Aflatryggingasjóður „elítunnar"

Jens. G. Jensson, frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar, skrifar um húsnæðismál.

Auglýsing

Á árum áður, var við lýði Aflatryggingasjóður sjávarútvegs. Sá sjóður var fjármagnaður af sjávarútvegnum sjálfum og var ekki á fjárlögum. Það var haft að háði, að skussarnir „þeir sem fiskuðu lítið" gerðu út á aflatryggingasjóð.

Núna erum við búin að koma okkur upp nýjum aflatryggingasjóð. Aflatryggingasjóð hinna best settu, aflatryggingasjóð fjármagns og fasteignaeigenda. Þessum sjóð er stjórnað af okkar kjörnu fulltrúum og deila þeir út úr sjóðnum í nafni „húsnæðisbóta" og „vaxtabóta"

Munurinn á þessum tveim aðstæðum er tvíþættur. Í fyrsta lagi er þessi nýi aflatryggingasjóður ekki fjármagnaður af þeim sem úr honum fá, heldur af þeim sem verða fyrir áfallinu sem veldur aflabrestinum. Í öðru lagi er aflabresturinn sem kallar á útgreiðslur ekki af vankunnáttu eða náttúrulegum aðstæðum sprottinn. Ástæðurnar eru hnitmiðaðar af þeim sem njóta góðs af útgreiðslunum. Skortstaða á húsnæðismarkaði og okurvextir. 

Auglýsing

Það er full ástæða til að ætla, að hagnaður eða arður leigufélaga á íbúðamarkaði verði í samhliða línu upp á við og samtala útgreiddra húsnæðisbóta. Einnig hefur okkur í Íslensku þjóðfylkingunni alveg misfarist að sjá nokkuð stjórnmálaafl bera fram spurningu um hvað áhrif vaxtabóta vegi þungt í arði banka og fjármálastofnana. Það virðist vera þegjandi samkomulag um að vaxta og húsnæðisokur, sé sjálfsagt að niðurgreið úr sjóðum samfélagsins án þess að setja nokkur spurningamerki við það.

Við í Íslensku þjóðfylkingunni höfum aftur á móti orðið vitni af að kjörnir fulltrúar hafi keppst um að lofa auknum niðurgreiðslum í þessa aflatryggingasjóði. Auka húsnæðisbætur, inn í skortstöðu og okurmarkað og síðan að fyrirframgreiða vaxtabætur sem eru byggðar á okurvöxtum. Þetta köllum við í Íslensku þjóðfylkingunni ekki að leysa vandamál, þetta köllum við að skvetta olíu á eld.

Við í Íslensku þjóðfylkingunni erum af bjargfastri sannfæringu að húsnæðisbætur eigi að vera undantekning en ekki regla. Við viljum útiloka húsnæðisbætur til leiguhúsnæðis sem er hagnaðardrifið. Við í Íslensku þjóðfylkingunni höfum alltaf viljað afleggja verðtryggingu, en borgarstjórn hefur ekki slík völd.  

Húsnæðisvandi Reykvíkinga og landsmanna allra, verður aldrei leystur, fyrr en húsnæðisverð fellur niður í byggingakostnað. Til þess þarf umframframboð sem virkar öfugt við skortstöðuna í dag.

Höfundur skipar 3. sæti lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar