Orð eru til alls fyrst

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að endurnýjuð orða- og hugtakanotkun sem beinir athyglinni að stéttskiptingu og mismunum geti breytt samfélagssýninni og leitt til þjóðfélagsbreytinga.

Auglýsing

Nú hljóma orð eins og arð­rán og auð­magn í opin­berri umræðu, fátækt og mis­munum – eins og ekk­ert sé eðli­legra en að lýsa sam­fé­lag­inu með þessum hug­tök­um. Engu að síður er það svo að þessi hug­tök hafa varla heyrst í ára­tugi og alls ekki það sem af er þess­ari öld: jafn­vel hefur verið talið að við séum komin inn í stétt­laust sam­fé­lag eða að minnsta kosti sam­fé­lag með full­mótað vel­ferð­ar­kerfi sem sér til þess að allir hafi það gott. Slík stétta­sam­vinna og sam­á­byrgð allra stjórn­mála­flokka og verka­lýðs­hreyf­ingar með auð­vald­inu og mark­aðs­þjóð­fé­lagi þess hefur verið kennd við Blairisma og hefur átt sér stað á hinum Norð­ur­lönd­unum líka, þó hug­tök eins og almanna­hagur standi mikið styrk­ari fótum þar.

Allt í einu kemur í ljós að til er „annað Ísland“ og „hin Reykja­vík“ – rétt eins og stétt­lausa sam­fé­lagið hafi verið nýju fötin keis­ar­ans. Fyrr­ver­andi rit­stjórar Morg­un­blaðs­ins láta sér ekki bregða og segja efn­is­lega að þetta hafi alltaf verið í píp­un­um, aldrei hafi annað staðið til; mis­skipt­ingin í sam­fé­lag­inu kalli á and­svar gras­rót­ar­inn­ar. Undir for­ystu Sól­veigar Önnu Jóns­dótt­ur, for­manns Efl­ingar og hins nýstofn­aða Sós­í­alista­flokks hefur hug­taka­notk­unin í opin­berri umræðu breyst og áherslur stjórn­mál­anna fylgja með.

Nú er opin­ber­lega við­ur­kennt og jafn­vel komið í Alþing­is­tíð­indi að um 70% aldr­aðra hafa eft­ir­laun undir fátækt­ar­mörkum (28 þús. manns), þar af er mörg þús­und manns sem heldur heim­ili sjálft með um 100 þús. minna á mán­uði en fram­færslu­mörk Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins með hús­næð­is­kostn­aði segja til um. Staðan hjá öryrkjum er jafn­vel enn verri. Það er líka við­ur­kennt að ekki sé hægt að lifa af lág­marks­launum á vinnu­mark­aði, en algengt er að lægstu taxtar séu not­aðir í ferða­manna­iðn­að­in­um, einkum gagn­vart erlendu vinnu­afli – raunar þegar best læt­ur, erlent vinnu­afl og jafn­vel íslenskt vinnur nú sem verk­takar hjá vinnu­leigum – og nýtur því ekki grunn­rétt­inda í sam­fé­lag­inu af því að það vinnur ekki hjá raun­veru­legum vinnu­veit­anda sínum - og það greiðir ekki í líf­eyr­is­sjóði.

Auglýsing

RÚV hefur brugð­ist við þess­ari nýju stöðu á vinnu­mark­aði og skrif­aði hesta­leigum og hrossa­búum nýlega í nafni þýskrar áhuga­stúlku um íslenska hesta og spurð­ist fyrir um sum­ar­vinnu – og mik­ill meiri­hluti þeirra ætl­aði ekki að greiða stúlkunni lág­marks­laun. Þetta „annað Ísland“ og „hin Reykja­vík“ var ósýni­legt fyrir nokkrum mán­uð­um. Kannski erum við bara búin að sjá topp­inn á ísjak­anum varð­andi það hvernig farið er með vinnu­afl á vinnu­mark­aði?

„Stétt­leys­inu“ hefur fylg­t nýfrjáls­hyggja í stjórn­málum og nýsköpun í rík­is­rekstri (NPM, hægri stefna um út­vist­un og mark­aðsvæð­ing­u); hvort tveggja stefnur frá tím­um Reg­ans og T­hatcher­s ­sem fengu ekki síst byr undir vængi með falli Berlín­ar­múrs­ins og áætl­un­ar­bú­skapar í Aust­ur-­Evr­ópu. Hvernig er það ann­ars – er sós­í­al­ism­inn ekki örugg­lega end­an­lega dauð­ur, eins og rit­stjóri Frétta­blaðs­ins hélt fram nýlega í leið­ara? Í kjöl­farið varð rík­is­valdið á Vest­ur­löndum opn­ara en áður fyrir hug­mynda­fræði auð­valds­ins. Leið­andi stjórn­mála­menn og rík­is­for­stjórar hér á landi afneit­uðu að hér sé stétt­skipt þjóð­fé­lag, að hér þurfi stöðuga ­stétta­bar­átt­u til þess að setja mark­aðslög­mál­unum ramma og skil­yrði – og hafa engan áhuga á sam­fé­lags­leg­u hlut­verki rík­is­ins, almanna­valds­ins, t.d. við að hafa taum­hald á frum­stæðum og sið­lausum mark­aðs­öfl­um. Þessu er vel lýst í rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis.

Það eru orðnir ára­tugir síðan sænska ríkið byggði 1 milljón ódýrra íbúða undir for­ystu sós­í­alista til að útrýma heilsu­spill­andi hús­næði og til þess að styðja lág­launa­stétt­irnar og einnig er langt síðan félags­leg hús­næð­is­kerfi og verka­manna­bú­staða­kerfi störf­uðu hér á landi. En þetta eru dæmi um það sem sós­í­alistar geta gert ef þeir kom­ast til valda. Rík­is­valdið hér á landi er hins vegar á valdi ráð­andi stéttar eins og áður segir og hefur verið það lengi og gildir einu hvaða flokkar sitja í rík­is­stjórn.

Tökum dæmi. Yfir­völd hafa lög­leitt alþjóð­lega sátt­mála um að við­eig­andi hús­næði sé mann­rétt­indi, t.d. með sam­þykkt alþjóða­samn­ings um efna­hags­leg, menn­ing­ar­leg og félags­leg rétt­indi. Samt er hús­næð­is­á­standið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þannig að allar launa­hækk­anir ungs fólks og lág­launa­fólks eru étnar upp af leigu­söl­um, selj­endum hús­næðis - og búseta í heilsu­spill­andi hús­næði, kölluð óleyf­is­bú­seta til þess að koma skömminni á leigj­end­urna – er meiri en nokkru sinni áður. Biðin eftir félags­legu hús­næði á vegum sveit­ar­fé­laga fyrir þá sem verst standa er mörg ár, kannski kjör­tíma­bil. „Ekki benda á mig“ segja ráð­herrar og alþing­is­menn.

Allt hefur sinn tíma. Ný rödd heyr­ist, ný sam­fé­lags­sýn birt­ist. Í ljós kemur að und­ir­stéttin nýtur ekki góð­ær­is­ins, þótt hag­tölur fari upp og með­al­tekjur þjóð­ar­bús­ins á mann séu með því mesta í heim­in­um. En orð eru til alls fyrst.

Höf­undur skipar 46. sæti á fram­boðs­lista Sós­í­alista­flokks­ins í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar