Börnin okkar – minnkum notkun á spjaldtölvum

Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Háskólann í Þrándheimi í Noregi, skrifar um menntamál.

Auglýsing

Tölv­ur, snjall­símar, nett­bretti, stýripinn­ar, og sjón­varp breyta okkar lífi. Í Banda­ríkj­unum eyða börn og ung­lingar á aldr­inum 8 til 18 ára meiri tíma á net­miðlum en þau nota til að sofa, það er að segja sjö og hálfan tíma á dag.

Heil­inn okkar virkar á nokkurn veg­inn sama hátt og vöðvi, hann vex við þjálfun og verður öfl­ugri. Innan tauga­vís­inda (e. neurosci­ence) er einn af mik­il­væg­ustu þátt­unum að heil­inn breyt­ist stöðugt eftir hvernig hann er not­að­ur. Skynjun (sjón, heyrn, lykt, snert­ing, stöðu­skynj­un), upp­lifun, hugs­un, færni, til­finn­ingar og atferli setja sín spor á eða fá sinn „sna­ga“ í heil­anum (net af tauga­frum­um). Esther Thelen fann út með sínum mik­il­vægu rann­sóknum að áreiti er grunn­leggj­andi fyrir allt nám og þróun ein­stak­linga. Þjálfun og end­ur­tekn­ing er lyk­il­at­riði til þess að minn­is­sporin eða minn­issna­g­arnir verði sterk­ari. Fjöl­breytt áreiti er algjört lyk­il­at­riði fyrir góðri þró­un. Fleiri rann­sóknir sýna fram á að stelpur eru betri í lestri þegar þær byrja í skóla en strákar og ein af skýr­ing­unum er að for­eldrar tala meira við stelpur en stráka frá fæð­ingu og í gengum fyrstu árin í þeirra lífi. Íslensk börn eru mjög framar­lega hvað við kemur sund­kunn­áttu. Hvers vegna? Jú íslenskir for­eldrar eru flinkir að fara með börn í bæði ung­barna­sund og sund­laug­ar. Einnig er sund­kennslu mjög vel sinnt í íslenskum skól­um, íþrótta­kenn­arar eru góðir og mikið er af fínum sund­laugum um allt land. Þetta er gott dæmi um mik­il­vægi þess að umhverfið skapi mögu­leika á að þjálfun geti átt sér stað. Það sama má segja um hin frá­bæru bóka­söfn í Finn­landi sem fremstu fræði­menn í lestri, eins og Heikki Lyytinen, segja að sé ein af aðal­á­stæðum fyrir þeim árangri sem finnsk skóla­börn hafa náð í PISA. Heikki segir einnig að eitt af því mik­il­væg­asta sem þarf að spyrja börn í lestr­ar­námi sé hversu margar bækur lastu síð­asta mánuð og hvaða þrjár bækur voru skemmti­leg­ast­ar.

Það sé mun mik­il­væg­ara en að mæla les­hraða eins og gert er í stórum skala á Íslandi í dag.

Auglýsing

Þýski geð­lækn­ir­inn og fræði­mað­ur­inn Man­fred Spitzer (í bók­inni Digitale Dem­enz, 2012) segir að ein af stóru hætt­unum við að nota of mikið spjald­tölv­ur/­snjall­síma sé áhættan á fíkn. Nákvæm­lega eins og með notkun á áfengi eða tóbaki. Slík fíkn geti haft mikil áhrif á til­finn­inga­lega, félags­lega og sál­ræna þætti. Hann talar um að við getum þróað með okkur „digi­tal dem­ens“. Man­fred nefnir að rann­sóknir sýni að tölva sé jafn mik­il­væg fyrir nám og reið­hjól er til að læra að synda. Nám krefst sjálf­stæðrar and­legrar vinnu: því meira og dýpra sem ein­stak­lingur vinnur með ákveðið þema, því betur lærir mað­ur. Sem sagt snag­inn verður sterk­ari (netið í heil­anum hefur þróast). Ef við notum ekki heil­ann verði ekki til nýir snagar og þeir snagar sem eru fyrir þró­ast ekki. Það að maður noti meiri tíma fyrir framan skjá veldur því að börn hreyfa sig minna og verða þyngri. Í Banda­ríkj­unum byrja börn að horfa á sjón­varp við 9 mán­aða aldur og börn undir 5 ára aldri horfa á að með­al­tali yfir 4000 aug­lýs­ingar á ári um óhollan mat. Man­fred segir enn fremur að staf­rænir miðlar séu skað­legir fyrir nám og þar með fyrir vits­muna­lega þróun hjá ungum börn­um. Skjár er ekki góð barnapía og alla vega ekki góður kenn­ari.

Tölum við börn­in, lesum bækur fyrir þau, leyfum þeim að byggja með kubbum, teikna og lita. Fórum með þau út að leika, í sund og gefum þeim fjöl­breytt áreiti sem er jákvætt fyrir þeirra nám og þró­un.

Minnkum notkun á spjald­tölvum og snjall­síma hjá börn­um.

Höf­undur er ­pró­fessor í líf­eðl­is­legri sál­fræði við Háskól­ann í Þránd­heimi í Nor­egi.

Heim­ild­ir:

Thel­en, E., & Smith, L.B. (1994). A dyna­mic system app­roach to the develop­ment of cognition and act­ion. Cambridge, Mass.: MIT Press.

Spitz­er, M. (2014). Digi­tal dem­ens. Panta­gruel For­lag AS, Oslo, Norge

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiÁlit