Hvenær skila innflytjendur 3000 milljónum króna til neytenda?

Steinþór Skúlason gagnrýnir málflutning Félags atvinnurekenda í aðsendri grein.

Auglýsing

Fram­kvæmda­stjóri félags atvinnu­rek­anda (FA) hefur gengið öðrum harðar fram í því að gagn­rýna að ríkið bjóði upp toll­kvóta sem leyfa toll­frjálsan inn­flutn­ing búvara meðal ann­ars með nýjum tolla­samn­ingi við EB sem mun auka inn­flutt kjöt til lands­ins um nálægt 2600 tn á ári.

Mál­flutn­ing­ur­inn FA hefur gengið út á að heildsalar vilja fá kvót­ana gef­ins því að þannig munu þeir skila ávinn­ingi af þeim til neyt­enda sem núver­andi kerfi geri ekki.

Það má álasa und­ir­rit­uðum að hafa ekki svarað fyrr þeirri rök­leysu sem í mál­flutn­ingi FA felst.

Auglýsing

Upp­boð á tak­mörk­uðum gæð­um, í þessu til­felli inn­flutn­ings­kvóta, er mjög skil­virk og gegnsæ leið þar sem allir sitja við sama borð. Hver aðili býður það gjald sem hann telur að hann geti lagt á vör­una við sölu og því kaup­endur á mark­aði sem að lokum greiða til­boðs­gjald­ið. Rík­is­sjóður fær gjaldið sem inn­flytj­endur bjóða.

Það ætti öllum að vera ljóst að rík­is­sjóður er ekk­ert annað en sam­nefn­ari allra Íslend­inga og þar með allra neyt­enda lands­ins. Núver­andi fyr­ir­komu­lag tryggir því gegn­sæi og hámarks skil­virkni og að allur ávinn­ingur skilar sér til neyt­enda. Það er svo rík­is­valds­ins að ákveða hvernig þessum ávinn­ingi er komið til ein­stakra neyt­enda. Það má gera með því að lækka svo­kall­aðan mat­ar­skatt, með því að efla heil­brigð­is­kerfið eða með annarri ráð­stöfun sem nýt­ist almenn­ingi í land­inu.

Krafa Félags atvinnu­rek­enda um að hætt verði að bjóða út inn­flutn­ings­kvóta er því krafa um að færa veru­lega fjár­muni frá neyt­endum til heild­sala.

Form­gallar voru á fram­kvæmd útboða toll­kvóta í nokkur ár og fyr­ir­komu­lagið dæmt sem ólög­leg skatt­heimta. Vegna þess hefur rík­is­sjóður end­ur­greitt inn­flytj­endum um 3000 millj­ónir króna eins og fram kemur í frétta­bréfi FA hinn 8. febr­úar síð­ast­lið­inn. Þessar 3000 millj­ónir eru neyt­endur lands­ins búnir að greiða inn­flytj­endum í vöru­verði þeirra vara sem fluttar voru inn.

Það eru ekki allir inn­flytj­endur félags­menn í Félagi atvinnu­rek­enda en flestir heildsalar eru það og má áætla að þeir hafi fengið a.m.k. helm­ing þeirra 3000 millj­óna sem rík­is­sjóður og þar með neyt­endur lands­ins hafa end­ur­greitt inn­flytj­end­um.

Það hlýtur að vera brýnt verk­efni fram­kvæmda­stjóra Félags atvinnu­rek­enda að sjá til þess að heildsalar í félags­skap hans end­ur­greiði neyt­endum þá miklu pen­inga sem þeir hafa fengið frá neyt­endum með end­ur­greiðsl­un­um. Þetta má gera með ýmsum hætti en ein­falt að end­ur­greiða rík­is­sjóði sem er full­trúi allra neyt­enda lands­ins.

Ef þetta er ekki gert þá er skýr­ara en á björtum sum­ar­degi að mál­flutn­ingur Félags atvinnu­rek­enda snýst ekki um hags­muni neyt­enda heldur um hags­muni heild­sala.

Höf­undur er vara­for­maður Lands­sam­taka slát­ur­leyf­is­hafa.

Páfinn harmar glæpi presta gegn börnum
Prestar innan kaþólsku kirkjunnar hafa gerst sekir um að misnota þúsundir barna. Nýleg mál í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýna að yfirhylmingum var beitt til að þagga málin niður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Ráðamenn funduðu um stöðu flugfélaga
WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram. Stjórnvöld fylgjast náið með gangi mála.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Telja ekki skynsamlegt að breyta sköttum verulega á ökutæki og eldsneyti
Starfshópur telur gildandi kerfi skattlagningar ökutækja og eldsneytis í meginatriðum einfalt og haganlegt og telur ekki skynsamlegt að það taki stakkaskiptum.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Þorvaldur Logason
Landráðasamsæri vinstri stjórnarinnar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Jón Pétursson
Jón Pétursson nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Formaður Miðflokksins ræður nýjan aðstoðarmann.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2013
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2013.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Auðlindagjöld og hagrænir hvatar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Sauðfjár- og kúabúum fer fækkandi
Búum með sauðfjárrækt sem aðalstarfsemi hefur fækkað um tæplega 14 prósent síðan árið 2008 og kúabúum með ræktun mjólkurkúa hefur fækkað um tæplega 11 prósent.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar