Omaggio vasar og húsnæðisvandinn

Formaður Ungra jafnaðarmanna skrifar um húsnæðismál baráttudegi verkalýðsins.

Auglýsing

Hinn frjálsi mark­aður er ekki full­komn­ari lausn vanda­mála heims­ins en svo að í kap­ít­al­ismann virð­ist vera inn­byggð til­hneig­ing til að valda djúpum kreppum endrum og eins, líkt og við Íslend­ingar fengum að kenna á fyrir 10 árum síð­an. Meira um það rétt á eft­ir. Á smærri skala en þjóð­hags­legum stór­á­föllum lendir mark­að­ur­inn einnig stundum í að mis­reikna sig og margs­konar mark­aðs­brestir valda því að ekki er alltaf jafn­vægi á fram­boði, eft­ir­spurn og verð­lagi. Það sleppur nú kannski fyrir horn þegar um er að ræða ein­hverja vöru eins og Omaggio vasa. Þegar varan sem um ræðir er hins vegar hús­næði, er vanda­málið heldur svæ­snara. Ólíkt Omaggio vös­um, er öruggt hús­næði nefni­lega mann­rétt­indi.

Óarð­bæru mann­rétt­indin

Van­hæfi hins frjálsa mark­aðar í hús­næð­is­málum hefur margoft valdið stór­kost­legum vanda­málum á Íslandi í gegnum sög­una. Hús­næð­is­vand­inn sem við búum við í dag er fyrst og fremst kom­inn til vegna þess að eftir Hrun lækk­aði hús­næð­is­verð eða stóð í stað, á sama tíma og bygg­ing­ar­kostn­aður rauk upp. Hinn frjálsi mark­aður áleit bygg­ingu nýrra íbúða óarð­bæra, og þar sem eng­inn annar aðili stóð fyrir hús­bygg­ingum á þeim tíma, var ein­fald­lega næstum ekk­ert byggt. Það litla sem þó var byggt á fyrstu árunum eftir Hrun var svo dýrt í kaupum að það fór alla­vega fjarri því að leysa hús­næð­is­vanda ungs fólks.

Vanda­málin leyst

Lausn­irnar á þessum stóru hús­næð­iskreppum Íslend­inga hafa alltaf verið félags­leg­ar. Á fyrstu ára­tugum 20. aldar var ömur­legur húsa­kostur hinna vinn­andi stétta við­var­andi vanda­mál og stærsta ógn við lýð­heilsu þjóð­ar­inn­ar. Þá voru það jafn­að­ar­menn með Héð­inn Valdi­mars­son í broddi fylk­ing­ar, sem komu á fót verka­manna­bú­staða­kerf­inu og reistu verka­manna­bú­stað­ina við Hring­braut. Þangað gátu flutt hund­ruð fjöl­skyldna úr hinum vinn­andi stéttum og komust í fyrsta sinn í hús­næði með renn­andi vatni og nútíma­þæg­indum á þeirra tíma mæli­kvarða. Hús­næð­iskreppan á 7. ára­tugnum var leyst með merkum kjara­samn­ing­um, þar sem ríkið og verka­lýðs­hreyf­ingin sam­ein­að­ist um að reisa Breið­holt­ið.

Auglýsing

Lausnin aflögð

Á góð­ær­is­ár­unum í kringum alda­mótin þótti nýfrjáls­hyggju­flokk­unum sem þá voru við völd, Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki, óþarfi að púkka upp á félags­lega hús­næð­is­kerfið og verka­manna­bú­stað­ina. Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, sem staðið hafði vörð um kerfið á árum sínum sem félags­mála­ráð­herra 1987-1994, sló ræðu­met Alþingis þegar hún tal­aði í 10 klukku­tíma og 8 mín­útur til varnar félags­lega hús­næð­is­kerf­inu árið 1998. Sú orr­usta tap­að­ist samt og rík­is­stjórn Dav­íðs Odds­sonar og Hall­dórs Ásgríms­sonar lögðu kerfið nið­ur. Þegar hinn frjálsi mark­aður brást svo í Hrun­inu tíu árum síð­ar, var því ekk­ert kerfi til að taka við og tryggja fólki ódýrt og hent­ugt hús­næði.

End­ur­reisnin

Það sér nú fyrir end­ann á núver­andi hús­næð­is­vanda í Reykja­vík og er það ekki síst fyrir til­stilli þess frum­kvæðis sem núver­andi meiri­hluti í Reykja­vík undir for­ystu Dags B. Egg­erts­sonar hefur sýnt við að koma á sam­starfi borg­ar­innar og leigu­fé­laga á vegum verka­lýðs­fé­laga, sem ekki eru rekin með hagn­að­ar­sjón­ar­miði. Með þessum vísi að end­ur­reisn verka­manna­bú­stað­anna stefnir loks í að hund­ruð og þús­undir íbúða bjóð­ist fólki sem ekki hefur efni á okur­kjör­unum sem hinn frjálsi mark­aður býður upp á í dag. Það skiptir nefni­lega máli hverjir stjórna.

Höf­undur er for­maður Ungra jafn­að­ar­manna.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar