Hvað höfum við gert á tveimur árum?

Viðreisn á tveggja ára afmæli í dag. Formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fjallar um þessi tímamót í aðsendri grein.

Auglýsing

Hún var ein­föld aug­lýs­ingin sem birt­ist vegna stofn­unar Við­reisnar í Hörpu fyrir tveimur árum. Fólki sem vildi leggja áherslu á frjáls­lyndi, alþjóða­sam­vinnu, jafn­rétti og heið­ar­leika í þágu almenn­ings var boðið að koma saman og stofna stjórn­mála­flokk.

Lyk­il­stef flokks­ins frá upp­hafi hefur verið almanna­hags­munir framar sér­hags­mun­um. Til­tölu­lega ein­falt og skýrt leið­ar­ljós í öllum þeim verk­efnum sem við höfum tekið þátt í. Tvö ár eru kannski ekki langur tími en hann getur verið drjúgur tími í póli­tík, sér í lagi þegar nýr flokkur fer í gegnum tvennar kosn­ingar og þær þriðju eru á næsta leyti. Þá er mik­il­vægt, þrátt fyrir sam­starf í rík­is­stjórn, að stjórn­mála­flokkur haldi karakt­er­ein­kennum sínum og grund­vall­ar­hug­sjón­um. Og komi sér að verki.

Auglýsing fyrir stofnfund Viðreisnar.Við komum til dyr­anna eins og við erum klædd, tölum fyrir áherslum okkar og gerum allt sem í valdi okkar stendur til að skila áþreif­an­legum árangri. Á skömmum líf­tíma höfum við sýnt svo ekki verður um vill­st, að það getum við. Við nýttum vel tím­ann sem við vorum í rík­is­stjórn og það sama má segja um þá mán­uði sem við höfum nú starfað í stjórn­ar­and­stöðu. Þegar heild­ar­myndin er skoðuð getum við í Við­reisn verið stolt af verkum okk­ar. Sem eru mörg og fjöl­breytt þrátt fyrir ungan aldur flokks­ins. Við höfum talað fyrir almanna­hags­munum og boðið sér­hags­munum birg­inn. Við höfum talað fyrir því að vera virk þjóð á meðal þjóða með öfl­ugri Evr­ópu­sam­vinnu og við höfum haft hug­rekki til að tala fyrir löngu tíma­bærum breyt­ingum á úreltum valda­kerfum í land­inu.

Auglýsing

Skoðum hluta þess­ara verk­efna síð­ustu tveggja ára:

  1. Settum jafn­launa­vottun í lög
  2. End­ur­skoð­uðum pen­inga­mála­stefnu Íslands með það að mark­miði að lækka vexti og minnka sveiflur hjá fjöl­skyldum og fyr­ir­tækjum
  3. Settum af stað sátta­nefnd um sann­gjarna gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi
  4. Breyttum skil­grein­ingu á nauðgun í hegn­ing­ar­lögum
  5. Opn­uðum reikn­inga stjórn­ar­ráðs­ins
  6. Lögðum fram aðgerða­á­ætlun í hús­næð­is­málum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu
  7. Lækk­uðum vaxta­kostnað um 6 millj­arða
  8. Und­ir­strik­uðum mik­il­vægi Evr­ópu­sam­vinnu
  9. Þre­föld­uðum fjár­veit­ingar til mót­töku flótta­manna.
  10. End­ur­skoð­uðum búvöru­samn­inga og fengum neyt­enda­sjón­ar­mið að borð­inu
  11. Fórum fram á rann­sókn á aðkomu rík­is­ins að bygg­ingu kís­il­vers
  12. Lögðum fram þings­á­lyktun um trygg­ingu gæða, hag­kvæmni og skil­virkni opin­berra fjár­fest­inga með það að sjón­ar­miði að tryggja að kostn­að­ar­á­ætl­anir rík­is­ins stand­ist
  13. Lögðum til end­ur­skoðun á hegn­ing­ar­laga­á­kvæðum um æru­meið­ingar og brot gegn frið­helgi einka­lífs­ins
  14. Lögðum fram skýrslu­beiðni um aðkomu huldu­að­ila að kosn­ingum

Önnur mál sem bíða nú afgreiðslu Alþingis – og reyna á vilja stjórn­ar­meiri­hluta:

  1. Afnám und­an­þágu MS frá sam­keppn­is­lögum
  2. End­ur­mat á hval­veiði­stefnu Íslands
  3. Þjóð­ar­sátt um bætt kjör kvenna­stétta
  4. Breyt­ingar á lögum um manna­nöfn
  5. Breyt­ingar á útlend­inga­lögum til að veita börnum rétt til dval­ar­leyfis
  6. Frelsi á leigu­bíla­mark­aði
  7. Brott­fall frá kröfu um rík­is­borg­ara­rétt opin­berra starfs­manna
  8. Sál­fræði­þjón­usta í opin­berum háskólum
  9. Jafn­rétt­is­stefna líf­eyr­is­sjóða
  10. Afnám einka­sölu ÁTVR á áfengi
  11. Betrun fanga
  12. Hjóla­leið milli Reykja­víkur og Flug­stöðvar Leifs Eiríks­sonar
  13. Skatta­af­sláttur vegna end­ur­greiðslu náms­lána

Eins og sést er Við­reisn flokkur allra þeirra sem vilja að unnið sé að almanna­hags­mun­um, frelsi, jafn­rétti og gegn­sæi í póli­tísku starfi. Mark­miðin eru rétt­látt sam­fé­lag, stöðugt efna­hags­líf og fjöl­breytt tæki­færi.

Nú þegar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar eru framundan er ég sann­færð um að fólkið okkar sem tekur þátt á listum á 13 stöðum á land­inu muni láta verkin tala og hafa þor til að breyta í þágu almann­hags­muna. Það eru okkar karakt­er­ein­kenni. Og þannig mun Við­reisn halda áfram að vaxa og dafna líkt og ung­ling­ur­inn sem fer í gegnum þroska­ferli með marg­vís­legum áskor­un­um.

Við hlökkum til.

Höf­undur er for­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar