Styður Landlæknisembættið enn hindurvitni og skottulækningar?

Jón Helgi Þórarinsson skrifar um umskurð drengja og hvetur nýjan landlækni til að endurskoða álit embættisins á banni við slíkum.

Auglýsing

Í tíð nýfráfar­ins land­læknis skil­aði Land­lækn­is­emb­ættið áliti til Alþingis vegna frum­varps um bann við umskurði barna almennt og setti emb­ættið sig þar upp á móti frum­varp­inu. Þetta gerði land­lækn­ir, þrátt fyrir að yfir­gnæf­andi meiri­hluti fólks í heil­brigð­is­stéttum hér­lendis og á hinum Norð­ur­lönd­unum sem á annað borð hafa tjáð sig, styðji frum­varpið alfar­ið.

Þetta kemur auð­vitað spánskt fyrir sjón­ir. Þetta er ekki hægt að túlka á annan hátt en að land­læknir kasti blygð­un­ar­laust rýrð á fag­mennsku þess mikla fjölda fólks sem undir hann heyr­ir; vís­inda­menn, lækna, hjúkr­un­ar­fólk, ljós­mæður og aðra þá sem við hin treystum frá degi til dags fyrir lífi og limum okkar sjálfra og barna okk­ar. Þá hlýtur spurn­ingin að vakna: Hvers vegna? Í hvaða visku­brunn sækir land­læknir ölið sem virð­ist öðrum for­boðið að teyga?

Álit land­læknis byggir á tvennu.

Auglýsing

Það er ekki sama Jón og hún Jóna

Í fyrsta lagi þá heldur emb­ættið því fram að þetta inn­grip sé meira hjá stúlkum en drengjum og styðst þar aðal­lega við þau rök að Svíar noti huggu­legra orð yfir verkn­að­inn þegar hann er fram­kvæmdur á strákum en stelp­um.

Stað­reyndin er hins vegar sú að á meðan umskurður drengja er yfir­leitt sama aðgerð alls stað­ar, þá er umskurður á stúlkum mjög mis­mun­andi eftir hefðum á þeim stöðum þar sem hann er fram­kvæmd­ur. Þegar barist var fyrir algeru banni við umskurði stúlkna, þá var auð­vitað (og sem betur fer) hamrað á verstu til­fell­un­um, en víða er þetta samt minna inn­grip en á drengjum og oft bara sym­ból­ísk stunga sem dregur blóð.

Til að mynda... næst þegar þú sérð 5 evru seð­il, þá er það um það bil sama flat­ar­mál af skinni sem vaxið hefði full­orðnum karl­manni, og fjar­lægt er við umskurð. Skinn sem hefur svipað magn af tauga­endum og fing­urn­ir.

Trú­ar­leg og menn­ing­ar­leg hefð trompar ver­ald­leg gildi

Í öðru lagi, þá heldur land­læknir því fram að „trú­ar­legar og menn­ing­ar­legar hliðar á þessu máli séu svo rík­ar, að umskurður á for­húð drengja muni verða fram­kvæmdur um ófyr­ir­sjá­an­lega fram­tíð óháð því hvaða afstöðu heil­brigð­is­kerfið og sam­fé­lagið að öðru leyti mun hafa til þess að leyfa þessa aðgerð“.

Og við þessu er eig­in­lega bara eitt svar: Ef við getum ekki verndað börn á íslandi gegn bók­stafs­trú­arklerkum sem geta ekki hugsað sér heim­inn án þess að fá að skera stykki framan af kyn­færum ann­ara manna barna og þar með full­nægt sátt­mála sínum við Guð, þá getum við bara pakkað saman og hætt.

Eina ástæða þess að við höfum lagt að baki alla þá villi­mennsku sem finnst í gamla testa­ment­inu og öðrum trú­ar­rit­um, er að á síð­ustu 3 til 4 hund­ruð árum þá hafa ver­ald­legir heim­spek­ing­ar, vís­inda­menn, lækn­ar, pró­fess­or­ar, póli­tíkusar, rit­höf­undar og eflaust ein­hverjir hug­aðir land­læknar líka, notað hvert tæki­færi sem gef­ist hefur til að hafa áhrif og þokað sam­fé­lagi okkar smám saman burt frá því stein­ald­arsið­ferði sem hin Abra­hamísku trú­ar­brögð, kristni, gyð­ing­dómur og múhameðstrú hafa haldið dauða­haldi í. Að Land­læknir Íslands árið 2018 lypp­ist niður og gef­ist upp í þessu máli er hreint út sagt sví­virða.

Menn­ing­ar­sjón­ar­mið land­læknis eru ekki betri. Hann vísar til Banda­ríkj­anna, að umskurður sé þar almenn rútína og gerð af heilsu­fars­á­stæð­um, en bendir um leið á að sá ætl­aði heilsu­fars­legi ávinn­ingur sé senni­lega bara vit­leysa og ekk­ert bendi til að það stand­ist skoð­un. Stað­reyndin er sú að í Banda­ríkj­unum hefur tíðni umskurðar verið á hraðri nið­ur­leið, frá tæp­lega 90% árið 1975 niður í undir 60% í dag, ein­göngu vegna vit­und­ar­vakn­ingar for­eldra og fólks innan heil­brigð­is­stétta um skað­leg áhrif umskurðar á sál og lík­ama ung­barna.

Umbóta­sinnar í Banda­ríkj­unum hafa þurft að berj­ast á móti straumn­um, því þau hafa ekki aðeins þurft að eiga við lobbý­ista hinna ýmsu trú­ar­sam­fé­laga, heldur er umtals­verður þrýst­ingur frá við­skipta­heim­inum líka. Gróði fyr­ir­tækja í Banda­ríska heil­brigð­is­geir­anum vegna fram­kvæmd umskurða og versl­unar með for­húð unga­barna innan lyfja og snyrti­vöru­brans­ans er áætl­aður af For­bes ein­hvers staðar á milli 1 og 2 millj­arðar Banda­ríkja­dala á ári.

Að síð­ustu nefndi land­læknir menn­ing­ar­á­hrif frá þjóð­flokkum í Afr­íku. Þeir iðki mann­dóms­vígslur sem inni­fela umskurð og ein­hvern veg­inn þurfi íslensk unga­börn að sjá á eftir for­húð sinni meðal ann­ars vegna þess. Ég get svo sem skilið að Land­læknir sé til­tölu­lega óupp­lýstur um mann­dóms­vígslusiði í Afr­íku, en það er ljóst að hann treystir því að aðrir hér séu það líka og finnst ef til vill að þessi rök hljómi aðlað­andi fyrir þá sem halda að bann við umskurði hér á Íslandi sé að ein­hverju leyti byggt á ras­isma eða skiln­ings­leysi á siðum ann­ars fólks.

En eins og oft er, þá elur fávísi ein­ungis af sér meiri fávísi og hörm­ung­ar.

Orð eru ekki mik­ils megn til að lýsa hrylli­legum afleið­ingum hefð­bund­ins mann­dóms­vígslu­um­skurðar víða í Afr­íku, en hér er slóð á skýrslu hol­lenskra lækna frá 2015, sem var gerð um afleið­ingar þessa hjá Xhosa ætt­bálknum í Suður Afr­íku. Og ég vara fólk við, þetta er ekki fyrir við­kvæma.

Glæpur og Refs­ing

Lang­flest okkar hafa það til að bera að hafa ein­hvern grund­vall­ar­skiln­ing á því hvað er rétt og rangt og það að bera hníf að unga­börnum og fjar­lægja stykki úr þeim að nauð­synja­lausu er glæpur í huga allra sem á annað borð hafa þennan skiln­ing. Það sem er sér­stakt við þennan glæp er að prúð­bún­ir, vel til­hafðir og tunguliprir klerkar, inn­lendir sem erlendir munu svífast einskis til að koma sínum umskurðar­á­formum til leið­ar. Afbrota­vilj­inn er ein­beittur í þessum hópi og þeir munu ekki skilja fyrr en skellur í tönn­um.

Annan maí síð­ast­liðin voru for­eldrar tveggja stúlku­barna í Dan­mörku dæmd af hæsta­rétti í 18 mán­aða fang­elsi fyrir að láta umskera þær á meðan þau voru í heim­sókn í Sómal­íu. Þau hafa eflaust gefið sér og öðrum ótal ástæður og afsak­anir fyrir þessum verkn­aði, en þegar allt kemur til alls, þá brást þetta fólk varn­ar­lausum dætrum sínum að yfir­lögðu ráði.

Nú er ég ekki að mæla með því að for­eldrum séu gerðir langir fang­els­is­dóm­ar, en vilji Íslend­ingar sporna gegn til­gangs­lausri lim­lest­ingu varn­ar­lausra unga­barna þarf að gera verkn­að­inn refsi­verðan í laga­legum skiln­ingi. Fang­els­is­vist upp á 6 til 18 mán­uði eru hörð örlög fyrir barna­for­eldra og hefur gíf­ur­leg fæl­ing­ar­á­hrif á aðra sem gætu verið í sams­konar hug­leið­ing­um.

Á hinn bóg­inn mundi sú stað­reynd að þessi refs­ing væri fyrir hendi hér, geta orðið þessum sömu for­eldrum vopn í hendi til að stand­ast þrýst­ing frá trú­ar­sam­fé­lagi og aðstand­endum sem hvettu til umskurðar og ekki síst vera rök fyrir þau sjálf í því ein­tali sem for­eldri hefur gjarnan við sjálft sig til að finna út hvað er barn­inu fyrir bestu.

En for­eldr­arnir eru yfir­leitt mýsnar í þessu sam­hengi. Fall­byss­urnar á að geyma fyrir þá sem halda á hnífn­um, þá sem skipu­leggja verkn­að­inn og þá sem skapa hinn félags­lega þrýst­ing í þessu sam­særi hinna heilögu. Þeir munu aldrei gefa sig af sjálfs­dáð­um. Það verður að segja þeim krist­al­tært og svo ekki verði mis­skilið að tími þess­arar forn­eskju sé lið­inn undir lok.

Áskorun til nýs land­læknis

Nú vill það svo til að síðan hið upp­runa­lega álit Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins var lagt fram, þá er búið að skipa nýjan land­lækni, Ölmu Dag­björtu Möll­er. Og án þess að teygja lopann mikið frekar, þá vil ég skora á nýjan land­lækni að end­ur­skoða álit emb­ætt­is­ins og leggja fram nýtt álit sem er meira í takt við þá mannúð sem hið íslenska sam­fé­lag vill kenna sig við. Álit sem verndar lík­ama og sál barna gegn ofbeld­is­fullri ágengni þeirra sem í þessum heimi og öðrum sjá sér gróða­veg í að skera af og hirða hluta af kyn­færum þeirra á meðan þau enn eru óvit­ar.

Umskurð­ar­dóm­ur­inn í Dan­mörku 2. Maí 2018

Umsögn Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins í 114. máli á 148. Lög­gjaf­ar­þingi, Almenn hegn­ing­ar­lög (bann við umskurði drengja)Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar