Beinir eða óbeinir skattar

Björn Gunnar Ólafsson skrifar hugleiðingu um skattastefnu.

Auglýsing

Lítil umræða hefur verið und­an­farin ár um það hvernig best er að skipta tekju­öflun hins opin­bera á milli beinna og óbeinna skatta. Skipt­ing þarna á milli hefur hins vegar mikil áhrif á þjóð­ar­bú­skap­inn og er mikið hags­muna­mál ekki síst fyrir aðila vinnu­mark­að­ar­ins. Í þessu sam­bandi er mik­il­vægt að hafa í huga að beinir skattar einkum stig­vax­andi tekju­skatt­ur, er eitt helsta tæki hins opin­bera til að  minnka lífs­kjara­bilið sem stafar af þeim launa­mun sem óhjá­kvæmi­lega fylgir mark­aðs­hag­kerfi. Óbeinir skattar leggj­ast jafnt á ríka sem fátæka og hafa ekki neitt jöfn­un­ar­hlut­verk.

Sam­kvæmt laus­lega áætl­uðum tölum frá Hag­stofu, var hlut­deild beinna skatta af skatt­tekj­um, aðal­lega tekju­skatts og trygg­ing­ar­gjalda, um 39% árið 1998 (þar af trygg­ing­ar­gjöld tæp 7%) en 51% (trygg­ing­ar­gjöld 8%) árið 2017. Hlut­deild óbeinna skatta á vörur og þjón­ustu, einkum virð­is­auka­skatts og vöru­gjalda, var um 38% 1998 en komið niður í 29% 2017.  Hlut­deild beinna skatta hefur því hækkað veru­lega á und­an­förnum árum sem vekur upp þá spurn­ingu hvort þessi þróun á skipt­ingu á milli beinna og óbeinna skatta sé hag­kvæm eða jákvæð fyrir almenn­ing.

Hér á landi hafa tekju­skattar misst hlut­verk sitt sem jöfn­un­ar­tæki þar sem skatt­ur­inn leggst með þunga á allar almennar launa­tekjur og grípur í tekjur sem varla duga fyrir fram­færslu. Til að tekju­skattur virki til jöfn­unar þarf að lækka skatt­inn á almennar launa­tekjur þannig að lág­marks­tekjur til lífs­við­ur­væris t.d. 300.000 krónur á mán­uði verði skatt­frjálsar (svo sem með hækkun per­sónu­af­slátt­ar)  en í stað­inn láta hann bíta meira á tekjur yfir lág­mark­inu.

Auglýsing

Burt séð frá tekju­jöfn­un­ar­á­hrifum hafa skattar á tekjur og hagnað þekkta ókosti sem taka þarf til­lit til við mótun skatta­stefnu. Í fyrsta lagi er hluti sjálf­stæðra atvinnu­rek­enda í þeirri aðstöðu að geta ráðið upp­gefnum tekju­skatts­stofni. Í öðru lagi draga háir tekju­skattar úr sparn­aði þeirra sem hafa mesta mögu­leika til að spara og fjár­festa. Í þriðja lagi vand­ast málið ef frí­tími er tal­inn mik­ils virði. Þá geta háir tekju­skattar dregið mjög úr vinnu­fram­lagi og minnkað hag­vöxt ef gert er ráð fyrir því að tekjur ein­stak­linga end­ur­spegli fram­leiðni.  Þrátt fyrir þessa ágalla er enn svig­rúm til að jafna tekjur með meira álagi á hæstu tekjur hér á landi.

Trygg­ing­ar­gjald er dæmi um skatt sem telst beinn skattur en virð­ist óheppi­leg leið til tekju­öfl­un­ar. Hluti af þessu gjaldi fer í atvinnu­trygg­ing­ar­sjóð og ábyrgð­ar­sjóð launa en mest fer í rekstur almanna­trygg­inga. Þetta gjald dregur úr getu fyr­ir­tækja til að fjár­festa og búa til störf. Á meðan vaxt­ar­mögu­leikar einka­fyr­ir­tækja eru hindr­aðir með háu trygg­ing­ar­gjaldi hefur hið opin­bera lagt í miklar fjár­fest­ingar svo sem í sam­göngum og orku­öflun sem sumar hverjar eru ótíma­bærar eða hvíla á vafasömum for­sendum um arð­semi.

Bog­inn er hátt spenntur í útgjöldum hins opin­bera og því gæti virst lítið svig­rúm til að breyta tekju­öflun og skerpa á tekju­jöfn­un­ar­hlut­verki beinna skatta jafn­framt því að lækka hlut­deild þeirra. Fylla þarf stórt gat sem mynd­ast við afnám tekju­skatts á lægstu tekj­ur. Mark­viss­ari óbeinir skattar og auð­linda­gjöld koma hér einkum til greina.    

Hægt er að auka skil­virkni og ein­falda inn­heimtu virð­is­auka­skatts með því að nota aðeins eitt þrep og breikka skatt­stofn­inn. Mik­il­vægt er að óbeinir skatt­ar, einkum virð­is­auka­skatt­ur, skekki ekki verð­hlut­föll á mark­aði. Slíkt getur leitt til sóunar og sent rangar upp­lýs­ingar um arð­semi fjár­fest­inga. Neyslu­stýr­ing gegnum mis­mun­andi skatt­hlut­föll gengur gegn virkni mark­að­ar­ins sem leið­ar­ljóss um þarfir neyt­enda. Auð­linda­gjöld ættu að vera umtals­verður tekju­stofn hins opin­bera. Eðli­legt er að aðilar sem njóta sér­rétt­inda til nýt­ingar nátt­úru­auð­linda svo sem orku­linda eða fiski­miða greiði fyrir þann aðgang til eig­anda auð­lind­anna.

Gatið sem mynd­ast vegna afnáms tekju­skatts á lægstu tekjur þarf ekki ein­göngu að fylla með annarri tekju­öfl­un. Umfang hins opin­bera vex stjórn­laust þessi árin og kom­inn tími til að spyrna við fót­um.  Út­gjöld spar­ast með hag­ræð­ingu gegnum einka­rekstur svo sem í heil­brigð­is­kerf­inu. Flókið til­færslu­kerfi gegnum almanna­trygg­ingar er hægt að ein­falda með því að virkja nútíma­vætt raf­rænt kerfi Rík­is­skatt­stjóra. Nei­kvæður tekju­skattur getur t.d. leyst af hólmi vaxta­bætur og barna­bæt­ur. Stækkun stjórn­sýslu­ein­inga á sveit­ar­stjórn­ar­stigi  t.d. á höf­uð­borg­ar­svæð­inu leiddi strax til mik­ils sparn­aðar í skrif­stofu­kostn­aði auk hag­ræðis í skipu­lags- og sam­göngu­mál­um.

Í tengslum við kom­andi kjara­samn­inga gefst aðilum vinnu­mark­að­ar­ins ásamt stjórn­völdum tæki­færi til að móta nýja skatta­stefnu sem skerpir á hlut­verki tekju­skatts sem tekju­jöfn­un­ar­tækis en miðar jafn­framt að skil­virk­ari notkun óbeinna skatta og auð­linda­gjalda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar