Notendastýrð ferðaþjónusta

Frambjóðandi Framsóknar í Reykjavík skrifar um ferðaþjónustu fatlaðra.

Auglýsing

Fyrir nokkru hittu Framsókn í Reykjavík nokkra fulltrúa Öryrkjabandalagsins, m.a. formann og varaformann til að heyra frá þeim sem upplifa „ástandið“ á hverjum degi í stað þess að byggja hugmyndir okkar á því sem slegið er upp í fjölmiðlum.

Þetta reyndist góð ákvörðun og og við komum margs fróðari af fundinum.

Ferðaþjónusta fatlaðra var okkur ofarlega í huga á fundinum með ÖBÍ enda hefur hún oft verið í fréttum og þá yfirleitt með neikvæðum formerkjum.

Samkvæmt formanni Öryrkjabandalagsins er fyrirkomulag ferðaþjónustunnar alls ekki nógu gott og við sem heilbrigð erum eigum erfitt með að setja okkur í spor þess sem hefur ekki sjálfsvald yfir ferðum sínum eða lengd heimsókna sinna og þarf þar að auki skipuleggja sig fram í tímann og má ekki „vera úti“ fram yfir eitt á næturnar.

Sveigjanleiki er lítill sem heftir frelsi notendanna verulega.

Það kom okkur hjá Framsókn mjög á óvart að 85% notenda ferðaþjónustunnar eru„á fæti“ og því vel færir um að ferðast í venjulegum bílum og það á einnig við um hluta þeirra sem bundnir eru við hjólastól.

Auglýsing
Við þessar fregnir furðar maður sig óneitanlega á þeim leiðum sem farnar hafa verið í ferðaþjónustu fatlaðra. Hér hafa verið keyptir stórir og sérhannaðir bílar og dýrt töluvkerfi sem virðist hafa skapað fleiri vandamál en það hefur leyst.

Við hjá Framsókn Reykjavík viljum leysa málið með því að fækka stóru og dýru bílunum en gera í staðinn samninga við leigubíla um að sinna þessu hlutverki. Þannig myndu þessi 85% notenda þjónustunnar sem geta að jafnaði ferðast í fólksbílum öðlast sama frelsið og flest okkar líta á sem sjálfsagðan hlut.

Í stað þess að byggja ferðaþjónustu fatlaðra utan um 1600 notendur yrði hún byggð utan um 3 - 400 notendur og þjónusta þeirra yrði þá líka bætt verulega.

Það þarf líka að huga að þeim sem yfirleitt geta bjargað sér og nýtt sér önnur úrræði. Það reynir t.d. mikið á axlir að vera í hjólastól og þegar líkamlegt ástand versnar tímabundið eða þegar skafa þarf bíla á vetrum, þá þurfa þeir einstaklingar að geta nýtt sér ferðaþjónustu fatlaðra þó tímabundið sé. Þess vegna þarf að byggja hana fyrir örlítið fleiri en þá sem algjörlega treysta á hana.

Frelsi og sveigjanleiki eru lykilatriði þegar verið er að skipuleggja hluti sem hafa áhrif á daglegt líf fólks. Þjónustan á að taka mið af þörfum einstaklinganna sem hana nýta.

Höfundur er kennari og skipar 3. sæti Framsóknar í Reykjavík


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar