Omaggio vasar og húsnæðisvandinn

Formaður Ungra jafnaðarmanna skrifar um húsnæðismál baráttudegi verkalýðsins.

Auglýsing

Hinn frjálsi mark­aður er ekki full­komn­ari lausn vanda­mála heims­ins en svo að í kap­ít­al­ismann virð­ist vera inn­byggð til­hneig­ing til að valda djúpum kreppum endrum og eins, líkt og við Íslend­ingar fengum að kenna á fyrir 10 árum síð­an. Meira um það rétt á eft­ir. Á smærri skala en þjóð­hags­legum stór­á­föllum lendir mark­að­ur­inn einnig stundum í að mis­reikna sig og margs­konar mark­aðs­brestir valda því að ekki er alltaf jafn­vægi á fram­boði, eft­ir­spurn og verð­lagi. Það sleppur nú kannski fyrir horn þegar um er að ræða ein­hverja vöru eins og Omaggio vasa. Þegar varan sem um ræðir er hins vegar hús­næði, er vanda­málið heldur svæ­snara. Ólíkt Omaggio vös­um, er öruggt hús­næði nefni­lega mann­rétt­indi.

Óarð­bæru mann­rétt­indin

Van­hæfi hins frjálsa mark­aðar í hús­næð­is­málum hefur margoft valdið stór­kost­legum vanda­málum á Íslandi í gegnum sög­una. Hús­næð­is­vand­inn sem við búum við í dag er fyrst og fremst kom­inn til vegna þess að eftir Hrun lækk­aði hús­næð­is­verð eða stóð í stað, á sama tíma og bygg­ing­ar­kostn­aður rauk upp. Hinn frjálsi mark­aður áleit bygg­ingu nýrra íbúða óarð­bæra, og þar sem eng­inn annar aðili stóð fyrir hús­bygg­ingum á þeim tíma, var ein­fald­lega næstum ekk­ert byggt. Það litla sem þó var byggt á fyrstu árunum eftir Hrun var svo dýrt í kaupum að það fór alla­vega fjarri því að leysa hús­næð­is­vanda ungs fólks.

Vanda­málin leyst

Lausn­irnar á þessum stóru hús­næð­iskreppum Íslend­inga hafa alltaf verið félags­leg­ar. Á fyrstu ára­tugum 20. aldar var ömur­legur húsa­kostur hinna vinn­andi stétta við­var­andi vanda­mál og stærsta ógn við lýð­heilsu þjóð­ar­inn­ar. Þá voru það jafn­að­ar­menn með Héð­inn Valdi­mars­son í broddi fylk­ing­ar, sem komu á fót verka­manna­bú­staða­kerf­inu og reistu verka­manna­bú­stað­ina við Hring­braut. Þangað gátu flutt hund­ruð fjöl­skyldna úr hinum vinn­andi stéttum og komust í fyrsta sinn í hús­næði með renn­andi vatni og nútíma­þæg­indum á þeirra tíma mæli­kvarða. Hús­næð­iskreppan á 7. ára­tugnum var leyst með merkum kjara­samn­ing­um, þar sem ríkið og verka­lýðs­hreyf­ingin sam­ein­að­ist um að reisa Breið­holt­ið.

Auglýsing

Lausnin aflögð

Á góð­ær­is­ár­unum í kringum alda­mótin þótti nýfrjáls­hyggju­flokk­unum sem þá voru við völd, Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki, óþarfi að púkka upp á félags­lega hús­næð­is­kerfið og verka­manna­bú­stað­ina. Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, sem staðið hafði vörð um kerfið á árum sínum sem félags­mála­ráð­herra 1987-1994, sló ræðu­met Alþingis þegar hún tal­aði í 10 klukku­tíma og 8 mín­útur til varnar félags­lega hús­næð­is­kerf­inu árið 1998. Sú orr­usta tap­að­ist samt og rík­is­stjórn Dav­íðs Odds­sonar og Hall­dórs Ásgríms­sonar lögðu kerfið nið­ur. Þegar hinn frjálsi mark­aður brást svo í Hrun­inu tíu árum síð­ar, var því ekk­ert kerfi til að taka við og tryggja fólki ódýrt og hent­ugt hús­næði.

End­ur­reisnin

Það sér nú fyrir end­ann á núver­andi hús­næð­is­vanda í Reykja­vík og er það ekki síst fyrir til­stilli þess frum­kvæðis sem núver­andi meiri­hluti í Reykja­vík undir for­ystu Dags B. Egg­erts­sonar hefur sýnt við að koma á sam­starfi borg­ar­innar og leigu­fé­laga á vegum verka­lýðs­fé­laga, sem ekki eru rekin með hagn­að­ar­sjón­ar­miði. Með þessum vísi að end­ur­reisn verka­manna­bú­stað­anna stefnir loks í að hund­ruð og þús­undir íbúða bjóð­ist fólki sem ekki hefur efni á okur­kjör­unum sem hinn frjálsi mark­aður býður upp á í dag. Það skiptir nefni­lega máli hverjir stjórna.

Höf­undur er for­maður Ungra jafn­að­ar­manna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar