Meintar rangfærslur verkfræðings um Hvalárvirkjun

Þorbergur Steinn Leifsson svarar grein Snorra Baldurssonar.

Auglýsing
Snorri Bald­urs­son, stjórn­ar­maður í Land­vernd,  svarar grein minni um Hval­ár­virkjun sem birt­ist í Kjarn­anum þann 20. maí sl. og telur að þar séu margar rang­færsl­ur. Þar sem eini til­gangur minn með skrif­unum var að koma réttum upp­lýs­ingum á fram­færi er það mjög miður ef í grein­inni væru rang­færsl­ur. 

­Skrif Snorra eru yfir­veguð og  kurt­eis og hann reynir að rök­styðja mál sitt og er því sjálf­sagt að svara aðfinnslum hans. Snorri á líka heiður skilið fyrir að vera eini mað­ur­inn í heim­inum sem skil­aði inn athuga­semdum og ábend­ingum við umhverf­is­mat Hval­ár­virkj­unar fyrir tæpum tveimur árum, reyndar sem starfs­maður Land­vernd­ar.

Raf­orku­ör­yggi Vest­fjarða

Snorri telur að betra sé að auka raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum „ t.d. með smá­virkjun eða vind­orku­garði í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Það er engin ástæða til að fórna stór­kost­legri nátt­úru Árnes­hrepps og víð­ernum Ófeigs­fjarð­ar­heið­ar, byggja tengi­virki og leggja í gríð­ar­legar línu- og sæstrengslagnir fyrir raf­orku­ör­yggi Vest­firð­inga“.

Þarna greinir okkur mikið á. Ég tel reyndar að þessar hug­myndir Snorra styðji mjög vel við hversu skyn­sam­legt er að virkja Hvalá. Vind­myllur eru 100 til 150 m háar og þarf fjölda þannig mann­virkja til að tryggja orku­ör­yggi þ.e.a.s þegar ekki er logn. Smá­virkj­anir eru að jafn­aði með stöðv­ar­húsi á yfir­borði og vatns­veg­um, ann­að­hvort mjög sýni­legum á yfir­borði (td. Mjólk­ár­virkj­un) eða nið­ur­grafnar píp­ur. Það þarf margar smá­virkj­anir til að tryggja orku­fram­leiðslu til Vest­firð­inga og þeirri auknu notkun sem margir von­ast eftir að fylgi í kjöl­far­ið. Það þarf líka að flytja orku frá þessum orku­verum, og tvö­falt öfl­ugri línu þarf til að flytja jafn­mikla orku frá vind­orku­garði miðað við vatns­afls­virkj­un.

Auglýsing
Ég læt les­endum eftir að meta hvort sé umhverf­is­vænna og skyn­sam­legra, vind­orku­garður og fjöldi smá­virkj­ana eða ein öflug neð­an­jarð­ar­virkj­un, með stórum lónum á stöðum sem nær hvergi sjást frá hefð­bundnum slóðum ferða­manna. Ég held reyndar að Snorri sé að skjóta sig í fót­inn með þessum ábend­ing­um, en vissu­lega er virð­ing­ar­vert að segja ekki bara „eitt­hvað ann­að“.  Annað mál er líka að það er eng­inn einka aðili eða opin­ber aðili með fyr­ir­ætl­anir um að byggja vind­orku­garð í Djúp­inu eða smá­virkj­an­ir, hvorki nú eða í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð, því fyrir þeim fram­kvæmdum og teng­ingum er eng­inn efna­hags­legur grund­völlur og ekki heldur umhverf­is­legur að mínu mati.

Þá bendir Snorri líka á skýrslu  METSCO sem Land­vernd lét gera. Þar er áætlað að jarð­strengja­væð­ing hluta Vest­ur­línu, frá Geira­dal að  Ísa­firði, kosti um 20 millj­arða króna. Það sýnir að slík lausn er meira en stærð­argráðu frá því að vera val­kostur og aftur rök­stuðn­ingur frá Land­vernd fyrir að Hvalár­leiðin er raun­hæf­asta, fljót­leg­asta, og lík­leg­asta leiðin að meira raf­orku­ör­yggi.   

Óskert víð­erni

Snorri mis­skilur því miður hvað ég átti við með að áhrif  skerð­ingar Hval­ár­virkj­unar á víð­erni séu „mild“. Ég var ekki að tala um fer­metra sam­kvæmt opin­berri skil­grein­ingu. Í skil­grein­ing­unni er gert ráð fyrir að lón sem mynduð eru með grjót­garði við útrennsli nátt­úru­legra vatna, jarð­ganga­munnar og óupp­byggðir vegir með óbundnu slit­lagi  hafi sömu áhrif (skerða víð­erni umhverfis sig í 5 km rad­íus) og t.d. 150 m háir vind­orku­garðar eða háspennu­lín­ur. Að mínu áliti eru áhrif fyrr­nefndra mann­virkja „mild“ miðað við síð­ar­nefndu mann­virk­in, nán­ast eins og svart og hvítt. Þarna hefði ég mátt útskýra betur í hverju mild áhrif skerð­ingar víð­erna felst. Eng­inn ágrein­ingur er um hlut­falls­legan fjölda fer­metra sam­kvæmt skil­grein­ingu yfir­valda.  

Mikil eða lítil umhverf­is­á­hrif

„Orð Þor­bergs um „til­tölu­lega lítil umhverf­is­á­hrif virkj­un­ar­inn­ar“ eru röng“. Þarna var ég að vitna í umhverf­is­mat virkj­un­ar­að­il­ans og álit allra þeirra lög­bundnu umsagn­ar­að­ila sem unnu álit á mat­skýrsl­unni að beiðni Skipu­lags­stofn­unn­ar. Snorri telur að álit Skipu­lags­stofn­unar sé „nán­ast sam­felldur áfell­is­dómur yfir fram­kvæmd­inni og því ber að hætta við hana“. Þar er ég alls ekki sam­mála, þótt vissu­lega meti Skipu­lags­stofnun áhrif virkj­un­ar­innar á vatnafar og  ásýnd, „veru­lega nei­kvæð“ en ekki „tals­verð nei­kvæð“ eins og þeir aðilar sem ég var að vitna til. Þetta er reyndar sama ein­kunn og Skipu­lags­stofnun hefur gefið öllum virkj­unum yfir 10 MW að stærð sem farið hafa í mat á umhverf­is­á­hrifum hér á landi. Engu að síður hafa þó sumar þeirra þegar verið byggð­ar, t.d. Þeista­reykja­virkj­un.

Virkjun eða þjóð­garður

Snorri telur að „ekk­ert sem bendir til að Hval­ár­virkjun muni hafa jákvæð áhrif á byggð í Árnes­hreppi til lengri tíma ... Aftur á móti gæti þjóð­garður eða álíka vernd­ar­svæði haft veru­leg jákvæð áhrif eins og bent var á hér að fram­an.“ Þarna er full­yrð­ing á móti full­yrð­ing og mikil kok­hreysti að halda að önnur sé hrein­lega röng en hin þá rétt. Það má þó benda á að eng­inn er að fara að gera þjóð­garð á þessu svæði, og slíkt tæki ára­tugi í und­ir­bún­ingi og samn­inga við land­eig­end­ur. Þess utan kemur virkjun alls ekki í veg fyrir að þarna verði gerður þjóð­garður standi vilji manna til þess.

Hagn­aður eða ekki

Snorri virð­ist telja sig betri spá­mann en jafn­vel mestu sér­fræð­ingar á orku­mark­aði því hann lýkur grein sinni með eft­ir­far­andi full­yrð­ingu. „Þessir aðilar (HS-Orka) munu hagn­ast veru­lega á fram­kvæmd­inn­i“. Þessi fram­kvæmd er eins og allar aðrar fram­kvæmdir háð mik­illi óvissu og áhættu. Aðal­ó­vissan er vænt­an­lega þróun raf­magns­verðs í fram­tíð­inni. Fram til um 2014 voru engir fjár­festar til­búnir að leggja áhættu­fjár­magn í und­ir­bún­ing þess­arar fram­kvæmdar og er nið­ur­staðan um hag­kvæmni engan veg­inn að fullu ljós enn­þá. En þessi full­yrð­ing Snorra um fjár­hags­lega afkomu gefur til kynna að honum hætti til að full­yrða um hluti sem hann hefur enga mögu­leika á að geta sagt til um með neinni vissu.  

Sem betur fer sýn­ist mér að ekki hafi verið um neinar rang­færslur að ræða hjá mér í grein minni. Í tveimur til­fellum virð­ist Snorri hafa mis­skilið það sem átt var við og í hinum tveimur atrið­unum erum við bara ósam­mála um hvernig mál munu þró­ast í fram­tíð­inni fyrir byggð, sem við báðir viljum vænt­an­lega að geti hald­ist sem blóm­leg­ust og vax­ið. Þar er ekk­ert rangt eða rétt en menn bara benda á upp­lýs­ingar og hlið­stæður og rök­styðja sitt mál af bestu getu. Það er svo ann­arra að dæma um hvaða leið þeir telji lík­leg­asta til far­sældar fram­tíð­ar, nær­sam­fé­lags­ins og lands­hlut­ans.   

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar