Feðraveldið er Voldemort

Ólöf Magnúsdóttir oddynja Kvennahreyfingarinnar og Eva Huld Ívarsdóttir frambjóðandi flokksins skrifa um bannorðið feðraveldið og stöðu íslensks réttarkerfis þegar kemur að kynferðisbrotamálum.

Ólöf Magnúsdóttir og Eva Huld Ívarsdóttir
Ólöf Magnúsdóttir og Eva Huld Ívarsdóttir
Auglýsing

„Það er ekki séns að ég ræði þetta við þig ef þú ætlar að fara að blanda feðra­veld­inu inn í þetta!“

Í bók­inni The Big Push eftir femínísku fræði­kon­una Cynt­hiu Enloe gerir hún sigur Trump í banda­rísku for­seta­kosn­ing­unum að umfjöll­un­ar­efni. Hún fjallar ítar­lega um þann gíf­ur­lega sam­stöðu­kraft kvenna sem fékk eld til að brenna í brjóstum okkar allra í Kvenna­göng­unn­i (1) í Was­hington síð­ast­lið­inn jan­ú­ar. Þar gengu 500.000 til 680.000 konur og karlar gengu í nýárs­frost­inu til að mót­mæla emb­ætt­is­töku Don­ald Trumps. Víðs­vegar um heim­inn fóru fram systra göng­ur, alls 673 með áætl­uðum 4.9 millj­ónum mót­mæl­end­um.

Mót­mælin tóku á sig margar birt­ing­ar­myndir allt frá því að fjalla um ákvörð­un­ar­rétt kvenna yfir lík­ama sínum yfir í að tala fyrir mál­efnum inn­flytj­enda og gegn upp­gangi fas­isma. Skiltin og mót­mælin voru fjöl­breytt en nán­ast eng­inn benti á feðra­veldið (e. patri­archy) sem ill­menn­ið.

Auglýsing

Feðra­veldið er nefn­in­lega bann­orð, eins og Volde­mort. Fólk ótt­ast að tala um það en ef við nefnum það ekki sínu rétta nafni styrk­ist það. Það þrífst á því að allt þyki vera í lagi eins og það er. Það þrífst á klisjum eins og „konur eru konum ver­star“ og „konum er ekki treystandi til að taka ákvarð­an­ir, þær gætu verið á túr.“ Ef þú minn­ist á feðra­veldið ertu risa­eðla eða rauð­sokka, búin að missa marks og ómark­tæk. Það sem femínistar hins vegar sjá, lesa og finna með hverri frumu í lík­ama sínum er að feðra­veldið iðar af lífi. Það fær auk­inn kraft í hvert sinn sem reynt er að þagga niður í okkur og í hvert sinn sem kyrjað er „sak­laus uns sekt er sönn­uð.“

Kvenna­hreyf­ingin getur ekki sætt sig við óbreytt ástand. Við erum ekki sáttar við að stöku sinnum kom­ist konur að með því skil­yrði að þær hafi ekki hátt um feðra­veld­ið. Við ætlum ekki að sætta okkur við sæti við borð­ið, við ætlum að henda þessu borði og smíða nýtt. Við ætlum að hrista upp í karllægri umræðu um borg­ar­línur og útsvarslækk­an­ir. Okkur finnst ekk­ert yfir gagn­rýni haf­ið, ekki grund­vall­ar­reglur rétt­ar­rík­is­ins og ekki sú orð­ræða að maður sé tal­inn sak­laus uns sekt hans sé sönn­uð.

Þegar rýnt er í þessa meg­in­reglu saka­mála­rétt­ar­fars er ljóst að tvö meg­in­sjón­ar­mið eru lögð til grund­vallar sem geta óneit­an­lega strítt hvert gegn öðru. Ann­ars vegar er það að vernda mann­rétt­indi þeirra ein­stak­linga sem sak­aðir eru um refsi­vert athæfi gegn yfir­burðum rík­is­valds­ins og koma í veg fyrir að sak­laus maður verði fund­inn sek­ur. Hins vegar að vernda hags­muni brota­þola og stuðla að réttar­ör­yggi allra borg­ara með því að upp­lýsa um afbrot. (2)  Síð­ar­nefnda sjón­ar­miðið er öllu nýrra af nál­inni eins og sést m.a. á því að fyrsta lög­gjöfin á Íslandi sér­stak­lega til verndar brota­þola er frá 1999 og hefur ekki mikið breyst síðan þá. Í skrifum um saka­mála­rétt­ar­far er sak­born­ingum oft lýst sem ein­stak­lingum sem standa höllum fæti í sam­fé­lag­inu og eru í veikri stöðu gagn­vart rík­is­vald­inu. Þeir megi sín lít­ils og því er þeim búin ýmis rétt­ar­fars­hag­ræði til að tryggja að ekki sé vegið að mann­réttindum þeirra. (3)

Fra­s­anum „sak­laus uns sekt er sönn­uð“ sem er lög­fest regla í saka­mála­rétt­ar­fari er hins vegar kastað hægri og vinstri í umræðum kommenta­kerf­anna sem nátt­úru­lög­máli og oft­ast í þeim til­gangi að þagga niður raddir kvenna sem tjá sig um kyn­bundin ofbeld­is­mál. Hann þýðir nefni­lega að fórn­ar­lambið sé lyg­ari þar til annað fáist sann­að. Í verstu til­vik­unum leiðir það til meið­yrða­mála að kona tjái sig um reynslu sína og er þess iðu­lega kraf­ist að hún hafi hald­bær gögn máli sínu til stuðn­ings, ella brjóti hún gegn sam­fé­lags­sátt­mál­an­um. Lög og reglur hafa vafa­laust áhrif á við­horf okkar og skoð­anir en er ekki full langt gengið gera sömu kröfur til brota­þola, hins almenna borg­ara og við gerum til ákæru­valds­ins?

Í rann­sókn Hildar Fjólu Ant­ons­dótt­ur, Við­horf fag­að­ila til með­ferðar nauðg­un­ar­mála innan rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins og til­lögur að úrbót­um, er m.a. lagt til að „kanna nánar hvað veldur því að „venju­legir menn“ eru í meiri­hluta sak­born­inga í málum sem til­kynnt eru til lög­reglu en hlut­falls­lega fáir í hópi ákærðra.“ Í rann­sókn­inni er haft eftir rann­sókn­ar­lög­reglu­manni að þessi brota­flokkur sé sér­stakur í ljósi þess að ólíkt öðrum afbrot­um, eins og þjófn­aði og inn­brotum séu ger­endur af öllum stéttum sam­fé­lags­ins. Verj­andi benti á að það sé áber­andi hvað sak­born­ingar í kyn­ferð­is­brota­málum séu sjaldan með saka­feril fyrir og hvað þetta eru venju­legir menn. (4)  

Rétt­ar­kerfið okkar er hannað til að takast á við afbrot þeirra sem skera sig úr norm­inu og eiga oft undir högg að sækja. Sak­born­ingar í kyn­ferð­is­brota­málum eru hins vegar upp til hópa „venju­legir menn“. Getur verið að venju­legir menn séu sak­born­ingar í nauðg­un­ar­málum því við búum við ákveðna nauðg­un­ar­menn­ingu þar sem gert er ráð fyrir því að nei geti þýtt já og að mörkin milli sam­þykk­is, þving­aðs sam­þykkis og nauð­ungar séu á ein­hver hátt „blörruð?“ eins og skáldið sagði.

Mis­munun getur bæði verið bein og óbein og því má velta upp hvort að rétt­ar­kerfið okkar sé í stakk búið til að takast á við mál þar sem orð getur staðið gegn orði, hvort við þurfum að leita ann­ara leiða til að takast á við þess konar mál, eða setja miklu, miklu meira púður í að fræða fólk um sam­þykki og mörk. Eitt er þó ljóst að konur geta ekki búið við þær hót­anir að fá ekki að lýsa reynslu­heimi sínum án þess að vera með úrskurð dóm­ara í hönd­unum eða játn­ingu.

Að því sögðu viljum við skilja við ykkur með til­vitnun í sér­at­kvæði Yud­kivska dóm­ara Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í máli Car­valho Pinto De Sousa Morais v. Portugal nr. 17484/15. 25. júlí 2017:

„Því meira jafn­rétti sem lögin veita, því erf­ið­ara verður að skynja og skil­greina kyn­bundna mis­mun­um, akkúrat vegna þess að rætur staðalí­mynda um „hefð­bund­in“ hlut­verk karla og kvenna liggja svo djúpt. …á meðan konur eru enn hlut­verks­bundnar er ara­grú­inn allur af lögum og rétt­ar­heim­ildum sem ætlað er að tryggja jafn­rétti kynj­anna ein­ungis orðin tóm til verndar rétt­indum og frelsi kvenna. Sé þetta við­horf ekki gagn­rýnt mun raun­veru­leg mis­munun aldrei verða upp­rætt.

…ef okkur er alvara með að ná mark­miðum um jafn­rétti kynj­anna verður við að helga meiri orku í að upp­ræta for­dóma og staðalí­myndir um konur og karla. Við verðum að hætta að styðj­ast við mis­vísandi hug­myndir um hvernig konur eigi og eigi ekki að vera eða gera, ein­ungis á grund­velli þess að þær eru kon­ur…. Í því felst krafan um jafn­rétti, sem er grund­völlur mann­rétt­inda.“ (5)

Höf­undar eru fram­bjóð­endur Kvenna­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Heim­ild­ir:

1. Stjörn­u­rnar létu heyra í sér í kvenna­göng­unni.

2. Eiríkur Tóm­as­son: Meg­in­reglur opin­bers rétt­ar­fars, 2. útgáfa, Reykja­vík 2002.

3. Grein þessi er byggð á óbirtri rann­sókn á Rétt­ar­stöðu kvenna sem brota­þolar kyn­bundis ofbeldis í ljósi femínískra lög­fræði­kenn­inga eftir Evu Huld Ívars­dóttur og Ingi­björgu Ruth Gul­in. Rann­sóknin var styrkt af Nýsköp­un­ar­sjóði náms­manna ­sum­arið 2017.

4. Hildur Fjóla Ant­ons­dótt­ir: Við­horf fag­að­ila til með­ferðar nauðg­un­ar­mála innan rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins og til­lögur að

úrbót­um. EDDA – önd­veg­is­set­ur, unnið í sam­vinnu við inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið, Reykja­vík 2014.

5. Þýð­ing Eva Huld Ívars­dótt­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar