Áherslur í heilbrigðismálum – ferð án fyrirheits?

Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar segir að heilbrigðisþjónusta á Íslandi verði ekki styrkt með því að drepa niður einkaframtakið.

Auglýsing

Íslenskt heil­brigð­is­kerfi hefur um ára­tuga­skeið reitt sig á þjón­ustu margs­konar sjálf­stætt starf­andi félaga, fyr­ir­tækja og stofn­ana sem hafa í sam­vinnu við opin­bera aðila lagt hér grunn að öfl­ugri heil­brigð­is­þjón­ustu. Það skýtur því skökku við, að á sama tíma og áskor­anir í heil­brigð­is­þjón­ustu lúta fyrst og fremst að nýt­ingu fjár­muna og þróun þjón­ust­unnar til að mæta sívax­andi og síbreyti­legum kröf­um, virð­ast stjórn­völd vinna að því að steypa þjón­ustu­veit­endur í sama rík­is­rekna mót­ið.

Margoft hefur verið bent á að það sé ekki væn­legt til árang­urs að bæta fjár­magni í heil­brigð­is­kerfið án þess að hafa skýra sýn á hvernig því sé best var­ið.  Það er kallað eftir tækni­m­ið­aðri, fjöl­breyttri og ein­stak­lings­mið­aðri þjón­ustu. Við þær aðstæður þarf ein­beittan vilja til að kom­ast hjá því að leggja áherslu á fjöl­breytni og val­frelsi.

Ég átti nýlega orða­stað við Svandísi Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra þegar fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórnar Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar til næstu ára var rædd á Alþingi. Þar spurði ég hvort ráð­herra hefði nægi­lega góða yfir­sýn yfir nýt­ingu þess fjár­magns sem þegar rennur til heil­brigð­is­kerf­is­ins. Svar ráð­herra var í grófum dráttum að hún hefði ekki sér­stak­lega góða til­finn­ingu fyrir því hvernig fjár­magn­inu væri ráð­stafað, þar væri tölu­vert verk óunnið til efla yfir­sýn og sam­ræm­ingu.

Auglýsing

Blikk­andi við­vör­un­ar­ljós

Rauður þráður í heil­brigðiskafla fjár­mála­á­ætl­unar rík­is­stjórn­ar­innar til næstu ára er styrk­ing hins opin­bera heil­brigð­is­kerfis og það er vel. Það eru leið­irnar að þeirri styrk­ingu sem ástæða er til að gagn­rýna.  Það verður að segj­ast eins og er að það blikka eldrauð við­vör­un­ar­ljós þegar litið er á sam­skipti heil­brigð­is­yf­ir­valda við ýmsa sjálf­stætt starf­andi aðila sem um ára­tuga­skeið hafa sinnt fjöl­breyttum verk­efnum innan heil­brigð­is­kerf­is­ins með miklum sóma og verið þannig ómet­an­legur hluti af því ágæta heil­brigð­is­kerfi sem allir Íslend­ingar reiða sig á.

Áhuga­leysi stjórn­valda varð­andi áfram­hald­andi sam­vinnu við Hug­ar­afl og Geð­heilsu-eft­ir­fylgd er þekkt. Nú ber­ast fréttir af því að sama við­mót mæti Kar­ítas, en fyr­ir­tækið hefur í á þriðja ára­tug sinnt hjúkr­un­ar­þjón­ustu fyrir fólk með lang­vinna og ólækn­andi sjúk­dóma skv. þjón­ustu­samn­ingi við rík­ið. Það er þungt að fylgj­ast með frum­kvöðl­unum sem stofn­uðu Kar­itas á sínum tíma og hafa helgað starfs­feril sinn því að sinna deyj­andi fólki og aðstand­endum þess, gef­ast upp vegna við­horfs heil­brigð­is­yf­ir­valda.  

Ekki ein­göngu hefur skort áhuga á að ræða þróun þjón­ust­unnar heldur hefur ekki gengið að fá eðli­lega upp­færslu á samn­ingi.  Nú er svo komið að Kar­itas mun hætta starf­semi í haust ef svo fer sem horf­ir. Fyr­ir­tækið hefur sinnt um 300 sjúk­lingum á ári, um 100 á hverjum tíma. Hér er ein­fald­lega verið að færa fram­úr­skar­andi einka­rekna þjón­ustu inn í opin­bera kerf­ið, en stefna yfir­valda er að Land­spít­ali taki starf­sem­ina yfir. Það verður mjög áhuga­vert að sjá hvort sú til­högun muni skila sér í jafn­góðri þjón­ustu fyrir sömu fjár­hæð, hvort metn­aður til ein­stak­lings­bund­innar þjón­ustu verður jafn mik­ill og hvort jarð­vegur til nýsköp­unar verður jafn frjór.

Almanna­hags­mun­ir?

Krabba­meins­fé­lagið sem hefur sinnt skimun fyrir krabba­meini í brjóstum og leg­hálsi á grunni þjón­ustu­samn­ings við Sjúkra­trygg­ingar Íslands virð­ist nú dottið út af sakra­ment­inu hjá stjórn­völd­um.  Samn­ing­ur­inn rennur út í sumar og það sjón­ar­mið heyr­ist að umfang verk­efn­is­ins sé of stórt fyrir Krabba­meins­fé­lag­ið. Það er rétt að geta þess að þjón­ustu­samn­ingur rík­is­ins við Krabba­meins­fé­lagið byggir líkt að aðrir slíkir samn­ingar á nákvæmri kröfu­lýs­ingu sem unnin er í ráðu­neyti heil­brigð­is­mála og því langt frá því að félagið geti hagað skimun­inni að eigin vild.  Sjúkra­trygg­ingar Íslands hafa eft­ir­lit með svona samn­ingum sem og land­lækn­is­emb­ætt­ið.

Aðal­at­riðið er auð­vitað að skimun sé í boði og að henni sinnt á sem bestan átt. Það er áhyggju­efni að hér á landi hefur dregið hægt en örugg­lega úr mæt­ingu kvenna í skim­un. Það er ljóst að það þarf að mæta þess­ari nei­kvæðu þróun af krafti og jafn­framt að þeir aðilar sem að mál­inu koma hafi burði og áhuga á að vinna saman að því máli.  

Skýr­ingin sem aðstand­endur Krabba­meins­fé­lags­ins hafa fengið á nauð­syn þess að færa leit­ar­starfið yfir til Land­spít­ala er að það þjóni almanna­hags­mun­um.  Miðað við þær kröfur sem stjórn­völd gera til starfs­ins með þjón­ustu­samn­ingnum sem veitir þeim þannig fulla stjórn á starf­inu er erfitt að sjá hvernig það er rök­stutt.   Það eru reyndar til dæmi um hið gagn­stæða. 1. jan­úar 2017 var sér­skoðun brjósta í kjöl­far mynda­töku sem leiðir í ljós grun um að eitt­hvað kunni að vera að, flutt frá Krabba­meins­fé­lag­inu yfir til Land­spít­ala og síðan hefur biðlisti eftir þeim mynda­tökum lengst veru­lega. Það geta varla talist almanna­hags­mun­ir. Það væri líka fróð­legt að vita hvort kröfu­lýs­ing­arnar hafi fylgt með færsl­unni eða hvort þar skorti yfir­sýn á sama hátt og það skortir almennt yfir­sýn yfir nýt­ingu fjár­magns í hinu opin­bera kerfi. Ætli sama fjár­magn hafi farið inn í fjár­lög til þess­ara verka og Krabbameins­fé­lagið fékk sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingn­um. Meira? Minna?

Ákvörðun um að færa sér­skoð­un­ina yfir til Land­spít­ala var vissu­lega ekki tekin í tíð núver­andi rík­is­stjórn­ar. En það mætti ætla að reynslan af þeirri breyt­ingu gæfi til­efni til þess að stíga var­lega til jarðar þegar næstu skref eru tek­in. Nema mark­miðið sé ann­að.

Hringa­vit­leysa með lið­skipta­að­gerðir

Það er ekki hægt að segja skilið við hug­leið­ingar um rík­i­s­væð­ingu heil­brigð­is­kerf­is­ins án þess að nefna þá hringa­vit­leysu sem er í gangi varð­andi lið­skipta­að­gerð­irn­ar. Árið 2016 var ákveðið að fara í sér­stakt átak til að vinna á því meini sem óhóf­lega langir biðlistar eftir lið­skiptum í mjöðmum og hnjám eru.  Átakið fólst í sér­stökum samn­ingi við Land­spít­al­ann, Sjúkra­húsið á Akur­eyri og Heil­brigð­is­stofnun Vest­ur­lands. Með­al­tals­bið­tím­inn er nú sagður vera rúmir sex mán­uðir en jafn­framt hefur komið fram að bið frá grein­ingu hjá heim­il­is­lækni yfir í til­vísun til sér­fræð­ings er 6-8 mán­uð­ir, óháð því hversu illa hald­inn við­kom­andi ein­stak­lingur er. Og það er ekki fyrr en eftir að það sem fólk kemst á opin­bera biðlist­ann!

Þegar átakið hófst var áætlað að það tæki 2-3 ár að koma málum í skikk­an­legt horf. Það er ljóst að við erum enn tölu­vert frá því mark­miði auk þess sem töl­fræði­leg yfir­sýn yfir umfang verk­efn­is­ins og eft­ir­lit með því virð­ist óneit­an­lega geta verið betri. Samt hefur nú verið tekin ákvörðun um að halda þessu fyr­ir­komu­lagi áfram. Sú ráð­stöfun stingur nokkuð í augu vegna þess að það eru fleiri aðilar hér á landi sem geta veitt þessa þjón­ustu og ljóst að það hefur gengið mun hægar á biðlistana en til stóð.  Svo er hitt, að þetta átak virð­ist koma niður á annarri þjón­ustu Land­spít­al­ans. Að minnsta kosti ber­ast nú reglu­lega fréttir af því að tak­mark­aður mann­skapur og aðstöðu­leysi valdi því að oft þurfi að fresta stærri aðgerðum á skurð­stofum spít­al­ans. Aðgerðum sem ekki er hægt að fram­kvæma ann­ars stað­ar. Og í þriðja lagi er þeirri stóru spurn­ingu enn ósvarað hvernig er það réttlætt að senda fólk í aðgerðir til Sví­þjóðar sem hægt er að fram­kvæma hér heima með minni til­kostn­aði?

Sjúk­lingar eiga nefni­lega rétt á því, skv. EES-­reglu­gerð, að fara í aðgerð ann­ars staðar og fá kostnað end­ur­greiddan hjá rík­inu ef bið hjá rík­is­reknum heil­brigð­is­stofn­unum eða samn­ings­bundnum þjón­ustu­veit­endum er lengri en þrír mán­uð­ir.  Heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa kosið að senda þessa sjúk­linga til Sví­þjóðar í stað þess að nýta mun ódýr­ari úrræði hjá sjálf­stætt starf­andi aðilum hér á landi. Það kemur ekki sér­stak­lega á óvart að þeir sjúk­lingar sem treysta sér til að ferð­ast til Sví­þjóðar í stóra lið­skipta­að­gerð eru mun færri en þeir sem eiga rétt á því.

Þrátt fyrir tregðu heil­brigð­is­yf­ir­valda til að nýta þá þjón­ustu sem Klíníkin getur boðið eru þar engu að síður fram­kvæmdar lið­skipta­að­gerð­ir. Þangað mætir fólk, þver­skurður af þjóð­inni, sem á það sam­eig­in­legt að geta ekki beðið í rúmt ár eftir að fá bót meina sinna og treystir sér ekki til þess að leita til Sví­þjóð­ar.  

Raun­veru­legt mark­mið

Það er von að spurt sé hvert hið raun­veru­lega mark­mið sé með  þessum áherslum heil­brigð­is­yf­ir­valda. Það skiptir máli hvernig farið er með opin­bert fé og það skiptir máli að fólk fái þjón­ustu við hæfi.

Þegar kostir og gallar einka­rek­inna lausna eru ræddir er eðli­legt og rétt að velta öllum steinum við.  Það er m.a. mik­il­vægt að skoða hvort þjón­usta sjálf­stætt starf­andi fag­að­ila hafi mögu­lega nei­kvæð áhrif á opin­bera þjón­ustu og finna lausnir þar á ef sú er raun­in. Meðal leiða til þess eru gegn­særri aðferðir við fjár­mögnun þar sem þjón­ustan er kostn­að­ar­greind – ekki bara þjón­ustan sem sjálf­stætt starf­andi fag­að­ilar veita, heldur líka sú rík­is­rekna. Þar er pottur víða brot­inn eins og er. Þá er mik­il­vægt að efla eft­ir­lit með gæðum og hag­kvæmni þjón­ust­unn­ar, líka þeirrar rík­is­reknu.

Það er jákvætt og þarft að efla opin­bera heil­brigð­is­þjón­ustu. Hið end­an­lega mark­mið hlýtur þó að vera að styrkja heil­brigð­is­þjón­ust­una í heild, þjón­ustu sem allir geta nýtt sér óháð efna­hag. Það verður ekki gert með því að drepa einka­fram­takið nið­ur. Það hefur aldrei gef­ist vel. Hvergi.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar