Fagnaðu Ögmundur – Fagnaðu!

Auður Jónsdóttir rithöfundur gagnrýnir skilningsleysi stjórnmálamanna gagnvart störfum fjölmiðlafólks og hvetur þá til að vera meðvitaðari um eigin áhrif og völd.

Auglýsing

Fjöl­miðla­menn með ann­ar­legan til­gang geta verið þjóð­ar­böl og því eru fjöl­miðlar vita­skuld ekki hafnir yfir gagn­rýni. Mik­il­vægt er að við sýnum fjöl­miðlum aðhald en það þýðir ekki að það þjóni sam­fé­lag­inu þegar valda­fólk og stjórn­mála­menn ráð­ast með per­sónu­legum aðdrótt­unum á ein­staka fjöl­miðla­menn til að gera lítið úr störfum þeirra.

Á dög­unum varð Ögmundi Jónassyni mikið um við að lesa leið­ara rit­stjóra Kjarn­ans, Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, um emb­ætt­is­verk ráð­herra, skort á gagn­sæi í stjórn­sýsl­unni og vinnu­brögð sem hann telur ekki ásætt­an­leg í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi.

Áður en lengra er haldið er ráð­legt að taka fram að höf­undur þessa pistils skrifar í Kjarn­ann og því auð­velt að eyrna­merkja hana varð­hund áður­nefnds Þórðar Snæs. En und­ir­rituð hefur nýlokið við að setja saman bók­ina Þján­ing­ar­frelsið – óreiða hug­sjóna og hags­muna í heimi fjöl­miðla, ásamt tveimur öðrum höf­und­um, sem kemur út á næstu dögum hjá For­lag­inu. Þar er meðal ann­ars fjallað um grunn­hyggin við­horf gagn­vart fjöl­miðlum og hvernig ráða­menn afhjúpa þau stundum í opin­berri umræðu jafnt sem sam­skiptum við fjöl­miðla­fólk. Við­brögð Ögmundar við skrifum Þórðar Snæs virð­ast vera af slíkum meiði og því erfitt að stilla sig um að hnýta í þau.  

Auglýsing

Grun­sam­leg mynd

Ögmundur skrif­aði færslu á vef­síðu sína og gagn­rýndi þar Þórð Snæ nokkuð per­sónu­lega, sak­aði hann jafn­vel um að sinna erindum vinar í áður­nefndum leið­ara. Orðum sínum til áherslu birti hann mynd af téðum Þórði Snæ með sól­gler­augu á fót­bolta­leik ásamt nokkrum glað­hlakka­legum vinum sín­um. Hann ýjaði að því að einn þess­ara vina á mynd­inni hefði ráðið grein­ingu rit­stjór­ans á emb­ætt­is­verkum ráð­herra vegna starfa vin­ar­ins á stofnun sem tengd­ist emb­ætt­is­verkum þess­um.

Ögmundur virt­ist vera fullur grun­semda í garð mynd­ar­innar og tengsl hinna ósjá­legu kump­ána. Hann gerði sér lítið fyr­ir, fór inn á face­book-­síðu Þórð­ar, hnupl­aði þaðan umræddri mynd og birti með blogg­færsl­unni.

Með þessu móti gaf hann Þórði Snæ færi á að lög­sækja sig því sama hvað hinum gam­al­reynda tals­manni mann­rétt­inda og mann­væn­legra sam­fé­lags kann að þykja, þá getur athæfið seint talist undir ábyrga með­ferð á gögn­um. Und­ir­rit­aða blóð­langar til að skreyta þennan pistil með mynd af félögum á góðri stundu af face­book-­síðu Ögmundar en þar sem hún reynir að sýn­ast ábyrg verður að nægja að lýsa einni slíkri með orð­um. Þar eru þrír kollegar og kannski ekki hægt að draga miklar álykt­anir af fundi þeirra – en það má reyna eins og Ögmundur reyndi með mynd­ina af fót­bolta­vin­un­um!

Í her­bergi einna lík­ustu gömlum bar með með lúnum inn­römm­uðum ljós­mynd­um, sem gæti reyndar verið bak­her­bergi í Alþingi þar sem má ekki lengur reykja vindla (sem hafa pott­þétt verið reyktir þarna þegar Ögmundur var á aldur við Þórð Snæ), standa þrír kampa­kátir menn, allir með gler­augu, þó ekki gal­gopa­leg sól­gler­augu.


Þeir eru grun­sam­lega kump­án­legir á þess­ari mynd og hug­hrif und­ir­rit­aðrar eru að þessir menn væru vísir til að bralla ýmis­legt vafa­samt sam­an. Össur Skarp­héð­ins­son, Einar K. Guð­finns­son og Ögmundur Jóns­son.


Hvað voru þeir að tala um? Af hverju voru þeir þarna sam­an­komn­ir? Getur verið að Össur hafi verið að hætta á þingi eða er þetta sam­trygg­ing­ar­kerfið holdi klætt í þremur stjórn­mála­körlum úr þremur flokk­um? Hvar liggja leyndir þræðir kátínu þeirra yfir sam­veru hvers ann­ars?

Að vaða í mann­inn

Stundum er ekki hjá því kom­ist að fá á til­finn­ing­una að valda­menn af karl­kyni tali af föð­ur­legum mynd­ug­leik um fjöl­miðla, hugs­an­lega ómeð­vit­aðir um eigin áhrif, – og reyndar eiga konur það líka til. Ráða­menn virð­ast stundum ekki gera sér grein fyrir því hvar valdið ligg­ur.

„Nú er mik­il­vægt að fjöl­miðlar bregð­ist ekki aftur og þeir verði með upp­byggi­legum hætti þátt­tak­endur í þeirri end­ur­reisn og end­ur­mótun sem þarf að verða í sam­fé­lag­inu en stundi ekki stans­laust hefnd­ar­kennda nið­ur­rifs­starf­semi eins og því miður bólar tals­vert á á sumum bæj­u­m.“

Stein­grímur J. Sig­fús­sonþáver­andi fjár­mála­ráð­herra og þing­maður Vinstri grænna. Alþingi. 3. des­em­ber, 2009.

Hefnd­ar­kennd nið­ur­rifs­starf­semi, eins og Stein­grímur orðar það þarna, kjarnar í raun við­horf ýmissa stjórn­mála- og áhrifa­manna í garð fjöl­miðla­fólks sem hefur uppi gagn­rýni sem þeim þókn­ast ekki.

Og ekki laust við að það örli fyrir því leiða við­horfi í skrifum Ögmundar um áður­nefndan leið­ara. Hann gerir Þórði Snæ upp ann­ar­legan til­gang í blogg­færslu sinni og útskýrir það frekar mátt­leys­is­lega, þá helst með aðdrótt­unum um vina­tengsl. Hann veður í mann­inn og gerir lítið úr störfum hans en rök­styður mál­flutn­ing sinn um ann­ar­legan til­gang aðal­lega með mynd af þessum fót­bolta­á­huga­mönn­um. Auð­vitað er sjálf­sagt að gera athuga­semdir við umfjöllun fjöl­miðla ef maður þyk­ist viss um að ekki sé rétt farið með stað­reyndir – en ekki sama hvernig það er gert.

Með­vit­und um valda­stöðu

Af gjörn­ingnum að dæma virð­ist Ögmundur vera ómeð­vit­aður um að hann hafi löngum verið einn af hrókum sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokks og það sem vantar oft upp á í íslensku sam­fé­lagi er að valda­menn séu með­vit­aðir um eigin valda­stöðu og áhrif í sam­fé­lag­inu, hvort sem þeir eru gamlir eða ung­ir. Áhrifa- og stjórn­mála­menn setja for­dæmi í sam­fé­lag­inu með því hvernig þeir umgang­ast fjöl­miðla í allri sam­fé­lags­um­ræðu.

„Hún­ ­ger­ist æ sterk­­ari til­­f­inn­ingin að vegna mann­eklu og fjár­­skorts séu við­kom­andi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um ­starf­­semi þar sem hver fer fram á eigin for­­send­­um. Engin stefna, ­mark­mið eða skila­­boð og þar með nán­­ast eng­inn til­­­gang­­ur, ann­ar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skipt­ast ­síðan á að grípa gjall­­­ar­hornið sem fjöl­mið­ill­inn er orð­inn ­fyrir þá og dæla út skoð­unum yfir sam­­fé­lag­ið. Ein í dag - önnur á morg­un. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Face­­book­­síðu og leyfa öllum að skrifa á vegg­inn?“

Bjarni Bene­dikts­sonþáver­andi fjár­mála­ráð­herra og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Face­book. 17. ágúst, 2016.

„Það er ekki langt síðan fyrsta hreina vinstri­st­jórnin fór frá völdum eftir sögu­legt tap í kosn­ing­um. Á meðan sú rík­is­stjórn var að gera sínar bommertur leið varla sá dagur að við, sem þá vorum í stjórn­ar­and­stöðu, spyrðum ekki hvert ann­að: „Hvernig væri umfjöllun fjöl­miðla ef rík­is­stjórn Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks hefði gert annað eins?“ Svo var brosað að til­hugs­un­inni um hvers konar „loft­árás­ir“ slík rík­is­stjórn hefði fengið yfir sig vegna sam­bæri­legra mála,“

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­sonþing­maður Mið­flokks­ins og þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu. 25. júní, 2013.

And­rými fyrir efa­semdir

Litlu virð­ist skipta í hvaða flokki menn eru þegar kemur að því að saka fjöl­miðla­fólk hvat­vís­is­lega um ann­ar­legan ásetn­ing. Slíkt er orðið end­ur­tekið stef sumra stjórn­mála­manna og hinna ýmsu áhrifa­valda í sam­fé­lag­inu.

Á fjöl­miðlum eru gerð mann­leg mis­tök eins og á flestum bæjum – og yfir­leitt þarf þá að svara sam­stundis fyrir þau – og eins og áður sagði er gagn­rýni á þá nauð­syn­legur hluti til að fjöl­miðlar geti sinnt lýð­ræð­is­legu hlut­verki sínu sem best. Einmitt þess vegna er mikil ábyrgð fólgin í því hvernig slík gagn­rýni er sett fram.

Við búum við stjórn­sýslu sem gerir fjöl­miðla­fólki erfitt um vik að nálg­ast upp­lýs­ingar um blóð­rás stjórn­kerf­is­ins, nokkuð sem hlýtur að telj­ast vera ábyrgð ráða­manna. Fjöl­miðla­fólk verður að fá and­rými til að geta spurt áríð­andi spurn­inga og hafa uppi efa­semdir án þess að eiga á hættu að ráð­ist sé á það per­sónu­lega eða umhugs­un­ar­laust látið að því liggja að heil­indi þeirra í starfi séu ekki sem skyldi.

Því væri ekki úr vegi að Ögmundur myndi fagna því á bloggi sínu að í þessu erf­iða rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla á Íslandi þrí­fist – þrátt fyrir allt og allt – sjálf­stæðir miðlar megn­ugir þess að gaum­gæfa sam­fé­lagið og sýna nauð­syn­legt aðhald. Svo ég segi: Fagn­aðu, Ögmund­ur, fagn­aðu!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit