Er Kvennahreyfingin tímaskekkja?

Bylgja Babýlons segir að Kvennahreyfingin ætti ekki að þurfa að vera til. Hér er hún samt þar sem konur eru enn undirokaðar á mörgum sviðum og kynbundið ofbeldi er enn vandamál.

Auglýsing

„Það er ekki nema von að menn og konur spyrji sig þess­arar gríð­ar­lega mik­il­vægu spurn­ingar nú þegar líður að kosn­ingum og kvenna­hreyf­ingin er eitt þeirra milljón þús­und afla sem bjóða fram krafta sína í borg­ar­stjórn.

Spurn­ingin er samt frekar heimsku­leg, eig­in­lega bara mjög heimsku­leg. En það er allt í lagi að spyrja heimsku­legra spurn­inga stund­um, það sagði afi minn alltaf. Ég spyr mig til dæmis stund­um:  Af hverju er ekki hægt að kaupa mala­koff í kubbum, eins og ost? En ég veit alveg sjálf að það er næstum ómögu­legt að brýna osta­sker­a. 

Það er ekki fruma í lík­ama mínum sem trúir því ekki að Bríet Bjarn­héð­ins hafi snúið sér í gröf­inni þegar við skil­uðum inn með­mæl­enda­skránni. Hún hefur örugg­lega staðið í þeirri trú að þegar árið 2018 rynni upp værum við komin á sjálf­stýrða ­svif­bíla, ekki nokk­urri mann­sekju dytti lengur í hug að leggja sér hrútspunga til munns og að fram­lag kvenna á vinnu­mark­aði væri metið til jafns við fram­lag karla.

Auglýsing

Auð­vitað er kvenna­fram­boð tíma­skekkja. Það er mother­fokk­in 2018 og við ættum ekki að þurfa á því að halda. Við ættum að vera komin miklu lengra en þetta, en við höfum hjakkað í sama far­inu und­an­farna ára­tugi, eins og Sunn­lend­ing­ur að reyna að losa bíl­inn sinn úr snjó­skafli. Okkur sem sam­fé­lagi hefur mis­tek­ist og nú þurfum við að gjöra svo vel að éta það ofan í okk­ur, horfast í augu við snjó­inn og biðja nágrann­ana að hjálpa okkur að ýta bílnum (ég reyndi að finna skút­u-lík­ingu því það hefði verið svo gaman að hafa svona þjóð­ar­skút­u reffa hérna, en það meikar ekk­ert ­sen­se að ýta skút­u).

Ég er stödd í Edin­borg eins og er og það eru tveir hlutir sem Skot­inn veit um Ísland: Við áttum epískt banka­hrun og við mæl­umst meðal efstu þjóða þegar kemur að jafn­rétti. Vit­iði hvað er ­fokk­in vand­ræða­legt að þurfa alltaf að leið­rétta þetta, segja þeim frá Vig­dís­ar effect­in­u og öllum virki­lega hræði­legu #metoo ­sög­un­um? Segja þeim að í land­inu mínu séu konur fastar í ofbeld­is­sam­böndum því þjóð­fé­lagið sé þannig byggt upp að þær geti ekki staðið á eigin fótum fjár­hags­lega með börnin sín? 

Að strákar megi ekki leika sér með bleikt dót og stelpur sem taki stjórn­ina séu frekj­ur. Að konur sem bendi á kyn­ferð­is­lega áreitni séu við­kvæmar og „kunni bara ekki að taka við­reynslu.” Konur sem bendi á órétt­lætið og vilji breyta því séu að „fórn­ar­lamba­væða allar kon­ur” og karlar sem gráti séu aum­ingj­ar. 

Ef ein­hver dirf­ist að benda á að á Íslandi gróss­er­i nauðg­un­ar­menn­ing er alltaf ein­hver til­bú­inn að benda á að ástandið sé verra ein­hvers staðar­ann­ars stað­ar. Ástandið er vissu­lega verra sums stað­ar­ en það er líka betra sums stað­ar. Viljum við ekki lengur vera með þeim bestu, á það bara við um fót­bolt­ann? Ég nenni ekki að búa í þannig sam­fé­lagi leng­ur, nennir þú því? 

Kvenna­hreyf­ing­in ætti ekki að þurfa að vera til. Ég er alveg inni­lega hjart­an­lega sam­mála því, en hér erum við nú samt. Vegna þess að þau mál­efni sem við stöndum fyrir eru mál­efni sem við sem sam­fé­lag höfum ekki verið að sinna nógu vel. Konur eru enn und­ir­ok­aðar á mörgum sviðum og kyn­bundið ofbeldi er vanda­mál sem við ættum öll að vera orðin mjög þreytt á að ræða, vanda­mál sem hefur verið til staðar allt of lengi og við ættum að vera löngu búin að upp­ræta. 

Gerum það nún­a. P­lís. Ann­ars gubba ég.

Höf­undur er í 12 sæti á lista Kvenna­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar