Ekkert kjöt á beinunum hjá ríkisstjórninni

Fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra segir að ríkisstjórnin takmarki ávinning neytenda af innleiðingu tollasamnings Íslands við Evrópusambandið með því að reikna með að beinlausar kjötvörur innihaldi bein.

Auglýsing

Þegar rík­is­stjórnin var mynduð blasti við að hún yrði aðgerða­lít­il. Þó mátti skilja á for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, guð­föður rík­is­stjórn­ar­inn­ar,  að stjórnin yrði var­an­leg starfs­stjórn, sem hefði ekki nein sér­stök stefnu­mál. For­sæt­is­ráð­herra ætlar að hlusta á óskir þegn­anna og gerir það að sögn vel. Meiru lof­aði hún ekki.

Fyrsta maí fann rík­is­stjórnin loks­ins alvöru mál. Þann dag átti að ganga í gildi samn­ingur um meiri inn­flutn­ing á erlendum land­bún­að­ar­af­urð­um, sem sann­ar­lega hefði getað orðið kjara­bót fyrir almenn­ing. Þá vökn­uðu Fram­sókn­ar­flokk­arnir þrír loks­ins og klekkja sam­eig­in­lega á kjós­end­um.

Auð­vitað með sér­hags­munum og gegn almanna­heill.

Auglýsing

Fyrir einu og hálfu ári, áður en Við­reisn komst á þing, voru dæma­lausir búvöru­samn­ingar þving­aðir í gegnum þingið með heilum 19 atkvæð­um. Aðeins Björt fram­tíð sner­ist hart gegn þess­ari þjóð­ar­skömm. Eng­inn úr Fram­sókn­ar­flokkn­um, eng­inn úr Vinstri græn­um, eng­inn úr Sam­fylk­ing­unni og eng­inn Pírati greiddi atkvæði gegn samn­ing­un­um. Aðeins einn óþægur Sjálf­stæð­is­maður sleit sig úr Fram­sókn­ar­kórn­um.

Búvöru­samn­ing­arnir voru svo vit­lausir að ári síðar voru sauð­fjár­bændur á helj­ar­þröm.

Íslend­ingar borga meira með fram­leiðsl­unni en gert er í Evr­ópu­sam­band­inu, inn­flutn­ings­vernd er meiri hjá okk­ur, vöru­úr­val minna hér á landi, verð til neyt­enda miklu hærra og íslenskir bændur eru með verst laun­uðu stéttum lands­ins. Þetta var gjöf Fram­sókn­ar­flokk­anna til neyt­enda og bænda.

Einn alþing­is­maður sagði að hann hefði stutt búvöru­samn­ing­ana til þess að tryggja inn­leið­ingu tolla­samn­ings Íslands við Evr­ópu­sam­band­ið. Nú hyggst rík­is­stjórnin grípa til „mót­væg­is­að­gerða“ til þess að tak­marka ávinn­ing neyt­enda. Á heima­síðu land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins seg­ir: „[V]ið útreikn­ing á magni toll­kvóta við inn­flutn­ing verði miðað við ígildi kjöts með beini, í sam­ræmi við alþjóð­legar skuld­bind­ing­ar.“

Á manna­máli: Þegar fluttar eru inn pyls­ur, skinka, spægipylsa, nauta­lundir eða annað kjöt­meti sem allir vita að aldrei hefur verið selt með beini, reiknar ráðu­neytið með því að um þriðj­ungur sé bein. Með þessu móti tekst rík­is­stjórn­inni að svíkja neyt­endur um ávinn­ing­inn af nýju samn­ing­unum að stórum hluta. Hún reiknar 666 kíló í kjöttonn­inu.

Þetta er svo ótrú­lega óskamm­feilin aðgerð að flestir þurfa að láta segja sér hana tvisvar. Slík regla hefur aldrei gilt áður hér á landi. Hvað næst? Reglu­gerð um þykkt og þyngd á skorpu af frönskum ost­um? Að inn­fluttar pylsur séu reikn­aðar í brauði og „með öllu“? Hug­mynda­flugi Fram­sókn­ar­flokk­anna eru lítil tak­mörk sett þegar þeir snú­ast gegn neyt­end­um.

Svarið er ein­falt. Ef við viljum ekki láta bjóða okkur svona með­ferð getum við gefið rík­is­stjórn­ar­flokk­unum áminn­ingu í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum nú í vor.

Höf­undur er fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og stofn­andi Við­reisn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar