Margar siðvenjur mismunandi menningarheima geta verið skaðlegar einstaklingum. Frjálslynd samfélög skipta sér yfirleitt ekki af venjum annarra menningarheima því einstaklingar þar eiga rétt á því að taka eigin ákvarðanir, jafnvel þó þær séu skaðlegar. Hinsvegar er ein undantekning þar á. Það er, þegar ákvörðun um að iðka slíkar siðvenjur eru teknar af einstaklingum, eða iðkaðar á einstaklingum, sem ekki skilja þýðingu þeirra eða afleiðingar. Umburðarlyndi slíkra samfélaga, þó frjálslynd séu, er ekkert.
Umskurður á börnum er gott dæmi um slíka undantekningu. Umskurður er skaðlegur samkvæmt áliti allra heilbrigðisyfirvalda innan Evrópu og flestra utan þess. Umskurður er framkvæmdur á börnum sem geta ekki tjáð upplýst samþykki sitt. Það er ómögulegt að gefa ungabörnum næga deyfingu sem gerir það að verkum að umskurður er mjög sársaukafullt inngrip. Þess vegna ætti umskurður á börnum að vera skilgreint sem grimmd eða pynting en ekki eingöngu skaðleg heilsu barnsins. Umskurður er misnotkun á börnum í skjóli trúarbragða og menningarheima og ætti alls ekki að líðast í tengslum við fjölmenningu.
Í raun er hægt að líta á andstöðu gegn umskurði sem stuðning við fjölmenningu, þar sem sýnd er umhyggja gagnvart börnum í öðrum menningarheimum. Að hunsa öskur þeirra af því þau eru ekki OKKAR eigin börn er hins vegar rasísk mismunun.
Umskurður á börnum ætti að vera bannaður. Til að bannið verði skilvirkt þarf að hafa harða refsingu við umskurði sem ekki hefur læknisfræðilega ástæðu.