Lækkun veiðileyfagjaldsins og „skattaspor“ útgerðarinnar

Auglýsing

Frum­varpið er sett fram til að berja í bresti kerfis sem hefur aldrei þjónað þeim til­gangi að skila rétt­mætum hluta auð­lindaarðs­ins til eig­anda fiski­mið­anna, þjóð­ar­innar allr­ar. Hér hefur verið búið út ógegn­sætt flókið kerfi sem þarfn­ast stöðugra við­bóta og nýrra útfærslna þó marg­sinnis hafi verið bent á aðrar leiðir sem þjónað geta sama til­gangi mun bet­ur.

Hin aug­ljósa nið­ur­staða veiði­gjalda­frum­varps­ins er sú að þegar öll gjöld eru lækkuð skilar sér mest til þeirra stærstu þó reynt sé að telja fólki trú um að aðgerðin sé fyrst og fremst hugsuð til að bæta hag lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja. Til að koma til móts við rekstur þeirra fyr­ir­tækja sem kunna að eiga í erf­ið­leikum eru til aðrar mun ein­fald­ari aðgerðir sem þurfa ekki jafn­framt að fela í sér eft­ir­gjöf til allra útgerða, stórra og smárra.

Yfir­lýstur til­gangur frum­varps­ins er að bæta hag smærri og með­al­stórra útgerða. Til að sýna fram á hinn yfir­lýsta vilja þá þyrfti að setja fram í töflu öll sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í land­inu. Innan hvers fyr­ir­tækis yrði að koma fram hvað hvert og eitt þeirra afl­aði af hinum nafn­greindu fisk­teg­undum frum­varps­ins á síð­asta heila fisk­veiði­ári (2016-2017) marg­faldað með kr. á kg sam­kvæmt fyrri til­hög­un.

Auglýsing

Síðan þyrfti að marg­falda þetta sama magn aftur með þeim fjár­hæðum sem frum­varpið gerir ráð fyr­ir. Með slíkum sam­an­burði sæist hvaða fyr­ir­tæki væru að borga meira og hvaða fyr­ir­tæki væru að borga minna og þá fyrst væru komnar for­sendur til að segja til um hvort verið væri að hygla litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum eða frekar hinum stærri. Upp­setn­ing slíkrar töflu ætti að vera lítið mál m.v. fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar hjá Fiski­stofu og ráðu­neyt­inu en slík fram­setn­ing er ein­fald­lega for­senda þess að hægt sé að full­yrða að þetta sé gert í þágu lít­illa og með­al­stórra útgerða.

Byggða­sjón­ar­mið

Við jafn mik­il­væga ákvörðun og hér er stefnt að þá hlýtur fyrst og fremst að verða að horfa til afkomu sjáv­ar­út­vegs­ins sem atvinnu­grein­ar. Um leið og farið er að blanda byggða­sjón­ar­miðum inn í umræð­una þá er ekki lengur verið að horfa á sjáv­ar­út­veg­inn sem atvinnu­grein heldur er honum ætlað annað hlut­verk út frá byggða­sjón­ar­miði. Þegar það er gert þá fær­ist gjald­taka í sjáv­ar­út­vegi niður í lægsta sam­nefn­ara svo þeim sem lakast standa verði bjarg­að. En það þýðir jafn­framt að þar sem rekst­ur­inn gengur vel, að þar verður til hagn­aður langt umfram það sem eðli­legt getur talist.

Hér er alls ekki gert lítið úr byggða­sjón­ar­miðum sem eiga fyllsta rétt á sér. Þegar þurfa þykir mætti t.d. styrkja fyr­ir­tæki í hinum brot­hættu byggðum með beinum fjár­fram­lögum í stað þess að miða alla gjald­töku í grein­inni við rekstur þeirra fyr­ir­tækja sem lakast standa. Þannig gæti gjald­takan sam­kvæmt veiði­gjalda­frum­varp­inu runnið að drjúgum hluta til að styðja við fyr­ir­tæki sem illa væri komið fyrir og yrði það gert sam­kvæmt fyr­ir­fram mót­aðri byggða­stefnu.

Opnir árs­reikn­ingar

Þegar fyrr­greindur sam­an­burður hefur verið gerður á gjöld­unum sem útgerðir greiða fyrir laga­breyt­ingu og eftir hana þá er ástæða til að skoða reikn­inga ein­stakra útgerða. Ef kostn­aður lít­illa og með­al­stórra útgerða hefur auk­ist þá þarf að opna bók­hald þeirra, til að kanna af hvaða völdum það er, áður en komið er til móts við þau með einum eða öðrum hætti af hálfu hins opin­bera. Í litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum getur óhóf­leg arð­greiðsla eða launa­hækkun til for­stjóra og stjórn­enda vegið þungt í afkomu fyr­ir­tæk­is­ins. Einnig ef fyr­ir­tækið hefur t.d. freist­ast til að kaupa dýra bif­reið undir for­stjór­ann þá sér þess stað í verri afkomu.

Því aðeins að fyr­ir­tækin verði reiðu­bún að sýna árs­reikn­inga sína ættu þau að fá notið nokk­urra íviln­ana því það er varla til­gangur veið­gjalda­frum­varps­ins að auð­velda ein­stökum fyr­ir­tækjum að auka á óhóf í rekstri þeirra.

Skatta­spor

Eitt af því sem grein­ar­gerð frum­varps­ins gerir að umfjöll­un­ar­efni er hið svo­kall­aða „skatta­spor“ íslensks sjáv­ar­út­vegs. Þessu hug­taki hefur verið beitt oft­sinnis áður í þágu mál­staðar þeirra sem nú gera út á Íslands­miðum og sækja í sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Þá eru talin upp þau opin­beru gjöld sem fyr­ir­tækin greiða, að mestu skattar og gjöld sem öll fyr­ir­tæki á Íslandi greiða, sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem og önnur fyr­ir­tæki.

Vegna umfangs sjáv­ar­út­vegs­ins í lands­fram­leiðsl­unni þá eru þetta háar fjár­hæðir og sér Deloitte og hags­muna­sam­tök útgerð­anna um að tíunda þetta reglu­lega eins og að hér sé um ein­hvers­konar ölm­usu að ræða sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn af góð­semi einni saman greiðir í rík­is­sjóð.

En „skatta­spor“ má skoða með ýmsu móti. Þannig má til sanns vegar færa að „skatta­spor“ hjóna með tvö börn á skóla­aldri sé hlut­falls­lega stærra heldur en „skatta­spor“ sjáv­ar­út­vegs­ins. Hjónin þurfa að greiða beina skatta af launum sínum auk óbeinna skatta af öllum keyptum vörum til heim­il­is­ins til að fæða og klæða börn sín og þau sjálf. Hlut­falls­legur kostn­aður þeirra af opin­berum gjöldum er síst minni heldur en sá kostn­aður sem sjáv­a­út­veg­ur­inn greiðir hinu opin­bera.

Gall­aðar aðferðir

Ljóst má vera að sú aðferð sem notuð er til að láta eig­anda fisk­veiði­auð­lind­ar­inn­ar, þjóð­ina, njóta arðs­ins af auð­lind­inni er mein­göll­uð. Um það eru flestir sam­mála. Það eitt ætti að nægja til þess að leitað yrði ann­arra og nýstár­legri leiða til að sneiða hjá vand­ræða­gangi sem þeim frum­varp þetta ber vott um. Nokkuð er vitnað til end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Deloitte og talna sem frá þeim koma en hafa verður í huga að greiðslur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja til Deloitte nema tugum millj­óna á ári hverju og hafa gert í mörgt ár og er sjáv­ar­ú­veg­ur­inn sem heild ein­staki mik­il­væg­asti við­skipta­maður Deloitte á Ísland­i. ­Taka verður undir nið­ur­lag 4. kafla grein­ar­gerðar með laga­frum­varp­inu þar sem seg­ir:

„Sam­an­tekið má segja að gæta verði þess að veiði­gjald verði sann­gjarnt en í því felst ekki síst að líta eftir fremsta megni til bestu upp­lýs­inga hverju sinni um rekstr­ar­af­komu og greiðslu­getu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja.“

Þetta eru orð að sönnu. Fyrst mikið er vitnað til Deloitte í grein­ar­gerð­inni væri ekki úr vegi að fá sér­fræð­inga Deloitte til að upp­lýsa hvernig þeir myndu í ljósi sinnar sér­fræði­þekk­ingar og mennt­unar leysa þetta vanda­mál sem lýtur að inn­heimtu gjalds af tak­mark­aðri auð­lind og hér hefur verið lýst. Svar þeirra þyrfti að byggj­ast á hrein­skilni og mætti ekki vera markað því að þeir eiga stærstan hluta afkomu sinnar undir þjón­ustu við sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in.

Án þess að vilja blanda mér í „þing­tækni­leg“ atriði máls­ins þá hlýt ég einnig að taka undir með Svandísi Svav­ars­dótt­ur, heil­brigð­is­ráð­herra sem sagði 2013:

„Á loka­sprett­inum er sam­komu­lag um þing­lok sett í upp­nám með til­lögum meiri­hluta atvinnu­vega­nefndar um að gefa enn í varð­andi gjafir til útgerð­ar­inn­ar. Á einum degi, án rök­semda, án útreikn­inga, án skýr­ing á að fella niður veiði­gjald á kolmunna sem nemur 459 millj­ónum króna. Stjórn­ar­meiri­hlut­inn sendir sprengju inn í við­kvæma stöðu. – Enn er málið óleyst.“

Þau orð sýn­ast mér gilda enn í dag.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar