Umsögn um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum

Auglýsing

Frum­varpið felur í sér þrjú efn­is­at­riði; fram­leng­ingu heim­ildar til álagn­ingar veiði­gjalda, almenna lækkun veiði­gjalda og sér­tæka lækkun veiði­gjalda til lít­illa útgerða.

Sam­kvæmt grein­ar­gerð með frum­varp­inu er meg­in­á­stæða fyrir til­lögu um lækkun veiði­gjalda sú að afkoma grein­ar­innar hafi versnað og veiði­gjöldin séu of íþyngj­andi. Sú stað­hæf­ing er ekki rök­studd með full­nægj­andi hætti og ekki er birt neitt talna­efni henni til stuðn­ings.

Almennar for­sendur fyrir breyt­ingu á veiði­gjöldum

Veiði­gjöldum er ætlað að skila þjóð­inni a.m.k. hluta af þeirri rentu sem fisk­veiði­auð­lindin skapar og er rétt­mæt eign þjóð­ar­innar en ekki þeirra sem fengið hafa einka­rétt til að fénýta hana. Þessi renta er auð­reikn­an­leg á grund­velli þeirra yfir­grips­miklu og nákvæmu gagna sem liggja fyrir í skýrslum hag­stof­unnar Hagur veiða og vinnslu. Á grund­velli þeirra má með mik­illi vissu áætla fisk­veiði­rent­una á árinu 2016:

Auglýsing

Sjávarútvegurinn, helstu stærðir.

EBIDTA án veiði­gjalda hefur frá hruni til 2015 verið á bil­inu 65 til 90 millj­arðar króna. en er 62 millj­arðar króna á árinu 2016. Veiði­gjöldin á árum 2012 til 2014 voru 11 - 12% af EBIDTA en lækk­uðu í um 7% 2015 og um 10% 2016. Auð­lind­arenta allt frá hruni til 2015 var á bil­inu 40 - 60 millj­arðar króna. en var á árinu 2016 um 32 millj­arðar króna. og veiði­gjöldin voru 17 - 21% rent­unnar á árunum 2012 til 2014, um 12% á árinu 2015 og um 19% á árinu 2016. Þótt afla­brestur á árinu 2016 og geng­is­þróun hafi dregið nokkuð úr dæma­fáum hagn­aði sjáv­ar­út­vegs á árunum á undan er langt frá því að rök standi til þess að lækka veiði­gjöldin umfram það sem þau gerðu sjálf­krafa vegna eðlis síns ef horfið væri frá þeirri raka­lausu breyt­ingu sem gerð var á reikni­grunni þeirra á árinu 2014. Afkomu­breyt­ingar í grein­inni hafa ekki orðið til þess að auka hlut rík­is­ins í auð­lind­arent­unni og veiði­gjöldin sem hluti af EBIDTA hefur lækk­að.

Helstu orsakir breyttrar afkomu 2016 eru minna afla­magn og styrk­ing gengis krón­unnar um tíma. Þessi áhrif eru þó gjarnan ofmetin eins og bent er á hér síðar því litið er fram hjá áhrifum til lækk­unar á kostn­aði. Með hlið­sjón af þeim breyt­ingum á þessum liðum sem þegar eru þekkt, m.a. veik­ingar á krón­unni má fast­lega gera ráð fyrir að auð­lind­arenta af fisk­veiðum á næstu árum verði ekki undir 40 millj­arðar króna. en lík­lega nokkuð hærri.

Veiði­gjöld frá 2013 hafa verið á bil­inu 5 - 10 millj­arðar króna. eða frá 10% og upp í 20% af auð­lind­arent­unni. Hlutur útgerð­ar­innar hefur verið 80 - 90%. Í reynd er þó hlutur rík­is­ins mun minni því útgjöld þess af starf­semi sem bein­línis er vegna  sjáv­ar­út­vegs eru varla minni en 5 millj­arðar króna. á ári sem ættu í reynd að vera gjald­færð hjá sjáv­ar­út­veg­in­um. Nettó­hlut­deild þjóð­ar­innar í auð­lend­arent­unni hefur því í reynd verið á bil­inu 0 - 10%.

Til­lögur um breyt­ingar á veiði­gjöldum verða ekki rök­studdar með því að afkoma sjáv­ar­út­vegs sé í hættu og þær verða ekki metnar nema með því að svara þeirri spurn­ingu hversu stór hluti auð­lind­arent­unnar eigi að renna til eig­anda auð­lind­ar­inn­ar, þjóð­ar­inn­ar, og hversu mikið á að renna í vasa eig­enda útgerð­ar­fyr­ir­tækja sem þegar hefur verið reiknuð ríf­leg ávöxtun á rekstr­ar­eignir sínar í dæm­inu hér að fram­an.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu og mál­flutn­ing tals­manna þess er einnig drepið á ýmis  önnur atriði sem ætluð eru til að styðja við þörf á því eða rétt­læta það.

Gengi íslensku krón­unnar og afkoma sjáv­ar­út­vegs

Í umræðu síð­ustu ára um áhrif gengis á afkomu sjáv­ar­út­vegs hefur verið látið í veðri vaka að lækkað afurða­verð í íslenskum krónum sé að mestu tap sjáv­ar­út­vegs­ins. Svo er þó ekki nema að hluta. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn einkum hjá stór­fyr­ir­tækj­unum er að veru­legu leyti starf­ræktur í erlendum gjald­miðli. Tekjur hans eru í erlendum gjald­miðli og stórir kostn­að­ar­liðir hans eins og olíur og ýmis önnur aðföng eru í erlendum gjald­miðlum sem og fjár­magn­kostn­aður að miklu leyti. Við það bæt­ist að stór hluti launa­kostn­aðar lækkar með sterkaru krónur vegna hluta­skipta­kerf­is­ins. Þetta þýðir að lækkun tekna í íslenskum krónum vegna styrk­ingar krón­unnar fylgir einnig lækkun aðfanga­kostn­að­ar, fjár­magns­kostn­aðar og launa­kostn­aðar í íslenskum krón­um.

Hækkun eða lækkun veiði­gjalda

Því hefur verið haldið fram að í reynd sé ekki verið að lækka veiði­gjöld heldur jafn­vel að hækka þau vegna þess að veiði­gjalda­nefnd myndi lækka þau enn frekar ef ekk­ert yrði að gert. Er þá vísað til þess að það reglu­verk sem hún vinnur eftir sé ónýtt sem er út af fyrir sig rétt. Reikni­stofn veiði­gjalda er nú svo­kall­aður EBT eða hreinn hagn­aður sem á engan hátt lýsir raun­veru­legri rekstr­ar­af­komu en er háður alls konar  fjár­mála­gern­ingum og bók­halds­að­gerðum sem eru afkomu sjáv­ar­út­vegs óvið­kom­andi auk þess að geng­is­breyt­ingar koma fram í froðu­færslum sem brengla afkomu­mynd­ina eins og reyndar er við­ur­kennt í grein­ar­gerð­inni og hefur komið fram í óeðli­leegum sveiflum á síð­ustu árum. Þessir gallar verða ekki lag­færðir með hrað­ara upp­lýs­inga­vinnslu eins og ætla mætti af grein­ar­gerð­inni. Það er ekk­ert betra að gera vit­leysu í raun­tíma í stað þess að gera hana síð­ar. Þessi galli leið­rétt­ist ekki nema  með því að breyta reikni­grunni veiði­gjalda og tak upp EBIDTA eða auð­lindaarð sem væri enn betra.

Önnur rök fyrir því að ekki sé verið að lækka veiði­gjöldin er til­vísun í að í ósam­þykktri rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­inni sé gert ráð fyrir þess­ari lækk­un. Það bendir til þess að til­gangur með frum­varp­inu sé það að búa í hag­inn fyrir þá lækkun rík­is­tekna sem stefnt er að í þeirri áætl­un. Rík­is­fjár­mála­á­ætl­un­ar­til­lagan er van­fjár­mögnuð og mun ekki standa undir þeim umbótum í vel­ferð­ar­málum og upp­bygg­ingu inn­viða sem boðuð voru í stjórn­ar­sátt­mál­an­um. Lækkun veiði­gjald­anna mun enn auka á  þann vanda.

Til að meta hvort verið sé að lækka eða hækka veiði­gjöld er best að líta á ein­faldar stað­reynd­ir. Veiði­gjald á hvert kg. af þorski er nú 21 króna og 69 aur­ar. Sam­kvæmt frum­varp­inu verður það 16 krónur og 45 aur­ar.

Veiði­gjöld og fjár­fest­ing

Sú mantra að veiði­gjöldin hamli fjár­fest­ingu og fram­þróun í sjáv­ar­út­vegi lifir góðu lífi í öllu and­ófi við veiði­gjöld. Lítil rök fyrir eru þeirri stað­hæf­ingu. Fjár­fest­ing á að ráð­ast af arð­semi henn­ar. Arð­semi í sjáv­ar­út­vegi er meiri en í öðrum atvinnu­greinum hér á landi og getur slíkt leitt til offjár­fest­ing­ar, einkum þegar litið er til þess að afla­magnið er tak­mark­að. Nýfjár­fest­ingar í sjáv­ar­út­vegi eru eins og eðli­legt er að veru­legu leyti fjár­magn­aðar með lánum en rekstr­ar­hagn­að­ur­inn hefur verið not­aður til arð­greiðslna eða fjár­fest­inga í óskyldri starf­semi. Of lág veiði­gjöld stuðla þannig að því að ein­ok­un­ar­að­staða í sjáv­ar­út­vegi verður í reynd til þess að aðrar greinar atvinnu­lífs fær­ast í vax­andi mæli í hendur þess­ara sömu aðila og hagn­ast hafa á nýt­ingu fisk­veiði­auð­lindar þjóð­ar­inn­ar.

Veiði­gjöld, sam­þjöppun og íviln­anir vegna smærri fyr­ir­tækja

Því er einnig haldið fram að hátt veiði­gjald sé lík­legt til að auka sam­þjöppun í grein­inni og gera litlum fyr­ir­tækjum erfitt fyr­ir. Flest bendir þó til hins gagn­stæða. Verð og leigu­verð á kvóta er háð veiði­gjaldi. Með hækkun þess minnka fram­tíð­ar­tekjur hand­hafa kvót­ans og þar með lækkar verð á honum og leigu­verð­ið, sem hvort tveggja ætti að koma sér vel fyrir smærri útgerðir og kvóta­lausar útgerð­ir.

Sé hagur smærri útgerða eða atvinnu­staða þeirra byggð­ar­laga sem treysta á þá með þeim hætti að það kalli á aðgerðir af hálfu hins opin­bera eiga þær að snúa beint að þeim t.d. með ríf­legu m afsláttum af veiði­gjalda fyrir smá­út­gerðir en ekki í því að eyða marg­földum þeim kostn­aði í íviln­anir til þeirra sem ekk­ert þurfa á þeim að halda. Yfir 80% afla­heim­ilda eru í höngum stór­út­gerða. Fram hjá því verður ekki kom­ist að lækkun veiði­gjalda lendir í sama mæli hjá þessum stóru aðil­um. Fram­hjá því á ekki heldur að líta að veiði­gjöld eru skattur á eig­endur útgerð­ar­fyr­ir­ækj­anna hvar svo sem skip þeirra eru skráð eða landa afl­að.

Loka­orð

Það er vissu­lega nauð­syn­legt að bregð­ast við því að laga­heim­ild til álagn­ingar veiði­gjalda rennur út í lok fisk­veiði­árs­ins eða um ára­mót og það má vera að nauð­syn­legt sé að bregð­ast þurfi við rekstr­ar­vanda lít­illa útgerða. Hvort tveggja er unnt að gera án þess að ákveða um leið að ráð­ast í lækkun almennra veiði­gjald sem engin rök standa til að sé nauð­syn­leg eða æski­leg. Efni frum­varps­ins ætti því ein­göngu að kveða á um að veiði­gjöld þau sem nú eru í gildi hald­ist óbreytt til árs­loka auk þess að inn­leiða íviln­anir til smá­út­gerða að því gefnu að þær séu óhjá­kvæmi­leg­ar.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar