Ójafn frístundastyrkur

Snædís Karlsdóttir frambjóðandi Framsóknar í Reykjavík skrifar um ójöfnuð barna.

Auglýsing

Til allrar óhamingju er fátækt barna á Íslandi staðreynd, ekki öll börn njóta sömu tækifæra. Fátækt barna á Íslandi lýsir sér þannig að foreldrar þeirra hafa ekki ráð á því að veita þeim þau lífsgæði sem vilji stendur til, teljast almenn eða jafnvel nauðsynleg. Börn einstæðra foreldra og foreldra sem lægst hafa launin eru líklegust til þess að vera hluti af þessum óheppna hópi. Meginorsök fátæktar er ójöfnuður, en það er önnur ömurleg staðreynd að það eitt að hafa atvinnu á Íslandi er ekki trygging fyrir lífi án fátæktar.

Ójöfnuður er risavaxið vandamál sem verður því miður ekki leyst með einni einfaldri aðgerð. Mögulega er fullkominn jöfnuður ekki raunhæfur, en aukinn jöfnuður er það og ætti að vera markmið okkar allra. Gæðum samfélagsins er misskipt og stjórnvöld ættu að grípa hvert tækifæri sem gefst til þess að auka jöfnuð. Sameiginlegir sjóðir okkar geta að hluta til nýst til þess að jafna kjör borgaranna og við getum sannarlega nýtt þá í að tryggja jafnari tækifæri barnanna okkar.

Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega, þurfa eðli málsins samkvæmt að forgangsraða ef endar ná ekki saman. Efst á lista er húsaskjól og aðrar grunnþarfir. Í mörgum tilfellum kemst tómstunda- og frístundastarf barna einfaldlega ekki á listann yfir þá hluti sem hægt er að greiða fyrir. Þar af leiðir að ekki öll börn á Íslandi hafa þann kost að taka þátt í frístundastarfi og eiga þau m.a. á hættu að einangrast frá jafnöldrum sínum af þeim sökum.

Auglýsing

Frístundakortið er styrktarkerfi í frístundastarfi fyrir börn og unglinga í Reykjavík. Styrkurinn er 50 þúsund krónur á ári fyrir hvert barn. Það er misjafnt hversu háu hlutfalli af heildar frístundakostnaði þessi upphæð nær, ólíkar íþróttir eru mjög misdýrar.

Tilgangur og markmið frístundakortsins er að auka jöfnuð. Þessu markmiði er hins vegar ekki náð með því að veita öllum börnum sama styrkinn, sömu upphæð, óháð efnahag foreldra þeirra. Með hliðsjón af fyrrnefndum ójöfnuði íslensks samfélags ætti að vera ljóst að foreldrar hafa mis mikla þörf fyrir styrkinn.

Bætur úr sameiginlegum sjóðum eru, eðli málsins samkvæmt oftar en ekki tekjutengdar, flest erum við sammála um að annað væri í raun galið. Við ættum að sama skapi að sammælast um það að sanngirni felist, í tilfelli frístundakortsins ekki í því að allir fái jafn háan styrk frá borginni. Sanngjarnara væri að viðurkenna að einhverjir hafa meiri þörf fyrir frístundastyrk en aðrir.

Betri nýting á þeim fjármunum sem Reykjavíkurborg leggur tilvegna frístundastyrks barna næðist ef frístundakortið yrði tekjutengt. Þau börn sem verst standa í samfélaginu þyrftu að fá hærri styrk en þann sem nú er í boði fyrir þau. Þetta mætti framkvæma með einfaldri tilfærslu fjármuna á kostnað þeirra sem minni, eða enga þörf hafa fyrir styrkinn. Frístundakortið er tækifæri til að auka jöfnuð, nýtum það.

Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar