólafs­dótt­ir, hús­móðir

Guð­björg Thorodd­sen, leik­ari, kenn­ari og ráð­gjafi

Guð­björn Dan Gunn­ars­son, for­stjóri

Guð­brandur Loki Rún­ars­son, kvik­mynda­gerð­ar­maður og sölu­stjóri

Guð­laug Mía Eyþórs­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

Guð­mundur Ármanns­son, kúa­bóndi

Guð­mundur Ingi Þor­valds­son, lista­maður og lektor í sviðs­listum

Guð­mundur Már H. Beck, bygg­inga­verka­mað­ur, Eyja­fjarð­ar­sveit

Guð­mundur S. Brynj­ólfs­son, rit­höf­undur og djákni

Guðni Elís­son, pró­fessor í bók­mennta­fræði við Háskóla Íslands

Guð­rún Ásta Tryggva­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari, Seyð­is­firði

Guð­rún Elsa Braga­dótt­ir, bók­mennta­fræð­ingur

Guð­rún Heiður Ísaks­dótt­ir, mynd­lista­maður

Guð­rún Helga Sig­urð­ar­dótt­ir, kenn­ara­nemi

Guð­rún Schmidt, nátt­úru­fræð­ingur

Guð­rún Úlf­hildur Gríms­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ingur

Gunnar Jóns­son, lista­maður

Gunnar Jóns­son, tón­list­ar­maður

Gunnar Ragnar Svein­björns­son, sjó­maður

Gunn­hildur Hauks­dótt­ir, mynd­list­ar­kona

Gunn­löð Jóna Rún­ars­dótt­ir, ljós­mynd­ari

Hall­dór Dagur Bene­dikts­son, hár­snyrti­meist­ari

Hall­dóra Geir­harðs­dótt­ir, leik­kona

Hall­dóra Guð­rún Ísleifs­dótt­ir, hönn­uður

Hanna Bryn­dís Heim­is­dótt­ir, nem­andi

Hanna Kristín Birg­is­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

Har­aldur Jóns­son, mynd­list­ar­maður

Harpa Ein­ars­dótt­ir, hönn­uður og lista­maður

Haukur Már Helga­son, rit­höf­undur

Haukur Valdi­mar Páls­son, kvik­mynda­gerð­ar­maður

Hákon Jens Behrens, rit­höf­undur

Heiða B. Heið­ars, mark­aðs og aug­lýs­inga­stjóri

Heiða Haf­dís­ar­dótt­ir, rit­ari

Heiða Karen Sæbergs­dótt­ir, stuðn­ings­full­trúi

Heiðrún Haf­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri

Hel­ena Magneu- og Stef­áns­dótt­ir, kvik­mynda­gerð­ar­kona

Helga Bald­vins Bjarg­ar­dótt­ir, lög­fræð­ingur

Helga Bjarna­dótt­ir, pæda­gog, Kaup­manna­höfn

Helga G. Ósk­ars­dótt­ir, lista­mað­ur, kenn­ari og rit­stjóri

Helga Katrín Tryggva­dótt­ir, dokt­or­snemi

Helga María Haf­steins­dótt­ir, hús­móðir

Helga Rún Heim­is­dótt­ir, nem­andi og aðstoð­ar­maður á dýra­spít­ala

Helga Völ­und­ar­dótt­ir, hús­freyja og athafna­kona

Helga Þórs­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Byggða­safni Vest­fjarða

Helgi Grímur Her­manns­son, list­nemi

Helgi Jóhann Hauks­son, kenn­ari og ljós­mynd­ari

Helgi Þórs­son, mynd­list­ar­maður

Hekla Magn­ús­dótt­ir, tón­list­ar­maður

Her­dís Magnea Hübner, grunn­skóla­kenn­ari

Her­mann Stef­áns­son, rit­höf­undur

Hertha Ric­hardt Úlf­ars­dótt­ir, lista­maður og rit­höf­undur

Hildur Harð­ar­dótt­ir, nemi og bók­sali

Hildur Þóra Sig­urð­ar­dótt­ir, bók­mennta­fræð­ingur

Hjalti Hrafn Haf­þórs­son, heim­spek­ingur

Hjálmar Guð­munds­son, mál­ari

Hjálmar Sveins­son, borg­ar­full­trúi

Hjör­dís Heiða Björns­dótt­ir, versl­un­ar­maður

Hlín Ólafs­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

Hlynur Snær Andra­son, nemi

Hrafn Fritz­son, kokkur og nemi

Hrafn M. Norð­da­hl, elli­líf­eyr­is­þegi

Hug­leikur Dags­son, höf­undur

Hug­ljúf Dan Jen­sen Hauks­dótt­ir, sjúkra­liði

Hulda Rós Guðna­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

Ilmur Stef­áns­dótt­ir, mynd­list­ar­kona

Ind­riði Arnar Ing­ólfs­son, tón­list­ar­mynd­list­ar­maður

Inga Magnes Weiss­happ­el, tón­skáld

Ingi­björg Magna­dótt­ir, mynd­list­ar­mað­ur, leik­rita­skáld og leik­stjóri

Ing­unn Hildur Hauks­dótt­ir, píanó­leik­ari

Ingvar Á. Þór­is­son, kvik­mynda­gerð­ar­maður

Ísak Hin­riks­son, nemi

Ísak Ívars­son, raf­einda­virki

Jakob Veigar Sig­urðs­son, mynd­list­ar­maður og bygg­inga­tækni­fræð­ingur

Jamie McQuilk­in, tækni­þró­un­ar­stjóri

Jason Thomas Slade, Uni­ver­sal Zulu Nation

José Diogo

Jóhann Dan Jen­sen, náms­maður

Jóhann Helgi Heið­dal, heim­spek­ingur

Jóhann Lud­wig Torfa­son, mynd­list­ar­maður og for­stöðu­maður verk­stæða Lista­há­skóla Íslands

Jóhanna Krist­björg Sig­urð­ar­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

Jón Alfreð Hass­ing Olgeirs­son, tækni­maður

Jón Atli Jón­as­son, rit­höf­undur

Jón Bjarki Magn­ús­son, blaða­maður og nemi

Jón Levy Guð­munds­son, for­rit­ari

Jón Örn Loðm­fjörð, ljóð­skáld

Jón Snorra­son, hjúkr­un­ar­fræð­ingur

Jón Thorodd­sen, for­rit­ari

Jón Þór­is­son, arki­tekt

Jór­unn Edda Helga­dótt­ir, alþjóða­lög­fræð­ingur

Júlía Mar­grét Ein­ars­dótt­ir, rit­höf­undur

Júlía Mog­en­sen, tón­list­ar­maður

Júl­í­ana Garð­ars­dótt­ir, einka­þjálf­ari

Júl­íus Dan Jen­sen, náms­maður

Kari Ósk Grétu­dóttir Ege, mynd­list­ar­maður

Kári Páll Ósk­ars­son, íslensku­kenn­ari

Karlotta J. Blön­dal, starfar við mynd­list

Katla Ísaks­dótt­ir, líf­eyr­is­þegi

Katrín Inga Jóns­dóttir Hjör­dís­ar­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

Katrín Odds­dótt­ir, lög­fræð­ingur

Katrín Ólafs­dótt­ir, kvik­mynda­gerð­ar­maður

Katrína Mog­en­sen, tón­list­ar­maður

Kári Sturlu­son, verk­efna­stjóri

Kleópatra Mjöll, náms­maður og öryrki

Kol­beinn Hugi Hösk­ulds­son, mynd­list­ar­maður

Kol­brún Pálína Haf­þórs­dótt­ir, öryrki

Kol­brún Krist­ín­ar­dóttir And­er­son

Kol­brún Ýr Ein­ars­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

Kolfinna Krist­ó­fers­dótt­ir, húð­flúr­ari

Kolfinna Niku­lás­dótt­ir, leik­stjóri

Kristín Anna Her­manns­dótt­ir, þjóð­fræð­ingur

Kristín Ein­ars­dótt­ir, dokt­or­snemi

Kristín Eiríks­dótt­ir, rit­höf­undur

Kristín Emelie Bene­dikts­dótt­ir, kenn­ari

Kristín Erna Jóns­dótt­ir, móðir

Kristín Jóns­dótt­ir, leið­sögu­maður og þýð­andi

Kristín Kar­ólína Helga­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

Kristín Linda Ólafs­dóttir Rae, for­stöðu­kona

Kristín María Björns­dótt­ir, í skrif­stofu­starfi

Kristín Ómars­dótt­ir, rit­höf­undur

Kristín Svava Tóm­as­dótt­ir, rit­höf­undur

Krist­ján Guð­jóns­son, blaða­mað­ur.

Krist­ján Loðm­fjörð, kvik­mynda­gerð­ar­maður

Laura M. Wauters, for­maður LABOvzw – movem­ent for crit­ical cit­izens­hip

Lára Dan­í­els­dótt­ir, kaffi­þjónn

Lára Kristín Mar­grét­ar­dótt­ir, leik­list­ar­nemi

Lárus Páll Birg­is­son, sjúkra­liði

Leifur Ýmir Eyj­ólfs­son, mynd­list­ar­maður

Leonóra Dan Gúst­afs­dótt­ir, starfs­maður á veit­inga­stað

Linda Guð­munds­dótt­ir, mann­fræð­ingur

Linus Orri Gunn­ars­son Ceder­borg, húsa­smíða­nemi og tón­list­ar­maður

Lís­bet Harð­ar­dótt­ir, húsa­mál­ari

Logi Bjarna­son, mynd­list­ar­maður

Logi Pedro Stef­áns­son, tón­list­ar­maður

Lóa Hlín Hjálmtýs­dótt­ir, teikn­ari

Lukasz Stencel, kaffi­brennslu­meist­ari

Magga Stína, tón­list­ar­kona

Magnea Björk Valdi­mars­dótt­ir, leik­kona og leik­stjóri

Magnús Árna­son, mynd­list­ar­maður

Magnús Þór Snæ­björns­son

Mar­grét H. Blön­dal, mynd­list­ar­maður

María Bjarna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri

María Pét­urs­dótt­ir, mynd­lista­maður og kenn­ari

Markús Hjalta­son, tækni­maður

Meg­as, tón­list­ar­maður

Mel­korka Ólafs­dótt­ir, tón­list­ar­kona

Mik­ael Torfa­son, rit­höf­undur

Milad Salehpo­ur, tjóna­við­gerðir

Mist Rún­ars­dótt­ir, kenn­ari

Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir, dokt­or­snemi í heim­speki

Navid Nouri, starfs­maður í véla­sal

Níels Unn­steinn Sig­urðs­son

Nína Ósk­ars­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

Oddný Eir Ævars­dótt­ir, rit­höf­undur

Oddný Eva Thor­steins­son, háskóla­nemi

Oddur S. Báru­son, tón­list­ar­maður

Ófeigur Sig­urðs­son, rit­höf­undur

Ólafur Orri Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Býli and­ans

Ólafur Ólafs­son, mynd­list­ar­maður

Ólöf Dóm­hildur Jóhanns­dótt­ir, lista­maður

Ólöf Garð­ars­dótt­ir, pró­fessor í sagn­fræði

Ósk Vil­hjálms­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

Palli Bani­ne, lista­maður

Páll Haukur Björns­son, mynd­list­ar­maður

Páll Heiðar Aad­neg­ard, vél­virki

Páll Óskar Hjálmtýs­son, söngv­ari

Páll Zoph­anias Páls­son, leið­sögu­maður

Pétur Örn Björns­son, arki­tekt

Plu­me, ræsti­tæknir og sjálf­stætt módel

Pontus Järvstad, félags­liði

Ragnar Aðal­steins­son, lög­maður

Ragnar Ingi Magn­ús­son, kvik­mynda­gerð­ar­maður

Ragn­heiður Ásta Pét­urs­dótt­ir, fyrr­ver­andi þulur

Ragn­heiður Eiríks­dótt­ir, tón­list­ar­maður

Ragn­heiður Esther Briem, lista­kona og mamma

Ragn­heiður Freyja Krist­ín­ar­dótt­ir, aðstoð­ar­kona hjá NPA

Ragn­hildur Jóhanns, mynd­list­ar­maður

Ragn­hildur Jóns­dótt­ir, stuðn­ings­full­trúi

Ragn­hildur Lára Weiss­happ­el, mynd­lista­maður og hús­móðir

Ragn­heiður Sig­urð­ar­dóttir Bjarn­ar­son, lista­maður

Ragn­hildur Stef­áns­dótt­ir, mynd­höggv­ari

Rakel McMa­hon, mynd­list­ar­kona

Ric­hard Scobie, hand­rits­höf­undur

Rík­harður Valt­in­gojer, mynd­list­ar­maður

Rósa Valt­in­gojer, verk­efna­stjóri Sköp­un­ar­mið­stöðv­ar­innar

Rúnar Guð­brands­son, leik­stjóri

Rúnar Jóhann­es­son, gull­smiður

Saga Ásgeirs­dótt­ir, græn­met­is­rækt­andi

Saga Sig, ljós­mynd­ari

Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir, sviðs­lista­nemi

Sam­antha Sjöfn Green, starfs­maður á frí­stunda­heim­ili

Sara Riel, mynd­list­ar­maður

Seia Hel­een van den Munck­hof

Sig­ríður María Sig­ur­jóns­dótt­ir, fata­hönn­uður

Sig­ríður Þóra Óðins­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri og lista­maður

Sig­ríður Eyþórs­dótt­ir, tón­list­ar­kona

Sig­ríður Láretta Jóns­dótt­ir, leik­kona og frí­stunda­leið­bein­andi

Sig­rún Halls­dótt­ir, sölu­stjóri

Sig­urður Gunn­ars­son, ljós­mynd­ari

Sig­urður Harð­ar­son, hjúkr­un­ar­fræð­ingur

Sig­urður Hólm Lár­us­son, gít­ar­leik­ari

Sig­urður Hólmar Guð­mund­son, raf­virki

Sig­urður Ing­ólfs­son, hag­fræð­ingur

Sig­urður Pétur Hilm­ars­son, bif­véla­virki

Sig­urður Trausti Trausta­son, safna­fræð­ingur

Sig­ur­jón Baldur Haf­steins­son, pró­fessor við Háskóla Íslands

Sig­ur­laug Didda Jóns­dótt­ir, mamma og skáld­kona

Sig­ur­laug Gísla­dótt­ir, tón­list­ar­kona

Sig­ur­þór Hall­björns­son, ljós­mynd­ari

Sindri Freyr Steins­son, tón­list­ar­maður

Sirra Sig­rún Sig­urð­ar­dótt­ir, mynd­lista­maður og verk­efn­is­stjóri

Snjó­laug Sig­ur­jóns­dótt­ir, félags­ráð­gjafi

Snorri Páll Jóns­son, lausa­maður

Snæ­björn Brynjars­son, rit­höf­undur

Sóley Stef­áns­dótt­ir, tón­list­ar­kona

Sól­katla Ólafs­dótt­ir, nemi

Sól­rún Frið­riks­dótt­ir, mynd­list­ar­maður og grunn­skóla­kenn­ari

Sól­veig Alda Hall­dórs­dótt­ir, lista­maður

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, verð­andi for­maður Efl­ingar

Sól­veig Páls­dótt­ir, mynd­list­ar­maður og kenn­ari

Stefán Snær Grét­ars­son, graf­ískur hönn­uður

Steinar Bragi, rit­höf­undur

Stein­grímur Dúi Más­son, kvik­mynda­gerð­ar­maður

Stein­grímur Eyfjörð, mynd­list­ar­maður

Stein­unn Harð­ar­dótt­ir, lista­maður

Stein­unn Gunn­laugs­dótt­ir, lista­maður

Stein­unn Lukka Sig­urð­ar­dótt­ir, mynd­list­ar­kona

Stein­unn Marta Önnu­dótt­ir, lista­maður

Styrmir Sig­urðs­son, kvik­mynda­gerð­ar­maður

Sum­ar­rós María S. Ósk­ars­dótt­ir, sölu­full­trúi heilsu­vara

Sunn­eva Ása Weiss­happ­el, lista­maður

Svala Gríms­dótt­ir, nemi

Svala Jóhann­es­dótt­ir, verk­efna­stýra

Svein­björg Bjarna­dótt­ir, garð­yrkju­kona

Sylvía Lind Ing­ólfs­dóttir Briem, þjónn og bar­þjónn

Sölvi Björn Sig­urðs­son, rit­höf­undur

Tanya Poll­ock, seið­kona og tón­list­ar­kona

Thomas Bror­sen Smidt, kynja­fræð­ingur

Tinna Grét­ars­dótt­ir, mann­fræð­ingur

Tómas Gabríel Benja­min, blaða­maður

Tómas R. Ein­ars­son, tón­list­ar­maður

Ugla Egils­dótt­ir, nemi og stuðn­ings­full­trúi

Una Mar­grét Árna­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

Una Sig­urð­ar­dótt­ir, lista­maður og verk­efna­stjóri Sköp­un­ar­mið­stöðv­ar­innar

Unnar Örn, mynd­list­ar­maður

Unn­steinn Manuel Stef­áns­son, tón­list­ar­maður

Unnur Andrea Ein­ars­dótt­ir, lista­maður

Úlfar Þor­móðs­son, rit­höf­undur

Úlf­hildur Ólafs­dótt­ir, mann­fræð­ingur

Vala Hösk­ulds­dótt­ir, sviðs­lista­kona

Valur Brynjar Ant­ons­son, heim­speki­kenn­ari

Valur Snær Gunn­ars­son, blaða­maður og rit­höf­undur

Védís Vaka Vign­is­dótt­ir, fram­leiðslu­sér­fræð­ingur hjá Alcoa Fjarða­áli

Vésteinn Val­garðs­son, stuðn­ings­full­trúi

Viðar Hreins­son, sjálf­stætt starf­andi bók­mennta­fræð­ingur

Viðar Þor­steins­son, stunda­kenn­ari

Vig­dís Gríms­dótt­ir, rit­höf­undur og kenn­ari

Vil­helm Vil­helms­son, for­stöðu­maður Rann­sókna­set­urs Háskóla Íslands á Norð­ur­landi vestra

Walter Geir Gríms­son, verka­maður

Ýmir Grön­vold, mynd­list­ar­maður

Zak­ar­ías Herman Gunn­ars­son, tón­list­ar­maður

Þor­björn Þor­geirs­son, sviðs­maður

Þor­gerður Ólafs­dótt­ir, mynd­list­ar­maður og for­maður stjórnar Nýlista­safns­ins

Þor­gerður Sig­urð­ar­dótt­ir, leir- og mynd­lista­kona

Þor­lákur Hilmar Morthens, mynd­list­ar­maður

Þor­leifur Örn Arna­son, leik­stjóri

Þor­valdur Ó. Guð­laugs­son, graf­ík­hönn­uður

Þór Sig­urðs­son, leið­sögu­maður

Þóra Hjör­leifs­dótt­ir, kenn­ari

Þór­ar­inn Bjartur Breið­fjörð Gunn­ars­son, raf­einda­virki

Þór­ar­inn Leifs­son, rit­höf­undur

Þór­dís A. Sig­urð­ar­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

Þór­dís Aðal­steins­dótt­ir, mynd­list­ar­maður

Þór­dís Gerður Jóns­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ingur og tón­list­ar­maður

Þórður Ingi Jóns­son, tón­list­ar- og blaða­maður

Þór­hildur Halla Jóns­dótt­ir, iðn- og meist­ara­nemi

Þórir Boga­son, tón­list­ar­maður

Þórir Gunnar Jóns­son, jökla­leið­sögu­maður

Þröstur Heiðar Jóns­son, múr­ari

Þröstur Þor­björns­son, tón­list­ar­maður og kenn­ari

Þur­íður Blær Jóhanns­dótt­ir, leik­kona og rapp­ari

Þur­íður Rúrí Fann­berg, mynd­list­ar­maður

Örn Alex­ander Ámunda­son, mynd­list­ar­maður

Örn Árna­son, kvik­mynda­gerð­ar­maður

Örvar Smára­son, tón­list­ar­maður

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar