Er Kvennahreyfingin tímaskekkja?

Bylgja Babýlons segir að Kvennahreyfingin ætti ekki að þurfa að vera til. Hér er hún samt þar sem konur eru enn undirokaðar á mörgum sviðum og kynbundið ofbeldi er enn vandamál.

Auglýsing

„Það er ekki nema von að menn og konur spyrji sig þess­arar gríð­ar­lega mik­il­vægu spurn­ingar nú þegar líður að kosn­ingum og kvenna­hreyf­ingin er eitt þeirra milljón þús­und afla sem bjóða fram krafta sína í borg­ar­stjórn.

Spurn­ingin er samt frekar heimsku­leg, eig­in­lega bara mjög heimsku­leg. En það er allt í lagi að spyrja heimsku­legra spurn­inga stund­um, það sagði afi minn alltaf. Ég spyr mig til dæmis stund­um:  Af hverju er ekki hægt að kaupa mala­koff í kubbum, eins og ost? En ég veit alveg sjálf að það er næstum ómögu­legt að brýna osta­sker­a. 

Það er ekki fruma í lík­ama mínum sem trúir því ekki að Bríet Bjarn­héð­ins hafi snúið sér í gröf­inni þegar við skil­uðum inn með­mæl­enda­skránni. Hún hefur örugg­lega staðið í þeirri trú að þegar árið 2018 rynni upp værum við komin á sjálf­stýrða ­svif­bíla, ekki nokk­urri mann­sekju dytti lengur í hug að leggja sér hrútspunga til munns og að fram­lag kvenna á vinnu­mark­aði væri metið til jafns við fram­lag karla.

Auglýsing

Auð­vitað er kvenna­fram­boð tíma­skekkja. Það er mother­fokk­in 2018 og við ættum ekki að þurfa á því að halda. Við ættum að vera komin miklu lengra en þetta, en við höfum hjakkað í sama far­inu und­an­farna ára­tugi, eins og Sunn­lend­ing­ur að reyna að losa bíl­inn sinn úr snjó­skafli. Okkur sem sam­fé­lagi hefur mis­tek­ist og nú þurfum við að gjöra svo vel að éta það ofan í okk­ur, horfast í augu við snjó­inn og biðja nágrann­ana að hjálpa okkur að ýta bílnum (ég reyndi að finna skút­u-lík­ingu því það hefði verið svo gaman að hafa svona þjóð­ar­skút­u reffa hérna, en það meikar ekk­ert ­sen­se að ýta skút­u).

Ég er stödd í Edin­borg eins og er og það eru tveir hlutir sem Skot­inn veit um Ísland: Við áttum epískt banka­hrun og við mæl­umst meðal efstu þjóða þegar kemur að jafn­rétti. Vit­iði hvað er ­fokk­in vand­ræða­legt að þurfa alltaf að leið­rétta þetta, segja þeim frá Vig­dís­ar effect­in­u og öllum virki­lega hræði­legu #metoo ­sög­un­um? Segja þeim að í land­inu mínu séu konur fastar í ofbeld­is­sam­böndum því þjóð­fé­lagið sé þannig byggt upp að þær geti ekki staðið á eigin fótum fjár­hags­lega með börnin sín? 

Að strákar megi ekki leika sér með bleikt dót og stelpur sem taki stjórn­ina séu frekj­ur. Að konur sem bendi á kyn­ferð­is­lega áreitni séu við­kvæmar og „kunni bara ekki að taka við­reynslu.” Konur sem bendi á órétt­lætið og vilji breyta því séu að „fórn­ar­lamba­væða allar kon­ur” og karlar sem gráti séu aum­ingj­ar. 

Ef ein­hver dirf­ist að benda á að á Íslandi gróss­er­i nauðg­un­ar­menn­ing er alltaf ein­hver til­bú­inn að benda á að ástandið sé verra ein­hvers staðar­ann­ars stað­ar. Ástandið er vissu­lega verra sums stað­ar­ en það er líka betra sums stað­ar. Viljum við ekki lengur vera með þeim bestu, á það bara við um fót­bolt­ann? Ég nenni ekki að búa í þannig sam­fé­lagi leng­ur, nennir þú því? 

Kvenna­hreyf­ing­in ætti ekki að þurfa að vera til. Ég er alveg inni­lega hjart­an­lega sam­mála því, en hér erum við nú samt. Vegna þess að þau mál­efni sem við stöndum fyrir eru mál­efni sem við sem sam­fé­lag höfum ekki verið að sinna nógu vel. Konur eru enn und­ir­ok­aðar á mörgum sviðum og kyn­bundið ofbeldi er vanda­mál sem við ættum öll að vera orðin mjög þreytt á að ræða, vanda­mál sem hefur verið til staðar allt of lengi og við ættum að vera löngu búin að upp­ræta. 

Gerum það nún­a. P­lís. Ann­ars gubba ég.

Höf­undur er í 12 sæti á lista Kvenna­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar