Öruggari og öflugri strandveiðar í sumar!

Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða sem gerðar voru fyrr í dag.

Auglýsing

Þverpóli­tísk sam­staða hefur náðst á Alþingi um breyt­ingar á fyr­ir­komu­lagi strand­veiða þar sem öryggi sjó­manna var haft að leið­ar­ljósi. Í sumar verða strand­veiðar efldar með auknum afla­heim­ildum og bátar á hverju svæði fá 12 fasta daga til veiða í hverjum mán­uði.

Sveigj­an­legra kerfi, aukið öryggi og betri afli

Með breyt­ing­unum er sveigj­an­leiki kerf­is­ins auk­inn og sjó­menn geta valið þá daga í hverri viku sem bestir eru til róðra. Þannig eykst mögu­leik­inn á að ná góðu hrá­efni og sem mestum afla í hverri veiði­ferð. Áfram verður svæða­skipt­ing og sjó­menn skrá sig inn á þau svæði sem þeir hafa heim­il­is­festu á og róa þar út tíma­bilið og sami hámarks­afli er í hverjum róðri og áður var. Sú breyt­ing er þó gerð að ufsi er utan hámarks­afla og eru því veiði­heim­ildir vegna strand­veiða í sumar verð­mæt­ari sem því nem­ur. Einnig er ákvæði um heim­il­is­festu sem lág­markar flutn­ing báta á milli svæða en styður við að þeir bátar sem hafa verið að koma til margra brot­hættra sjáv­ar­byggða á sumrin geti áfram stundað veiðar það­an.

Afla­heim­ildir til strand­veiða verðar auknar um 25% frá því sem var lagt upp með í fyrra­sumar og einn sam­eig­in­legur pottur er fyrir öll svæð­in. Allir útreikn­ingar sýna að þessi aukn­ing á að duga til að mæta 12 dögum á bát á hverju svæði allt strand­veiði­tíma­bil­ið. Ráð­herra hefur bæði heim­ild til að stöðva veiðar en hefur líka reglu­gerð­ar­heim­ild til að bæta ónýttum heim­ildum innan 5,3 % kerf­is­ins í pott­inn ef til þess kæmi í lok tíma­bils.

Auglýsing

Breyt­ingin sem hér er lögð til hefur það mark­mið að auka öryggi sjó­manna, tryggja jafn­ræði á milli svæða með auknum afla­heim­ildum og efla strand­veiði­kerfið í heild til fram­tíð­ar.

Strand­veiðar eru mik­il­vægar

Afli frá strand­veiði­bátum hefur verið afar mik­il­vægur fyrir fisk­mark­aði og verið hryggjar­stykkið í vinnslu margra fisk­vinnslu­fyr­ir­tækja yfir sum­ar­tím­ann enda yfir­leitt gæða­hrá­efni.

Mögu­leik­inn á að velja veiði­daga getur leitt til betra hrá­efnis sem dreif­ist til vinnslu jafnar yfir mán­uð­inn og ýtir undir eðli­lega verð­myndun á afla og styrkir þannig sjáv­ar­byggðir og mögu­lega nýliðun í grein­inni. Það hefur verið áhyggju­efni hve margir hafa hætt að stunda strand­veiðar und­an­farin ár og milli áranna 2016 og 2017 fækk­aði um 70 báta.

Strand­veiðum var komið á árið 2009 undir for­ystu Vinstri grænna og hafa svo sann­ar­lega sannað til­veru­rétt sinn á þessum tíma þótt sumir hefðu allt á hornum sér gegn þeim í upp­hafi. Strand­veiðar hafa falið í sér mögu­leika á því að geta stundað veiðar í atvinnu­skyni án þess að greiða kvóta­höfum gjald fyrir veiði­heim­ild­ir. Strand­veið­arnar hafa þannig verið skref í átt til rétt­lát­ara fisk­veiði­stjórn­ar­kerfis þó meira þurfi til að lag­færa hið mein­gall­aða kvóta­kerfi með óheftu fram­sali sem farið hefur illa með margar sjáv­ar­byggð­ir.

Stefnu­mörkun til fram­tíðar

Þessi til­raun með breytt fyr­ir­komu­lag og auknar afla­heim­ildir i sumar verður grunnur að vinnu við skipu­lag á fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lagi strand­veið­anna. Skýrsla verður tekin saman um útkom­una eftir sum­arið þar sem lagt verður m.a. mat á áhrif fastra daga á hvert svæði fyrir sig, hvort líta þurfi til mis­mun­andi fisk­gengdar eftir land­svæðum hvað varðar byrjun og lok tíma­bila og hvað magn þurfi til að tryggja 12 fasta daga.

Eftir sem áður ráða veð­ur, afla­brögð og fiskni sjó­manns­ins hvernig hverjum og einum gengur þessa 48 daga sem bjóð­ast til strand­veiða á kom­andi sumri. Það verður aldrei hægt að tryggja öllum fullan skammt í 48 daga frekar en í núver­andi kerfi en sveigj­an­leik­inn verður til staðar til að mæta t.d. bil­un­um, veik­indum og vondum veðrum og meira jafn­ræði verður á milli minni og stærri báta í kerf­inu.

Við tökum svo stöð­una í haust með öllum hags­muna­að­ilum og vinnum með útkom­una í þágu strand­veiði­sjó­manna og sjáv­ar­byggð­anna.

Ég, ásamt Ásmundi Frið­riks­syni og þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, reyndum að vinna sam­bæri­legt mál í fyrra sem náð­ist ekki sam­staða um. Ég, ásamt félögum mínum í Vinstri græn­um, lögðum fram sam­bæri­legt mál í fyrra á Alþingi sem ekki náði fram að ganga og er það því mikið ánægju­efni að svo breið póli­tísk sam­staða náð­ist um málið núna að frum­kvæði atvinnu­vega­nefndar að tek­ist hefur að ljúka því far­sæl­lega. Vil ég þakka öllum sem að mál­inu hafa komið með jákvæða og lausn­ar­mið­aða nálg­un. Þessi til­raun sýnir að hægt er að þróa strand­veiðar áfram í ljósi reynsl­unnar með því að draga úr slysa­hættu við ólympískar veiðar og koma á meiri fyr­ir­sjá­an­leika í veiðum með föstum dög­um.

Ég vona að vel tak­ist til í sumar og að þetta verði gæfu­spor sem hér er stigið og óska þess að allir strand­veiði­sjó­menn afli vel í sumar og komi heilir til hafn­ar.

Gleði­legt strand­veiði­sum­ar!

Höf­undur er for­maður atvinnu­vega­nefndar Alþing­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar